Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 U m ilt að kaupa hér lendur og jarðir, laxveiðiár og orkulindir til jafns við Islendinga.“ (DV 7. sept. 1992) „Félagsleg þjónusta verður lak- ari vegna þess að menn láta sér bráðlega nægja staðla þá sem gilda í Evrópubandalaginu og sömu sögu má segja um umhverfismál.“ (DV 7. sept. 1992) Skiptið ykkur af pólitík! „Ungt fólk á að vera þrýstihópur sem kemur hagsmunamálum sínum á framfæri og tekur virkan þátt í því að móta það samfélag sem það tekur við þegar fram í sækir. í dag getum við, unga fólkið, haft áhrif með því að vera vakandi fyrir því sem er að gerast og taka afstöðu í þeim málum sem snerta okkur á einn eða annan hátt." Ungt fólk á að hafa jafnmikil áhrif eins og aðrir hópar í þjóðfélaginu. Ungt fólk á að vera þrýstihópur sem kemur hagsmunamálum sínum á framfæri og tekur virkan þátt í því að móta það sam- félag sem það tek- ur við þegar fram í sækir. í dag getum við, unga fólkið, haft áhrif með því að vera vakandi fyrir því sem er að gerast og taka af- stöðu í þeim mál- um sem snerta okkur á einn eða annan hátt. Nú líður að alþingiskosningum og þvf ættir þú, lesandi góður, að mynda þér skoðun á því hvemig þú telur hagsmuni þína best tryggða og ekki síst hverjir séu færastir um að koma þeim málum á fram- færi. Ég treysti Alþýðuflokkn- um fyrir mínum hagsmunum, því hann er ger- andinn f ís- lenskri pólitík og hefur kjark og þor til að framkvæma, - líka óvinsælar aðgerðir, sem nauðsynlegar eru til þess að treysta undirstöður velferð- arþjóðfélagsins. Hann er líka sá llokkur sem hlustar á ungt fólk, tek- ur mið af skoðunum okkar og metur þarfir komandi kynslóða jafnt á við þarfir annara hópa. Þess vegna hefur Alþýðu- flokkurinn ungt fólk jafn ofarlega á listum sem raun ber vitni. Ég hvet alla unga kjósend- ur til þess að fara að íhuga mál líð- andi stundar og ekki síður framtíðar- innar því við erum framtíð þessa lands. Við getum ekki haldið áfram að láta matast af umhverfinu, skeyt- ingarlaust og án þess að hafast nokkuð að. Eg hvet alla og þá sér- staklega unga kjósendur til þess að kynna sér hvað er í boði, finna sér samnefnara fyrir sín mál og fylgja því eftir í komandi kosningum. En hvað er pólitík? Pólitfk snýst ekki síst um forgangsröðun útgjalda, hvemig verja skuli peningunum úr okkar sameiginlega sjóði, nkissjóði. Við gerum okkur kannski ekki grein fyrir því en kynslóðin, sem nú hefur farið með völdin í rúman áratug, hefur í raun rekið búið á kostnað komandi kynslóða, barna sinna og barnabama. Nú er svo komið að við þurfum að borga fjórðu hverja krónu sem við öflum í vexti og af- borganir af skuldum. Við unga fólk- ið í dag látum ekki bjóða okkur þetta lengur. Við megum ekki láta valta yfir okkur með þessum hætti, ég segi hingað og ekki lengra. Pólitfk er ekki bara uppfmning fyrir miðaldra menn, hún er líka fyrir þig og þá meina ég einniitt þig! Höfundur er i Félagi ungra jafnaöar- manna á Akureyri. Pallborðið | aViðar Einarsson skrifar Páll Pétursson frá Höllustöðum: „Við verðum að veita flota Evr- ópusambandsins aðgang að fiski- miðum okkar. Útlendingum verð- ur heimiit að kaupa hér lendur og jarðir, laxveiðiár og orkulindir til jafns við íslendinga." Hér verður látið staðar numið að tína út úr þessu merkilega öfugmæla- safni vitnisburði um þröngsýni, ein- angmnarstefnu, þjóðrembu og hræðslu við nýjungar. Kjósendur góðir, treystið ekki á menn með slíka framtíðarsýn, það em betri kostir í boði. -ane Aðalfundur Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Alþýðuhúsinu laugardaginn 25. mars nk. og hefst kl. 10 Dagskrá 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins 2. Skýrsla stjórnar 3. Skýrsla kaupfélagsstjóra Reikningar félagsins Umsögn endurskoðenda Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva o.fl. 4. Afgreiðsla reikninga og tillagna félagsstjórnar 5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs KEA 6. Erindi deilda 7. Þóknun stjórnar og endurskoðenda 8. Kosningar 9. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv. félagssamþykktum Borist hefur tillaga frá Sigfríði Þorsteinsdóttur og fleirum um mótun nýrrar og framsýnnar staifsmannastefnu fyrir félagið, sem taki m.a. mið af lögum nr. 26/91 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stjóm Kaupfélags Eyfirðinga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.