Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ „Gamli maðurinn" Alfreð Gíslason kominn innfyrir og dúndrar á markið. Geir Sveinsson og Jón Kristjánsson fá ekkert að gert og Leó Örn Þor- leifsson, KA-maðurinn knái, veit hvað kemur næst: Mark. KA og Valur mætast í þriðja leiknum í kvöld, staðan er 1-1 Verðum ef laust alveg búnir þegar vid hölum inn sigurinn ÆÆ - segir Alfreð Gíslason þjálfari KA. Lið hans sigr- aði Val 23-22 íframlengd- um úrslitaleik númer tvö. „Við gefum ekkert eftir í leiknum við Val í kvöld en það verður að koma í ljós hvort það dugar. Við ætt- um auðvitað að vinna en satt að segja geri ég frekar ráð fyrir því að þessi heimaleikur Vals verði til þess að þetta fari í fimm leiki til að knýja fram úrslit," sagði Alfreð Gíslason, þjálf- ari og leikmaður KA, í stuttu spjalli við Alþýðublaðið. Það var gífurlegur áhugi fyrir leik KA og Vals á Akureyri í fyrrakvöld. Uppselt var á leikinn klukkustund áð- ur en hann hófst og þótt ekki væri hægt að panta miða var ákveðið að taka frá miða fyrir hópa sem komu frá Vopnafirði, Dalvík, Sauðárkróki, Húsavík og Ólafsfirði. Stemmningin var ólýsanleg þegar KA sigraði 23:22 í framlengdum leik. Það var Patrek- ur Jóhannsson skoraði 23. markið og var staðan þá 23:21. Ólafur Stef- ánsson minnkaði muninn í eitt mark með því að skora úr vítakasti. KA menn misstu boltann í næstu sókn en Sigmar Þröstur varði síðasta skot Valsmanna með tilþrifum. Þá varð allt vitlaust. Valsmenn fengu auka- kast á eigin vallarhelmingi í lokin en KA-mönnum stafaði engin hætta af því og stigu stríðsdans þegar dómarar flautuðu til leiksloka. KA-menn hafa allt að vinna og engu að tapa í þessari viðureign því almennt telja handboltasérfræðingar að Valur sé með sterkara lið og meiri breidd. Það er því á vissan hátt á bratt- an að sækja hjá Val og eflaust talsvert fleiri landsmenn sem halda með KA gegn stórveldinu Val. Það er þó ekki hægt að segja að KA séu neinir kett- lingar í handboltanum - sjálfir hand- hafar bikarsins. , Jú, ég hef heyrt því haldið fram að þarna berjist tvö bestu lið handbolt- ans," segir Alfreð þjálfari. „Miðað við hvaða lið við erum búnir að slá út í vetur ætti það að passa. Ef Valsmenn eru bestir þá er alla vega hægt að færa rök fyrir því að við séum næstbestir þótt Þorbergur Aðalsteinsson taki Stjórnarandstaðan geg embættis veiðistjóra tíí Allt of hægt hefur gengið að flytja opinberar stofnanir út á land, eins og öllum er kunnugt, þrátt fyrir að oft og tíðum hafi yerið gefin fög- ur fyrirheit þar um. A síðastliðnu ári tók umhverfisráðherra, Össur Skarphéðinsson, af skarið og ákvað að flytja embætti veiðistjóra til Ak- ureyrar, eins og hann hafði fulla heimild til. Það embætti hefur nú tekið til starfa hér á Akureyri. Óhætt er að segja að almennur fögnuður hafi ríkt á landsbyggðinni með þessa ákvörðun. En viti menn! Skömmu fyrir jól lögðu sex þingmenn, Hjörleifur Guttormsson (G), Finnurlngólfsson (B), Jón Helgason (B), Kristín Ást- geirsdóttir (V), Kristín Einarsdóttir (V) og Svavar Gestsson (G) fram tillögu til þingsályktunar um skipun rannsóknanefndar til að kanna emb- ættisfærslu umhverfisráðherra í tengslum við ákvörðun hans um flutning embættisins. Þessir þing- menn og væntanlega einnig lags- bræður þeirra í stjórnarandstöðunni hugðust beita öllurn ráðum til að tefja fyrir og leggja stein í götu flutnings embættis veiðistjóra til Akureyrar. Sumir þessara þing- manna tala síðan á hátíðarstundum um að auka beri veg landsbyggðar- innar sem mest. Hvað gengur þess- um mönnum til? Að vísu eru tveir flutningsmanna, þeir Hjörleifur Guttormsson og Svavar Gestsson, sennilega fróðari en aðrir menn um n flutningi Akureyrar beitingu hverskyns rannsóknaað- ferða eftir dvöl sína í ríkjum Austur- Evrópu en að þingmenn annara stjórnarandstöðuflokka skuli ljá nafn sitt á slíka tillögu er með ólík- indum. Það er sérstaklega athyglis- vert að formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, Finnur Ingólfsson, skuli vera einn flutningsmanna þessarar einstæðu tillögu. I þinginu eru tillögur, sem formenn þing- flokka eru meðflutningsmenn að, taldar hafa sérstakt vægi. Því hlýtur Finnur Ingólfsson að hafa verið meðflutningsmaður tillógunnar með vitund og vilja formanns og varaformanns framsóknarflokksins, þeirra Halldórs Ásgrímssonar og Guðmundar Bjarnasonar. -ane ekki undir það. Hann er kannski að hugsa um Víkinga og Stjömuna en við slógum þessi lið út bæði í deild- inni og bikarnum og eitthvað segir það okkur," sagði Alfreð. Það er óhætt að segja að úrslita- keppnin hafi orðið handknattleiks- íþróttinni til framdráttar, æsispenn- andi og stórskemmtilegir leikir, en það hafa verið raddir uppi um að handboltinn sé á niðurleið. Það er óhætt að blása á þær fullyrðingar með viðureignir KA og Vals í huga. Mikið álag hefur verið á leikmönnum og Al- freð var spurður hvort leikmenn næðu að hvílast nóg þegar aðeins liðu tveir dagar milli leikja. Hann telur svo ekki vera. „Nei, ekki eftir svona erfiða leiki. Þá duga ekki tveir dagar til að jafna sig en þetta á auðvitað við um leik- menn beggja liða. Þetta fer að þyngj- ast eftir því sem á líður og við verðum eflaust alveg búnir eftir fimmta leik- inn þegar við hölum inn sigurinn," sagði Alfreð Gíslason hvergi banginn við Rauða herinn frá Hlíðarenda. Framtíðfyrirþig?! Leikurinn í tölum KA: Valdimar Grímsson 10/3, Pat- rekur Jóhannesson 5, Alfreð Gíslason 3, Leó Örn Þorleifsson 2, Valur Arnarson, Erlingur Krist- jánsson og Helgi Arason eitt mark hver. (Sigmar Þröstur Óskarsson varði 10þaraf eittvíti.) VALUR: Geir Sveinsson 5, Jón Kristjánsson 4, Ólafur Stefánsson 4/3, Dagur Sigurðsson 3, Davíð Ólafsson 3, Valgarð Thoroddsen, Ingi Rafn Jónsson og Finnur Jó- hannsson eitt mark hver. (Guðmundur Hrafnkelsson varði 10 þar af eitt víti og Axel Stefáns- son 2.) Smuguveiöar íslendinga Stuðningur Alþýðuf lokksins skipti sköpum Smuguveiðar íslenskra fískiskipa hófust á árinu 1993. Brautryðjandi þessara veiða var Jóhann A. Jóns- son, forstjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. Hann segir svo frá upphafi veiðanna í viðtali við tíma- ritið Mannlífá síðasta ári: „Þegar við fréttum að þarna væru Færeyingar á ferð, sem veiddu í Bar- entshafi, fór ég fljótlega að kynna mér á hvaða grundvelli þeir fiskuðu þar enda vantaði verkefni fyrir Stak- fellið, sem þá var eini togarinn sem Þórshafnarbúar gerðu út. Eg spurðist fyrir í sjávarútvegsráðuneytinu hvort nokkuð stæði í vegi fyrir því að senda skipið á sömu mið og fann strax fyrir andstöðu. Þegar ég og fleiri útgerðarmenn urðum varir við að verið var að undirbúa setningu reglugerðar sem bannaði veiðar í Barentshafi fór málið fyrst af stað. Við gerðum okkur grein fyrir að veiðarnar yrðu ekki stöðvaðar, yrðu þær á annað borð hafnar. Með stuðn- ingi Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar um að fresta setningu reglugerðarinnar fram yfir ríkisstjórnarfund hófust Smuguveiðar. Hefði sjávarútvegs- ráðuneytið ráðið för efast ég um að Smuguveiðarnar hefðu hafist á síð- asta ári." „Viðbrögð Norðmanna við veiðum fslendinga komu mér ekki á óvart. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra hafði svo oft lýst því yfir að Smuguveiðarnar væru á abyrgð útgerðanna að Norðmönnum þótti óhætt að beita okkur hörðu og svara fuilum hálsi." „Ég hef furðað mig mikið á þeirri andstöðu sem ég mætti í stjórnkerfi sjávarútvegsins, hjá aðilum sem eru í forsvari í greininni og bera ábyrgð á afkomu og framþróun greinarinnar." „Eg fagna því hvernig afstaða landsmanna til úthafsveiðanna hefur orðið jákvæðari og til dæmis hafa stjórnvöld áttað sig á mikilvægi þeirra fyrir þjóðarbúið. Nú er gert ráð fyrir miklum tekjum af þeim í þjóðhagsáætlun. Að því leyti er ekki hægt að segja lengur að stefna ríkis- stjórnarinnar sé óbreytt. Mér finnst ríkisstjórnin gera sér góða grein fyrir því hvaða hagsmunir voru í húfi þeg- ar Björgólfur EA og Óttar Birting voru teknir á Svalbarðasvæðinu. Það sýndi hún með því að birta Norð- mönnum mjög hörð mótmæli." Á árunum 1993 og 1994 var heild- arúthafsafli íslenskra skipa og skipa í eigu íslendinga í Barentshafi og norðurhöfum samtals nálægt 50 þús- und tonn. Aflaverðmæti var 2,7 milljarðar króna. Verðmætasköpun í landi var þar til viðbótar. Almenn- ingur í landinu, ekki sfst sjómenn, ætti að hugleiða af kostgæfni hverjar afleiðingar það kann að hafa fyrir ís- lenskt samfélag þegar bókstafstrúar- menn eins og Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra fá að ráða ferðinni. íslenskt samfélag þarf á djörfung og áræði stjórnmálamanna á borð við Jón Baldvin Hannibalsson að halda ef hér á landi á ekki að ríkja kyrr- staða. Hver hefði staða okkar hér verið ef ekki hefði komið til hinn mikli ábati sem af Smuguveiðum hefur hlotist? - Ef málið hefði verið af- greitt þannig, að það væri ekki á dag- skrá! -ane Laugardaginn 11. mars efndu ungliðahreyfingar allra stjórn- málaflokkanna, sem bjóða fram á Norðurlandi eystra, tíl fundar í Borgarbíói á Akureyri sem bar yfirskriftína „Framtíð fyrir þig?!" Fundurinn var ætlaður ungum kjósendum til þess að auðvelda þeim að mynda sér skoðun á flokkunum og taka afstöðu til þeirra mála sem eru í brennidepli í kosningabaráttunni. FuIItrúar flokkanna, allir í yngri kantinum, héldu framsöguræður og að þeim loknum fóru fram pallborðsum- ræður undir harðstjórn Sigmund- ar Ernis Rúnarssonar frétta- manns. Líflegar umræður spunnust og var ekki annað að sjá en fundar- menn kynnu vel að meta þetta framtak, en þetta mun vera í fyrsta skipið sem fundur af þessu tagi er haldinn á Akureyri. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki tóku þátt í pallborðsumræðunum, fyrir hönd Alþýðuflokksins sátu þær Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og Aðalheiður Sigursveinsdóttír fyrir svörum, en Aðalheiður hafði framsöguna fyrir hönd flokksins. I máli sínu lagði Aðalheiður megin- áherslu á stefnu flokksins í menntamálum, atvinnumálum og utanríkismálum. Vék hún þar sér- staklega að stefhu ungra jafnaðar- manna og hvatti ungt fólk ein- dregið til þess að kynna sér málin á eigin forsendum og mynda sér skoðun fyrir kjördag. Óhætt er að segja að þær stöllur hafi staðið sig vel en þær skipa annað og þriðja Anna Karólína Vilhjálmsdóttir og Aðalheiður Sigursveinsdóttir stinga saman nefjum á framboðs- fundi unga fólksins í Borgarbíói fyrir skömmu. sætið á framboðslista flokksins í kjördæminu. Að fundinum lokn- um buðu flokkarnir svo uppá frekari kynningu á starfi sínu og stefnumálum. Myndabrengl Þau leiðu mistök urðu í gær að myndabrengl átti sér stað í Alþýðu- blaðinu. Við frétt á forsíðu um að Garðar Valdimarsson ríkisskatt- stjóri fengi nú leyfi frá störfum - til að sinna formennsku í nefnd sem stýrir viðræðum við erlend ríki um skattlagningu milli ríkja - birtist mynd af manni með jólasveinahúfu og sígarettu í munnvikinu. Það er ekki Garðar heldur maður sem geng- ur undir nafhinu Jón Gnarr. Við mynd af Jóni Gnarr birtist síðan mynd af Garðari Valdimarssyni. Þá var ranghermt í fyrirsögn að Garðar láti af störfum. Rétt er eins og sagði í fréttinni að hann fái leyfi firá störf- um. Garðar og Jón eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Við Búðargil eru gömul vinaleg hús sem hafa staðið af sér öll veður. Fram undan Búðargili var fyrsta verslunin á Akureyri reist. Akureyri skartar vetrarklæðum Mikið vetratríki hefur verið á Akureyri undanfama mánuði og elstu menn eru fyrir löngu hættir að bera þetta saman við snjóavetur fyrr á öldinni. Akureyr- ingar eru flestir búnir að fá nóg af fannkomunni og ófærðinni sem fylgir. En þegar éljunum slotar og sólin nær að brjótast gegnum sortann kemur vel í ljós að Akureyri er fallegur bær jafnt í vetrarklæðum sem sumarskrúða. Þessi mynd er ekki tekin i sviss- nesku Ölpunum heldur í Hafnar- stræti á Akureyri þar sem hið fomfræga Höepfnerhús setur svip á umhverfi sitt. Framsóknarflokkurinn gengur til kosninga á Akureyri í klakabönd- um fortíðar þar sem tröllvaxin grýlukerti á glerhúsi flokksins minna á þá frosnu hugmynda- fræði sem framsóknarmenn boða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.