Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 U m r æ ð a ■ ■ Ofugmæli Steingnms J. Sigfússonar og Páls Péturssonar frá Höllustödum um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið Alþýðuflokkurinn var eini stjóm- málaflokkurinn sem studdi samning- ana um Evrópska efnahagssvæðið frá upphafi til enda og barðist hart fyrir samþykkt þeirra. Umræður um EES-samninginn stóðu hæst vetur- inn I992 til 1993, andstæðingamir fundu þeim flest til foráttu og spör- uðu ekki stór orð og fullyrðingar. Al- þýðuflokkurinn - og sér f lagi for- maður hans - var sakaður um fram- sal landsréttinda, erlend skip myndu moka upp ftskinum okkar, útlend- ingar myndu kaupa upp náttúmperl- ur okkar, laxveiðiár og bújarðir, ódýrt erlent vinnuafl myndi flykkjast hingað og taka atvinnuna frá lands- mönnum. Nú er EES-samningurinn orðinn staðreynd. Engar af hrakspám andstæðinganna hafa ræst, þvert á móti hafa samningamir þegar skilað okkur verulegum ávinningi. Þeir hafa knúið á og hraðað ýmsum um- bótum í átt til nútímalegri viðskipta- hátta og þeir hafa stuðlað að verð- mætaukningu sjávarafurða okkar vegna aukinnar fullvinnslu, sem í leiðinni hefur leitt til fleiri starfa á því sviði. Þetta er auðvitað ómetanlegt á tímum minnkandi afla og atvinnu- leysis í landinu. - Jákvæð áhrif samninganna em þó ekki komin fram að fullu, varanlegur ávinningur á eftir að verða enn meiri á næstu ár- um. Og hvað um ásókn útlendinga í það sem er okkur helgast og mikil- vægast? Allir vita að hún hefur engin orðið, fróður maður fullyrti nýlega að hingað hefðu komið á síðasta ári tveir Portúgalir í atvinnuleit á gmnd- velli samninganna og annar þeina væri vfst farinn aftur. En hvað sögðu andstæðingamir á sínum tíma? Þeir ganga nú fyrir kjósendur enn á ný, þykjast hafa ráð undir hverju rifi til bjargar þjóðinni og falast eftir at- kvæðum. Astæða er til að rifja upp nokkur ummæli, sem þeir létu falla í stríði sínu gegn EES samningunum: Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðu- bandalagsins og efsti mað- ur á lista þess í Norður- landskjördæmi eystra „Staðreyndin er sú að í samn- ingnum um Evrópskt efnahags- svæði er fátt sjálfgefið til hagsbóta íslenskum sjávarútvegi.“ (Mbl. 3. nóv 1992) Steingrímur J. Sigfússon: „Ég er sannfærður um að staða íslands væri betri, ekki sem agnarlítils tannhjóls inní þessu gangverki heldur sem sjálfstæð, fullvalda þjóð." „Áhrif hans á afkomu líðandi stundar yrðu hverfandi og allt tal um slíkt er blekkingarleikur manna með vondan málstað.“ (Mbl. 3. nóv 1992) „Það er mér reyndar til ntikillar bölvunar að landbúnaðarmálin skyldu blandast inn í þessar samn- ingaviðræður yfir höfuð.“ (Alþingi 1. sept. 1992) „Það stendur kanski til að rjúfa þessa hefð, 1000 ára hefð eða hvað það er orðið, að menn geti verið frjálsir að því hvernig þeir haga orðum sínum á Alþingi Islend- inga.“ (Alþingi 9. jan. 1993) „Eg er sannfærður um að staða Islands væri betri, ekki sem agnar- lítils tannhjóls inm' þessu gang- verki heldur sem sjálfstæð, full- valda þjóð.“ (Alþingi 1. sept. 1992) „I samningnum felst verulegt af- sal á fullveldi þjóðarinnar og lög- taka hans nú samrýmist því ekki stjórnarskránni.“ (Alþingi 6. jan. 1993) Páll Pétursson, Höllustaða- bóndi og þáverandi þing- flokksformaður Framsókn- armanna „Þá hafa Islendingar, ef samn- ingurinn verður að lögum, ekki Iengur neinn frumburðarrétt að landi sínu eða auðlindum þess, Við verðum að veita flota Evrópusam- bandsins aðgang að fiskimiðum okkar. Útlendingum verður heim- iímmmmmm Þora Arnórsdótti r 20 nra. Reykjanes Magnús Arni Magnússon 27 ára, Reykjavík Aóalheiður Sigursveinsdóttir 21 árs, Norðurland-Eystra ' ‘ 1 Bryndís Bjarnadótti 1% 22 Reykja.ik Anna Karólína Vilhjálmsdóttir 35 ara. Noróurland Eystra — 2———*—— - ' ' Hreinn Sigmarsson 31 ars. Austurland. :. ' . ' • : ■ ' Hrönn Hrafnsdóttir 27 ára, Reykjavík Hólmfríður Sveinsdóttir 27 ára, Vesturland Gestur Páll Reynisson 21 árs, Reykjanes ViIhjálmur Þörsteinsson 29 ára. Reykjavik ... . é..... Jón Þór Sturluson 24 ára, Vesturland Petríná Ba Id u rsdótti r í.. ■ 34 ara,'Reykjánes ^ > ■ •. Gestur G. Gestsson 26 ára, Reykjanes Soffía Arnarsdóttir 21 ars. Norðurland-Vestra JRB im Wk. ju, :j Jf é V- \ sjjjk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.