Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 3
3 Fimmtudagur 17. júní 1993 SUJJundar á laugardaginn Hver er staðo kvenna í Alþýðuflokknum? ,jig á von á því að þetta verði í senn líflegur og gagnlegur fundur. Með þessu vilja ungir jafnaðarmenn ræða af einurð og hreinskilni um stöðu jafnréttismála í Alþýðuflokknum," sagði Stefán Hrafn Hagalín, ffamkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna, um sambandsstjómarfund sem haidinn verður í Bláa lóninu, næstkomandi laugardag, 19. júní. I tilkynningu framkvæmdastjómar SUJ um fúndinn eru ungar konur sérstaklega hvattar til að mæta á fundinn, og velt upp nokkmm spumingum: Hver er hin raunverulega staða kvenna innan samtaka okkar? Er konum mismunað við kosn- ingar í embætti og við stöðuveitingar? Afhveiju em ekki fleiri konur í háttsettum embættum? Em konur tregari en karlar til að taka að sér erfið stjómmálastörf? Ber að taka upp kynja- kvóta í allar stjómir, nefndir og ráð? Hverjar em framtíðar- lausnimar? Fundurinn hefst klukkan 11 á laugardaginn og lýkur klukk- an 16. Auk hins sérstaka umræðuefnis munu fara ffarn kosn- ingar í trúnaðarstöður innan Sambands ungra jafhaðarmanna. Það verður því hægt að sjá í reynd hver staða ungra kvenna er innan SUJ. Ráðherrann með sendinefndinni úr Vesturbænum: Jökull, Össur, Þorsteinn Máni og Garpur. (A-mynd: E.Ól.) Stórfelldar símatruflanir geta þýtt stórtap hjá ýmsumfyrirtækjum sem reiða sig á síma ogfax ER PÓSTIIR OG SÍMI SKAÐABÓTASKYLDUR? Nútímatækni í símamálum hefur gjörsamlega bmgðist í Reykjavík í þessari viku. Margslunginn tölvubúnaður virðist hafa mátað fjölmarga sérfræðinga, íslenska sem erlenda. Þeir standa ráðþrota og finna enga bilunina í kerfmu. Svo kann að fara að Póstur og sfmi fari í mál við danska símafélagið sem annaðist um uppsetningu nýs símabúnaðar með þeim afleið- ingum að höfuðborg íslands var símalaus að stómm hluta eða með stórkostlegar símabilanir í tvo daga í það minnsta. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins telja mörg fyrir- tæki sem mjög em háð talsíma og faxi, að þau hafi orðið fyr- ir vemlegum peningalegum skaða vegna símatruflunarinnar. Jónas Friðrik Jónsson, lögffæðingur hjá Verslunarráði ís- lands sagðist hafa orðið var við mikinn pirring hjá félögum í ráðinu. Hann sagðist ekki hafa nein áþreifanleg dæmi um tjón af þessum völdum. Hinsvegar sagðist hann ekki telja nokkum vafa á að um slíkt hefði verið að ræða hjá einhveijum, enda ljóst að fyrirtækin reiða sig mjög á þjónustu símans og geta hreinlega ekki starfað án hennar. Hann vissi um marga sem höfðu misst samband í miðjum samtölum, og það boðar sjald- an gott þegar menn standa í viðskiptum sín á milli. Sagði Jónas að erfitt væri að meta hvort Póstur og sími gæti orðið skaðabótaskyldur vegna tapaðra viðskipta. Erfitt yrði að forma slíkar skaðabótakröfur, og sönnunarbyrðin mundi án efa reynast erfið. Símabilunin er nú talin fúndin, - hún lá í forriti, sem klikk- aði þegar mikið álag varð á einhvem tiltekinn hluta símkerf- isins, en engin skilaboð um hvar villuna væri að finna, komu ffam. Á þessari mynd má sjá tvo unga „græðlinga“ sem eiga eftir að vaxa og dafna í íslcnsku umhverfi landinu til góðs. SKOGRÆKT MEÐ SKELJUNGI Á undanfömum ámm hefur áhugi landsmanna á land- græðslu og skógrækt margfaldast. í upphafi sumars þyrpist fólk út í náttúmna til að leggja hönd á plóginn við upp- græðslu. Fyrir síðustu helgi bauð Skógrækt ríkisins að Mó- gilsá öllum þeim sem vom á leið út úr bæum að heimsækja rannsóknastöðina og Jtiggja faglegar ráðleggingar starfs- manna um skógrækt. I vegamesti fékk hver fjölskylda eina birkiplöntu til gróðursetningar. Skógræktin og Skeljungur hf. hafa nú tekið ugp formlegt samstarf á sviði skógræktar undir slagorðinu „SKOGRÆKT MEÐ SKELJUNGI“. Framlag fyrirtækisins er tengt sölu á bensínstöðum Skeljungs. Nú þegar hefur skógræktin hlotið fjögurra milljóna króna framlag, sem er að andvirði 200 þús- und trjáplantna. Um fjögur hundmð manns lögðu leið sína að Mógilsá af þessu tilefni. Össur fær öflugcm liðstyrk - Þrír knáir Vesturbœingar mótmœla hávaðamengun við Hringbraut. Hollustuvemd verðurfalið að rannsaka málið „Mér hafði ekki dottið í hug að taka þyrfti á þessum málum, en svo koma níu ára strákar og benda mér á þetta,“ sagði Össur Skarphéðins- son umhverflsráðherra eftír fund sem hann átti í gær með þremur borubröttum og hugmyndaríkum Vesturbæingum. Garpur I. Elísabetarson, 9 ára, átti frumkvæði að fundinum og hafði Jökul tvíburabróður sinn og Þorstein Mána frænda sinn með í för. Þeir hittu Össur á skrifstofu umhverfisráðherra laust undir hádegi í gær og áttu gott spjall um umhverfismál. Garpur gerði ráð- herranum grein fyrir mikilh hljóð- mengun frá Hringbrautinni þarsem dmnur í bílum sem ekið er á miklum hraða halda vöku fyrir honum. Össur sagði að þessi mál væm á könnu Holl- ustuvemdar sem einmitt heyrir undir umhverfisráðuneytið, og sagði að mál- ið yrði kannað. I ffamhaldi af þessu ræddu þremenn- ingamir nokkuð um umferðarmál við Össur, enda hafði Jökull orðið fyrir því óhappi kvöldið áður að biffeið var ekið á reiðhjól hans. Jökull slapp góðu heilh betur en á horfðist. Frændumir færðu Össuri minnisblað með nokkmm atriðum sem þeir vilja að hann taki til athugunar. Þar var hávaða- mengun ffá Hringbraut auðvitað efst á blaði, en einnig var ráðherrann hvattur til að beita sér fyrir því að hjólabrautir verði lagðar og spomað gegn mengun ffá tóbaksreyk. Þá lögðu Garpur, Jökull og Þorsteinn Máni til að fleiri tré yrðu gróðursett og að fjörumar og sjórinn yrðu hreinsuð. „Allt em þetta athyglisverð mál. Nú verðum við bara að láta verkin tala,“ sagði Össur. Og því vom strákamir auðvitað hjartanlega sammála enda var það einmitt það sem þeir, harðsnúnir KR-ingamir, ætluðu að gera í knatt- spymuleik á móti ÍR eftir að fundinum með umhverfisráðherra lauk. Ghena Dimitrova og Sinfóníuhljómsveit íslands. Tónleikar í Kaplakrika 18. júní ki. 20:30 Gena Dimitrova er heimsfræg söngkona, ættuð frá Búlgaríu. Tónleikar hennar nú, eru einstæður listviðburður hér á landi, sem tónlistarunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. ALÞ JÓfpLE< VHÁTH LI5TAH I hafnarfirði 4.-50. JUNÍ LISTIN ERFYRIRALLA! Pantið miða tímanlega! Upplýsingar og miðapantanir í síma 65 49 86. Aðgöngumiðasala: Bókaverslun Eymundsson í Borgarkringlunni og við Austurvöll. Hafnarborg, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Myndlistarskólinn í Hafnarfirði, Strandgötu 50. Nigel Kennedy og hljómsveit. Heimsfrægi og óútreiknanlegi fiðlusnillingurinn, sem sameinar á svo listilegan hátt jass, rokk og klassíska tónlist heldur hér einstæða tónleika. U ALÞJÓÐLEC . t LI5TAHÁTIO I HAFNARFIRÐI 4.-50. JUNÍ LISTIN ERFYRIRALLA! Pantið miða tímanlega! Upplýsingar og miðapantanir í síma 65 49 86. Aðgöngumiðasala: Bókaverslun Eymundsson í Borgarkringlunni og við Austurvöll. Hafnarborg, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Myndlistarskólinn í Hafnarfirði, Strandgötu 50.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.