Alþýðublaðið - 23.03.1995, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 23.03.1995, Qupperneq 1
Fylgi Alþýðuflokksins er nú 9,4% samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Skáís um fylgi flokkanna „ Finnum hvarvetna fyrir vaxandi fylgi flokksins" - segir Sigbjörn Gunnarsson, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins og fjárlaganefndar Alþingis. „Aðalátökin eru eftir...Þessi niðurstaða könnunar- innar veldur mér engum áhyggjum." Þjóðvaki hrapar um þriðjung í könnun Skáís og Kvennalist- inn er enn í 4,6%. Sigbjörn Gunnarsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins: Sérstaða Alþýðuflokksins í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og Evrópu- málum er auðvitað sláandi í samanburði við máttlaust miðjumoð hinna flokkanna sem ganga erinda ýmissa sérhagsmunahópa. ,JVIér sýnist að þarna sé ómark- tækur munur á fylgi Alþýðutlokks- ins ffá síðustu könnun Skáls. Ég hefði að vísu viljað sjá hærri tölur en aðalátökin eru eftir, svo sem kjör- dæmaþættir í fjölmiðlum. Þessi n'ið- urstaða könnunarinnar veldur mér engum áhyggjum. Við finnum hvar- vetna fyrir vaxandi fylgi við stefnu- mál Alþýðuflokksins," sagði Sig- björn Gunnarsson, þingmaður Al- þýðuflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, í samtali við Alþýðu- blaðið í gærkvöldi. Tilefni þessara ummæla Sigbjöms er skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir Alþýðublaðið dagana 18. til 20. mars meðal kjósenda á fylgi stjóm- málaflokkanna. Heildarúrtak var eitt þúsund manns af öllu landinu. Þar af náðist til 815, en af þeim reyndust 35,9% óákveðnir. Miðað við þá sem tóku afstöðu eru niðurstöður eftirfarandi (innan sviga er sfðasta könnun Skáls): Alþýðu- flokkurinn 9,4% (9,7%), Framsókn- arflokkur 19,7% (17,2%), Sjálfstæð- isflokkur 41,4% (40,4%), Alþýðu- bandalag 12,3% (11,6%), Kvenna- listi 4,6% (4,6%) og loks Þjóðvaki 10,9% (16,1%). Athygli vekur að breytingar á fylgi flokkanna eru afar litlar og því sem næst inn- an skekkjumarka hjá öllum nema Þjóðvaka sem tap- að hefur meira en þriðjungi af fylgi sínu frá þvf í síð- ustu könnun Ská- Is. Úrslitin hljóta því að teljast nokkuð áfall fyrir Þjóðvaka sem nú tapar enn fylgi þrátt fyrir að hafa fyrir stuttu hafið útgáfu málgagns og einnig þrátt fyr- ir að hafa verið áberandi í auglýs- ingum í Ijósvaka- miðlum undan- fama daga. Ennfremur hefur Kvennalista illa gengið í skoðana- könnunum undanfama mánuði og er þessi könnun Skáís engin undan- tekning þar frá. Aðrir flokkar svotil halda sínu fylgi. „Við höfum haft sígandi lukku í þessari kosningabaráttu og ég er sannfærður um að Alþýðuflokknum mun ganga betur í kosningunum heldur en þessar tölur gefa til kynna. Það er líka rétt að undirstrika að það em um 36% þeirra sem könnunin náði til sem ekki taka afstöðu. Það er talsverður tími enn til kosninga og margt hefur breyst í pólitíkinni á styttri tíma. Kosningabaráttan úti á landi hefur víða gengið brösuglega fram til þessa vegna veðurs og ófærðar og hún hefur ekki enn náð verulegri sveiflu," sagði Sigbjöm ennfremur. „Þessi skoðanakönnun herðir okk- ur einfaldlega enn í baráttunni og hér f kjördæminu em gott hljóð í mönn- um. Við skulum hafa í huga að skoð- anakannanir em ekki kosningar. Al- þýðuflokkurinn hefur verið aðalskot- spónn allra flokka í þessari kosn- ingabaráttu af því að hann hefur þá sérstöðu að hafa ákveðnar skoðanir í þeim málum sem mestu skipta fyrir þjóðina. Það kann vel að vera að ein- hverjum þyki þægilegra að hlusta á innihaldslausan málflutning fram- bjóðenda annarra flokka þar sem er slegið í og úr á víxl eða sagt að mál- in séu ekki á dagskrá. Sérstaða Al- þýðutlokksins í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og Evrópumál- um er auðvitað sláandi í samanburði við máttlaust miðjumoð hinna flokk- anna sem ganga erinda ýmissa sér- hagsmunahópa. Alþýðuflokkurinn berst fyrir hagsmunum neytenda og almenn- ingur er smátt og smátt að uppgötva hvað samningurinn um EES færir Ríkisstjórnin heldur fylgi sínu I skoðanakönnun Skáís fyrir Alþýðublaðið um fylgi flokkanna voru þátttakendur jafnframt spurðir hvort þeir styddu rflds- stjórnina. Þeir sem tóku afstöðu voru 729 eða 89,5%. Af þeim svör- uðu 43,2% með jái en 56,8% svör- uðu spurningunni neitandi. Þetta eru nákvæmlega sömu prósentu- tölur og í sambærilegri könnun sem SKÁÍS gerði á fylgi ríkis- stjómarinnar um mánaðamótin janúar/febrúar. okkur mikið. Samkeppni fer nú ört vaxandi á mörgum sviðum viðskipta til hagsbóta íyrir neytendur. Aðildin að EES var forsenda þess að hér voru sett lög um samkeppni og Sam- keppnisráð stofnað til að fylgjast með framkvæmd þeirra laga. Sú fá- keppni og einokun sem hér var ríkj- andi f skjóli pólitíkusa var á kostnað neytenda eins og öllum er nú Ijóst. Sá tími kemur ekki aftur og það er rökrétt ályktun af EES- samningum að við könnum aðild að Evrópusam- bandinu til að tryggja viðskiptahags- muni okkar og kjör þjóðarinnar. Þetta eru mál sem fólk er að átta sig á og fylgið við aðildarumsókn til að kanna hvaða samningum við getum náð fer sífellt vaxandi. Við munum hvergi slaka á í baráttunni fram að kosningum og hvað sem skoðana- könnunum líður þá er það staðreynd að Alþýðuflokkurinn hefur verið að sækja á í fylgi og sú sókn verður ekki stöðvuð. Þessi niðurstaða veldur mér engum áhyggjum en sýnir þó að við þurfum á öllu okkar að halda í þess- um slag,“ sagði Sigbjöm Gunnars- son alþingismaður. Ný skoðanakönnun á fylgi flokkanna Skáís gerði skoðmwkönnun meðnl kjósenda á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrir Alþýðublaðið og fór könn- unin fram dagana 18. til 20. mars. Heildarúrtak var eitt þúsund manns af öllu landinu. Þar af náðist til 815, en af þeim reyndust 35,9% óákveðnir. Athygli vekur að breytingar á fylgi flokkanna eru því sem næst innan skekkjumarka hjá öllum nema Þjóðvaka sem tapað hefur um þriðjungi af fylgi sínu frá því í síðustu könnun Skáls. Miðað við þá sem tóku afstöðu eru niðurstöður eftirfarandi (en jafnframt eru birtar til samanburðar tölur frá skoðanakönnun Skáís um mánaðamótin janúar/febrúar og loks úrslit kosning- anna 1991): Fylgi flokkanna Nú jan/feb Kosningar '91 Alþýðuflokkurinn 9,4% 9,7% 15,5% Framsóknarflokkur 19,7% 17,2% 18,9% Sjálfstæðisflokkur 41,4% 40,4% 38,6% Alþýðubandalag 12,3% 11,6% 14,4% Kvennalisti 4,6% 4,6% 8,3% Þjóðvaki 10,9% 16,1% Nær helmingur Norðurlands eystra vill ESB- aðildarumsókn Umfjöllun 2 Jafnréttismál og Evrópusambandið Aðalheiður Sigursveinsdóttir 3 Ofsóknaræði Framsóknar- flokksins .lón Þór Sturluson 4 Verðum eflaust búnir að vera þegar við vinnum að lokum Alfreð Gíslason 5 Alþýðuflokkurinn er eini byltingar- flokkurinn Sigbjörn Gunnarsson 6 & 7 Næsta kynslóð: Ungir jafnaðar- menn Sisur kostar kiark 8 & 9 Fiskiðjusamlagið er stærsti atvinnuveitandinn á Húsavík Samdrætti í bolfiski mætt með stóraukinni rækjuvinnslu -segirTryggvi Finnsson forstjóri Fiskiðjusamlagsins. Snjólist á Akureyri Fannfergið á Norðuriandi hefur verið með miklum ólíkindum í vetur og varla líður sá dagur, að ekki berist tröllasögur að norðan um hvernig kyngt hafi niður gríð- ariegu magni snjó þá um nóttina. Innbæingar (á Akureyri) hafa orð- ið snjógleði veðurguðanna sér- staklega aðnjótandi einsog sjá má á myndinni. Alþvðublaðið f dag er helgað Norðurlandskiördæmi evstra. „Það hefur orðið verulegur sam- dráttur í hefðbundnum tegundum bolfisks í vinnslunni hjá okkur. Þó höfum við reynt að vega upp á móti þessum samdrætti með kaupum á rússafiski. Aftur ú móti hafa rækju- veiðarnar stóraukist og vinnslan um leið. Við eruni nú að gera merkilegt söluátak á rækjumörkuðum í sant- vinnu við Norðmenn og Grænlend- inga,“ sagði Tryggvi Finnsson, for- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf„ í samtali við Alþýðublaðið. Fiskiðjusamlagið er stærsta at- vinnufyrirtækið á Húsavík. Þar eru störf fyrir um 140 manns en sumir eru í hlutastarfi og er starfsfólkið um 160 talsins að jafnaði. Systurfyrir- tæki Fiskiðjusamlagsins eru Höfði hf. og Ishaf hf. Hið fyrmefnda gerir út rækjufrystitogarann Júlíus Haf- stein og tvo rækjubáta. Hið sfðar- nefnda gerir út heilfrystitogarann Kolbeinsey. „Júlíus kemur með hluta aflans til vinnslu hjá okkur en að öðru leyti er rækjan fryst um borð fyrir Japansmarkað. Burðarásinn í rækjuveiðum til vinnslu hér eru föst viðskipti við ísfiskbáta. Einnig er talsvert af inntjarðarrækju hér í fló- anum. Allt til samans hefur þetta orðið til að auka rækjuvinnslu fyrir- tækisins verulega. Verðið á erlend- um mörkuðum er nokkuð gott núna eftir nokkuð langan verðhjöðnunar- tíma eða í unt tvö ár. En frá síðasta liausti hefur þetta lagast og afkoman þar af leiðandi batnað,“ sagði Tryggvi. „Aukin rækjuvinnsla var okkar svar við samdrætti f bolfisk- afla. Þeir sem eru nær uppsjávartlsk- um eins og síld og loðnu hafa veðjað á þá vinnslu til að vega upp annan samdrátt. Ég held að sjávarútvegur- inn í heild sé ótrúlega sveigjanlegur og mun sveigjanlegri en aðrar at- vinnugreinar þegar svona sveiflur verða. Þrátt fyrir þennan mikla sam- drátt í þorskinum erum við samt að fá meira verðmæti úr því sem upp úr sjónum kemur. Hlutfall sjávarvöru í útflutningi hefur heldur hækkað en hitt þrátt fyrir aflasamdrátt. Menn hafa farið víðar og sótt lengra og einnig flutt inn hráefni frá öðrum löndum. Hér vinnum við til dæmis talsvert mikið af fiski úr Barentshafi. Rússar landa hjá okkur af og til og f fyrra vorum við f viðskiptum við breskan togara sem landaði hér. Með þessum aðgerðum hefur okkur tekist að tryggja viðunandi afkomu Fisk- iðjusamlagsins,“ sagði Tryggvi Finnsson. „Það er ágætur afli í rækj- unni en menn hafa svolitlar áhyggjur af þvf að framboðið verði of mikið. Við erum einkum í samkeppni við Norðmenn og Grænlendinga á rækjumörkuðunum. Hins vegar er- um við núna að gera merkilegt mark- aðsátak í samvinnu við Norðmenn og Grænlendinga við að bæta ímynd kaldsjávarrækjunnar í samkeppni við hlýsjávarrækju. Þetta er talsvert mikið fyrirtæki og við höfum meðal annars fengið fé í þetta úr norræna samstarfinu," sagði Tryggvi Finns- son. Samtökin 78 gangast fyrir Hinsegin bíódögum „Fordómarnir verða æ greinanlegri" - segir Percy B. Stefánsson, varaformaður samtakanna '78. Samtökin ’78, samtök samkyn- hneigðra standa fyrir kvikmynda- hátíð í Háskólabíói dagana 25. mars til 30. mars í samvinnu við Hreyfi- myndafélagið. Hátíðin ber yfir- skriftina „Hinsegin Bíódagar". Þar verða sýndar myndir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um líf homma og lesbía og í tilefni hátíð- arinnar kemur til landsins þýski kvikmyndaleikstjórinn Michael Stock en hann á eina mynd á hátíð- inni, Piins í Hölleland eða Príns í Helvíti. Percy B. Stefánsson, vara- formaður samtakanna, segir homma og lesbíur verða æ meira vör við fordóma á Islandi. ,Já, for- dómarnir verða æ greinanlegri, en það er líkast til í réttu samhengi við það að við erum að verða á sýni- legri í samfélaginu." „Við erum að krefjast þess að fá að vera til og erum að berjast fyrir tilfinningum okkar. Það kostar allt- af meira. Meðan þögn var um mál- efni okkar þá þögðu þeir einnig sem haldnir eru fordómum." Percy B. Stefánsson, varafor- maður samtakanna '78: For- dómarnir aukast sennilega í réttu hlutfalli við sýnileika okk- ar í samfélaginu. A-mynd: E.ÓI. Percy segir að ungliðarnir í sam- tökunum hafi orðið varir við þetta þegar þeir hafi verið að dreifa aug- lýsingunt vegna kvikmyndahátíðar- innar. Víða hafi þeirn verið neitað um að fá að hengja þær upp og sums staðar voru þær hreinlega rifnar niður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.