Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ S k o ð Sfll IUTMMH FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 MÞYÐUBLJlDlll 20893. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjóm, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverö kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Ný landbúnaðar- stefna Alþýðuflokkurinn vill afnema kvótakerfíð í landbúnaði. Þetta á sérstaklega við um sauðfjárræktina. Samhliða þessu yrði fjár- hagslegum stuðningi stjórnvalda við bændur breytt á þann veg að beingreiðslur til bænda yrðu í formi búsetustuðnings í stað þess að tengjast framleiðslumagni eða stærð búa. Með þessu móti yrði bændum tryggt ákveðið afkomuöryggi, en þeir ráði síðan sjálfír hvað þeir framleiða, hversu mikið og á hvaða verði. Stuðningur stjómvalda við landbúnað markast fyrst og fremst af byggðasjónarmiðum. Til þess að halda blómlegri byggð í sveitum landsins þarf landbúnaðurinn stuðning ríkisins. Al- þýðuflokkurinn vill styðja landbúnaðinn, en vill jafnframt að eðlilegar forsendur verslunar og viðskipta séu í heiðri hafðar að öðru leyti. Samdráttur í neyslu og takmarkanir á framleiðslu hafa leikið marga bændur grátt. Margir hafa tekið upp hlutastörf til að bæta sér upp tekjutapið, en aðrir eiga litla möguleika á slíku. Núver- andi kerfi er í raun að svelta bændur til uppgjafar. Til að bregð- ast við minni neyslu og versnandi afkomu margra bænda vill Alþýðuflokkurinn gera starfslokasamninga við bændur og auð- velda þeim að bregða búi. Á þennan hátt má ná fram hagræð- ingu á mannúðlegan hátt og aðlaga greinina nýjum aðstæðum. Núverandi kerfi gerir hvorugt. Ný sjávarútvegs- stefna Núverandi sjávarútvegsstefnu er í mörgu ábótavant. Þess vegna vill Alþýðuflokkurinn nýja sjávarútvegsstefnu. Með lög- gjöf þarf að koma í veg fyrir að kvóti safnist á fáar hendur. Tryggja þarf stöðu krókaveiða og vertíðarbáta og takmarka veiðar togara á grunnslóð uns fiskistofnar rétta úr kútnum. Tryggja verður að útgerðarmenn og sjómenn hafi engan efna- hagslegan hvata til að henda veiddum fiski á hafi úti, ólíkt því sem núverandi kerfi hefur í för með sér. Refsigleðin ein og sér mun ekki ná árangri í þessum efnum, eins og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra virðist halda, heldur verður að gera mönnum kleift að koma með allan afla að landi. Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir því að þjóðareign á auð- lindum sjávar yrði lögfest, þannig að eignarréttur fárra fjár- sterkra aðila myndist ekki á sameiginlegum auðlindum. Reynslan sýnir að sameign þjóðarinnar verður ekki tryggð til frambúðar án þess að hún sé lögfest í stjórnarskrá. Margt bend- ir til að þrátt fyrir ákvæði í lögum um sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar, sé í raun að myndast eignarréttar fárra aðila á auðlindinni. Slíkt má aldrei gerast. Alþýðuflokkurinn vill að veiðileyfagjaldi verði komið á í áföngum, og telur að farsæl leið sé að með stækkun fískistofn- anna verði viðbótarkvóta úthlutað gegn gjaldi. Við mótun stefnu ber að leggja áherslu á kerfí sem ýtir undir vinnslu í landi. Meðal annars ber að leggja á hærra veiðileyfagjald á frystitogara en ísfisktogara. Alþýðuflokkurinn vill að afli fari um markað eins og kostur er til að tryggja rétt sjómanna og vinnslu. Stúdentar við Háskóla íslands yrðu grænir af öfund ef þeir vissu af netþjónustunni sem kollegar þeirra í Los Angeles njóta: Stúdentar við Suður-Kaliforníuháskóla geta nefhilega allan sólahrínginn nýtt sér þjónustu hins nýstofhaða og gríðarlega öfluga Upplýsinga-net- þings vio skólann. AUan sólarhríng- inn (og það er alltaf „uppselt") hafa upplýstir Kaliforníubúarnir að- gang að hugbúnaðarpökkuðum, nettengdum og geisladrífsbúnum tölvum. I tölvuflotanum eru meðal annars 18 PC, 50 Macintosh og 30 Sun SPARC-stöðvar. Stúdentarnir eru víst orðnir svo kunnáttusamir, að einungis 30% „dagfara" leita að- stoðar starfsmanna Upplýsinga- þingsins á móti 15% „nátthrafna". Bandaríska ofurtölvunarðatímarít- ið Wired (e-mail surf@wired.com) kíkti í heimsókn í Upplýsingaþingið fyrir skemmstu og hreifst af búnað- iiiuiii. Stúdentar brugðust ekki vonum Wired-manna í þeirri heim- sókn því algengast netfanga sem þeir brugðu sér á reyndist vef- heimasíða Playboy............... (http://mosaic.playboy.com/). IMær helmingur kjósenda á Nordurlandi eystra (46%) vill láta reyna með aðildarumsókn að Evrópusambandinu á það hvernig samningum unnt er að ná við sambandið. Helmingur lands- manna vill láta reyna á umsókn (49,9%). Að horfast íaugu við tækifærin í skoðanakönnun Skáls sem birtist í Alþýðublaðinu í gær kom fram að 49,9% kjósenda á landinu öllu vill láta reyna á það með aðildarumsókn hvernig samningum er hægt að ná við Evrópusambandið. A Norður- landi eystra voru 46% aðspurðra þessarar skoðunar en 54% andvígir. Fylgi við aðildarumsókn fer vaxandi með allra þjóðfélagshópa. Það sann- ast kannski einna best í tvískiptum kjördæmum (landbúnaður/sjávarút- vegur) einsog og Suðurlandi (50% stuðningur) og Norðurlandi eystra. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmanna- flokkur íslands - telur að hagsmun- um Islands sé best borgið til framtíð- ar með aðild að Evrópusambandinu, náist um það viðundandi samningar. Meginsamningsmarkmið íslendinga á að vera að tryggja áfram forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sjávar innan íslenskrar efnahagslögsögu. Til að taka af öll tvímæli um það leggur Alþýðuflokkurinn til að sam- eign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði bundin í stjórnarskrá. Svarið við því, hvort þetta samningsmark- mið næst fram, fæst ekki nema í samningaviðræðum. Alþýðuflokk- urinn telurþví rétt að Island sæki um aðild að Evrópusambandinu eins fljótt og auðið er. Hér á eftir í stuttu máli fer stefna jafnaðarmanna í þess- um málum: . „Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að umsókn um aðild og endanleg ákvörðun eru tvær aðskildar ákvarð- o n a r m Ö n n u r anir. Skapa þarf samstöðu þjóðarinn- ar um samningsmarkmið og fyrir- vara í aðildarumsókn, sérstaklega í málefnum sjávarútvegsins. Þá fyrst þegar samningsniðurstöð- ur liggja fyrir er unnt að taka endan- lega afstöðu til spurningarinnar um aðild. Lokaáfanginn er að leggja samninginn fram til kynningar og umræðu og endanlegrar afgreiðslu í þjóðaratkvæðagreiðslu. I þessu máli er það þjóðin ein sem milliliðalaust á seinasta orðið um það, hvernig hags- munir hennar verði best tryggðir. Endalok kalda stríðsins og aukið efnahagslegt og pólitískt mikilvægi Evrópusambandsins kallar á endur- mat á stöðu íslands í samfélagi þjóð- anna. Evrópusambandið er pólitískt og efnahagslegt bandalag lýðræðis- ríkja Evrópu. Það er hornsteinn lýð- ræðis, mannréttinda, friðar og vel- megunar í okkar heimshluta. Nær allar lýðræðisþjóðir Evrópu eru þeg- ar aðilar eða hafa lýst yfir vilja síhum til að gerast fullgildir aðilar að Evr- ópusambandinu. Af okkar nánustu frændþjóðum eru Danir, Svíar og Finnar þegar fullgildir aðilar, en Norðmenn höfnuðu aðild í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Islendingar verða að ákveða sjálfir framtíð sína; það gera Norðmenn ekki fyrir okkur. Það væri í andstöðu við íslenska utanríkisstefnu á lýðveldistímanum ef Island sæti nú hjá og kysi sér ein- angrun í stað samvinnu. yið ná- grannaþjóðir sínar. Raunsætt mat á hagsmunum þjóðarinnar leiðir í ljós yfirgnæfandi kosti við aðild. Al- mennir pólitískir hags- munir vega hér þungt. A vettvangi Evrópusambandsins eru teknar ákvarðanir sem varða hags- muni okkar miklu. Utan sambands- ins eru íslendingar nær áhrifalausir um þessar ákvarðanir, sem þó munu móta samfélag okkar mjög á næstu árum. Innan sambandsins og í sam- ráði við bandalagsþjóðir okkar, gæt- um við hins vegar haft veruleg áhrif á þau mál sem varða hagsmuni okk- ar mestu. Þau áhrif er erfitt að meta til fjár. Þegar mikilvæg mál eru til umræðu á vettvangi sem þessum er ávalt sú hætta fyrir hendi að hlutur þeirra sem fjarstaddir eru verði fyrir borð borinn. Stofnanir ESB hafa ekki síst reynst smáríkjum innan þess drjúgar til þess að tryggja hags- muni sína. Við lok kalda stríðsins og inn- göngu Svíþjóðar og Finnlands í Evr- ópusambandið veikjast jafnffamt tvær af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu, sem hafa verið Atl- antshafsbandalagið og norrænt sam- starf. Varnar- og öryggishagsmunir okkar eru ekki síður í deiglunni en önnur utanríkismál með vaxandi mikilvægi Vestur-Evrópusambands- ins; fslendingar standa því á krossgöt- um. Reynslan kennir að staða okkar f samfélagi þjóðanna og möguleikar til áhrifa byggjast á þátttöku - en ekki hjásetu - og stuðningi banda- manna okkar þar sem ákvarðanir eru teknar. Ákvörðun um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu, eoa viljaleysi til að ræða hugsanlega að- ild, er frá þessu sjónarmiði afdrifa- ríkari ákvörðun en sú að sækja um aðild og þarfnast sérstaks rökstuðn- ings. Aðild íslands að Evrópusamband- inu er liður í þeirri baráttu jafnaðar- manna að tryggja í'slenskri alþýðu sambærileg lífskjör og velferðarríki Evrópu bjóða þegnum sínum. Sagan kennir okkur að þjóðinni vegnar best í sem nánustum tengslum við ná- granna okkar, en verst þegar ein- angrun frá grannþjóðunum var hlut- skiptið. Nær 70% af úrflutningi þjóðarinn- ar fer til landa Evrópusambandsins. Jafn réttur okkar og keppinauta okk- ar á þessum mikilvæga markaði get- ur haft úrsJitaáhrif á þróun íslensks efhahagsh'fs. I kjölfar aðildar að Evr- ópusambandinu fylgir fullur mark- aðsaðgangur fyrir sjávarafurðir og aukin fullvinnsla sjávarfangs innan- lands. Almennt efnahagsumhverfi innanlands verður sambærilegt við efnahagsumhveríi Evrópusam- bandsins, sem ætti að leiða til auk- innar eriendrar fjárfestingar, aukins stöðugleika og hagvaxtar. Kaup- máttur launa eykst stórlega frá fyrsta degi aðildar, enda mun verð land- búnaðarafurða geta lækkað um tugi prósenta samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar Háskóla íslands. Kjör hvers einstaklings í landinu myndu samkvæmt þessu batna um 22 þúsund krónur að meðaltali, eða um 88 þúsund krónur á hverja fjög- urra manna fjölskyldu i á árí. Til lengri tíma batna þó kjörin mun meira, énda hefur aðild að Evrópú- sambandinu í öllum tilvikum haft mjög jákvieð áhrif á efnahag nýrra aðildarríkja. Engin dæmi eru um hið gagnstæða. Enginn vafi er á því að tengsiin við Evrópusambandið verður eitt brýnasta úriausnarefni næsta kjör- tímabils. Stjórnmáláflokkum ber skylda til að móta skýra stefnu í svo mikilvægu máli og útskýra hána fyr- ir kjósendum. Enginn. kemst hjá slíku með því að segja að málið sé ekki á dagskrá fyrr en eftir kosning- ar. Vilji Islendingar ekki taka þá áhættu að missa af tækifærinu, sem kann að opnast á næsta kjörtímabili, þurfa þeir að móta stefnu og ljúka heimavinnunni í tæka tíð. Stjórnmálaflokkum ber að móta framtíðarsýn. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands - vill sjá ísland til borðs með lýðræðis- þjóðum Evrópu. Flokkurinn hafhar hvers konar hræðsluáróðri um missi sjálfstæðis og þjóðernis Islendinga. Ungt fólk á Islandi - best menntaða kynslóð Islandssögunnar - á annað og betra skilið af forystumönnum sínum en úrtölur og vonleysi. Jafn- aðarmenn hafna framtíðarsýn sem byggir á ótta við samstarf Evrópu- þjóða. Alþýðuflokkurinn vill að ís- lendingar taki þátt f því að móta Evr- ópu framtíðarinnar. Island í Evrópu framtíðarinnar eru því kjörorð ís- lenskrajafnaðarmanna." Atburðir dagsins 1663 Ragnheiður Brynjólfsdóttir deyr í Skálholti. 1801 Dauðadrukknir foringjar í rússneska hernum kyrkja hinn geðsjúka Pál I keisara. 1918 Þjóðverjar nota „Stóru Bertu" til að senda sprengjur á París úr 120 kílómetra fjarlægð. 1919 Benito Mussolini, kjaftfor ritstjóri málgagns sósíalista í Milanó, stofnar ítalska fasista- flokkinn. 1925 Bannað að kynna þróun- arkenningu Darwins í Tennessec í Bandaríkjunum. 1983 Reagan Banda- ríkjaforseti kallar Sovétríkin „heimsveldi hins illa" og kynnir „stjörnustríðs- áætl- unina". Afmælisbörn dagsins Juan Gris spænskur listmálari, 1887. Jo- an Crawford bandarísk kvikmynda- stjarna, 1908. Akira Kurosawa japansk- ur kvikmyndaleikstjórí, 1910. Annálsbrot dagsins Gekk fátæk stúlka frá Gelti f Súganda- firði til Keflavíkur og fannst síðan sama dag á fjörunum milli nefndra bæja, nær dauð; voru hennar föt brunnin upp að mitti, hempa og pils með götum, en lík- aminn óskaddaður. Eyrarannáll, 1661. Málsháttur dagsins Þetta er vegurinn okkar allra, sagði karl, hann bar hund, sem hann hafði hengt. Lokuorð dagsins Jæja, ég lifði hamingjuríku lífi. Hinstu orð enska rithöfundarins Williams Hazlitt, 1778-1830. Stóll dagsins Sigurður Nordal var eftirlætisbarn í æsku og langt fram á manndómsár. Það átti við hann að njóta aðdáunar annarra án þess að reyna verulega á krafta sfna. Hann langaði að sitja í gullstól og var borinn í gullstól. Jónas Jónsson frá Hriflu. Ord dagsins Ef að hlotnast ofsæmd þér, af því vertu' ei gleiður, því illa brennir undan sér ómaklegur heiður. Steíngrímur Thorsteinsson. Skák dagsins Nú bregðum við okkur á gríska meistara- mótið 1990. Dedes hefur hvi'tt og á leik gegn Makropoulus. Dedes finnur snjalla leið til að vinna lið og gera útum skákina. Spurt er: Hvað gerir hvítur? Hil mm m pflg f'-m I 1. Rf5!! c5 Ella kemur 2. Hd8 mát! 2. Dxa7 Rxf5 3. Da8+ Bd8 4. Dxd8+! Makropoulus gafst upp enda staða hans rústir einar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.