Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 II í Ofsóknaræði Framsóknarflokksins Pallborðið | Betra er að vera alræmdur en illa þekktur. Það mætti halda að þetta væru einkunnarorð Sambands ungra jafhaðarmanna í yfírstandandi kosn- ingabaráttu. Að minnsta kosti ef marka má um- mæli sumra frambjóðenda Framsóknar- flokksins; um- mæli sem jaðra við að flokkast undir tauga- veiklaða móður- sýki. I janúarmánuði gáfum við ungir jafnaðarmenn út bækling um Evr- ópumál. Bæklingurinn hefur vakið mikla athygli hvarvetna og eru flest- ir á einu máli um að þar hafi vel tek- ist til. Þó finnast menn sem eru á öðru máli. Sérstaklega þótti þeim Jóni Kristjánssyni, ritstjóra Tímans og Páli Péturssyni, þingmanni Fram- sóknarflokksins, sér og sínum flokki misboðið. Jón skrifaði heilsíðugrein undir fyrirsögninni „Áróður" þar sem höfundum bæklingsins var líkt við áróðursmeistara Þriðja ríkisins. Síðan gerði ritstjórinn heiðarlega til- raun til að útskýra, af hverju Páll Pét- ursson var á móti litvæðingu sjón- varpsins á sínum tíma. Skýringar Jóns eru góðar og gildar, en breyta ekki staðreyndum. Páll Pétursson hélt áfram og skýrði enn ítarlegar hvað sauðalitaást hans átti að fyrir- stilla. Sú ósk, að allir skyldu fá tæki- færi á sjónvarpi áður en litvæðing hæfist, er fróm en á sama tfma alger- lega úr takti við raunveruleikann. Hann gæti alveg eins óskað þess að allir landsmenn skyldu eignast bein- skiptan bfl áður en að sjálfskiptum bifreiðum yrði hleypt inn í landið. Guðna Ágústssyni, efsta manni framboðslista Framsóknarflokksins á Suðurlandi, varð heldur betur fóta- skortur á tungunni um daginn í þætti á stöð 2. Þar sagði hann eitthvað á þá leið að sér hafí alltaf fundist að Is- land væri fyrir fslendinga. Að hann landi kommúnismans var það flótti fólks frá landinu sem menn óttuðust. Hér er því öfugt farið því landinn, með Framsóknarflokkinn í farar- broddi, reisir múr í kringum landið til að varna fólki inngöngu þegar raunverulega vandamálið er að fólk streymir út vegna skorts á atvinnu- tækifærum fyrir vel menntað fólk. Guðni Ágústsson brást harkalega við skrifum þeirra Magnúsar Áma Magnússonar og Hrafns Jökulssonar í síðustu viku í lesendabréfi í Morg- unblaðinu. Þar reynir hann máttleys- islega að útskýra fyrir þjóðinni hvað búi að baki þeim ótrúlega þröngsýnu ummælum sem hann viðhafði á dög- unum. En Guðni Ágústsson á aðeins tvo möguleika í stóðunni: Annað hvort biður hann þjóðina afsökunar eða stendur fast við sína fyrri af- stöðu. Harkaleg, en þó innantóm, viðbrögð framsóknarmanna við væri á móti því að fólk streymdi inn í landið, þó svo að annað ætti við um ættleiðingar og giftingar fólks af ólíku þjóðerni. Ummælin má ekki skilja á annan hátt en þann að Guðna finnst núverandi ástand í innflytj- endamálum, sem einkennist af mikilli einangrunarstefnu og skorti á skilningi á aðstæðum póli- tískra flóttamanna, í stakasta lagi. Guðni er því væntanlega á þeirri skoðun að landinu skuli haldið að mestu lokuðu fyrir því erlenda fólki sem óskar eftir því að búa í okkar landi. Aðspurður kveðst Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokks- ins, vera sammála Guðna um að ísland skuli að sjálf- sögðu vera fyrir fslend- inga. Hann segir nýbúa vera Islendinga svo að þeirra hlutur er ekki síður „Harkaleg, en þó innantóm, viðbrögð framsóknarmanna vid gagnrýni ungra jafnaðarmanna á þröngsýnar skodanir þeirra Páls og Gudna sýna okkur eitt. Það er Ijóst að framsóknarmenn eru farnir að óttast nýja kynslóð jafnaðar- manna. Þetta nýja hlutverk ógnvalds Framsóknarf lokksins taka ungir jaf naðar- menn að sér með miklu stolti." mikilvægur í huga framsóknar- manna. En ég spyr: Hvenær verður útlendingur Islendingur og hvernig getur útlendingur orðið íslendingur ef hann er ekki samþykktur í þessu landi fyrr en hann er orðinn íslend- ingur? Hér er augljóslega um óyfir- stíganlegan þröskuld, eða öllu heldur Berlínarmúr, að ræða. Líkingin við Berlínarmúrinn er þó með öftigum formerkjum, því í Austur-Þýska- gagnrýni ungra jafnaðarmanna á pröngsýnar skoðanir þeirra Páls og Guðna sýna okkur eitt. Það er Ijóst að framsóknarmenn eru farnir að ótt- ast nýja kynslóð jafnaðarmanna. Þetta nýja hlutverk ógnvalds Fram- sóknarflokksins taka ungir jafnaðar- menn að sér með miklu stolti. Höfundur er formaður Sambands ungra jafnaöarmanna. Að vaxa afverkum sínum Sigbjörn Gunnarsson leiddi fyrst framboðslista okkar jafhaðarmanna á Norðurlandi eystra í kosningabar- áttunni árið 1991. Þar með tók Sig- björn við forystuhlutverkinu á Norð- urlandi eystra eftir að Árni Gunnars- son, fyrrverandi alþingismaður, FaJlborðið | Jón Baldvin Hannibalsson skrifar hætti og freistaði gæfunnar í Suður- landskjördæmi. Sigbjörn var valinn til þessa hlutverks í opnu prófkjöri. Að loknum kosningum 1991 tók- ust samningar milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks um myndun nú- verandi ríkisstjórnar. Af tíu einstak- lingum í þingflokki Alþýðuflokksins gegndu fimm ráðherraembættum. Það mæddi því strax mikið á öðrum félögum okkar innan þingflokksins að sinna af okkar hálfu nefhdastarfi innan þingsins. Sigbjörn valdist sem fulltrúi okkar í veigamiklar nefhdir eins og heilbrigðis- og trygginga- nefhd og samgöngunefnd, auk alls- herjarnefhdar og síðar félagsmála- nefhdar. Ný löggjöf á sviði heilbrigðis- og tryggingamála, sem og félagsmála, var fyrirferðarmikil á þessu tímabili. Við, sem störfuðum í þingflokki Al- þýðuflokksins á bessum tíma, tókum fljótt eftir því að nýliðinn að norðan sinnti þeim störfum sem honum voru falin af kostgæfni. Hann setti sig vel inn í mál. Hann vann heimavinnuna sína og mætti undantekningarlaust vel undirbúinn til funda. Þannig ávann hann sér smám saman vax- andi traust félaga sinna - af verkum sínum. Þegar Karl Steinar Guðnason lét af starfi formanns fjárlaganefhdar var það einróma niðurstaða þing- flokksins að leita til Sigbjörns Gunn- arssonar um að taka að sér það kröfuharða og vandasama starf. For- „Sigbjörn er vinnusamur maður, vel skipu- lagður, verklag- inn og rökfastur í málflutningi. Það eru vinnu- brögð sem koma að góðu gagni og skila árangri þegar um er að ræða þingflokk í ríkisstjórnarsam- starfi. Þannig hefur Sigbjörn Gunnarsson áunnið sér traust þeirra sem til þekkja - af verkum sínum." mennska í fjárlaganefhd er ekki áhlaupaverk; vinnuálagið er mikið og stöðugt og uppstyttulítið að heita má yfir hávertíðina, það er við loka- afgreiðslu fjárlaga í desember. Þá reynir á þrek og úthald. Þetta er ekki starf fyrir verkkvíðna menn. Fyrri reynsla hafi kennt okkur að við þurftum engu að kvíða: Sigbjörn Gunnarsson reyndist vandanum vax- inn. Þegar Rannveig Guðmundsdótt- ir tók við starfi félagsmálaráðherra varð það aftur einróma niðurstaða okkar í þingflokki Alþýðuflokksins að velja Sigbjörn Gunnarsson til for- mennsku í þingflokknum. Reynsla hans úr starfi fjárlaganefhdar og skipulögð vinnubrögð sem hann hef- ur tamið sér koma honum nú að góð- um notum sem verkstjóra þing- flokksins og samningamanni við aðra þingflokka. Sigbirni bregður ekki oft fyrir í ræðustól Alþingis, en þegar hann tekur til máls hlustar þingheimur vel á málflutning hans, sem er ávallt vel ígrundaður. Seint myndi hann vinna mannjöfnuð við Steingrím J. Sigftís- son, 3. þingmann úr Norðurlandi eystra, ef málþóf og mælgi væri tal- inn rétti mælikvarðinn á störf þing- manna. Sigbjörn er vinnusamur maður, vel skipulagður, verklaginn og rökfastur í málflutningi. Það eru vinnubrögð sem koma að góðú gagni og skila árangri þegar um er að ræða þingflokk í ríkisstjórnarsam- starfi. Þannig hefur Sigbjörn Gunn- arsson áunnið sér traust þeirra sem til þekkja - af verkum sínum. Kjósendur í Norðurlandi eystra ættu því að hugsa sig um vandlega, hvort þeir hafi efhi á að hafha starfs- kröftum Sigbjörns Gunnarssonar á Alþingi. Enginn veif hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks (slands. Norðlenskir dagar í matvöruverslunum KEA - vörukynningar - afslættir - tilboð - handverk - leiklist - söngur - ...og margt fleira! Matvöruverslanir KEA bjóða ykkur velkomin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.