Alþýðublaðið - 23.03.1995, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 23.03.1995, Qupperneq 6
6 V ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 i ð t a I Sigbjörn Gunnarsson, 44 ára þingmaður og formaðurfjáriaganefndar Alþingis og þingflokks jafnaðarmanna, skipar 1. sætið á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. í viðtali við Alþýðublaðiðfer Sigbjörn yfir störf jafnaðarmanna á líðandi kjörtímabili, árangur ríkisstjórnarinnar og veltir fyrir sér atburðum og mannakynnum sem lituðu þetta fyrsta tímabil hans sem alþingismanns „Afcvöuflokkurinn W flr gg gg Gf Glfíl byWngaifloklarinn í fslenskum stjórnmálum, hefur veriö það um langt árabil og talsmenn afturhalds og stöðnunar hafa barist harkalega gegn honum - eðlilega. Velferðarkerfið er fyrst og fremst smíði jafnaðarmanna og sömuleiðis EFTA, EES, stóriðja, almannatryggingalögin og mörg önnur stórmál sem engum dettur í hug að andæfa nú. Alþýðuflokkurinn er gerandinn í íslenskum stjórnmálum, segir Sigbjörn. „Ég man fyrst eftir mér á vappi í kringum stjómmálin í þingkosning- unum árið 1959 þegar ég var átta ára gamall og gekk þá erindagjörða fyrir Alþýðuflokkinn, svosem einsog allt- af uppfrá því. Mitt fólk hefur sfðan einhvern veginn alltaf starfað mikið að stjórnmálum. Eiginkona mín er til dæmis dóttir fyrrverandi bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins og afi minn sat sem varaþingmaður Isfírðinga á sumarþinginu 1959,“ segir Sigb jörn Gunnarsson. 1. maður á framboðs- lista Alþýðuflokksins íNorðurlands- kjördæmi eystra, í samtali við Al- þýflublaðið þegar hann er spurður um fyrstu kynnin af stjómmálum. Fyrir rúmlega fjórum ámm var við- haft prófkjör í Norðurlandskjördæmi eystra til að skipa framboðslistajafn- aðarmanna. Eftir hörð átök og íjöl- mennt prófkjör sigraði Sigbjörn keppinauta sína með nokkmm yfir- burðum og vakti það nokkra athygli. Fyrir þessar alþingiskosningar var hinsvegar ákveðið að viðhafa ekki prófkjör. Em prófkjör að renna sitt skeið til enda? „Prófkjör kunna að vera ágætis tæki til að skipa á framboðslista. Það em mismunandi aðstæður fyrir hendi hverju sinni sem ráða því í sjálfu sér. Þegar prófkjörin byrjuðu þá virkuðu þau mjög vel. Prólkjör verða hinsvegar æ kostnaðarsamari í framkvæmd eftir því sem upplýs- ingaöldin þróast; bæði fyrir flokkana og frambjóðendur. Ofaná það bætist, að hin síðari ár hafa þau skilið eftir sig meiri og dýpri sár á stundum en æskilegt hefði verið. Það er engu að síður mín staðfasta skoðun að stjóm- málin núna séu ekkert harkalegri en áður fyrr, nema síður sé og ég held þau meira að segja mun siðlegri en áður. En já, það er ýmislegt við próf- kjör að athuga í dag - miðað við hvemig þau hafa þróast.“ Hver voru fyrstu verk þín eftir að inná þing var komið í kjölfar kosninga? „Það fyrsta sem gerðist var að Al- þýðuflokkurinn gekk til stjórnar- myndunarviðræðna - sem einsog margir muna gengu hratt fyrir sig. Mér varð hugsað til hugmynda sem voru uppi í Alþýðuflokknum að loknum kosningum um vinstristjóm, þegar ég las það nýverið haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur að Þjóð- vaki muni ekki fara í stjóm með Sjálfstæðisflokki. Það vom aðeins þrír þingmenn Alþýðuflokksins sem vildu kanna betur möguleikana á vinstristjóm: Össur Skarphéðins- son, Gunnlaugur Stefánsson og ég. Aðrir vildu strax ganga til stjórnar- samstarfsins við íhaldið. Sú tillaga varð að lokum ofaná. Jóhanna Sig- urðardóttir var á þessum tfma mjög spennt fyrir því, að fara í stjórn með íhaldinu og var ekki hlynnt þeirri skoðun okkar þremenninganna að láta reyna á frekari hugmyndir um samstaií vinstriflokkanna. Mér er það einnig minnisstætt frá þessari hörðu lotu, að Jóhanna hafði það á orði, að aldrei skyldi hún í ríkisstjóm með Ólafi Ragnari Grímssyni." Hver telurðu að sé ástæðan fyr- ir þessum sinnaskiptum Jóhönnu „Ég tel að Þjóðvaki með Jóhönnu í broddi fylkingar sé að leita fyrir sér á þessum vinstrimarkaði og þessar yfirlýsingar hennar eru hluti af þeim þreifingum. Það er þó varhugavert að taka þetta tal alvarlega, þvf ekki er langur tími liðinn frá því að Jó- hanna lýsti því yfir að hún ætti auð- veldara að starfa með Davíð Odds- syni en Jóni Baldvin Hannibals- syni - og þá væntanlega með okkur hinum, fyrrverandi félögum hennar í Alþýðuflokknum. Mér finnst þetta satt best að segja hálfhlálegt útspii hjá Jóhönnu." En nú fór ágætlega á með ykkur Jóhönnu innan þingflokksins; hef- ur hún komið þér á óvart og vald- ið vonbrigðum? „Auðvitað hefur hún komið mér á óvart; til að mynda með fyrrnefnd- um yfirlýsingum sínum sem benda til sveigjanleika sem ég vissi ekki að hún ætti til. Mestu vonbrigði mín með Jóhönnu hafa þó sennilega fal- ist í þeirri staðreynd, að hún hefur hvað eftir annað lýst því yfir að hún hafi gert þetta og hún hafi gert hitt. Þetta hljómar einsog hún hafi staðið einsömul í þessu stríði öllusaman. En það er nú svo með ráðherra - að minnsta kosti í mínum flokki - að þeir þurfa fulltingi þingflokksins til að ná fram baráttumálum sínum. Stuðningur eigin þingflokks er al- gjör nauðsyn til þess að mál fái af- greiðslu þingsins - allavega á fyrstu stigum. Það hefur vitaskuld marg- sinnis gerst á þessu kjörtímabili að mál ráðherra hafa verið send tilbaka þar sem þingflokkurinn hefur ekki samþykkt þau ýmissa hluta vegna. Það háttar nefnilega þannig til í þingflokki Alþýðuflokksins að meirihluti ræður för. Mínar persónu- legu skoðanir hafa auðvitað oft orðið undir í þingflokknum og ég hef þá kyngt vilja meirihlutans. Þannig eru leikreglur lýðræðisins. Það væri nú þokkalegt ástandið, ef fólk hlypi ávallt brott í hvert skipti sem það yrði undir í stjómmálum. Hvað varð- ar næstu ríkisstjórn þá vil ég skoða alla möguleika á stjómarsamstarfi að loknum kosningum. Mér er engin launung á því að ég vil miklu fremur vera innan ríkisstjómar með áhrif heldur en fyrir utan áhrifalaus. Það þýðir hinsvegar ekki að ég sé til í að kokgleypa hvaða mál sem er til að komast í stjóm. Við jafnaðarmenn munum vega og meta málin þegar þarað kemur og ganga óbundnir til þessara kosninga sem annarra." Þegar þú tókst sæti á Alþingi lá fyrir að fímm af tíu þingmönnum Alþýðuflokksins urðu að bera hit- ann og þungann af starfl flokksins á þingi þarsem aðrir þingmenn flokksins urðu ráðherrar. Hvaða nefndum hefur þú stýrt? „Ég var formaður heilbrigðis- og trygginganefndar í tvö ár. Einnig hef ég setið í Iandbúnaðamefnd, alls- herjamefnd, samgöngunefnd og fé- lagsmálanefnd. Það var í sjálfu sér afar skemmtileg tilfinning að koma nýr inná þing og taka við for- mennsku í svo stórri nefnd sem þessi fyrstnefnda er; nefnd þarsem heil- mikið gekk á. A þessum tíma var verið að vinna að talsverðum breyt- ingum á heilbrigðis- og trygginga- kerfinu. Stjórnarandstaðan fór mik- inn gegn þessum breytingum. Það var sagt fullum fetum að verið væri að rústa velferðarkerfið og enn heyr- ist þessi söngur annaðslagið; að það sé verið að eyðileggja heilbrigðis- kerfið. Slíkar fullyrðingar em þeim sem mæla til skammar. Heilbrigðis- kerfið á íslandi er mjög gott. Að sjálfsögðu hafa allir þar aðgang sem á þurfa að halda og þannig á það að vera. Kerfið hlýtur hinsvegar alltaf að vera í stöðugri endurskoðun þar- sem um það bil íjörtíu prósent ríkis- útgjalda renna til þess. Það er lífs- nauðsynlegt fyrir íslenska velferðar- kerfið að vera í stöðugri endurskoð- un og að leitað sé leiða til hagræðis og spamaðar. Annars horfúm við uppá bákn sem við munum ekki ráða við og hin sjálfvirka útgjaldaaukning mun vaxa okkur yfir höfuð. Gæði ís- lenskrar heilbrigðisþjónustu eru ein hin mestu í heiminum í dag. Þýðir það, að búið sé að rústa íslenska heil- brigðiskerfinu? Fyrir utan störfin hér heima hef ég síðan setið þing Sam- einuðu þjóðanna og Evrópuráðsins þar sem ég hef verið formaður sjáv- arútvegsnefndar.“ Eftir breytingar sem urðu á skipan ráðherraliðs Alþýðu- flokksins gegndirðu embætti for- manns fjárlaganefndar. Þetta er mikilvægasta nefnd Alþingis og sumir segja ráðherraígildi að stjórna henni. Hvernig tilfinning var að taka þarna við og síðar þingflokksformennskunni? „Þingflokkurinn fór þess á leit við mig að ég tæki að mér formennsk- una í fjárlaganefnd við breytingarnar sem urðu þegar Karl Steinar Guðnason og Jón Sigurðsson huríú af vettvangi þingsins og ég verð satt best að segja, að það kom mér nokk- uð á óvart. Ég var svosem ekki lengi að segja já við þeirri bón og hef ekki séð eftir því. Fjárlaganefndin hefur reynst ákaflega merkilegur og góður skóli. Þekkingin sem maður aflar sér þar inni er yfirgripsmikil og vinnan er hörð. Sérílagi var álagið mikið í byrjun þegar ég var að setja mig inní hlutina. Það hefur verið mjög ánægjulegt að stýra nefndinni. Þó ég segi sjálfur frá held ég að mér hafi tekist bærilega við að stýra fjárlaga- nefnd Alþingis. Þegar Rannveig Guðmundsdóttir lét síðan af for- mennsku í þingflokknum til að taka við félagsmálaráðherraembætti Guðmundar Arna Stefánssonar þá komu félagar mínir í þingflokkn- um til mín og æsktu þess að ég tæki þar við formennskunni. Það var mér Ijúft og skylt að verða við þeirri bón og mikið traust sem mér var þarna sýnt þar sem ég var þá þegar formað- ur stærstu nefndar þingsins. Ég hef haft mikla ánægju af því að gegna starfi formanns þingflokksins, þó svo að á stundum hafi álagið verið mikið. En það er með þá nefnd ein- sog aðrar: vinnan er ærin, hvert sem menn líta. Ég hef hinsvegar alltaf haft gaman af því að vinna - cn get síðan átt það til að taka letiköst þeg- ar það á við.“ Hvernig á næsta ríkisstjórn að glíma við fjárlagahallann? „Ég hef ákveðnar skoðanir á því. Það er að segja, ég er tilbúinn að ræða allar leiðir, úrræði og hug- myndir þarað lútandi. Ég held við þurfum að líta sérstaklega á blandað- ar leiðir. Ef við emm að hugsa um aukna skattlagningu þá vil ég eink- I„Eg man fyrst eftir mér á vappi í kringum stjórnmálin í þingkosningunum árið 1959 þegar ég var átta ára gamall og gekk þá erindagjörða fyrir Alþýðuflokkinn, svosem einsog alltaf uppfrá því." nú? I„Þrátt fyrir að hinn almenni kjósandi sé ekki stöðugt að hugsa um etnahagsmálin þá eru þau samtsem áður hvati alls sem gera þarf. Ef þjóðin hefur ekki traustan efnahagsgrundvöll þá verður ekkert áframhald á framförum í þessu landi." I„Jón Baldvin er langfremstur meðal jafningja í íslenskum stjórnmálum, réttsýnn og umbótasinnaður róttæklingur og hefur sem slíkur eignast fjöldann allan af hatrömmum andstæðingum. Alþýðuflokkurinn er eini byltingarflokkurinn í íslenskum stjórnmálum."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.