Alþýðublaðið - 20.02.1991, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR
20. FEBRÚAR 1991
LOKSINS SMÁVETUR! Hundslappadrífa lagðist yfir
Reykvíkinga í gær og minnti fótgangendur við Laugaveg-
inn og fleiri borgarbúa á að enn ríkir vetur og á ýmsum
veðrum kann að vera von. Myndin er frá miðborginni rétt
um lokunartíma sölubúða í gær. A-mynd: E.Ól.
DAVIÐ NEITAR ENGU: í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins
var fréttaskýring Arnars Páls Haukssonar fréttamanns.
Hann taldi íjóst að fram undan væru tvö framboð til for-
mennsku í Sjálfstæðisflokknum. Davíð Oddsson er ófá-
anlegur til að neita eða játa að hann fari í framboð og vilji
setjast í stól formanns. Fram kom ennfremur að Þorsteinn
Pálsson formaður ætli í engu að víkja fyrir fyrrverandi
vöggubróður sínum frá Selfossi.
400 BEKKIR ÁN RÉTTINDAKENNARA: Sjötti hver
kennari í grunnskóla i landinu er án tilskilinna réttinda.
475 stöðugildi í grunnskólum eru mönnuð leiðbeinendum,
en það svarar til þess að um 400 bekkir njóti að jafnaði
kennslu „réttindalausrá' kennara.
HANNA FYRIR ÍSLAND: Þrír ungir íslendingar keppa
í úrslitakeppni í fatahönnun Smirnoff-fyrirtækisins og Nýs
lífs, en keppnin fer fram hér á iandi í fyrsta sinn 16. mars
næstkomandi. Þau þrjú sem munu hanna fyrir íslands
hönd eru þau María Olafsdóttir, Sólveig Eiríksdóttir
og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Aðalúrslit verða í Hollandi
29. maí. Á myndinni með ungu hönnuðunum er Júlíus P.
Guðjónsson, umboðsmaður Smirnoffs hér á landi.
EKKIMEIRILOÐNA: Sjómenn eru bjartsýnir á loðnu-
stofninn. En ekki sjávarútvegsráðherra. Hann sagði á þingi
í gær að ekki yrði um meiri veiðar að ræða nema önnur
loðnuganga birtist við landið.
LEIÐARINN Í DAG
Fréttirnar af hugsanlegu framboði Davíðs Oddsson-
ar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, til formanns
flokksins á komandi landsfundi eru til umræðu í leið-
ara Alþýðublaðsins í dag. „Það sem landsmenn eru
vitni að þessa dagana er forleikurinn að stríðinu um
hvorir stjórni Sjálfstæðisflokknum: Gamla lýðræðis-
kynslóðin umburðarlynda eða frjálshyggjuhaukarnir
frökku. Þessi átök afhjúpa mikla og djúpa gjá í Sjálf-
stæðisflokknum sem sífellt er að opnast og breikka,"
segir í leiðara Alþýðublaðsins,
Bardaginn á
götunum dýr
Haft er eftir forráðamanni
tryggingafélags að þau risaið-
gjöld sem íslenskir ökumenn
þurfa að greiða stafi af bardaga
á götunum, sem sé að fara
með okkur. Aðrar þjóðir greiða
ekkert í líkingu við okkar ið-
gjöld.
RÚV skammtar
fréttir
Stórviðburðir eiga sér stað
suður við Persaflóa á degi
hverjum. Það vekur athygli að
á sama tíma og frjáls sjón-
varpsstöð, Stöð 2, sendir út
linnulaust fréttefni frá svæð-
inu, er ríkisstöðin farin að
skammta fréttirnar.
Evrópskir
þingmenn hræddir
Á þingmannafundi Evrópu-
ráðsins fyrir skömmu kom í Ijós
ótti evrópskra þingmanna við
beinan stuðning við Eystra-
saltsríkin. Eiður Guðnason, al-
þingismaður, fann vel fyrir
þessum ótta erlendra starfs-
bræðra.
Forystumadur í fremstu víglínu innan Sjálfstœdisflokksins:
DAVÍÐ MIIN
EKKIFARA FRAM
Framámenn innan Sjálf-
stæðisflokksins sögðu í
viðtölum við Alþýðuflokk-
inn í gærkvöldi að búast
mætti við að framboðsmál
Davíðs og Þorsteins
mundu gerjast fram eftir
vikunni. Sumir töldu að
Davíð mundi klippa á allt
tal um framboð af sinni
hálfu — af flokksheilind-
um einum saman.
„Þeir sem nú standa í að
koma Davíð á framfæri sem
formannsefni eru aliflestir
Reykvíkingar, frjálshyggju-
menn sem stóðu að framboði
Guðmundar Magnússonar í
prófkjörinu. Þeir ráða ekki
ferðinni nema að sáralitlu
leyti. Þeir hafa ekkert heyrt í
„landinu", fulltrúum flokks-
ins um land allt. Þeir mega
vita að tónninn utan af landi
veröur sá sami og hjá Einari
Oddi Kristjánssyni á Stöð 2.
Þeir vilja frið um formann-
inn,“ sagði einn þingmanna
Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismenn sem rætt
var við töldu áróðurinn gegn
Þorsteini innan flokksins hafa
farið úr öllum böndum, og
hann hefði verið rekinn
skefjalaust um alllanga hríð
með það fyrir augum að
koma honum frá formennsk-
unni.
Það mun alveg ljóst að
margir af forystumönnum
flokksins eru lítt hrifnir af því
að Davíð hyggist velta
núverandi formanni, Þor-
steini Pálssyni, úr sessi. Sam-
kvæmt heimildarmanni
blaðsins, sem vel þekkir til
innan Sjálfstæðisflokksins,
vinnur „Eimreiðargengið" að
kjöri Davíðs sem formanns
og samkvæmt DV í gær eru
ungir sjálfstæðismenn farnir
að safna undirskriftum til að
skora á Davíð að gefa kost á
sér í formannssætið.
Fyrr í mánuðinum birti
Stöð 2 skoðanakönnun þar
sem spurt var hvort viðkom-
andi treysti Þorsteini eða
Davíð betur til að leiða Sjálf-
stæðisflokkinn tii stórsigurs í
næstu kosningum. Sam-
kvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar treystu mun fleiri
Davíð til slíks. Talið er að
stuðningsmenn Davíðs hafi
staðið að baki þeirri könnun.
í fyrri viku gagnrýndi Vík-
verji í Morgunblaðinu harð-
lega fréttaflutning Stöðvar 2 í
þessu máli og er það talið vís-
bending um að Morgunblað-
ið sé lítt hrifið af hugsanleg-
um formannsslag. Davíð hef-
ur hins vegar ekki svarað því
af eða á hvort hann hyggist
gefa kost á sér í formanns-
embætti Sjálfstæðisflokksins.
Tómas Andrésson loðnusjómaður hampar silfri hafsins. A-mynd: E.ÓI.
*
Astandid á loðnunni eins og það á aö vera:
MOKVEIÐI
Á LOÐNU
Mjög gód veidi hefur ver-
ið hjá loðnuskipunum við
Suðurland síðustu daga.
Verksmiðjurnar bjóða
nokkuð mismunandi verð,
eða allt frá rúmum 5000
þúsundum og niður í 3600
þúsund fyrir tonnið. Sjó-
menn segja að nóg sé af
loðnu en nú hafa rúmlega
80 þúsund tonn borist á
land, þar af 21 tonn vegna
tilraunaveiða.
Aðalveiðisvæðið hefur ver-
ið frá Knarrarási, rétt austan
við Stokkseyri, að Vest-
mannaeyjum. Loðnan hefur
gengið hratt vestur með land-
inu en sunnan og suðaustan-
áttir hafa verið ríkjandi við
Suðurland undanfarið.
Kristbjörn Árnason, skip-
stjóri á aflaskipinu Sigurði,
sagði að loðnan væri núna á
nánast sama stað og fyrir
tveim árum og ástandið væri
ekki á neinn hátt óvenjulegt,
og ekkert væri nýtt við það
að hún færi 15—20 mílur á
sólarhring þegar kominn
væri þessi tími.
Alþýðublaðið hafði í gær-
kveldi samband við Erling
Pálsson, stýrimann á Víkingi
frá Akranesi. Þeir voru þá á
landleið með fullfermi, um
1300 hundruð tonn sem þeir
höfðu fengið í fimm köstum
undan Krýsurvíkurbjargi. Er-
ling sagði að núna væri
ástandið á loðnuveiðunum
eins og menn hefðu átt að
venjast hér á árum áður, ann-
ars væri greinilega ekki hægt
nema að litlu leyti að segja til
um hegðun hennar.
RITSTJÓRN (D 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566