Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.03.1995, Blaðsíða 1
■ Hagfræðistofnun Háskóla Islands hefur reiknað út áhrif aðildar Islands að Evrópusambandinu Mgtarverð lækkar um 40% ef Island gengur í ESB ■ Kjör fjögurra manna fjölskyldu munu batna um 88 þúsund krónur á ári. Meiri- hluti kjósenda vill aðildarumsókn, samkvæmt skoðanakönnunum. Jón Baldvin Hannibalsson: Aðild að Evrópusambandinu er stórkostlegt hagsmunamál fyrir íslenska neytendur, ekki síst láglaunafólk. Kjör bænda versna ekki. Með aðild íslands að Evrópusam- bandinu myndi verð landbúnaðaraf- urða á íslandi lækka um 35-45%, samkvæmt útreikningum Hagfræði- stofnunar Háskóla fslands. Kjör hvers einstaklings í landinu myndu batna af þessum ástæðum um 22 þúsund krónur að meðaltali, eða um 88 þúsund á hverja fjögurra manna íjölskyldu á ári. Ný skoðanakönnun Gallups gefur til kynna að 56% ís- lenskra kjósenda vilji að ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. ,Aðild að Evrópusambandinu er stórkostlegt hagsmunamál fyrir ís- lenska neytendur, ekki síst láglauna- fólk,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Skoðanakannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar vill láta á það reyna með aðildarumsókn, hvemig samningum er hægt að ná við Evr- ópusambandið. Stjómmálamenn geta ekki daufheyrst við vilja þjóðar- innar með því einu að segja að málið sé ekki á dagskrá. Umræðan um Evr- ópusambandið snýst um lífskjör á ís- landi. Stjómmálamönnum ber sið- ferðileg skylda til að svara kjósend- um afdráttarlaust fyrir kosningar hver afstaða þeirra er,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagði að skýrsla Hag- fræðistofnunar sýndi ótvírætt að verð á landbúnaðarafurðum myndi stórlækka. „Jafnframt er alveg ljóst að kjör íslenskra bænda munu ekki versna. Niðurstöður Hagfræðistofn- unar em ótvíræðar í þeim efnum. Bændur munu fá styrki sem nema 4-7 milljörðum. Það gerir um 800 þúsund krónur á hvem bónda á ári.“ Alþýðuflokkurinn er eini flokkur- inn sem hefur tekið afdráttarlausa af- stöðu með aðildarumsókn að Evr- ópusambandinu. Jón Baldvin sagði enga ástæðu til að óttast að flokkur- inn einangraðist fyrir vikið: „Al- þýðuflokkurinn hefur einn flokka fi-amtíðarsýn og þor tii að taka af skarið í þessu mikilvæga máli. Það er ekkert nýtt að Alþýðuflokkurinn sé brautryðjandi í íslenskum stjóm- málum. Aðrir flokkar verða knúnir til þess að taka afstöðu á næsta kjör- tímabili. Þá skortir hinsvegar dirfsku úl að taka af skarið fyrir kosningar. Meirihluti þjóðarinnar styður ein- dregið stefnu okkar og æ fleiri gera sér grein fyrir því að kosningamar nú í vor snúast að vemlegu leyti um þetta mikilvæga mál.“ Ásta B. Þorsteins- dóttir, skipar 3. sætið á framboðslista Alþýðu- fjpkksins í Reykjavík Island til forystu í Evrópu „Við erum alltaf að tala um hvað við getum fengið útúr inn- göngu í Evrópusambandið, en ekki hvað við getum lagt á vogar- skáiarnar. Ég er þess fullviss að okkar sýn á velferðarkerfið og okkar vinnubrögð hvað það snert- ir er eitthvað sem fullt erindi á í umræðuna í Evrópu í dag. Norð- urlöndin eiga sarnan mikinn möguleika á að hafa varanleg áhrif til framfara í velferðarmál- um í álfunni. ísland verður fremst meðal jafningja í Evrópusam- bandinu og er þannig í þriðja eða fjórða sæti yf- ir þær þjóðir í heimin- um sem státa af mestum gæðum heilbrigðisþjón- ustu. ísland á að ganga í Evrópusambandið hnarreist og án bctlistafs og láta til sín taka sem forystuafl. Við höfum af miklu að miðla,“ segir Asta B. Þorsteinsdóttir, sem skipar 3. sætið á framboðslista Alþýðu- flokksins í Reykjavík, í viðtali við Alþýðublaðið. Siá hlaðsíðu 12. „Þú setur þitt atkvæði í matarkörfuna!"Fram- bjóðendur Alþýðuflokksins í Reykjavík boðuðu til blaðamannafundar í Bónus í Holtagörðum í gær þarsem var fjallað um þær kjarabætur sem íslenskir neytendur fá, gangi ísland í Evrópusambandið. Á myndinni eru Magnús Árni Magnússon 4. maður á lista, Hrönn Hrafnsdóttir sem skip- ar 5. sæti og Jón Baldvin Hannibalsson formaður flokksins við „Matar- körfu Alþýðuflokksins". Til samanburðar er siðan „Matarkarfa hinna flokkanna". í samtali við Alþýðublaðið sagði Hrönn að „Matarkarfa Al- þýðuflokksins" myndi færa neytendum mikla og kærkomna verðlækk- un. Kosningabarátta Alþýðuflokksins er nú komin á fullan skrið. í gær voru teknar í notkun tvær kosningamiðstöðvar á hjólum - gámar sem búið er að breyta í færanlegar upplvsinaamiðstöðvar «—„h f m Hallgrímur Helgason mig* i I Jón Baldvin Nýjar leiðir í land- búnaði I Guðmundur Andri Og... menning- armál | Bryndís l$jarnadótfir A leið í munka- klaustur? „Talsvert greindari en ég..." „Ég er sjálfur með vest- firskt blóð í æðum, og Birta er furðulega lík mér, breiðleit og glaðlynd, þó mamma segi reyndar að hún sé talsvert greindari en ég. Hún hefur módökk augu, likt og margar sjóaradætur að vestan, þar sem franskt blóð hefur skotist inn í ættirnar með heimsóknum duggaranna fyrr á öldum," segir Össur Skarphéðinsson í hressilegu viðtali um lífið, tilver- una og pólitíkina. - Sjá blaðsíðu 5. -W— 7438 ProLogi með Dolby Surround ProLogic hljó Sjónvarpstæki í hæsta gæðaflokkt Komið — sjáið — heyrið — sannfæris Miidð úrval af sjónvarpstækjuxn frá Sliarp — Loicr og Pioneer Verð á 28” tækjum frá kr. 89.900 iw s oE Visa raðgreiðslur til allt að 24 mán. Euro raðgreiðslur til allt að 36 mán. Munalán til allt að 30 mán. VERSLUNIN HVERFISGOTU 103-SIMI62S999

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.