Alþýðublaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 1
Ný dómstólaskipan hefst í dag SÝSLUMAÐUR ER EKKI LENGUR DÓMARI LÍKA íslcnskt réttarfar verður frá og með deginum í dag með allt öðru og betra sniði en það hefur verið til þessa. Aðskiln- aður dómsvalds og umboðs- valds í héraði hefst með grundvallarbreytingum á stjórnsýslu- og dómstólakerf- inu. Markmiðið er að skilja að fullu á milli þeirra starfa sem handhafar dómsvalds og handhafar framkvæmda- valds hafa með höndum. Með öðrum orðum þarf enginn að hlíta því lengur að rannsókn- armaður í máli hans muni jafnframt kveða upp dóminn. Embættismenn verða hér eft- ir ekki í senn lögreglustjórar og dómarar. „Sjálfstæði dómara gagnvart öðrum greinum ríkisvalds er nauðsynlegt til að tryggja óhlut- drægni dómara og þar með for- senda réttaröryggis. Óhlutdrægt og skilvirkt dómstólakerfi er einn mikilvægasti homsteinn hvers lýðræðisríkis. Það er því mikið ánægjuefni að Islending- ar hafi nú komið þessu mikla mannréttindamáli í höfn“, segir Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra, í tilefni af þessum breytingum. Það sem gerist frá og með deginum í dag er að dómsvald er flutt frá sýslumönnum og bæjarfógetum til héraðsdóm- stóla um land allt. Verkin skipt- ast þá á milli 27 sýslumanna í jafnmörgum stjómsýsluum- dæmurn og 8 nýstofnaðra hér- aðsdómstóla. Störf sýslumanna verða í framtíðinni svipuð þeim sem sýslumenn, bæjarfógetar og borgarfógeti hafa sinnt fram til HIN ÞARFASTA HREINGERNING - segir Jón Sigurðsson um hina nýju lagabót, sem gerð er á grundvelli frumvarps hans sem dómsmálaráðherra 1988 „Það var eitt mitt fyrsta verkefni sem dómsmálaráðherra haustið 1987 að skipa nefnd ti) að vinna að gerð laga- frumvarps um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 1988. Ég get ekki annað en fagnað því að þessi þarfa lög- gjöf er nú að ganga í gildi“, sagði Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráð- herra í gær um hina merku nýskipan sem nú er gengin í gildi í dómsmálum landsmanna. Frumvarpið vakti all- nokkrar ýfingar meðal manna á sínum tíma, ekki síst munu sýslumenn hafa staðið fyrir málþófinu, en á Alþingi voru menn í fyrstu íhaldssamir og ótt- uðust breytingarnar. I dag mun enginn fyrirfinnast sem mæl- ir eldra fyrirkomulaginu bót. Lögin sem nú ganga í gildi eru að mestu á grundvelli frumvarpsins sem Jón Sigurðsson lagði ffamáAlþingi 1988. „Þessi breyting hafði bcðið í meira en 200 ár, og það var ljóst að á þessu varð að taka. Réttaifarið var hreinlega ekki í lagi. Því leit ég strax í upphafi á það sem for- gangsverkefni að vinna að framgangi þessa máls“. Nefnd undir forystu Bjöms Friðfinns- sonar, ráðuneytisstjóra, skipuð valinkunn- um lögmönnum, sýslumönnum og dómur- um vann sitt verk hratt og af öryggi. Jón Sigurðsson segir að í framhaldi af því hafi verið unnið mikið lagabótastarf í dóms- málaráðuneytinu, ekki síst af Markúsi Sig- urbjömssyni. „Þetta var hin þarfasta hreingeming á réttarkerfi okkar. Ég tel að nú sé það komið í nútímahorf - jafnvel í fremstu röð meðal þjóða heims“, sagði Jón Sigurðsson. BSRB harðort um Kjaradóm og krefst kauptaxtahœkkana verði niðurstöðum dómsins hrint íframkvæmd Hliðhollur hálaunafólki Kjaradómur hefur yfirleitt verið óhagstæður láglauna- fólki - en hagstæður hálauna- fólki, segir stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í ályktun sem hún samþykkti í gær. Lýst er yfir furðu á nið- urstöðum Kjaradóms sem dæmdi æðstu yfirmönnum ríkisins verulegar launa- hækkanir. Stjóm BSRB segir Kjaradóm hafa verið fulltrúa misréttis- stefnu og sannist það enn með úrskurðinum nú. Stjóm BSRB heíúr margt við rökstuðning dómsins að athuga m.a. um ósamræmi sem sagt er að sé orðið milli gmnnlauna og heild- arlauna hjá þeim sem undir kjaradóm heyra, því sé þörf á að hækka grunnlaunin sem þessum mismun nemur. „En hvað um alla aðra sem vinna mikla yfirvinnu?", spyr stjóm BSRB. „Hjá þeim er einnig misræmi milli gmnn- launa og heildarlauna og verður svo lengi sem yfirvinna er unn- in. BSRB telur eðlilegt að kaup- taxtar séu hækkaðir vemlega jafnffamt því sem dregið yrði úr yfirvinnu. Það er hinsvegar frá- leitt að færa yfirvinnu inni í kauptaxta hjá þeim sem hæst hafa launin en slá á hendur þeirra sem hafa minnst laun“. Stjóm BSRB telur að laun eigi að vera samkvæmt samn- ingsbundnum töxtum. Ef um aðrar greiðslur sé að ræða, sem em réttmætar, sé eðlilegt að þær verði felldar inn í samnings- bundin kjör í stað þess að vera undir borði og ósýnilegar, eins og sagt er að gerist þegar greiddar em aukagreiðslur án þess að jafnframt komi til aukið vinnuframlag, en Kjaradómur staðhæfir að svo sé í mörgum tilvikum. Verði niðurstöðum Kjara- dóms hrint í framkvæmd segir BSRB að það kalli á samræm- ingu innan launakerfisins. Því verði ekki unað að launamisrétti verði aukið. „Rökrétt framhald af svoköll- uðum leiðréttingum Kjaradóms er að samsvarandi kauptaxta- hækkanir verði látnar ganga til félagsmanna BSRB“, segir í ályktuninni. „Ef ríkisvaldið hafnar slíku jafngildir það viðurkenningu á því að sjálfsskömmtun yfir- manna og geðþóttaákvörðun Kjaradóms eigi að ráða gerð launakerfisins". Kjaradómsmálið var til um- ræðu á þingflokksfundi Al- þýðuflokksins seint í gær. Blaðið hafði ekki fregnir af þeim fundi þegar það fór í prentun. þessa. Mesta breytingin er að þessir aðilar verða ekki lengur dómarar. Ýmis ný verkefni bæt- ast við hjá sýslumannsembætt- unum. Meðal verkefna má nefna tollstjóm, innheimtu á gjöldum til ríkissjóðs, umboð fyrir Tryggingastofnun (nema í Reykjavík), borgaralegar hjóna- vígslur og skilnaðarleyfi, um- gengnisrétt með bömum og meðlagsgreiðslur, lögræðismál, þinglýsingar, dánarbússkipti, ljámám og nauðungarsölur. Varðandi nauðungarsölur sem svo em nefndar hafa verið gerðar þær breytingar að ekki er lengur rætt urn nauðungampp- boð. Samkvæmt nýju lögunum verða fleiri valkostir en að selja eign á uppboði. Ef krafist verð- ur nauðungarsölu á fasteign eða lausafé er hægt að reyna sölu þeirra á almennum markaði með tilteknum skilyrðum ef eigandi þeirra vill það frekar. Afnám einkasölu Heildsalar fá birgða- haldið í hausinn Að sögn fjúrmálaráð- herra er þess að vænta að einokun ATVR á innflutn- ingi og dreifingu á tóbaki verði senn aflétt Stefnt er að því að gera lagabreyt- ingu í þessa veruna strax í haust. Umboðsmenn tóbaks hér á landi munu fæstir vera neitt himinlifandi yfir þess- ari þróun mála. Þegar einok- uninni verður aflétt hefst hjá þeim erfiður tími. Þeir þurfa þá að annast um viðskiptin sjálfir, pantanir, sölu, dreif- ingu og birgðahald. Til þessa hefúr ríkið annast um þessa þætti, en umboðs- mennimir lítið þurft að svit- na, - en fengið tékkana sína reglulega í póstinum. BRENNIVÍN OG KÓK - sjá bls. 2 AUKAFERÐIR TIL Við bætum við nokkrum ferðum til Benidorm í sumar vegna mikillar eftirspurnar. Frábærir gististaðir og fararstjórn. Tveggja og þriggja vikna ferðir: 9. júlí, 30. júlí og 20. úgúst. Sam vinniiferóir-L antis ýn i Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 1010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 691095 • Telex 2241 ^ Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Akureyrf: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 24087

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.