Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. júní 1993 Gotland vill endurheimta fyrri stöðu og verða 5 Genf Eystrasaltsins Vinsœlasti ferðamannastaður Svía býður upp á víkinga, fomminjar, kirkjur, reyktan bjór, sauðfé og rósir. Visby er höfuðstaður Gotlands. Á myndinni má sjá hluta af gömlu borginni, borgarmúrana sem reistir voru á þrettándu öld og dómkirkjuna scm byggð var af þýsk- um kaupmönnum á Ijórtándu öid. Gotlendingar eru frægir fyrir steinsmíði. Hér má sjá hvemig Olov Nilsson ber sig að en hann hefur 35 ára reynslu að baki. Gotland er sögufræg eyja á miðju Eystrasalti, nánast mitt á milli Svíþjóðar og Eistiands. Eyj- an hefur tilheyrt Svíþjóð frá 1647, en hefur einnig verið undir stjórn Dana og Þjóðverja. Ekki er víst að Gotland sé á sumarleyf- islista Islendinga, en eyjan er hins vegar einn vinsælasti sumarleyf- isstaður Svía. Islendingar ættu þó að leggja leið sína til Gotlands við tækifæri, því margt er sam- eiginlegt með þessum tveimur sögufrægu eyjum, þó Gotlend- ingar hafi sól og sendnar strend- ur fram yfir okkur. Þetta sannast m.a. á því að Gotlendingar gera ferðamannaþjónustuna út á vík- ingatímann, miðaldabyggingar, fisk og lambakjöt, og likt og á Is- landi er þar gamalt Alþingi og mikilvæg herstöð sem misst hef- ur hlutvcrk sitt eftir lok kalda stríðsins. Eftir fall Sovétríkjanna og sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna hefur staða Gotlands skyndilega breyst og vilja eyjaskeggjar end- urheimta fyrri stöðu sína sem miðpunktur viðskipta og þjón- ustu, og gera Gotland að einskon- ar Genf Eystrasaltsins. Blaða- maður Alþýðublaðsins var á Got- landi fyrir skömmu og lýsir því sem fyrir augu ber. Borgaramúrar Visby er höfuðborg Gotlands og þar búa 40.000 af 57.000 íbúum landsins. Yfir sumartímann tvö- faldast hins vegar ibúatalan því margir Svíar af fastalandinu eiga þar sumarhús eða fasta búsetu yfir heitásta tímann. Ferðamannaþjón- ustan er mikilvæg atvinnugrein, því um hálf milljón ferðamanna leggja leið sína til eyjarinnar á ári hveiju. Þjónusta við ferðamenn gefur af sér um 8 milljarða íslenskra króna í Blokk frá því um 1200. í Visby voru byggð margra hæða steinhús á þrett- ándu öid, sem varla þckkist á Norð- urlöndunum á þeim tíma. tekjur og hefur skapað um 2000 föst ársstörf. Gamli bærinn í Visby er saman- safn vel varðveittra fomminja sem er afar athyglisvert að skoða. Boðið er upp á tveggja tíma gönguferð um miðbæinn með leiðsögn. Svæðið afmarkast af hinum 3,5 kílómetra langa borgarmúr sem reistur var á þrettándu öld. Múrinn er mjög heil- legur og er eini virkisveggurinn í öllu Svíaríki sem enn er uppistand- andi. Gönguferðin hefst við minja- safnið, sem er mjög glæsilegt, og gætu menn eytt þar nokkrum dög- um ef þeir hafa tíma. Þar em at- hyglisverðar steinristur frá víkinga- tímanum sem falla vel að þeim lýs- ingum sem er að finna í Islendinga- sögunum. Fyrst er gengið í Alme- dalen þar sem gamla höfnin var áð- ur, en nú er þar tjöm og útivistar- svæði. I dag er Almedalen frægur fyrir að vera samkomustaður fyrir pólitískar kappræður og tónleika- hald. Það var Olov Palme sem kom þessari hefð á árið 1968, sem hefur haldist síðan. Palme fékk mest 5000 manns á fund á þessum stað sem öðmm hefur ekki tekist að leika eftir. Gotlendingar reistu minnisvarða um Palme eftir dauða hans 1986. Frá gömlu höfninni er gengið inn fyrir borgarmúrinn þar sem er að finna gömul vel varðveitt hús frá víkingatímanum og miðöldum, þegar Gotland var miðstöð verslun- ar og þjónustu á Eystrasalti. Sum húsin em ótrúlega vel varðveitt og í flestum þeirra er ennþá búið eða starfræktur atvinnurekstur. Gotland er einnig þekkt fyrir að vera „kirkju-eyjan“, sökum þess hve margar gamlar kirkjur em þar. Flestar kirkjumar vom byggðar á tólftu og þrettándu öld eða um 100 talsins. Þar af em 92 af þeim ennþá í notkun. Víkingabyggð Víða má sjá ummerki eftir vík- ingabyggðina á Gotlandi sem lifði Víkingurinn á myndinni er ekki úr kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson, heldur lifandi minning víkingatímans á Gotlandi sem ferðamönnum gefst kostur á að taka þátt í. sitt blómaskeið frá 700 til 1100. Þegar allar samgöngur voru bundn- ar við hafið komu norrænu víking- arnir gjaman við á Gotlandi til að kaupa vistir og þjónustu á leið í austurveg, eftir rússnesku fljótun- um til Miklagarðs. 1 bakaleiðinni komu þeir síðan með dýrmætan varning sem þeir seldu m.a. á Got- landi. Gífurlegur fjöldi gull- og silf- urpeninga sem fundist hefur í jörðu á eynni er til vitnis um það hversu umfangsmikil þessi viðskipti voru. Líkt og við Islendingar hafa Got- lendingar reynt að markaðssetja víkingatímann og hefur hann verið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. I vík- ingabænum Tofta getur ferðafólk upplifað víkingastemmninguna og komist í beina snertingu við forfeð- uma. Þar geta menn hitt kappa eins og Eirík Blóðöxi og fengið að prófa vopn hans og klæði. Þá geta áhuga- samir lært að kasta öxi og tekið þátt í þeim íþróttum sem stundaðar vom á þessum tíma. Að kveldi er boðið til veislu að hætti víkinga þar sem gestimir klæðast viðeigandi bún- ingum og rífa í sig heilgrillað lamb og renna niður með ómældu magni af öli. Hins vegar mælir sá er þetta ritar ekki með öli staðarins (Got- landsdricka), sem hefur verið bmggað eftir sömu uppskrift síðan á miðöldum. Um er að ræða ljós- brúnt öl sem bragðbætt er með kryddjurtum og bragðast helst eins og reyktur bjór! Gotlendingar minnast miðald- anna einnig með mikilli reisn, enda átti aðal uppbyggingin sér stað á þrettándu og Qórtándu öld. Þá reis upp nútímaleg borg í Visby sem var langt á undan sinni samtíð í Norð- ur-Evrópu. Á ári hverju er haldið upp á þessa blómatíma með svo- kallaðri miðaldaviku sem byijar 8. ágúst. Þá klæðast borgarbúar og ferðamenn ntiðaldaklæðum og marséra meðfram gömlu borgar- múrunum. Steinsmíði, sauðfé og rósir Hver staður hefur sín einkenni og þau eru mörg á Gotlandi. Fyrir utan söguna og fornminjar er Gotland m.a. frægt fyrir steinsmíði og kera- mik. Á eynni er nóg af sandsteini sem hentar mjög vel til smíða og húsagerðar. Fyrr á öldinni var námugröftur stærsta atvinnugrein- in, en í dag er steinsmíðin umfangs- minni. Nokkrir einstaklingar á suð- urhluta eyjarinnar hafa viðhaldið þessari verkkunnáttu og selja tals- vert af minjagripum sem þeir höggva í stein. Sauðfjárbúskapur hefur einnig aðgreint landbúnað á Gotlandi frá því sem þekkist á meginlandinu. Líkt og á Islandi er sauðkindin í miklu uppáhaldi á Gotlandi og prýðir fána eyjarskeggja. Á Got- landi er hins vegar alltaf talað um Iamb en ekki ær og skiptir þá engu hve gamlar skepnumar eru. Inn- fæddir neyta mikils lambakjöts en að sögn þeirra sem blaöamaður hitti hefur ekki tekist að markaðssetja það erlendis og illa gengur að fá ferðamenn til að borða það. Gotlendingum virðist þó hafa gengið betur að vernda land og gróður fyrir ágangi sauðfjár, en okkur íslendingum. Til marks urn þetta er víða fallegur gróður og eitt af einkennum staðarins em rauðar (krata)rósir. Þær prýða gjaman garða við íbúðarhús og em sérlega áberandi í Botaniska trégarðinum sem ræktaður hefur verið í tvær ald- ir. Haf friðarins Segja má að Gotland hafí breyst úr einangraðri eyju í útjaðri hins vestræna heims í miðpunkt Eystra- saltsins við lok kalda stríðsins. Eftir að tengslunum var aftur komið á við Rússland, Eistland, Lettland, Litháen og Pólland er Gotland orð- in miðpunkturinn á hinu nýja landakorti. Lars Danielsson, sem starfar hjá sveitarfélaginu, sagði í samtali við Alþýðublaðið að hug- myndin væri að gera Gotland mið- stöð friðar og alþjóðlegra sam- skipta, og landið yrði þá einskonar Genf Eystrasaltsins. Hann segir að það beri að nýta legu landsins og bjóða upp á aðstöðu fyrir alþjóðleg- ar stofnanir, ráðstefnur og fundi. Einnig geti Gotland endurheimt hluta af fyrri verslunammsvifum og boðið atvinnurekendum aðstöðu. Sjálfstæði? Gotlendingar eiga sitt gamla Al- þingi, sem þó hefur ekkert vald á móts við það íslenska. Þó er til stjómmálaflokkur sem hefur sjálf- stæði Gotlands og endurreisn Al- þingis á sinni stefnuskrá. Þessi hóp- ur stefnir einnig að því að Gotland verði einskonar fríríki, skattaparad- ís, sem muni laða að sér erlent fjár- magn - líkt og víkingasilftíð forð- um. Það er því aldrei að vita nema Gotlendingar geti, í framtíðinni, haldið upp á sjálfstæði sitt líkt og við íslendingar í dag. Ef þið viljið smakka reyktan bjór þá skuluð þið fara til Gotlands. „Gotlandsdr- icka“ er mjög sterkur bjór sem bruggaður hcfur verið á eynni í aldir, cn bragð- ast eins og hann hafi verið reyktur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.