Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 17. júní 1993 - og það styrkir mig í trúnni á það, segir Bragi Ólafsson skáld og Sykurmoli, sem er að gefa út nýja Ijóðabók og opnar Ijóðasýningu á Kjarvalsstöðum um helgina. Um ljóð Braga Ólafssonar hefur verið sagt, að þau hefj- ist gjaman með hversdagslegri frásögn af mannlífi en smám saman verði sjálfsagðir hlutir dularfullir; kunnug- leikinn snúist í dulúð, spurn og jafnvel ógn. Þessi lýsing gæti sem best átt við Braga sjálfan: hann er bæði dular- fullur og blátt áfram. Hinsvegar er hann ekki ógnvekj- andi. Bragi Ólafsson er ljúfmenni fram í fingurgóma, auk þess að vera eitt besta skáld sem fram hefur komið á seinni ámm. Á laugardaginn opnar Bragi ljóðasýningu á Kjarvalsstöðum þarsem gestir geta gætt sér á glæ- nýrri ljóðabók. Ytri höfnin heitir hún er þriðja bók skáldsins: áður komu Dragsúgur, 1986, og Ansjós- ur, 1991. „Um hvað ég yrki?“ segir Bragi. „Eg var einmitt spurður um þetta af vinnufélaga mínum um daginn og uppgötvaði þá að ég gat eiginlega ekki svarað spumingunni. Ef ég skrifaði skáldsögu gæti ég mögu- lega sagt þér frá efni hennar, en ég á erfítt með að draga saman efni þessara 28 ljóða og segja um hvað þau em. Þó er eitt sem mörg þeirra eiga sameiginlegt: þau em skrifuð við höfnina og bera dálítinn keim af því. Ur vinnustofu minni er ég með útsýni yfir ytri höfnina. Umhverfið hefur alltaf haft mikil áhrif á ljóðin mín; þegar ég til dæmis bjó á Spáni komu litimir þar mikið inn í ljóð- in.“ Bragi tekur ffam, að þrátt fyrir útsýnið yfir ytri höfnina sé hann ekki að yrkja um hafnarlífið eða kajann. „Mig langaði að vísu alltaf að skrifa um kajann. Ég vann einu sinni við uppskipun hjá Hafskip." - Var það ekki mikið púl? „Það var nú aðallega vinnutím- inn sem gerði þetta strembið. Svo var þetta frekar hættulegt starf," segir Bragi, og riíjar upp nokkrar sögur af vinnufélögum sem vom hætt komnir þegar vömbrettin dönsuðu í lausu lofti. En aftur að ljóðunum. Við tölum um bókatitl- Fundarmenn Dymar lokasl á eftir þeim og þótt þeir séu á engan hátt samstiga niður tröppumar, bera þeir ákvarðanir morgunsins á milli sín eins og brœður sem sett hafa tvípunkt aftan við vandrœðalegt lífemi foreldra sinna. A öðrum tímum hefðu fleiri orð farið í að lýsa göngulagi þeirra. Eg sé þá hverfa inn í dökkan bíl og hver og einn ber ábyrgð á að hurðinfalli að stöfum. Þetta á sér stað nálœgt höfhinni. Það er vetur: tími árshátíða. Regnstéttin Eg átti leið yfir götuna og alll í einu fannst mér eitthvað rangt við að húsin sem stóðu við hana skyldu máluð með gráu. En hús erufljót að breyta um svip þegar andlit birtast í gluggum og þegar ég gekk eftir gangstéttinni meðfram þessum húsum fannst mér að ég held ífyrsta skipti á œvinni gottað láta fylgjast með mér. Egfann ruestum til eftir- sjár þegar kom að því að yfirgefa stéttina og þegar rauði maðurinn í gangbrautarljósinu bað mig að doka við, fór ég fram á hið sarna við hann og sneri til baka. Bragi Ólafsson, 31 árs, og Jón Sigurðsson, 182 ára í dag. Bragi cr búinn að leggja frá sér bassann. „Ef ég byrja aftur í tónlist, þá læri ég á selló eða trompett. Svo mála ég mig svartan í framan og spila jazz...“ (A-mynd: E.ÓI.) ana hans. „Þeir em allir eitthvað svo kaldr- analegir. Dragsúgur, það er nú ekki beinlínis kósí nafn: Ansjósur em vondar á bragðið og það er eitthvað kuldalegt við ytri höfnina. Nei, hinsvegar er enginn kuldi í ljóðun- um, held ég, enda nota ég Ijóðin til að hlýja mér. Ég held að það mynd- ist oft svolítil stássstofustemmning í ljóðum mínum, meðal annars af því orðavalið er passasamt, settlegt. Ég kann einmitt ákaflega vel við mig í stássstofúm þarsem tifa gaml- ar klukkur." Yfir í tónlistina. Bragi Ólafsson er bassaleikari Sykurmolanna, þeirrar íslensku hljómsveitar sem mestri ffægð hefur náð í útlöndum. Sykurmolamir em í fríi og Bragi snertir ekki bassann. ,Jig er alveg búinn að missa músíkáhugann," segir Bragi sann- færandi. „Ég ætla ekki að fara að tala illa um popptónlist en mér finnst hún hreinlega ekki spenn- andi. Haldi ég einhverntíma áfram að spila læri ég frekar á selló eða trompett. Svo mála ég mig svartan í framan og spila jazz.“ Björk Guðmundsdóttir, félagi Braga úr Sykurmolunum, klífur nú breska vinsældalista uppá eigin spýtur. „Það gleður mig mjög að fylgjast með hversu vel henni geng- ur,“ segir Bragi og þvertekur fyrir að hann sakni hasarsins. „Þetta var dýrmætur tími, bæði vegna þess að ég fékk tækifæri til sjá hvemig þessi bransi gengur fyrir sig erlend- is og svo kynntist ég rosalegu mörgum. Á sinn hátt var þetta eins- og stríð, fimm ára stríð. Nú er því lokið." Bragi segist „lofa þvf“ að Sykur- molamir troði ekki upp á Hótel Is- landi eftir tíu ár: „Ég leyfi mér að segja að það höfum við framyfir aðrar hljómsveitir.“ Enn og aftur yfir í skáldskapinn. Er Bragi ekkert að færa sig yfir í skáldsöguna? „Ég segi nú sem minnst um það, enda er víst alltaf að magnast orð- rómur um að ég sé að skrifa sögu. Ég er ekki þannig gerður að ég geti unnið að mörgu í einu. Þegar þessi nýja ljóðabók er komin út get ég snúið mér að öðru.“ En eru ung skáld ekki talsvert einangmð? Ljóð þeirra eru lítið les- in af almenningi svokölluðum, og í nýlegum bókum ungra skálda ber talsvert á skilaboðum til annarra ungra skálda. Er þetta svona lítill heimur og óviðkomandi bannaður aðgangur? „Ég er nú sekur um að senda öðr- um skáldum ljóð. En skáldin þrífast meðal annars hvert á öðru. Og þótt ljóð sé tileinkuð einhverjum sér- stökum þýðir það vitanlega ekki að aðrir geti ekki notið þess. Hvort eitthvað sérstakt sé um að vera í ljóðagerð ungra skálda? Ég get nú ekki séð það, ekki tilhneigingu til einhvers í ákveðna átt. Þannig er það ekki heldur um þessar mundir í útlöndum þarsem ég þekki til. Auðvitað er ekki jafnmikill al- mennur áhugi á ljóðum nú og fyrir nokkrum áratugum. Framboð á ýmsu öðru hefur aukist. Mér finnst slæmt - kannski er það bara nöldur - hvað tónlistin er allsráðandi, til dæmis í útvarpsþáttum og sjón- varpsþáttum. Það er einsog alls- staðar þurfi að vera tónlist undir, alltaf einhver hávaði. Ég vil hins- vegar ekki meina að skáldin hafi einangrast vegna þess hvemig þau skrifa, þótt rímið sé til dæmis horf- ið úr skáldskap að mestu. Ljóðið er einfaldlega ekki mjög í tísku. En það styrkir mig bara í tnínni á það, og allt tal um dauða þessarar list- greinar er ótímabært. Ljóðið er ungt listform: Bara nokkur þúsund ára.“ H.J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.