Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.02.1994, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Miðvikudagur 2. febrúar 1994 VIÐTAL Kynning Alþýðublaðsins á frambjóðendum Alþýðuflokksins í kjöri á sameiginlegan lista til borgarstjórnarkosninga BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR gefur kost á sér í 4. og 9. sæti Bryndís Kristjánsdóttir ásamt eiginmanni sínum Valdimar Leifssyni og tveimur af börnum þeirra, Agli og Önnu Katrínu. „Ég held að fólkgeti alveg treystþvíað efsam- eiginlega framboðið fœr meirihluta þá mun borgin okkar verða betri og manneskju- legri borg fyrir jafnt unga sem aldna.u Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason „Ég hafði aldrei tekið þátt í stjómmálum fyrr en Bryndís Schram kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera á lista Alþýðuflokksins til borgarstjómarkosninga árið 1986. Eftir að hafa hugsað mig um daglangt komst ég að þeirri niðurstöðu að ég gæti vel hugsað mér að ganga til liðs við flokkinn og sagði já. Síðan hellti ég mér út í mína fyrstu kosningabaráttu og fór meðal annars á marga vinnu- staðafundi, aðallega með nöfnu minni sem var í 2. sæti á listanum, og var það mikil og skemmtileg lífsreynsla. Fólkið tók okkur mjög mis- jafnlega; sat stundum stein- þegjandi og hlustaði eða sendi okkur hnútur - en nöfnu minni tókst þó að bræða flest hjörtu. I raun urðu allir undr- andi á því að okkur skyldi ekki takast að koma tveimur mönnum inn það árið!“ segir Bryndís Kristjánsdóttir. - En livernig leggst kosn- ingabaráttan framundan í Þig? „Mjög vel. Alls staðar þar sem ég kem, talar fólk um hversu ánægt það er með þennan sameiginlega lista - þótt hvorki hann né málefnin séu komin á hreint! Það sýnir að borgarbúar vilja að stjóm borgarinnar komist í aðrar hendur og að þeir trey sta fólk- inu í þessum flokkum og Ingi- björgu Sólrúnu til að stjóma borginni á betri og lýðræðis- legri hátt. Eg held því að þessi kosningabarátta verði virki- lega góð og vil auðvitað helst fá að vera með áfram. Að auki var ég einn af fulltrúum Al- þýðuflokksins sem vann að því að koma þessu sameigin- lega ffamboði á koppinn og vona því að okkar fólk sýni það í kosningunum um helg- ina að þvf finnist ég eiga áfram heima sem einn af full- trúum okkar á þessum sam- eiginlega lista.“ Konurnar fundu milljarð - Nú hafa þœr raddir heyrst að nóg sé af konum á þennan lista; þörf sé á fleiri sterkum og ábyrgum karl- mönnum og þeir eigi að koma frá Alþýðuflokknum. Hvað finnst þér um þessa skoðun? „Helmingur af þjóðinni er konur - sem þýðir þá auðvit- að að hinn helmingurinn sé karlar! Mér finnst réttlátast að listinn skiptist jafnt á milli kynjanna og sé ekki að upp- röðunin á honum skipti meg- inmáli - enda man hana engin að kosningum loknum. Eg verð þó að viðurkenna að mér hefur þótt leitt að heyra þessar úrtöluraddir í okkar flokki sem á að heita Jafnaðar- mannaflokkur Islands! Eg hef heyrt talað um konumar sem ljóst þykir að virði á listanum sem ,.bamahei mi liskerlingar‘‘ og að í heitinu felist að konur geti ekki unnið að neinu nema „mjúku málunum" svoköll- uðu. Hvflík regin firra! Eg veit til dæmis ekki betur en að það hafi verið konumar í minnihlutanum í núverandi borgarstjóm sem fundu millj- arðinn sem Markús Öm og borgarendurskoðandi höfðu misreiknað ijárhagsáætlun borgarinnar um! Sjálfstæðis- mennimir virðast gleypa allar tölur hráar sem að þeim em réttar en konumar vilja vita nákvæmlega í hvað fjármun- um borgarinnar er eitt og fundu þá þessa skekkju í út- reikningunum!“ - Snúum okkur þá að þér sjálfri - hver ertu? „Eg er elst sex systkina, fædd og uppalin í Reykjavík. Ég er að minnsta kosti þriðji reykvíski ættliðurinn í móð- urætt en faðir minn er Isfirð- ingur- hvað annað! Ég tók stúdentspróf í úr máladeild Menntaskólans við Tjömina og lærði ensku - sem ég byrjaði reyndar að lajra tíu ára - dönsku, þýsku, frönsku og spænsku - að auki var ég eitt sumar í skóla í Frakklandi. Ég hef alltaf unn- ið fyrir mér frá því ég var orð- in stálpuð og vann líka með skólanum - og þá var at- vinnuleysi eins og núna og maður þáði hvaða vinnu sem gafst. í menntaskólanum kynntist ég Valdimar, og að stúdentsprófi loknu fluttumst við til Los Angeles og bjugg- um þar næstu fjögur árin. Það var mikil upplifun að byija sinn búskap í stórborg eins og Los Angeles og auðvitað leigðum við íbúð í ódým hverfi borgarinnar - reyndar Hollywood - og þar gat mað- ur átt von á svo sem hverju sem var. Við lentum þó aldrei í neinni hættu en einu sinni var brotist inn til okkar og sjónvarpinu stolið - en við höfðum hvort sem er keypt það á þjófamarkaði svo það var ekki von að það héldist hjá okkur. Valdimar var þama að nema sitt fag, sem er kvik- myndagerð, og ég ætlaði einnig í nám en þá fæddist elsti sonur okkar, Amar Steinn. Síðan höfum við eign- ast annan son, Egil rnu ára, og dóttur, Önnu Katrínu tveggja ára.“ Stórborgin kenndi okkur að meta grænu svæðin „Okkur fannst yndislegt að búa þama, þrátt fyrir mengun, mikla bflaumferð og glæpi, og langaði ekkert heim, en svo bauðst Valdimar vinna við Sjónvarpið og við höfðum ekki efni á að neita slíku boði. Við komum svo heim með tvær hendur tómar og þá tók við hið klassíska lífsmunstur ungra Islendinga; vinna, vinna og meiri vinna. En það var eitt sem við höfðum virki- lega lært að meta í Los Ange- les en það vom svo kölluð „græn svæði“ í borginni. Stórborgir em vanalega svo þétt byggðar að hver land- spilda er afar verðmæt sem byggingalóð. í Los Angeles hafa verið tekin firá nokkur stór svæði, bæði í lystigarða og svo svæði þar sem náttúran fær að ráða. Griffith Park er eitt þeirra og þangað fómm við eins oft og við gátum og gleymdum því þá að við vor- um stödd í mengaðri stórborg. Nú, við þurftum náttúrlega að eignast húsnæði og keypt- um fljótlega okkar fyrstu íbúð í kjállara í austurbænum, það- an var stutt yfir í Elliðaárdal- inn og þar fúndum við okkar Griffith Park í Reykjavík. Mér finnst mjög mikilvægt að varðveita og hlúa mjög vel að þeim náttúmperlum sem við höfum innan borgarmarkanna og við megum alls ekki klípa meira af þessum grænum svæðum en þegar hefur verið gert. En eins og fyrr segir tók við endalaus vinna við heim- komuna og ég vann fyrst hjá innflutningsfyrirtæki við að panta inn vömr ffá útlöndum og síðan hjá Rammagerðinni en þar kom tungumálakunn- áttan sér í góðar þarfir, því viðskiptavinimir em fyrst og ffemst erlendir ferðamenn. Mig hafði alltaf langað til að læra meira, svo að um haustið dreif ég mig í Háskól- ann og innritaðist í Islensku- deildina. Þetta var á sama tíma og við vomm að kaupa íbúðina, sem var gömul, og á þeim ámm fékk maður næst- um engin lán til kaupa á gömlu húsnæði - og ég tók heldur engin námslán. Ég vann því með skólanum og hugsaði um litla son okkar og heimili. Meðal annars vann ég við það einn vetur að kenna frönsku við Öldunga- deildina í Hveragerði, reyndar hjá pabba hans Bolla Runólfs Valgarðssonar. Núna skil ég ekki hvemig mér tókst þetta, en ég lauk BA-prófi í ís- lensku, með ensku sem aukaf- ag, og útskrifaðist 1982.“ Unnið verkefni jafnt fyrir Alþingi sem aldraða „Að námi loknu var ég orð- in yfir mig södd af bókum og skrifum og ég vildi vinna við eitthvað alveg ótengt þessu. Ég fór fyrst að vinna á skrif- stofu verktaka í garðyrkju og sá þar um allt bókhald og hafði eftirlit með notkun véla- kosts fyrirtækisins. Lengra frá mínu fagi var varla komist og mér fannst þetta skemmtilegt. Síðan vann ég ljögur ár hjá Innkaupasambandi bóksala, fyrst sem aðalbókari og - gjaldkeri og ég sá líka um launabókhaldið. En svo flutti ég mig yfir í innkaupadeildina og sá þar um að kaupa og dreifa erlendum bókum og blöðum fyrir um 100 bóka- verslanir víðs vegar um land- ið. Þetta var mjög krefjandi starf en um leið gefandi því þama var ég í stöðugu sam- bandi við alla þessa bóksala, auk þess sem ég þurfi oft að taka á móti erlendum um- boðs- og sölumönnum. Þegar þama var komið sögu var mig farið að langa úl að vinna við eitthvað sem tengdist meira mínu námi, svo ég fór að vinna sem blaðamaður og hefur það ver- ið starf mitt síðan. Ég var til dæmis ritstjóri á Vikunni og ritstjóri hjá Vöku-Helgafelli og sá þar meðal annars um Laxnessritið. Með þeim störf- um sem ég hef unnið í gegn- um tíðina hef ég alltaf unnið jöfnum höndum að handrits- gerð fyrir ýmsar myndir sem Valdimar hefur látið gera, en hann hefur nú starfað sjálf- stætt í um tíu ár og núna vinn ég eingöngu við fyrirtæki okkar. Til þess að geta skrifað svona handrit þarf ég fyrst að afla mér góðrar þekkingar á viðfangsefninu, svo ég hef stundum sagt að ég væri orðin „mini-expert“ í viðkomandi verkefnum. En það sem ég hef unnið að er til dæmis kynningarmynd fyrir Landgræðsluna, fi eðslumyndir um slys á börnum fyrir Slysavamafé- lagið sem nefnast einu nafni „Vöm fyrir böm“; Mynd um starfsemi Alþingis, þáttaröð um starfsemi Ríkisspítalanna og vom þeir til dæmis um hjartadeildina, geðsjúkdóma, Kópavogshæli og ónæmis- fræði; Fræðslumynd fyrir Al- mannavamir, Póst og síma, Hitaveitu Reykjavíkur, Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Fiskvinnsluskóla íslands; Einnig gerðum við leikna fræðslumynd fyrir aldraða um að búa sig undir starfslok. Við reyndum að hafa tón- inn jákvæðan og draga heldur fram jákvæðu hliðamar en þær neikvæðu. Það skrýtna var að Sjónvarpið vildi ekki sýna myndina af því hún væri of jákvæð - en núna er ná- kvæmlega þessi jákvæði tónn notaður þegar verið er að tala um efri árin og starfslok! Þessa dagana emm við svo að leggja síðustu hönd á leikna heimildarmynd um fyrstu höggmyndalistakonu íslands, Nínu Sæmundsson, og höfum fengið til þess nokkra opin- bera styrki - vomm úl dæmis meðal örfárra sem fengu styrk úr Kvikmyndasjóði Islands þetta árið.“ Varaformaður Sambands alþýðuflokkskvenna Bryndís gekk til liðs við flokkinn árið 1986 og hefur síðan verið mjög virk í flokksstarfinu: „Ég sat sem fulltrúi Alþýðuflokksins í Umhverfismálaráði Reykja- víkur árin 1986-90 og kynnt- ist þá borginni frá alveg nýrri hlið; hlið sem mér hefur verið mjög annt um síðan. Við borgarfulltrúar og Bjami P. Magnússon sátum síðan í Borgarmálaráði ’ Alþýðu- flokksins. Ég var fljótlega kosin í stjóm SUJ og var þar ritari. Meðal annars fór ég fyrir hönd SUJ á fimm daga ráð- stefnu um umhverfismál í Strassbourg í Frakklandi. Þetta var mjög lærdómsrík ferð, bæði hvað varðaði um- hverfismál í heiminum og að taka þátt í ráðstefnu en það hafði ég ekki gert fyrr - þær hafa aftur á móti orðið mjög margar síðan. Ég hef átt sæti í flokksstjóm og er ritari í stjórn Fulltrúaráðs Reykja- víkur en í stjóminni hef ég verið í nokkur ár. Nú, svo er ég varaformaður Sambands alþýðuflokkskvenna og þó sambandið sem slfkt hafi ekki verið jafn virkt og skyldi þá stjómuðum við l'ormaður og varaformaður SAK fundum kvennaklúbbsins Hvítra engla í 1 1/2 ár. Sem fulltrúi SAK fór ég á flokksþing sænskra jafnaðarkvenna í Stokkhólmi. Ég er fulltrúi Aiþýðuflokks- kvenna í ritnefnd 19. júní og hef verið um árabil, einnig tók ég við sæti alþýðuflokkskonu í stjóm Hlaðvarpans og var þar í nokkur ár. Én auk þeirra trúnaðarstarfa sem ég gegni fyrir Alþýðuflokkinn þá sit ég í stjóm Blaðamannafélags ís- lands og ég er forseti íslenska BPW-klúbbsins sem eru al- þjóðleg kvennasamtök, stofn- sett snemma á öldinni - en BPW stendur fyrir Business and Professional Women.“ Eru Reykvíkingar of fínir með sig til að vinna í físki? - En á hvaða mál myndir þú vilja leggja áherslur í borginni? „Ég er mjög hrædd við þetta atvinnuleysi. Hrædd um að ef við grípum ekki fljótt í taumana verði þetta viðvar- andi ástand og þá fátækt líka. Ég fór til að mynda í heim- sókn til Los Angeles fyrir rúmum tveimur ámm og sá þar hvemig langvarandi at- vinnuleysi var að breyta stór- um hluta íbúanna í heimilis- lausa fátæklinga. Það var skelfilegt að sjá þessa fátækt í jafn ríku landi og Bandaríkj- unum - en ísland er líka ríkt land og við hljótum að geta fundið leiðir til að bæta þetta ástand. Hvað með aukna fisk- vinnslu í Reykjavík? Em Reykvíkingar kannski of fínir með sig til að vinna í fiski? Ég man þegar ég var lítil þá fór ég stundum með ömmu minni að vinna við saltfiskverkun í Vesturbænum og þá var engin of fi'nn til að vinna slík störf. Þegar Island varð fullgildur aðili að Evrópska efnahags- svæðinu um áramótin þá gjör- breyttist staða okkar á evr- ópskum mörkuðum Núna getum við farið að selja þang- að fiskinn okkar í neyten- daumbúðum og fá þannig meira fyrir vömna og skapa um leið atvinnu fyrir fleiri. Aður vomm við ekki sam- keppnisfær vegna hárra tolla á okkar vöm. Bretar em að kaupa fisk af okkur og fram- leiða úr honum tilbúna rétti í neytendapakkningum. Við eigum sjálf að fullvinna okkar fiskafurðir og í Reykavík er meira en nóg af mannskap í þessa vinnu. Það á að gera stórt átak í því að efla ferða- mannaþjónustu í Reykjavík, núna missum við þá alltof fljótt beint út á land. Má þar sem dæmi nefna öll stóm skemmúferðaskipin sem komu í sumar og lögðu við fallega hafnarbakkann við Geirsgötuna. Með þeim komu þúsundir ferðamanna en kaupmenn og veitingamenn í nágrenninu fundu varla fyrir þeim vegna þess að þeir vom drifnir beint upp í rútu og út á land.“ Betri og manneskjulegri borgfyrir jarnt unga sem aldna „Ef borgin þarf aftur á móti að hlaupa undir bagga til að draga úr atvinnuleysinu - eins og var til að mynda gert fyrir unga fólkið síðastliðið sumar - þá vil ég sjá peningunum varið í varanlegar og gagnleg- ar framkvæmdir. ÞEtta er ungt og sterkbyggt fólk sem má nota í alls konar vinnu, en ekki móðga það með þvf að láta það reita arfa á svæði sem síðan er mokað möl yfir tveimur dögum seinna - eins og ég horfði sjálf á út um eld- húsgluggann hjá mér. Þennan vinnukraft og peninga á að nota til dæmis við viðhalds á gmnnskólunum, í að lagfæra" gangstéttarbrúnir til að þær verði greiðfærari fólki með vagna og fötluðum og margt þarf að gera í vegakerfinu bæði fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Mætti til dæmis ekki skylda verktaka sem fá verkefni hjá borginni til að ráða að minnsta kosti hluta af þeim starfskrafti sem þeir þurfa, í gegnum vinnumiðlun borgarinnar? Eg vil að gamalt fólk geti verið heima hjá sér eins lengi og það hefur heilsu til og fái alla þjónustu heim sem til þarf. Ég þori nú varla að nefna leikskólamálin en það er alveg ljóst að bæði konur og karlar í borgarstjóm verða að stefna að því að öll böm fái pláss á leikskóla frá tveggja ára aldri. Núna em giftir for- eldrar, sem ekki em í námi, beittir misrétú hvað þetta varðar. Leikskóli er líka að verða eins konar forskóli fyrir gmnnskóla og þau böm sem ekki hafa verið á leikskóla em ekki jafn vel undirbúin undir skólagönguna og hin. Ég vil svo auðvitað líka sjá gmnn- skólana einsetna eins fljótt og mögulegt er en mín böm em einmitt á þeim aldri að ég veit hvflíkur létúr það væri ef skólanum væri þannig háttað í dag - og ef ég hefði pláss fyrir dóttur mína á leikskóla! Ég gef nefnt heilmargt í við- bót en veit að plássið leyfir það ekki. Að lokum vil ég segja að ég held að fólk geti alveg treyst því að ef sameiginlega fram- boðið fær meirihluta þá mun borgin okkar verða betri og manneskjulegri borg íyrir jafnt unga sem aldna,“ sagði Bryndís Kristjánsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.