Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 8
* Jt K. X ■T T TT fTk 11 Tk T ■ Tk | Tk Jt VHREVTO// II fll/llllPR i 11111 \V\RE VF/H/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 588 55 22 4 - 8 farþega og hjólasfólabílar 588 55 22 MiðvikudagurlO. maí 1995 69. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Radíusbræðurnir Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnússon standa í stappi við erfingja Jóns Sigurðssonar banka- manns vegna lagsins ÚtíHamborg. Erfingjarnir eru mjög óánægðir með útgáfu félaganna og telja hana lítt samboðna minningu föður síns „Raggi Bjarna hafði stór- gaman af uppátækinu" - segir Davíð Þór og vill meina að þetta sé fremur virðingarvottur við Jón heldur en hitt. „Ég veit að Jón hefði orðið ósáttur við þessa útgáfu ef hann hefði heyrt hana. Hann var mjög ósáttur þegar Einsi kaldi var fluttur í útgáfu sem honum þótti ekki sæmileg og mér finnst svona skrumskælingar ekki for- svaranlegar án þess að leitað sé leyfis. Þetta er tilfinningalegt og særandi,“ segir Hulda Helgadóttir. ekkja Jóns Sigurðssonar, um uppátæki þeirra Radíusbræðra að flytja lagið Út í Hamborg eftir Jón. Það var upphaf- lega í flutningi Ragga Bjarna og Jóns „bassa“ Sigurðssonar. Radíus- bræður fluttu lagið hinsvegar fyrst í Dagsljósi en síðan hefur það verið spilað talsvert á útvarpsstöðvunum. „- Sjálf hef ég ekki heyrt lagið en það hafa dætur mínar gert og eru langt því frá að vera sáttar," segir Hulda. Davíð Þór Jónsson sagði í samtali við Alþýðublaðið að það hefði síður en svo verið ætlun þeirra að gera lítið úr minningu Jóns Sigurðssonar heldur þvert á móti. „Við hugsum þetta lrek- ar sem virðingarvott heldur en að við séum að hæðast að hans hugsmíð. En það er voðalega tilgangslaust að taka svona lög ef ekki er eitthvað nýtt að gerast í laginu. Það er óþarfi að endur- taka það eins og það var upphaflega enda hljótum við, sem og reyndar flestir aðrir, að koma illa út úr þeim samanburði." Davíð segir ekki nóg þegar lög eru tekin upp með þessum hætti að bæta við eins og einum saxófóni. Hann og Steinn Ármann Magnússon vildu bæta við eigin húmor. „Þetta eru svona þrjár eða fjórar línur sem við breytum lítillega og svo kjöftum við frá eigin bijósti á milli erinda. Þess má geta að þetta var leikið íyrst í útvarpi eftir að hafa verið flutt í Dagsljósi í þætti hjá Ragga Bjama sem söng þetta upphaflega og við urðum ekki varir við annað en að Raggi hefði stórgam- an af uppátækinu. En ef þetta eru ein- hver leiðindi þá bara tökum við þetta lag úr spilun. Okkur fmnst ekki það mikið í húfi. En ég hef enga trú á því að það verði nokkrir eftirmálar." Dav- íð ítrekar það að hann skilji ekki að í þessu geti falist lítilsvirðing - það sé frekar að það sé til marks um hve lag- ið sé gott að það skuli enn standa - með þessum smávægilegu athuga- semdum. Hann segir einnig að þeir séu ekki að gera neina tilraun til að stela laginu frá Jóni. „Þar sem þetta er í spilun er skírt og skilmerkilega tekið „Það geta verið ein- hverjar óþægilegar minningar tengdar því, það getur vel verið að karlinn sé að segja frá einhverri ferð sem hann fór í eitthvert melluhverfi í Hamborg og að þau [ættingjar Jóns] skilji lagið þannig að það sé eitthvað sem bet- ur liggi f láginni," segir Magnús Kjartansson, vara- formaður STEFs. fram að textinn sé eftir Jón Sigurðsson bankamann.“ Sigrún Jónsdóttir Sigurðssonar segir það vægt til orða tekið að þessi flutningur hafi komið illa við þær systur. „Ef pabbi minn hefði lifað hefði hann orðið 70 ára á þessu ári og okkur finnst ómerkilegt að minnast hans með þessum hætti: Að taka text- ann, snúa út úr honum og skrumskæla. Endirinn var skondinn hjá þeim en aðrar breytingar eins og að skera und- an lappimar finnst okkur íyrir neðan allar hellur. Við hefðum ekki orðið svona hræðilega sárar og svekktar yfir þessu ef þeir hefðu haft samband við okkur." Sigrúnu skilst að þeir Radíusmenn hafi haft eitthvert samband við Ragga Bjarna vegna þessa en hann hafi hreinlega ekkert með þetta að gera heldur séu það aðstandendur höfund- arins sem fari með réttindin. Sigrún segist, eins og Davíð, ekki eiga von á því að það verði neitt mál úr þessu. Magnús Kjartansson er varafor- maður STEF og hann segist ekki vera nægjanlega menntaður maður til að geta gert grein fyrir réttarstöðu í máli sem þessu. Magnús gekk þó, eins og þeir Davíð og Steinn, út frá því að þama væri um að ræða texta Við erlent lag. Svo er ekki eftir því sem Björg- úlfur Björgvinsson hjá tónlistardeild Rfkisútvarpsins segir en þar er bæði lag og texti skráð á Jón Sigurðsson. Alþýðublaðið lagði fyrir Magnús það dæmi að ef einhver tæki lagið hans, To be Grateful og hnýtti við það einhverjum athugasemdum... „þá hefði mér þótt vænt um það ef menn- imir hefðu hringt í mig, látið mig vita og spurt leyfis. Það em svona almenn- ar kurteisisreglur. En réttarstaða þeirra er sú að þeir mega gera alveg gera þetta. Ég hef ekki gefið STEFi nein fyrirmæli um að það eigi að banna mönnum að taka þetta lag. Ég gæti aiitur á móti gert það. Það er leið. Ef höfundurinn er með eitthvert lag vegna einhverrar sérstakrar útgáfu og vill ekki að lagið sé flutt í öðiu sam- hengi þá getur hann slegið þann var- nagla. Setjum sem svo að ég gerði lag sem ég vissi að væri alveg rakinn smellur, og vildi ekki að önnur hljóm- sveit tæki það því ég teldi það eyði- ■ Einar Kárason les upp víða og nýlega var verið var að gefa út bókina hans ágætu, Heimskra manna ráð, í Svíþjóð „Getur allt eins spurt mig um þennan einhliða síldarkvóta" -sagði Einar í stuttu spjalli við Alþýdublaðið og gaf engin færi á sérvarðandi ráðvillta karlmenn. Karlaráðstefnan í Svíþjóð hefur vakið talsverða athygli - einkum í fjölmiðlum. Og Alþýðublaðið tók eftir því að henni var gerð skil í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag og mátti sjá Einar Kárason rithöf- und á mynd í góðu yfirlæti ásamt kynbræðmm sínum yfir eins og einu bjórglasi. „Jú, ég sat þarna,“ sagði Einar þegar hann var inntur eftir því hvort þetta stemmdi ekki. „Annars er ég ekki í forsvari fyrir karlaráðstefn- una. Ég var þama vegna þess að ég var beðinn um að lesa upp á kvöld- samkomu. Annars var verið að gefa út eftir mig bók í Stokkhólmi og það var ein af ástæðum þess að átti erindi til Svíþjóðar." -En ef Einar Kárason væri nú spurður hvað honum finnst um karla- ráðstefnur, fæðingarorlof fyrir feður og ráðvillta karlmenn? „Ég veit að þama vom ýmis stór- merkileg mál til umræðu sem ég er hins vegar ekki maður til að svara fyrir í fjölmiðlum. Þannig að ef þú spyrð þá svara ég ekki nokkmm hlut. Eg hef enga skoðun á því til eða frá. Ekki frekar en mörgu öðru og þú getur allt eins spurt mig um þennan einhliða síldarkvóta. Eg er hvorki með honum eða á móti en á kannski eftir að pæla aðeins betur í honum. Annars var þetta hin ánægjulegasta samkoma og þarna var standup comedian sem heitir Ronnie Eric- son sem var alveg hrikalega fyndinn. Hann spaugaði mikið, var að vfsu nokkuð langorður, en ég hugsaði með mér: Þetta er nú kannski maður sem Norræna húsið ætti að flytja inn. Hann sagði brandara um allt milli himins og jarðar og var með þeim betri sem ég hef séð en ég er mjög hlynntur svona standup comedians. Einar Kárason: Ronnie Ericson spaugaði mikið, var að vísu nokk- uð langorður, en ég hugsaði með mér: Þetta er nú kannski maður sem Norræna húsið ætti að flytja Ífin. A-mynd: E.ÓI. Radíusbræður, Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson, standa í stappi vegna flutnings þeirra á Irtillega breyttu lagi Jóns Sigurðssonar banka- manns, Út í Hamborg. „Við hugsum þetta frekar sem virðingarvott heldur en að við séum að hæðast að hans hugsmíð," segir Davíð Þór. A-mynd: E.ÓI. leggja fyrir sölu á minni plötu, þá myndi ég loka því hjá STEF.“ Varðandi þetta tiltekna atriði með lagið Ut í Hamborg þá er Magnús nokkuð undrandi á því. „Þetta kemur mér nokkuð á óvart og strákamir eru bara furðu trúir laginu eins og ég hef heyrt það. En síðan getur maður alveg skilið tilfinningar aðstandenda. Ætt- ingjar Jóns heitins Sigurðssonar vilja kannski að lagið heyrist sem sjaldnast. Það geta verið einhverjar óþægilegar minningar tengdar því, það getur vel verið að karlinn sé að segja frá ein- hverri ferð sem hann fór í eitthvert melluhverfi í Hamborg og að þau skilji lagið þannig að það sé eitthvað sem betur liggi í láginni. Ég bara veit það ekki og þær em auðvitað í fúllum rétti til að lýsa yfir óánægju sinni.“ ■ Leiklistinni stefnt gegn alnæmi Tveir verðlaunaleikþættir, Alheims- ferðir, Erna og Út úr myrkrinu, verða sýndir saman á Litla sviði Borgarleikhússins á næstunni. Fyrsta sýning verður á fimmtudag- inn. Báðir þessir leikþættir fjalla um alnæmi og eru þeir eftir Hlín Agnarsdóttur og Valgeir Skagfjörð en þau hrepptu fyrstu og önnur verðlaun í leikritasamkeppni sem Landsnefnd um alnæmisvarnir efndi til árið 1993. Höfundarnir, sem jafnframt eru leikstjórar sinna verka, standa fyrir þessu framtaki en það tengist átakinu ísland gegn alnæmi. Á íslandi hafa þegar 27 einstaklingar látist úr þessum sjúk- dómi. Myndin er úr Alheimsferðir, Erna: Steinunn Ólafsdóttir, Anna Elísabet Borg, Ásta Arnardóttir og Valdimar Örn Flygenring í hlutverk- Um SÍnum. A-mynd: E.ÓI. sýningunni, svo mikill að að- standendur töldu rétt að boða til auka- sýningar á fimmtudaginn kemur. Á mynd- inni er Bergljót Arnalds í hlut- verki Dollíar. Rífandi gangur á Djöflaeynni fyrir norðan Leikgerð Kjartans Ragnarssonar á bókum Einars Kárasonarfer vel í Akureyringa. Mikil aðsókn hefur verið að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.