Alþýðublaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. júlí 1992 Frá Þjóðhagsstofnun Tekjumunurmn hefur farið vaxandi á íslandi s Ovíst hvaða áhrifhreytt skattalög og breyting á raunvöxtum hafa haft á tekjumyndun heimilanna á árunum 1986-1990 „Dreifing atvinnutekna hefur þróast á átt til meiri tekjumunar undanfarin ár. Þannig minnkaði til dæmis hlutur tekjulægri helmings allra framteijenda úr 22,2% árið 1986 í 20,6% árið 1990. Þessi til- færsla svarar tii 2,2 milljarða króna. Þróun tekjudreifingar er svipuð ef athugunin er takmörkuð við fólk á aldrinum 25-65 ára. Tekjumunur- inn eykst öll árin frá 1986 til 1990, en þó mest milli áranna 1989 og 1990.“ Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðhagsstofnun. Þar segir einnig: „Að hluta til getur almenn efnahagsþróun á umræddu tímabili skýrt aukinn tekju- mun. Þensla setti svip sinn á þjóð- arbúskapinn lýrri hluta tfmabilsins en samdráttur og stöðnun þann síðari. Slíkar breytingar hafa áhrif á yfirvinnu og atvinnuþátttöku jafnt sem laun á tímaeiningu. Skattagögn veita hins vegar ekki færi á þvi að greina þama á milli.“ I niðurstöðum Þjóðhagsstofnunar segir að þótt atvinnutekjur séu verule- gur hluti af ráðstöfunartekjum, sýni athugun á þeim einum aðeins hluta af GRÓDI HIÁ LANDAKOTI St. Jósefsspítali f Landakoti skii- aði 22,5 milljón króna hagnaði á síð- asta ári. Rétt um 6 þúsund sjúkling- ar lögðust inn á spítalann í fyrra, miðað við 5.500 árið á undan. Legudagar voru hinsvegar færri í fyrra en árið 1990, 52.539 miðað við 54.226 árið á undan og 58.567 árið 1989. Meðallegutími hefur því styst úr 8 dögum í tæpa 7. Framlög til spitalans úr ríkissjóði í fyrra námu rúmlega 1,2 milljörðum króna en aðrar tekjur námu 163 millj- ónum króna. SIÐUSTU LEIFAR BORGARANNA Borgaraflokkurinn heitinn er líklega úr myndinni á öllum vígstöðvum eftir að Guðmundur Ágústsson, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, lét af stjómarformennsku í Umferðarráði. Formannsskiptin urðu í síðustu viku og tók þá við formennsku Þórhallur Olafsson, umdæmisstjóri Vegagerðar ríkisins á Selfossi, nýorðinn 40 ára gamall. Á myndinni eru þeir Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, Þórhallur Ólafsson, hinn nýi formaður ráðsins og Guðmundur Ágústsson, frá- farandi formaður ráðsins. tekjudreifingunni. Á því tímabili sem var lagt til grundvallar urðu margvís- legar breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt, einkum þegar horfið var frá eftirágreiddum tekjusköttum yfir í staðgreiðslu skatta. Samfara þessu var gerð afar róttæk breyting á tekju- skattskerfinu. Skattþrepunum var fækkað úr þremur í eitt. f stað lágs persónuafslát- tar með tekjutengdum frádráttum var persónuafsláttur margfaldaður og ffá- dráttarheimildum fækkað eða þær felldar niður. Með þeirri kerfisbreytingu vom skattleysismörk hækkuð umtalsvert. Þótt áhrif kerfisbreytingarinnar á tekju- dreifinguna séu ekki þekkt er talið lík- legt að þau hafi haft nokkur tekjujöf- nunaráhrif þegar á allt er litið. Lands- visitala hluta- bréfa Landsbréf hf. kynnti fyrir fjöl- miölum í gær nýja hlutabréfavísi- tölu, Landsvísitölu hlutabréfa. Tilgangur þessarar vfsitölu er að veita aðilum sem stunda viðskipti með hlutabréf hér á landi haldgóðar upplýs- ingar um verðþróun hlutabréfa á mark- aðnum. Tekið er mið að breiðum hópi hluta- bréfa og einungis byggt á raunveruleg- um viðskiptaverðum. Hér skapast góð- ur almennur mælikvarði á verðþróun hlutabréfa og viðmiðun fyrir íjárfesta, þegar þeir meta arðsemi hlutabréfa- eignar sinnar. Siðleysi Fundur var haldinn í gær í stjórn Verkamannafélagsins Hh'far í Hafn- arfirði. Stjórnin telur að dórnur Kjaradóms um tugi prósenta hækk- ana á launum alþingismanna og fleiri embættismanna sé siðleysi við ríkjandi aðstæður. „Verði dómurinn ekki dreginn til baka eða honum hnekkt þannig að hann komi ekki til framkvæmda, mun Verkamannafélagið Hlíf hefja baráttu lýrir samsvarandi hækkun á launum félagsmanna sinna og hvetja önnur verkalýðsfélög til að gera slíkt hið sama“, segja forráðamenn Hlífar. ATHUGIÐ! Skrifstofa Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8-10 Reykjavík, verður lokuð frá 1. júlí til 10. ágúst vegna sumarleyfa. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Þá bendir Þjóðhagsstofnun á að gífurlegar breytingar áttu sér stað í raunvöxtum á þessu tímabili, einkum haustið 1986 er vaxtaákvarðanir voru færðar frá Seðlabankanum til bank- anna og fjármagnsmarkaðarins. Raunvextir verðtryggðra skuld- bindinga hafa rúmlega tvöfaldast á þessum árum. Þrátt fýrir að ljóst sé að þessi breyt- ing hafi haft veruleg áhrif á tekjumyn- dun heimilanna, eru áhrifin á tekju- dreifinguna óþekkt. ÞRJÁR GÓÐAR KIUUR Það verður að hrósa íslenska kiljuklúbbnum fyrir gott val á út- gáfubúkum. Núna koma frá klúbbnum spennusagan Talandi guð eftir Tony HiIIerman, spenn- andi höfund. Þá er í pakkanum Kvæði og sög- ur eftir Þórarin Eldjám, mjög skemmtileg lesning eins og vænta mátti. Þriðja bókin er fyrir sælkerana, Hundrað góðar pastasósur, þar sem greint er frá því hvemig ítalir haga matartilbúningi pastarétta. Þá er komin út hjá Máli og menn- ingu íslenskur aðall í kiljuformi. Þar er fjallað um dvöl skáldsins norðan heiða árið 1912 þar sem Þórbergur var í sfidarvinnu. Mjög góð lesning. DR. míriam s I TÖFRAR KYNLÍFSINS Hjá bókaforlaginu Örn og Örlygur er komin út bókin Töfrar kynlífs- ins eftir Miriam Stoppard í þýðingu Guðrúnar Bjarkar Guðsteinsdóttur, Hálfdans Ómars Hálfdánarsonar og Sverris Konráðssonar. Höfundur leggur á það áherslu að reynsla karla í kynlífi sé ~ .~77~r~uti ~ - alltönnuren reynsla kvenna og þarfir og langanir kven- na séu frá- bmgðnar þörf- um og löngun- um karla. „Gott kynh'f snýst ekki um bólfimi eða lík- amslipurð og það er ekki nóg að læra nokkur hvílubrögð", segir í bókinni. „Góðir elsk- endur gera sér grein fýrir mik- ilvægi ástúðar og umhyggju og vilja um- fram allt veita ást og unað“. Mikil bók að vöxtum og fallega út gef- BOKIN KARLA KONUR UPPLYSJR KONUR UM KARLA Auglýsing Sýslumannsembætt- inu í Reykjavík Skrifstofur embættisins verða framvegis opnar virka daga frá kl. 9.30 - 15.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, Jón Skaftason Lóð undir atvinnuhúsnæði Reykjavíkurborg hyggst selja byggingarlóð á milli Skúlagötu og Sætúns í Reykjavík ef viðunandi tilboð fæst. Lóðin er á móts við Klapparstíg 3, um 1.500 ferm. að stærð, og má reisa á henni tvö 240 ferm. verslunar- og þjónustuhús auk tengibyggingar. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 3, 3. hæð, sími 632300. Þar fást einnig afhentir söluskilmálar og skipulagsskilmálar. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi til skrifstofustjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, í síðasta lagi föstu- daginn 7. ágúst 1992. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.