Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ Jafnréttismál og Evrópusambandsaðild Hinn 10. mars síðastliðinn birtist í Alþýðublaðinu athyglisvert viðtal við Birnu Hreiðarsdóttur, fyrrver- andi lögfræðing Jafnréttisráðs. Þar fjallar hún sérstaklega um jafnrétt ismálin sem hún telur vera sett til hliðar í íslenskum stjórnmálum og einungis höfð með til skrauts. Birna fullyrðir að möguleikar til þess að jafna stöðu kynjanna myndu stóraukast ef Island gengi í Evrópusambandið. Hún telur EES-samninginn ekki nýtast á þessu sviði, alla kynningu vanti og áhugi á að nýta upplýsing- ar, sem fyrir liggja, sé af skornum skammti. Með ESB-aðild yrði Is- land skyldað til þess að taka á þess- um málum og knýja fram úrbætur. „Jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði er hornsteinn félagsmálastefnu Evrópusambandsins," segir Birna og bendir á að launamunur kynj- anna sé langtum meiri á íslandi en í hinum Evrópulöndunum. Birna er án efa einn þeirra Is- lendinga, sem hvað besta þekkingu hafa á þessum málum, og því hljóta jafnréttissinnar að leggja hlustir við því, sem hún hefur fram að færa. Hvernig má það vera að umræður um aðild að Evrópusambandinu eru ekki einu sinni á dagskrá hjá þeim stjórnmálaflokkum sem hafa hæst um aukna möguleika kvenna í at- vinnulífinu og boða að krafan um jafnrétti kynjanna eigi að hafa for- gang? Það er staðreynd að ýmis sjálfsögð baráttumál neytenda náð- ust ekki fram fyrr en EES-samning- arnir þrýstu á úrbætur. Við hljótum að þurfa að skoða hvort aðild Is- lands að ESB geti haft jákvæð áhrif fyrir jafnréttisbaráttuna hér á landi, sem háð hefur verið árum saman með sorglega litlum árangri. Pallborðið P I ¦ - P....I.II lllll | IHlll III i ww-MM——— M Birna bendir á að til þess að ár- angur náist þurfi allir að leggjast á eitt, einstaklingar, stofnanir og fyr- irtæki og aðeins með samstilltu átaki og markvissum vinnubrögð- um verði þessum raálum breytt til hins betra. Hún bendir á að Danir hafa gjörnýtt sér samstarf Evrópu- þjóða á sviði jafn- réttismála og tek- ist að snúa dæm- inu við, þannig að nú er íaunamis- munur kynjanna þar aðeins 11% í samanburði við 30-40% hér á landi. I viðtalinu bendir Birna á að inn- an Evrópusambandsins eru í gangi ýmis verkefni í jafnréttismálum, sem fjármögnuð eru af Félagsmála- sjóði ESB. Á vegum sjóðsins er starfandi net samstarfshópa á sviði jafnréttismála, hlutverk þeirra er meðal annars að safna upplýsing- um, sjá um fræðslu og eftirlit og koma með tillögur til úrbóta. Tveir aðilar í hverju landi sjá um að fylgj- ast með stöðunni á hverjum stað. - Á meðan Island stendur utan ESB nýtur það að sjálfsögðu einskis góðs af öllu þessu fjármagni og „Birna fullyrðir að möguleikar til þess að jafna stöðu kynjanna myndu stóraukast ef ísland gengi í Evrópusambandið. Hún telur EES-samninginn ekki nýtast á þessu sviði, alla kynningu vanti og áhugi á að nýta upplýsingar, sem fyrir liggja, sé af skornum skammti. Með ESB-aðild yrði ísland skyldað til þess að taka á þessum málum og knýja fram úrbætur." þeirri miklu vinnu, sem fram fer á þessu sviði á vegum sambandsins. Birna segist ekki hafa trú á því að samstarf á sviði jafnréttismála, sem ísland er aðili að innan Norður- landaráðs, muni skila miklum ár- angri og telur vægi þessara mála hafa minnkað verulega eftir form- breytingar sem gerðar voru á sfð- asta þingi ráðsins. Hún telur að hugarfarsbreyting þurfi að eiga sér stað á fslandi varðandi þessi mál, - konur eigi að hætta að bera þau á borð sem baráttu kvenna við vonda karla sem haldi þeim niðri, og hún segir skorta á nútímaleg vinnu- brögð og virðingu fyrir alþjóðleg- um samningum sem við höfum skrifað undir og varða jafnréttis- mál. Birna setur meðal annars fram þá tillögu til úrbóta á skipulagi jafnréttismála að stofnað verði embætti umboðsmanns jafnréttis- mála, sem vinni á hliðstæðan hátt og umboðsmaður barna og um- boðsmaður Alþingis. Það hlýtur að vekja menn til um- hugsunar, þegar einstaklingur, sem sérhæft hefur sig í jafnréttismálum okkar og er gagnkunnugur starf- semi Evrópusambandsins á þessu sviði, setur fram sjónarmið af þessu tagi. Og hvað með önnur félagsleg málefni innan Evrópusambandsins, - gæti þar ekki verið eitthvað, sem áhugavert væri að skoða. Auðvitað er Evrópusambandið á dagskrá hjá öllu hugsandi fólki. Höfundur er í Félagi ungra jafnaðarmanna á Akureyri og skipar 3. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra. Það er misjafht hvar menn setja strík- ið til ákvörðunar um það hver sé alkó- hólisti og hver ekki. Og með hliðsjón af AA-fræðunum eru þeir ekki minnstu alkarnir sem neita því að þeir séu alkóhólistar. Þarna er reyndar hængur á - en hvað um það... Með- ferðarfulltrúar eru ekki í nokkrum vandræðum með að skilgreina rithöf- undinn Ernest Hemingway sem húrr- andi alka en hann hefur lengi veríð í hávegum hafður meðal þeirra sem dýrka karlmennskuna. Sjálfur leit hann aldrei á sig sem byttu. Þvert á móti taldi hann drykkju ákveðið list- form. Hemingway var rétt rúmlega tvítugur þegar hann uppgötvaði það að hann gat drukkið nánast hvern sem var undir borðið. Hemingway leit svo á að áfengi skerpti lífið og gæfi því til- gang - án þess væri það tilbreytinga- snautt og leiðinlegt. Hann hafði orða- tiltækið „öl er innri maður" í háveg- um og dæmdi persónuleika manna út frá því hvernig þeir eru i'ullir. Árið 1923 sagði hann: „Ég vil helst sjá hvern mann drukkinn. Menn eru ekki til fyrr en þeir eru clrukknir.. .Sjálfur elska ég að vera undir áhrifum. Alveg frá byrjun þá er það besta tilfinning- in." Hvað skyldi Óttar segja um þessa speki? Nýlega kom út bók sem heitir Wide Eyed. Hún er á ensku eins og titillinn reyndar segir til um og fjallar um kvikmyndirfyrir börn á Norðurlöndum. Út- gáfan er styrkt af Norræna menningarsjóðnum og kvikmyndastofnunum Norðurlanda þar á meðal Kvikmyndasjóði íslands. Sá sem skrifar um íslenskt bamabíó heitir Kor- mákur Bragason en j hann er bú- settur í Stokk- hólmi þar sem hann er að skrifa doktorsritgerð um kvikmyndagerð á Norður- löndum. Margt athyglisvert kemurfram ígrein hans. Meðal annars bendir hann á að það sé hlutfallslega hátt hlutfall kvenna í ís- lenskri kvikmyndaleik- stjórastétt. Þrátt fyrir þá staðreynd eru það nær ein- göngu karlmenn sem hafa fengist við að gera barna- myndir. Eina konan sem hefur gert barnamynd á fs- landi er Kristín Pálsdóttir með myndinni Hestarog Huldufólk árið 1992 eftir sögu Guðnýjar Halldórs- dóttur... Dagskrárgerðarfólk í út- varpi og sjónvarpi hef- ur löngum þótt sem það væri utangarðs íýmsum réttindamálum. Jafnvel að á stundum væri hreinlega brotið á sér einkum í með- ferð á þeirra höfundarefni. Blaðamenn hafa samning við fyrirtækið Miðlun um greiðslu fyrir efni sem fyrir- tækið tekur að sér að miðla til fyrirtækja og einstak- linga í gegnum útgáfu sína á úrklippum úr blöðunum. Öðru máli gegnir um dag- skrárefni á öldum Ijósvak- ans. Dagskrárgerðarmönn- um í Dagsljósi og á dægur- máladeildum Rásar 2, síð- degis og morgunþætti, barst til eyrna að nú væri Miðlun farin að taka upp þættina og vélrita þá upp. Sá sem harðast hefur gengið fram í því að fá þessu hnekkt og staðið vörð um höfundarrétt dag- skrárgerðarmannanna er að sjálfsögðu naglinn Fjal- ar Sigurðarson, en eins og alþjóð veit er hann harður í horn að taka... Heljarinnar geim verður í Tunglinu á föstudags- kvöld. Þá ætlar Páll Óskar Hjálmtýsson skemmti- kraftur að halda uppá 25 ára afmæli sitt- sem reyndar var í síðustu viku. Páll hefur þegar sent út boðskort til valinkunnra vina og vandamanna og ólíklegt annað en að þar verði líf og fjör þegar Pall- inn á í hlut. Veislustjórinn verður dragdrottning í líki Barböru Streisand. Millj- ónamæringarnir, hljóm- sveit Páls, munu að sjálf- sögðu stíga á stokk og ekki er talið ólíklegt að óperu- söngkonan Diddú heiðri bróður sinn með nærveru sinni og söng... H i n u m e "F.-trSido" oftir Gary Larson. Þegar rykskýið var að setjast sást móta fyrir einmanalegri veru sem stóð bein í baki á lágum hól. Jú, Steingrímurtil- heyrði vissulega hjörðinni, en... hingað og ekki lengra. Hann var hættur að hlaupa. Fimm á förnum ve Hvar er miöstöö vetraríþrótta á íslandi? Erna Þorsteinsdóttir nemi: Hún Geir Ómar Kristinsson verk- er að sjálfsögðu á Akureyri. taki: Er það ekki Bláfjöllin? Víðir Eðvarðsson starfsmaður Haraldur Þorsteinsson nemi: á Kópavogshæli: Hún er auðvit- Hún er í Bláfjöllum. að á Akureyri. Haraldur Karlsson tölvunar- fræðingur: Ég tippa á Akureyri. Það eru ekki alltaf hinir háværustu, sem eiga að fá mestu athygli. Björn Bjarnason í enn einni Moggagreininni. Mogginn í gær. Löngu seinna var mér bent á hana, þannig að þetta svar frá mér er seint á ferðinni. Fer vel á því að þessi svargrein heiti enn „Sálin hans Jóns míns." Eggert Haukdal svarar fyrir sig. Mogginn í gær. Það var mjög gott að vinna og í raun nauðsynlegt. Erlingur Kristjánsson fyrirliði KA eftir leik númer 2 við Val. Mogginn i gær. Víkverji biðst forláts á fyrri skrífum sínum, en hann vissi einfaldlega ekki betur. Víkverji í afsökunarstuði vegna umfjöllunar sinnar um dömubindi og markaðssetningu þeirra. Mogginn í gær. Getum við átt von á því að heyra unga leiklistarnema okkar tala um Nóbelsskáldið okkar sem „Dóra Lax" eða um þjóðskáldið okkar sem „ Jon na Hall"? Víkverji enn og aftur fullur heilagrar reiði og vandlætingar vegna galgopaskaps Þorláks nokkurs í viðtali við Eiri'k Jónsson. Þar leyfði hann sér að kalla sjálfan William Shakespeare Billy Shake. Mogginn í gær. Kosningayfirlýsingin er almennt orðuð. Frétt DV um kosningastefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. DV i gær. Á tónleikunum í Hátíðarsal Háskólans á föstudaginn nötraði byggingin af veður- hamnum, en áheyrendur gleymdu því algjörlega við hinn góða söng, sem bæði vakti upp minningar frá stúdentsárunum, kátínu og fögnuð. Guðlaugur Tryggvi Karlsson í hreint ágætum Mannlífsspegli sínum. Tíminn í gær. Veröld ísaks Árslaun William Shakespeare fyrir leikrit sín voru undir 20 pundum eða um 8 pund á leikrit en hann skrifaði þrjátíuogsjö leikrit í gegn- um tíðina. Þó að Shakespeare hafi ekki verið á neinum for- stjóralaunum við það að setja saman leikrit þá hafði hann helmingi meira fyrir skriftir sín- ar en Ben John- son sem var eina leikskáldið sem var þekktara en Shakespeare á þeim tíma. Þetta þætti skítt nú á tímum en laun fyrir leikritaskrif á íslandi telj- ast ágæt. Þessi staðreynd um rýrar tekjur sjálfs Shakespeare nýtist tæp- lega sem röksemd fyrir því að það séu peningar sem geti orðið drif- kraftur í nýsköpun í leikritun. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.