Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 8
MHBUMMB Fimmtudagur 17. júní 1993 89 TOLUBLAÐ - 74. ARGANGUR L#TT# alltaf á miðvikudögum Gleðitíðindi fyrir hið gjaldeyrisþyrsta þjóðabú GÍFURLEGUR VÖXTUR í HESTAÚTFLUTNINGI Gífurlegur vöxtur hefur verið í útflutningi á íslenskum hest- um undanfarin ár. Það er ljóst að þessi útflutningur er farinn að skipta verulegu máli við gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Arið 1983 voru flutt út 286 hross en á síðasta ári, aðeins áratug síðar, var þessi tala komin upp í 2.000. Útflutningurinn hefur þannig tífaldast á tíu ára tímabili. FOB-verð útflutningsins í fyrra var um 168 milljónir. Hversu marga af þessum gullfallegu hestum skyldi vera búið að selja utan? Þessi fallega mynd birtist í Eiðfaxa í fyrra og er hún tekin þegar stóðhestarekstur í Ár- bæjarafrétt stúð sem hæst. (Eiðfaxi) Á þessu súluriti má sjá þróunina á fjöida útfluttra hesta árin 1983 til 1992. (Fréttabréf Eimskips) Ef miðað er við að meðalsölu- verðmæti hests sé um 150 þúsund þá má ætla að verðmætið sem fékkst fyrir útflutta íslenska hesta á síðasta ári hafi verið um 300 millj- ónir króna. Þetta kemur meðal ann- ars fram í nýjasta fréttabréfi Eim- skips. Heimildir Alþýðublaðsins greina frá því að fjölmörg dæmi séu um að gæðingur hafi verið seldur héðan fyrir milljónir króna. í apnlmánuði síðastliðnum flutti Eimskip stærsta farm sinn af hest- um hingað til. Þá voru fluttir út 100 hestar með Laxfossi til Bretlands og Þýskalands. Þetta eru nokkur tíðindi því algengast er að hver farmur áætlunarskipa Eimskips sé um 50 hestar. Miðað við þær for- sendur sem við gáfum okkur hér að ofan þá má ætla að útflutningsverð- mæti þessa eina farms hafi verið að minnsta kosti 15 milljónir króna. Hestamir em fluttir í sérstökum hestagámum Eimskips en félagið tók nýlega í notkun fimm nýja gáma í notkun sem sérstaklega em hannaðir fyrir hestaflutninga. Nýtt Róðhústorg, - eða Sahara Akureyrar? Svona lítur nýtt Ráðhústorg í miðbæ Akureyrar út eftirgagngerar breytingar sem staðið hafa yfir í hátt á annað ár. Þessar breytingar em vægast sagt umdeildar. Fyrir það fyrsta er notagildið dregið í efa af sumum. Aðrir segja verst hvað torgið sé orðið grátt og líflaust svæði, þar sem ekki er að finna eitt stingandi strá. Áður en torginu var breytt og það hellulagt, var þar nefnilega gata og gangstétt um- hverfis stóran, hringlaga, grænan reit, sem var grasi gróinn og prýdd- ur tijám. „Nú er þama grár og skjól- lítill geymur þar sem það eina sem gleður augað er mismunandi hellu- munstur", segja þeir daprir í bragði sem sakna gamla góða torgsins, en líkja því nýja við Sahara-eyðimörk- ina. -A-mynd STH. Sérleyfisferðir til ísafjarðar Sparfaraiöld fró Reykjavík Allrahanda, Guðmundur Jónasson og Norðurleið með samtengt áætlana- kerfi í sumar verður boðið upp á sérstök „sparfargjöld" á áætl- unarleiðinni milli ísaljarðar og Reykjavíkur séu miðar keyptir báðar leiðir. Þá borga menn 4.650 kr. fyrir ferðina fram og til baka eða helmingi minna en ella og jafn mikið og fyrir aðra leiðina. I þessum mánuði hófust áætlunarferðir á milli Isa- Qarðar og Reykjavíkur og Isafjarðar og Akureyrar með sérleyfisbílum með sam- tengdum áætlunum Allra- handa hf. og Guðmundar Jón- assonar hf. og Morðurleiðar hf. Allrahanda ekur leiðina Flateyri - Brú - Hólmavík, Guðmundur Jónasson Hólmavík - Brú - Reykjavfk og Norðurleið Brú - Akur- eyri. Ekið verður tvisvar í viku í júní en þrisvar í viku í júlí og ágúst. Sérfargjöldin á milli ísa- fjarðar og Reykjavíkur gilda takmarkað, ekki í öllum ferð- um, og aðeins í takmarkaðan íjölda sæta hverju sinni. Þá verður að panta ferðina með minnst tveggja daga fyrir- vara. Tryggvi sýnir á Mokka Góður gestur opnar mál- verkasýningu á Mokka á sunnudaginn, Tryggvi Ol- afsson, sem starfar í Kaup- mannahöfn. Sýningin er býsna margbreytileg og er þar að finna myndir gerðar með tússbleki, lítil málverk og smámyndir gerðar með litblýi, litógrafíur og fleira. Sýningin stendur í fjórar vikur. Píanótónleikar í Norræna húsinu Sænski píanóleikarinn Carl Pontén heldur tónleika í Norræna hús- inu á morgun, laugardag, kl. 16. Pontén er búsettur á Italíu. Hann hef- ur haldið tónleika víða um Evrópu og fengið lof fyrir meðal áheyrenda og gagnrýnenda. Á efnisskrá em verk eftir Chopin, Stenhammar og Liszt. Islandsbanki styrkir komu hans hingað til lands og er aðgang- ur ókeypis og öllum heimill sem njóta vilja. Stjómarfundur í Miklagarði hf. tók þá ákvörðun á mánudags- kvöldið að óska eftir því að bú félagsins yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú í höndum beiðni um skiptin. Rekstrarafkoma fyrirtækisins hefur verið afleit og efnahagsstaðan hmnin. Á endurskoðuðum ársreikningi fyrir 1992 kemur í ljós tap að upphæð 559 milljónir króna. Eignir í árslok vom taldar 1.624 milljón- ir en skuldir 1.859 milljónir. Eigið fé fyrirtækisins var þannig neikvætt upp á 235 milljónir um áramót. Áætlað bókfært verð eigna þann 10. júní var 876 milljónir og heildarskuldir 1.469 milljónir. Eigið fé var þannig orðið neikvætt um 593 milljónir króna. Margir undrast það að stjómendur fyrirtækisins hafa látið fljóta að feigðarósi og talið sér og öðrum trú um að staðan væri allgóð og batnandi. Svo var ekki. Þá ber á að líta að trúlega er eignastaðan gróflega ofmetin, t.d. verslunarbún- aður ýmiskonar, sem ekki er sagður ýkja mikils virði í dag. ísland í 7. sæti meðal ostaþjóða f skýrslu yfir mestu ostaþjóðir heims er ísland í 7. sæti ásamt Sviss og Lúxembúrg. Frakkar, Grikkir og ítalir skipa þrjú efstu sætin. Auk- in neysla á þessari hollustuafurð má án efa þakka þróttmiklu markaðs- starfi Osta- og smjörsölunnar, þess ágæta íyrirtækis. Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindadeildar fyrir Iðntæknistofnun stendur engin iðngrein sig eins vel í vömþróun og íslenskur mjólkuriðnaður. Undirþetta taka þakklátir neytendur. Til viðbótarum mjólkurdrykkju: Rússar drekka þjóða mest af mjólk, 251,8 lítra á mann; ísland er þar í öðm sæti með 197,5 lítra. Þessar tölur eiga við árið 1991. Bragðgóður íslenskur Camembert er framleiddur hjá Mjólkurbúi Flóa- manna. Öld frá fyrstu útskrift í mars árið 1893 vom fyrstu nemendur Stýrímannaskólans í Reykjavík útskrifaðir. Þessa minntist skólameistari, Guðjón Ár- mann Eyjólfsson í skólaslitaræðu nýverið. Á skólaárinu sem nú er liðið luku 68 nemendur skipstjómarprófum á þrem stigum sem veita réttindi til stjómar misstórra skipa. Hæstu meðaleinkunnir hlutu tveir nemendur 1. stigs, þeir Róbert Hafliðason, Grindavík og Þorsteinn Örn Andrésson, Reykjavík, 9,21. Á 2. stigi urðu efstir og jafnir þeir Gísli Snaebjörnsson, Patreksfirði og Jóhann Steinar Steinarsson, Reykjavík, með 9,0; á þriðja stigi varð hæstur Martin Harris Avery, frá Vestmannaeyjum. 96 milljón króna tap á Landakoti Rúmlega 96 milljón króna tap varð á rekstri Landakotsspítala á síðasta ári, mikil umskipti, því 22 milljóna rekstrarafgangur varð árið á undan. Fjárveitingar til spítalans vom skomar niður um 420 milljón- ir og starfsemin í endurskipulagningu. Fyrstu tjóra mánuði þessa árs hefur að auki orðið 21,5 milljón króna tap, þar af em vaxtagjöld vegna eldri skulda um 10 milljónir. Nú er unnið að því að bregðast við vand- anum. Meðal annars mun aðgerðum við spítalann fækka nokkuð; út- boð verða aukin, og hugað að sameiningu legudeilda. Þá verður starfs- fólki fækkað um 10. S TIJ T T W J! íl T TIII Mikligarður í gjaldþrot

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.