Alþýðublaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, SJONARMIÐ & ANNALAR Miðvikudagur 22. september 1993 iMKBUDIl) HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Stjórnarsamstarfið Mikið hefur reynt á innviði stjómarsamstarfsins undanfamar vikur. Misklíð ráðherra stjómarflokkanna hefur náð hámarki í deilum um lög og reglugerðir varðandi innflutning á soðnum kjötvömm. Þessi deila er af hinu slæma og hefur ekki styrkt stjómarsamstarfið. Óheppilegar yfirlýsingar ráðherra hafa einnig orðið stjónarandstöðunni óvæntur eldsmatur. Hin harkalegu við- brögð þingflokka Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins em skýr merki um það, að stjómarandstaðan hyggst nýta hvert tækifæri sem býðst til að reka flein í stjómarsamstarf Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Að mörgu leyti er deila stjómarflokkanna um innflutning á land- búnaðarafurðum eðlileg. Það hefur ekki dulist neinum að ólík sjónarmið ríkja í Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki um landbún- aðarmál. Alþýðuflokkurinn hefur gagnrýnt landbúnaðarkerfið allt frá dögum viðreisnarstjómanna á sjöunda áratugnum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur stutt hið flókna og dýra milliliðakerfi landbúnaðarins allt fram á síðustu ár þegar kröfur verslunar- manna og neytenda tóku að gerast æ háværari. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei tekið að sér hagsmunagæslu fyrir atvinnulífíð. Flokkurinn hefur goldið þess í kosningum en hefur aftur á móti haft frjálsar hendur að beijast fyrir hag neytenda og skattgreið- enda án þess að þurfa að verja sérhagsmunahópa eða ríkisfram- lög til atvinnulífsins. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur gefið sig út fyrir að vera flokk- urinn allra stétta, hefur verið í mun flóknari stöðu. Til að gera öll- um undir höfði, hefur flokkurinn þurft að taka að sér flókið hlut- verk samnefnarans. Þetta hefur orðið Sjálfstæðisflokknum erfitt hlutskipti þegar ólíkir hagsmunir takast harkalega á. Á undan- fömum ámm hefur forysta hans ekki sýnt þann styrk sem á þarf til að kljá úr erfíðum deilumálum. Ósætti í þingflokki, hagsmuna- átök milli landsbyggðar og þéttbýlis, breikkandi gjá milli fram- leiðenda og neytenda em nokkur dæmi um þetta. Vandi Sjálf- stæðisflokksins er fyrst og fremst sá, að sem samnefnari allra stétta og allra hagsmuna, á hann í miklum erfiðleikum að skapa sér skýra, pólitíska stefnu. I vaxandi þjóðfélagslegum þrenging- um og kreppu þegar átök harðna milli stétta og hagsmunahópa, verður vandi flokksins enn meiri og hann geldur þess í skoðana- könnunum og kosningum. Formennska Davíðs Oddssonar í Sjálfstæðisflokknum og stjóm- arsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks vakti miklar vonir um endurreisn þjóðlífs og frelsi til framtíðar. Verkefnin vom mörg og meðal þeirra brýnustu vom niðurskurður ríkisútgjalda, einföldun ríkisbáknsins, ný umgjörð atvinnulífsins og viðreisn velferðar í landinu. Formennska Davíðs Oddssonar vakti einnig nýjar væntingar um breyttar áherslur í Sjálfstæðisflokknum í átt frá bákni til aukins frelsis. Framganga ráðherra Sjálfstæðis- flokksins í svonefndum skinku- og kalkúnamálum hefur hins vegar valdið vonbrigðum og hefur varpað neikvæðu ljósi á inn- viði Sjálfstæðisflokksins. Sú harka og afdráttarlausa samstaða með bákninu, jafnframt algjörri þögn helstu fijálshyggjumönn- um flokksins, bendir til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi enn erfitt með vik þegar kemur að því að taka á sérhagsmunahópum innan flokksins. Ráðherrar Alþýðuflokksins verða að skilja þessa stöðu og stíga á hemlana meðan samstarfsflokkur hans í ríkisstjóm nær áttum. Á sama hátt verða ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að gæta hófs í ummælum sínum um ráðherra Alþýðuflokksins. Þetta á ekki síst við óheppileg urnmæli Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu síð- astliðinn sunnudag. Það væm mikil mistök að slíta ríkisstjómar- samstarfi á þessari misklíð eða öðmm. Stjómarflokkamir verða að virða sjónarmið og innri vanda hvors annars. Mikilvægasta verkefni þeirra er að sigla þjóðarskútunni gegnum brimgarðana og á lygnari sjó. Nú þegar em betri teikn á himni eins og fram hefur komið hjá Þjóðhagsstofnun. Það væm afdrifarík mistök af núverandi ríkisstjóm, eftir að hafa tekið eina erfiðustu orrustu í efnahagsmálum sem nokkur ríkis- stjóm hefur tekið frá lýðveldisstofnun, að spila sigrinum í hend- ur stjómarandstöðuflokkanna. Framsóknarflokkurinn, Alþýðu- bandalagið og Kvennalistinn em ekki líklegir til að skapa að- stæður fyrir blómstrandi atvinnulíf og aukna velferð í íslensku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa hins vegar allar forsendur til þess. Onnar sjónarmið. . . SIGURÐUR G. í VONDUM MÁLUM Önnur sjónarmið hafa á siðkvöldum stundum velt fyrir sér vinnubrögðum núverandi dagskrárstjóra Rásar tvö, SigurðarG. Tómassonar, ogkomist að því að ef til vill væri affarsælast fyrir Sigurð þennan að snúa sér á ný að Dagiegu máli. Þar var hann í ess- inu sínu og átti oft á tíðum skemmti- lega spretti. (Önnur sjónarmið hrein- lega sakna: „Næst á dagskrá er þátt- urinn Daglegtmál, umsjónarmaður er Sigurður G. Tómasson. ‘j Eitt er altént deginum Ijósara: í almennum umræðuþáttum á dagskrárstjórínn Sigurður ekki heima frekar en Baldur Hermannsson í Bændahöllinni. Vinnubrögð mannsins hafa verið slík og þvíumlík á köflum að skömm er að fyrírjafn virta stofnun og Ríkisút- varpið. Önnur sjónarmið fengu nasa- þefafþví í gærdag að Sigurði G. hefði borist bréf varðandi vinnu- brögð hans og að fengnu leyfi birt- um við bréfið óstytt hér að neðan: „Ágæti dagskrárstjóri Rásar tvö, Sigurður G. Tómasson í gær, 20. september I993, urð- um við vitni að því þegar þú, Sig- urður G. Tómasson, yfirmaður Rás- ar tvö, fékkst til viðtals við þig helstu þungavigtarmenn stjómar- andstöðunnar, formenn Framsókn- arflokks og Alþýðubandalags, ásamt fulltrúa Kvennalista. Oll vissum við fyrirfram að þetta fólk var sammála um það efni sem skyldi vera til umræðu. Það mæddi því mikið á spyrli ef hlutleysis ætti að gæta. Sami spyrill og gekk harð- ar í skrokk heilbrigðisráðherra fyrir nokkrum dögum en við höfum áður orðið vitni að, spurði þetta fólk að- eins hvort það væri ekki bit á hon- um Nonna. Ekki kom ein einasta spuming né var nokkuð dregið í efa. Það var einkum óþægileg reynsla að hlíða á hvemig spyrillinn í þessu viðtali beitti öllu afli þessa volduga fjölmiðils gegn einum til- teknum stjómmálamanni og skoð- un hans. Þessir þrir viðmælendur töluðu um það sem staðreynd að utanrík- isráðherra væri lögbrjótur án þess að það væri véfengt, líkt og dómur væri fallinn. Hvemig veist þú að það er ekki landbúnaðarráðherra sem hefur brotið lög? Reglugerð hefur enga þýðingu nema hún hafi sérstaka stoð í lögum, að beinlínis sé sagt fyrir um setningu hennar með lögum frá Alþingi. Allir vita einnig að ríkislögmaður var á önd- verðum meiði við landbúnaðarráð- herra og þá trúlega á sama máli og JBH um lagahlið þessa máls. Lög- fræðingur utanríkisráðuneytis og viðskiptaráðuneytis virðast einnig vera á þeirri skoðun að landbúnað- arráðherra bijóti lög. Nú hefur land- búnaðarráðherra í útvarpsfréttum sagt að breyta þurfi reglugerðinni en nauðsyn hafi verið að setja hana til að stöðva innflutning (án laga- heimildar?) Hvemig getið þið þá, þú og viðmælendur þínir, gagniýn- islaust umgengist það sem einhvers konar staðreynd að utanríkisráð- herra sé lögbrjótur en landbúnaðar- ráðherra ekki. Einum hljómi ómaði að utanrík- isráðherra hefði ekki vald yfir toll- inum á Keflavíkurflugvelli. Af hveiju var ÓRG ekki spurður um hneykslunarkórinn sem hann fór fyrir og ómaði einum samhljómi fýrir nokkmm vikum yfir „æðsta yfirmanni tollsins á Keflavíkur- flugvelli" og „svfninu hennar Bryn- dísar“? Var ekki bara á óábyrgan hátt verið að nýta sér atburði til að magna upp tortryggni og óánægju í von um stjómarslit? Hvað með framtíðina, reiknum við með að geta um alla eilífð lifað af því að selja fisk til útlanda en segja svo nei, ojbarasta ef þessar sömu þjóðir vilja selja okkur ódýrt kjöt? Af hverju vom viðmælendur þín- ir ekki spurðir neins annars en hvort þeir væm ekki bit á honum Nonna litla? 1 gærmorgun var á Rás tvö Hauk- ur, nokkur Halldórsson, fulltrúi bænda í framleiðsluráði. Hann fræddi okkur um að framleiðsluráð gæfi fúslega leyfi til innflutnings landbúnaðarvara ef innanlands- framleiðsla annaði ekki eftirspum. En jafnframt að framleiðsluráð hefði mánaðarlegar tölur yfir allar birgðir landbúnaðarvara og sam- kvæmt þeir hefði aldrei skort kai- kúnakjöt. - í viðtölum við ykkur útvarpsmenn hefur hins vegar framleiðandinn sjálfur viður- kennt að hafa orðið kalkúnalaus bæði um jól, páska og hvítasunnu. Hér em því augljóslega annaðhvort á ferðinni ósannindi, falsanir eða kerfi sem ekki nemur vöntun þegar hún verður. - Var þetta ekki tilefni spuminga? Sigurður, þú ert einkar skynsam- ur maður en þú verður að fara að komast yfir þessar krata-fóbíu sem þú er svo illa haldinn. Við eigum sama rétt og annað fólk. Með vinsemd og virðingu, Helgi Jóhann Hauksson, Lautasmára 49, 200 Kópavogi. ‘ finnáll 22. september 1927 Tunney sleppur jyrir horn og sigrar Jack Dempsey Heimsmeistarinn í þungavigtarflokki hnefaleika, Gcne Tunn- ey, sigraði fyrrverandi heimsmeistarann Jack Dempsey í stór- kostlegum bardaga í kvöld. Dempsey kýldi Tunney kaldan í gólf- ið í sjöundu lotu - en dómarínn neitaði að hefja niðurtalningu fyrr en Dempsey hefði farið í hlut- lausa hornið. Þannig liðu 5 sckúndur áð- ur en niðurtalningin hófst og á þeim tíina náði Tunney að staulast á fætur. Sérfræðingar segja að Tunney hafi legið í gólfinu í 13 sekúnd- ur alls. Þrátt fyrir þetta náði Tunney að vinna bardagann. Dempsey segist hafa verið rændur titlin- um og hefur lofað að áfrýja úrskurði dómara um sigur Tunney. Bardaginn fór fram í Chicago í Bandaríkjunum og sett var met með upphæð verðlauna- fésins því það var 2,6 milljónir dollara. filþýðublaöið 22. sept. 1983 Hinir stóru sitja stikkfrí hjá LEBARINN (GÁS): „Þegar lagt er til atlögu í aðhaldsátt, þá hefur það verið til siðs hjá stjórnvöldum að höggva að þeim, sem minnst mega sín og hafa ekki aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta hcfur ver- ið gert í einstökum stofnunum ríkisins og þetta er nákvæinlega það sama og ríkisstjórnin er að gera í efnahagsmálunum; láta al- mennt launafólk taka á sig allar byrðarnar í baráttunni gegn verðbólgu. Ekki má hrófla við hin- um stóru. Ekki má taka á fjársterkum einstakling- um í atvinnurekstri, því þeir halda um þræði inn- an Sjálfstæðisflokksins. Ekki leyfist að koma nærri SÍS-veldinu, sem þrátt fyrir samdrátt á flestum sviðum heldur áfram fjárfestingum upp á tugmilljónir króna víða um land. Það er gersamlega óþolandi, að ævinlega sé það láglaunafólkið í land- inu, sem þurli að taka á sig bagga og byrðar af ófrcmdarástandi, sem það hefur engan þátt átt í að skapa, en hinir fáu stóru sitji á mcðun stikk- frí hjá." MunSl umSrekríttasófminina Hvað er rlkisstjórnin aö gera þér? lx>rgttr$ijóto iánitm: Qviðunandi vinnubrögð við Skúlagötuskipulagið „Ekki staðið við lftfnr/1*' ' >KlSwjw I (bMavxvð á bomkigeðimt: 0,ð i^Sf|;60-70% af verð iSlllSSöij^ip™ algengt Alþvðublaóiö seglr: Til hvers wr útvatps- j þáttttr uttt Ínisrttefiismát? ; :. v::. AÞwví>mÁUrÁfUinrro mnA nlif í ofhitrrtm i v

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.