Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 2
2 fmiiiiiímiin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Pilsaþytur í pólitík Kvennalistakonur funduðu um síðustu helgi vestur á Núpi í Dýrafirði. í kjölfarið fylgdi þreytuleg yfirlýsing til fjölmiðla þarsem helstu niður- stöður fundarins voru tíundaðar: Ríkisstjómin er vond, efnahagsástand- ið er slæmt og við viljum komast í ríkisstjóm. Punktur. Ekki eitt einasta orð um úrræði Kvennalistans, þaðan af síður um stefnu flokksins. Hvað ætla kvennalistakonur að gera, komist þær einhvemtíma í ríkisstjóm? Þeirri spumingu var ekki svarað vestur á Núpi fremur en við var að bú- ast: Kvennalistinn er, nú sem endranær, óskrifað blað. Stefna Kvennalistans einskorðast við drauma þingmanna flokksins um ráðherrastóla. Stóm málin em látin afskiptalaus. Margoft hefur verið auglýst eftir stefnu Kvennalistans í sjávarútvegsmálum og landbúnaðar- málum. Svör hafa ekki borist. Og hvemig vilja kvennalistakonur taka á tjármálum ríkisins? Hafa þær einhveijar hugmyndir um hvemig á að bregðast við atvinnuleysinu? Hver yrði afstaða Kvennalistans til EES, settist flokkurinn í ríkisstjóm? Hvað felst í þessum orðum ályktunar fundarins: „Nýir hugmyndavindar þurfa að blása um íslenskt samfélag með tilheyrandi pilsaþyt og er löngu tímabært að kvennalistakonur komist þangað sem ráðum er ráðið.“ I kosningabaráttunni 1991 lögðu kvennalistakonur mikla áherslu á and- stöðu við byggingu álvers. Eftir kosningar (þarsem Kvennó tapaði fylgi) lögðu þær allt kapp á að komast inn í ríkisstjóm. Fleyg urðu ummæli Kristínar Einarsdóttur, þingmanns þeirra, þegar hún var spurð af ffétta- manni hvort andstaða þeirra við álver kæmi ekki í veg fyrir að Kvenna- listinn tæki þátt í ríkisstjóm. Hún sagði: Það má semja um allt. Fundur Kvennalistans á Núpi áréttaði þessa afstöðu Kristínar Einars- dóttur. Kvennalistakonur era tilbúnar að semja um allt til þess að kom- ast í ríkisstjóm. Þangað á flokkurinn hinsvegar ekkert erindi fyrren hann gefur upp stefnu sína. Kvennalistinn hefur nú átt fulitrúa á Alþingi í tíu ár, og mikil þreytu- merki er farin að hrjá flokkinn. Sá hressilegi andblær sem fylgdi Kvennalistanum hefur breyst í lognmollu. Flokkurinn hefur á að skipa einum kröftugum talsmanni sem höfðar til almennings. Það dugar skammt fyrir flokk sem hefur engar hugmyndir, engin úrræði, enga stefnu. Pilsaþytur Kvennalistans á Núpi boðar ekkert nýtt. Jóhanna Sigurðar- dóttir varaformaður Alþýðuflokksins hefur haft margfalt meiri áhrif á glæsilegum ferli en samanlagður þingflokkur Kvennalistans í tíu ár. Fullveldi og frjáls viðskipti Senn Iíður að því að hálf öld er liðin frá því að Lýðveldið ísland var stofnað en það verður 50 ára á næsta ári. Það er ekki langur tími í sögu þjóðar og eflaust er öllum íslendingum annt um fullveldið og sjálfstæði þjóðarinnar. Hins vegar em nokkuð skiptar skoðanir um hvemig það verði best varðveitt. Enn virðist gæta nokkurrar tortryggni og hræðslu meðal ýmissa gagnvart samskiptum við erlendar þjóðir eins og títt er um nýfijálsar þjóðir. íslendingar hafa hins vegar enga ástæðu til að vera með neina minnimáttarkennd gagnvart öðmm þjóðum þótt þær kunni að vera okkur fjölmennari. ✓ Islendingar hafa þegar samþykkt aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og er búist við að samningurinn taki gildi á árinu. Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra hefur leitt þá samningagerð fyrir íslands hönd, og EFTA-ríkjanna á stundum, og er það samdóma álit þeirra sem til þekkja að hann hafi gert það af miklum skömngsskap. Hitt er svo ann- að mál að menn geta verið ósammála um ágæti EES-samningsins. Það er þó ljóst að hann mun færa þjóðinni margvíslegan ávinning, jafnt efna- hagslegan sem félagslegan og menningarlegan. Fáar þjóðir veraldar eiga jafn mikið undir utanríkisverslun komið og við. Einangmnin er því okkar skæðasti óvinur eins og íslandssagan kennir okkur. Samgönguleysi, einokun og höft urðu öðm fremur til að halda þjóðinni í heljargreipum örbirgðar í gegnum aldimar. Því eigum við að vera óhrædd að ganga til samninga, sem ftjáls og fullvalda þjóð, við önnur ríki. Frelsi í verslun og viðskiptum við aðrar þjóðir em okkur nauðsyn. Þannig verður hagsmunum okkar í lengd og bráð best borgið með samningum um fijálsa verslun við aðrar þjóðir. Með því emm við að leggja gmnninn að raunvemlegu sjálfstæði þjóðarinnar. Pallborðiö llm úrslit kesninga á Spáni þann 6. júní eftir Jón Armann Héðinsson FELIPE GONZALES - varðist vel í orrahríð kosningabaráttunnar, en fékk ekki hreinan meirihluta. Baráttan í kosningunum snér- ist ekki um átökin á milli hægri eða vinstri, miklu fremur um persónu forsætisráðherrans Felipe Gonzales, þar er að segja að hafa hann áfram eða hafna honum. Af þessu hafði Gonzles nokkrun beyg. Hugur hans stóð mjög til þess að móta frjálslegri stefnu hjá PSOE (sósíalistum, flokki hans) og gera flokkinn þannig meira aðlaðandi fyrir kjósendur, fram yfir aðra flokka, einkum þó PP (íhalds- og mið- Ilokkurinn, næstum jafnstór og PSOE). Ávinningur PP fyrir kosningam- ar var sá að skoðanakannanir höfðu sýnt vaxandi fylgi við PP-menn. Þeir minntust ekki á Franco-tímann né mikið á fyrri stjóm fyrir 12-15 ámm. Heldur sögðu þeir: Við vilj- um breytingar á ýmsum sviðum, en ekki nefndu þeir hvað væri æskileg- ast að gera. Þetta varð þeim þungt í kosningunum. Þeir viðurkenndu aukið frelsi í viðskiptum, bættar samgöngur, aukna menntun og margt fleira, en hömmðu á spill- ingu innan PSOE og hyglun ein- stakra manna og braski fyrirtækja, sem lögðu sósíalistum liðveislu, einkum fjárhagslega. Þetta hafði um tíma mikil áhrif og fékk gríðarlega umfjöllun. PSOE, og einkum Gonzales, svar- aði fullum hálsi og kom því til leið- ar að frambjóðendur urðu að gera mjög glögga grein fyrir fjármálum sínum og eiginkvenna sinna. Þetta er alveg nýtt í stjómmálum. Þróunin á sviði efnahagsmála á Spáni var mjög hagstæð mörg und- anfarin ár, en átökin við Persaflóa höfðu afar slæm áhrif sem og hin alþjóðlega kreppa. Gífurlegum upphæðum var varið vegna Ólymp- íuleikanna og heimssýningarinnar. Mörg hémð fengu að þeirra mati skarðan hlut hvað snerti lán og upp- byggingu ffá hinu opinbera. At- vinnuleysi jókst. Sænski flotinn, sá langstærsti innan EB lenti í miklum hremmingum. Mörg önnur mál komu upp, sem gerðu stjóminni og Gonzales erfitt fyrir, eftir um 11 ára setu. Sagt var að það væri meira en nóg fyrir krata. Því væri breyting bein nauðsyn. Staðreynd var að úrslit kosning- anna í Frakklandi, þar sem kratar fengu útreið, var notað mjög á móti Felipe á Spáni. I umræðum sögðu fréttamenn að Gonzeles væri ekki sérstakur þröngur sósíalisti, fremur fijálslyndur maður, verulega breytt- ur frá fyrri tíð og mikill Evrópu- sinni. Það var mikið gert úr því að honum var veitt hin æðsta viður- kenning nokkm fyrirkosningar. Þar var hann sæmdur „Karla-Magnús- ar“- verðlaunum (hliðstætt Nóbels- verðlaunum) fyrir frábært starf inn- an Evrópubandalagsins og á al- þjóðasviðum. Kohl, kanslari Þýska- Iands, veitti verðlaunin við mjög hátíðlega athöfn í Bonn. Þetta fór mjög í taugamar á PP-mönnum og töldu þeir tímasetninguna enga til- viljun, né heldur fleiri atburði er- lendis, þar sem Gonzales var meðal þjóðhöfðingja og hélt tölu um Spán og framíðarsýn Vestur-Evrópu og nauðsyn ffiðar og góðs samstarfs gömlu kommaríkjanna. Athyglisvert var að sjá hve unga fólkið kom mikið ffam og vfða fyr- ir þessar kosningar og PP-menn gerðu mikið til þess að sýna, að framtíðin væri fyrir það og PP- flokkinn. Mikil fundahöld vom í Fimmtudagur 17. júní 1993 Katalóníu og Baskahéruðunum. Einnig lögðu tveir stóm flokkamir, PP og PSOE, mikla áherslu á Galic- íu. Þar komu ffam átökin um sér- svæðastefnu, sem er verulegt vandamál á Spáni. Eins og sjá má var vegið að kröt- um og þá auðvitað sérstaklega að Felipo Gonzales persónulega. Hann varðist vel og lagði gífúrlega að sér. Mér fannst kjami umræðnanna fljótlega verða sá að hafa Gonzales áfram í embætti og njóta forystu hans - eða ekki. PSOE hafði ein- róma samþykkt nokkmm vikum áður að Felipo Gonzales skyldi leiða flokkinn og verða forsætisráð- herra áfram. Þegar Gonzales til- kynnti að kosningar myndu fara ffam 6. júní en ekki í haust kom það mörgum á óvart. Hinsvegar sögðu PP-menn þetta bera vott um ör- væntingu og væri hálmstrá hjá Gonzales. Eftir harða kosningahríð var spennan mjög mikil og spár sýndu hálfgerða pattstöðu, það er að hvor- ugur stóm flokkanna næðu hreinum meirihluta. Urslitin komu að sumu leyti á óvart miðað við ýmsar spár og kannanir. Segja má með sanni að Felipe Gonzales hafi unnið hér stóran persónulegan sigur. Menn treysta honum í fjögur ár enn, eftir 11 ára stjóm. Það er langur tími í Evrópu og mikil tíðindi frá Spáni. Hinsvegar verður hann að semja við aðra nú, þar sem ekki er fyrir hendi hreinn meirihluti. Enginn vafi er á því að ýmislegt verður endurmetið og lagað frá fyrri tíma formi. Það leiðir af væntanlegu samstarfi og eðlilegri nauðsyn vegna breytinga inn á við sem og út á við. Fróðlegt verður að fyigjast með þróuninni á Spáni. fuMnUtÍKtýM 1f. im'9? Atburðir dagsins 1579 Francis Drake varpar akkemm Gullnu Hindarinnar úti fyrir strönd Suð-vestur Ameríku og nefnir staðinn New Albion. 1719 Joseph Addison deyr, enskur þingmaður, rithöfundur, skáld og einn af stofnendum tímaritsins The Spectator. 1867 Joseph Lister verður fyrstur skurðlækna til að gera skurðaðgerð með sótthreinsandi efhum þegar hann framkvæmir skurðaðgerð á systur sinni. 1944 ÍSLAND VERÐUR SJÁLFSTÆTT LÝÐVELDI (!!!). 1950 Fyrsti nýmaflutningurinn á milli sjúklinga ffamkvæmdur í Chicago. 1988 Dennis Loban reggí-skáld er dæmdur til að hengjast fyrir morðið á Peter Tosh, reggí-stjömunni fyrrverandi sem spilaði með Bob Marley á sín- um tíma. Afmœlisdagar JOHN WESLEY - 1703 Enskur trúarleiðtogi og upphafsmaður Meþód- ismans. JÓN SIGURÐSSON -1811 Sjálfstæðishetja íslendinga. IGOR STRAVINSKY - 1882 Rússneskt tónskáld sem varð fýrst frægur fyrir balletttónlist sem hann samdi. BARRY MANILOW -1946 Bandarískur laga- og textahöfundur sem var hvað vinsælastur á sjöunda áratugnum. Spakmœli dagsins „Ekki hleypa affyrr en þið sjáið hvítuna íaugum þeirra.“ Bandaríski ofurstinn WILLIAM PRESCOTT í orrustunni um Bunker Hiil árið 1775. 17. JÚNÍ, 1982 - GALTERI ARGENT- ÍNUFORSETA SPARKAÐ I morgunsárið komu fjórtán hershöfð- ingjar saman í herstöð í Buenos Aires og samþykktu allir sem einn að sparka for- seta Argentínu, Leopoldo Galtieri, úr cmb- ætti. Það var Galtieri scm leiddi Argcnt- ínu inn í Falklandseyjastríðið gegn Bret- landi — og tapaði. Búist er við að yfirmað- ur flughersins, Basilio Lami Doza taki við forsetaembættinu af Galticri. födub&tjM 16. i/m'9} Atburðir dagsins 1155 Þúsund manns týna lífinu í Róm þegar óeirðir brjótast út við krýning- arathöfn hins enskfædda Hadrian, keisara Rómarveldis. 1583 Fyrsta líftryggingaskírteinið gefið út í London. 1789 Austurrískir hermenn hertaka Brússel. 1902 Breski rithöfundurinn Samuel Butler deyr. 1928 Norski Suður-heimskautsfarinn Roald Ámundsen deyr í flugslysi. 1975 Fyrsta Norðursjávar-olían kemur til lands í Bretlandi. 1977 Johnny Rotten, söngvari pönksveitarinnar Sex Pistols, verður fyrir árás með rakhnífum á krá í London. Afmœlisdagar Castlereagh vísigreifi -1769 Breskur þingmaður sem í embætti utanríkis- ráðherra átti veigamikinn þátt í endurreisn Evrópu eftir fall Napóleons. Jeanette McDonald - 1901 Bandarísk leik- og söngkona sem gerði seríu af óperettukvikmyndum með Nelson Eddie. Paul McCartney -1942 Fyrrverandi Bítill og er enn í dag einn allra vin- sælasti popparinn í Bretlandi. Spakmæli dagsins „ Eg mun affyllstu einlœgni og einurð halda áfram að hvetja allar konur til að meðtaka gamla byltingarslagorðið: Barátta gegn harðstjóm er barátta fyrirCuð.“ Bandaríska kvenréttindakonan Susan B. Anthony fyrir rétti árið 1873. it

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.