Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 s k o ð a n uHinun 20917. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Norðmenn og harkan sex Halldór Ásgrímsson hefur komist að því á skömmum ferli sem utanríkisráðherra, að það er ekki eins auðvelt að ná sanngjömum samningum við Norðmenn og hann hélt áður. Fyrir kosningar var helst á honum að skilja, að það væri einstök óbilgimi þáverandi utanríkisráðherra, að ekki náðist samkomulag við Norðmenn um þorskveiðar fslendinga á alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi. Nú hef- ur Halldór sjálfur fundið til hins norska tevatns, og skyndilega upp- götvað að hinir gömlu vinir hans í Noregi em ótrúlega óbilgjamir og sanngimi víðs ljarri þeim þegar hagsmunir norsks sjávarútvegs em annarsvegar. Hinn nýi utanríkisráðherra hélt bersýnilega að nóg væri að hann sýndi sig brosandi á fundum í Noregi til að samningar næðust um norsk-íslenska síldarstofninn. Annað hefur komið á daginn, enda munnsvipur utanríkisráðherrans að komast í hið gamla far fram- sóknarskeifunnar. Kröfur Norðmanna um sfldina em svo fjarri allri sanngimi, að það hlýtur senn að renna upp fyrir Halldóri Ásgríms- syni, að í samningum við þá dugar ekkert annað en harkan sex. Frá sjónarhóli íslendinga er í góðu lagi, að ekki náðust samningar á grundvelli þeirra skilyrða, sem utanríkisráðherra gerði að upphaf- legum heimanmund íslensku samningamannanna. Fyrstu kröfur ís- lendinga vom nefnilega alltof linkulegar, og í rauninni óðs manns æði að ætla að gera einhverskonar bráðabirgðasamkomulag, sem fól í sér miklu minni veiðiheimildir úr norsk-íslenska sfldarstofninum en Norðmenn setja sjálfúm sér og Rússum. í ofanálag var það hreinn bamaskapur af utanríkisráðherra, að halda því fram að slíkt sam- komulag hefði ekki fordæmisgildi inn í framtíðina. Það ber að skrifa á reikning reynsluleysis - sem setur gilt spumingamerki við hæfni utanríkisráðherra til að halda á málum íslendinga gagnvart Norð- mönnum. Sú niðurstaða, að semja um sameiginlegan kvóta með Færeying- um er í sjálfu sér í lagi: það sýnir Norðmönnum að Islendingar munu ekki láta undan óbilgimi þeirra og ofrflci. Hitt er annað mál, að 250 þúsund tonn fyrir Færeyinga og íslendinga er alltof Ktið þegar horft er til þess, að Norðmenn hafa einhliða ákveðið tvöfalt hærri kvóta fyrir sjálfa sig. Staðreyndin er sú, að íslendingar geta til fram- búðar ekki sætt sig við minni kvóta en Norðmenn úr norsk-íslenska sfldarstofninum. Fyrir því em þung rök. Á gullaldarárum sfldarinnar dvaldi veiðistofninn 6 til 8 mánuði ársins við ísland. Það ætti að vera nóg til að réttlæta jafn mikinn afla og Norðmenn fá til hlutar. Það hlýtur jafhframt að vega þungt, að hingað sækir sfldarstofninn af því hann skortir fæðu við Noreg, og það vom algild sannindi meðan stofninn var stór, að sfldin varð ekki að fyrsta flokks vöm fyrren hún hafði náð upp góðu fitumagni eftir dvöl á fæðuslóðinni í grennd við ísland. Þá ber einnig að hafa í huga, að við ákveðnar aðstæður getur norsk-íslenski sfldarstofninn þrengt skilyrði íslenska loðnustofnsins og þannig haft bein áhrif á afkomu íslensks sjávarútvegs. Báðir stofnamir nærast að mestu leyti á rauðátu: að vísu er það svo að loðnan kýs kaldari sjó en sfldin og er því yfirleitt ekki að finna á nákvæmlega sömu slóðum. En í þeim ámm sem rauðátan bregst sækir sfldin í loðnuseiði og getur því haft vemleg áhrif á loðnuveiðar áranna á eftir. Þetta verða samninga- menn íslendinga lflca að hafa í huga. Því ber lflca að halda sterklega til haga, að hmn stofnsins á sínum tíma varð ekki eingöngu vegna ofveiði við ísland, heldur miklu fremur vegna óhóflegra veiða Norð- manna á ungsfldinni við strendur N- Noregs. Það vildi íslendingum til happs að óbilgimi Norðmanna varð til þess að ekki náðust samningar áðuren útgerðarmenn hér á landi bættu stáli í hryggsúlu utanríkisráðherrans, og sendimenn hans juku við kröfur íslendinga. En Halldór Ásgrímsson verður að skilja, að vondir samningar em verri en engir samningar. Gríðarlegir íslenskir hagsmunir félast í norsk-íslenska sfldarstofninum, og linka íslenskra ráðamanna eða reynsluleysi í samskiptum við útlendinga má ekki verða til þess að þeir verði fyrir borð bomir. ■ Svar mitt Á dögunum varpaði ég fram hér í blaði margra landsmanna þeirri hug- mynd að endurreisa fjórflokkakerfið en haetta að reyna að mola það með því að stofoa alltaf nýja og nýja flokka upp úr því svo að úr er orðinn nokkurs konar fjórflokkur jafnaðarmanna, okk- ur kjósendum til mikillar armæðu. Greinin var ákall örvhents manns um að Alþýðuflokkurinn láti nú vinstri arminn vaxa en hætti að sníða hann jafoóðum af og hann vex. Að baki lá sú hugmynd að í nútímalegum jafoað- armannaflokki þurfi ekki allir að vera sammála um allt, þar eigi konur að takast á við hlunka, teknókratar við grænkrata, þéttbýlismenn við dreifbýl- ismenn, guðfræðingar við heiðingja, Jón Baldvin við Jóhönnu og svo fram- vegis: hinir sem eru ósammála jafoað- armönnum í grundvallaratriðum, á móti hagvextinum, bílunum, EES og náttúrlega þjóðfélaginu - jöklasósíal- istamir - gætu svo verið í sínum litlu einingarsamtökum sælir með sin íjög- ur til fimm prósent, hafandi síh áhrif, sigrandi sma smásigra, berandi sinn ís- skáp gegnum eyðimörkina, eða hvem- ig sem frasinn var nú hjá Trotskí. Slíkt fólk ætti ekki erindi í stóra krataflokkinn. Hann væri handa jafnaðarmönnum. Þar kæmu saman allir þeir jafoaðarmenn sem er að finna í Alþýðubandalagi jafnt sem Sjálf- stæðisflokki, Kvennalista og Þjóð- vaka: allt þetta fólk sem stundum er kennt við félagshyggju, en Jónas Hall- grímsson nefodi félagsandann í ritgerð sinni um hreppana á Islandi. Undirtektir vom misjafnar. Enda er ég bara kjósandi og ber ekki skyn- bragð á þau hárfihu blæbrigði í ágrein- ingi flokkanna sem mörgum virðist annt um að rækta. Og ýmislegt hefur gerst síðan. Eink- um hjá Kvennalistanum. Hafi það'leg- Itar | Guðmundur Andri Thorsson skrifar ið í loftinu rétt fyrir kosningar að Kvennalistinn væri að verða úrelt afl tókst stjómarflokkunum - og einkum Sjálfstæðismönnum - að gefa femín- ismanum nýjan byr. Steininn tók úr þegar þeir hækkuðu launin hjá forseta Alþingis við að kynskipti urðu í því embætti; vart er hægt að hugsa sér skýrari skilaboð til kvenna í Sjálfstæð- isflokknum um punteðli þeirra. En hafi Kvennalistakonum aukist byr við svo misréttislegar aðfarir íhaldsins þá varð Kristín Ástgeirsdóttir til þess að snúa vindáttinni jafnóðum við með því að kenna Ingibjörgu Sólrúnu um eigið gengisleysi við að afla atkvæða. Sem sagt: undirtektir voru misjafo- ar, enda leit ég einungis svo á að ég væri neytandi að bera fram kvörtun yf- ir gersamlega óviðunandi flokka- kraðaki: ég er búinn að því, og síðan geta stjómmálaframleiðendumir pælt í frekari vömþróun til að blíðka mig og aðra kjósendur sem geta ekki hugsað sér að kjósa Framsókn og íhald. Afpólitísku skírlífi | jfinhver furðulcgasta, afturhalds- X—/samasta og elliJegasta hugmynd sem um getur í pólitík er hugmyndin um Iireinlynda gáfumannaflokkinn, afl hinnar sjálfskipuðu intellígensíu, hinna skírlífu postula, sem eiga sér það markmið einasta í pólitík að segja nei. Það vakti sérstaka athygli mína að slíkri hugmynd var hreyft á prenti fyr- ir skemmstu: bón um pólitískan skír- lífísflokk. Raunar minnti þetta mig líka á umræðu, sem átti sér stað fyrir einum sex árum á sfðum nokkurra dagblaða og snerist um uppstokkun á íslensku flokkakerfi, en þá var einmitt rætt um stjómfælni og tekið klassfskt dæmi af þýskum græningjum. Það skulum við einnig gera núna. Gestaboð | Einar Heimisson Leggjum niður fjórflokkinn - Endurreisum fjórflokkakerfit skrifar „ varð til í kringum 1980 ætlaði hann sér ekki í stjóm. Hann ætlaði sér hins vegar að lita alla hina flokkana græna, laga þá að sjálfum sér. Þessi hugmynd var fullkomlega útópísk eins og nærri má geta um og hún beið endanlegt skip- brot þegar græningjar duttu út af þingi 1990. Með þeim ósigri var stefnu- Jreytingin innsigluð og endanleg: íræningjar eiga sér núna það markmið íelst að komast í stjórn og bjarga jannig skjólstasðingum sfnum: skóg- mum og vötnunum. En þetta er ekki eina dæmið um itjómfælni, sem breyst hefur í ein- ireginn vilja til stjómarþátttöku: finnst það enn og aftur furðulegt og óskiljanlegt að hugmyndir um pólitíska skírlífisflokka skuli koma upp hér á landi. Ég lýsi eftir stefnu þeirra, sem vilja stofna slíkan flokk é íslandi." „Fyrir þessa frámunalega ófrumlegu hugmynd mína - um að jafnaðarmenn sameinist - hef ég nú uppskorið ádeilugrein frá Einari Heimissyni sem mér hefur þó fram að þessu jafnan skilist að væri sjálfur Jafnaðarmaður íslands. Nú þarf ég að vanda mig við svarið til að lenda ekki í þeim hremmingum sem ritdeilur við Einar eru, því að þar er vissulega komið bókmenntaform þar sem ég stenst honum engan snúning." Fyrir þessa frámunalega ófrumlegu hugmynd mína - um að jafoaðarmenn sameinist - hef ég nú uppskorið ádeilugrein frá Einari Heimissyni sem mér hefur þó fram að þessu jafnan skilist að væri sjálfur Jafnaðarmaður íslands. Nú þarf ég að vanda mig við svarið til að lenda ekki í þeim hremm- ingum sem ritdeilur við Einar eru, því að þar er vissulega komið bókmennta- form þar sem ég stenst honum engan snúning. Eg asnaðist einu sinni út f rit- deilu við Áma Blandon og hann gjör- sigraði mig jafavel þótt ritdeilan sner- ist um þekkingu hans á verkum Einars Hjörleifssonar Kvaran, sem var engin. Ég er bara ekki nógu slyngur þrasari. Það er Einar hins vegar og minnast margir hvassra ádeilugreina hans um Friðrik Rafasson sem dirfðist að hvetja fólk til að lesa fleiri bækur en horfa á færri bíómyndir. Hver er list blaðaþrasarans? Hún er einföld. Að þrasa. Að skrifa skori- norða þvælu. Að blása út aukaatriði, leiða hjá sér meginhugsun þess sem skammaður er - að hasla völlinn. Þannig er á Einari að skilja að hann hafi rekist á grein eftir einhvem hálf- vita þar sem hvatt hafi verið til að stofna elítuflokk, skírlífisflokk. Hann gerir þannig það sem var hálfgert PS í minni grein að megininntaki hennar - list blaðaþrasarans. Hann segir: „Hugsum okkur til dæmis skírlífis- flokk og EES-málið. Hvað hefði hann gert? Verið hatrammlega á móti, uns umræða um ESB-aðild hófst, og Evrópska efnahagssvæðið varð að þeini Lilju, sem þeir vildu sjálfir helst kveðið hafa sem áður vom mest á móti því. Það er lykilspuming til þeirra, sem vilja skírh'fisflokkinn, hvort sá flokkur væri núna með Evrópska efnahags- svæðinu eða ennþá á móti því?“ Spumingamerkið í lok setningarinn- ar er frá Einari komið en lykilspum- ingunni skal ég svara, því að hún er einmitt ágæt. Einar er nefnilega að lýsa ógöngum núverandi flokka- kerfis sem við yrðum laus við með skýrari línum. EES er alls ekkert sú Lilja sem Einar Valur vildi kveðið hafa, eða Hjörleifur, eða Kristín Ein- arsdóttir - eða aðrir söngvarar Sóleyjarkvæðis. Það kann að vera rétt hjá Einari Heimissyni að hann hafi meiri „sögulega vitund" en ég. Hins vegar virðist hann skorta ímyndunarafl til að sjá fyrir sér fólk sem er mótfallið EES. Hann virðist svo sneyddur hæfi- leikanum til innlifunar í heilabú ann- arra að honum er fyrirmunað að reyna að skilja þannig fólk, hvað þá bera virðingu fyrir því. Því að það er jafn nauðsynlegt að rödd jöklasósíalismans heyrist og það er brýnt að hún verði ekki yfirgnæfandi. Þegar maður skrifar grein um að jafaaðarmenn skuli sameinast uppsker maður ádeilugrein frá jafnaðarmanni sem er hatrömm eins og deila í sóknar- nefnd. Mat þjóðarinnar sem fram kom í nýlegri Gallup-könnum er rétt. Jafa- aðarmenn munu aldrei sameinast. Þrasaramir sjá til þess. ■ Atburðir dagsins 1884 Tónskáldið Bedrich Smetana deyr á geðveikrahæli. 1916 Hásetaverkfalli lauk eftir tveggja vikna deilur. Þetta var fyrsta verkfall á íslandi sem hafði umtalsverð áhrif. 1935 Golf leikið í fyrsta skipti á fslandi. 1935 AA-samtökin stofnuð í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. 1943 Herir möndulveldanna í Norður-Afr- íku gefast upp. Afmælisbörn dagsins Bjarni Pálsson landlæknir, 1719. Florence Nightingale bresk hjúkrunarkona sem varð goðsögn í Krímstríðinu, 1820. Gabriel Fauré franskur tón- smiður, 1845. Burt Bachar- ach bandarískt tónskáld, 1929. Annáisbrot dagsins Um sumarið var dæmd Margrét Guðbrandsdóttir að hálshöggvast og hennar höfuð á stjaka setjast, þar það með- gengið hafði og gjört bami því hún dult fæddi í heiminn, íyrst skilið milli með knífi, skorið síðan bamið á háls og kastað því svo í einn sjávarós. Hennar heimili var í Vestmannaeyjum, sem lesa má í lögþingsbók þessa árs. Húnvetnskur annáll, 1773. Málsháttur dagsins Drjúgur er heimaskríllinn. Góðmenni dagsins Guðmundur var einn þeirra manna, sem sumir kalla of góða fyrir þennan heim. Bnar Jónsson myndhöggvari um Guðmund Guðmundsson skólaskáld. Orð dagsins Ég er syngjandi sæll, eins og sjö vetra bam. Spinn þú, dstin mín, ein lífs míns örlagagam. Stefán frá Hvítadal. Skák dagsins Bandaríski stórmeistarinn Yasser Seiravan, sýrlenskrar ættar, lysti því eitt sinn yfir að hann ætlaði að verða heims- meistari í skák. Á því hefur orðið nokkur bið, og útlit er fyrir að hún vari enn um hríð. Seiravan er reyndar fómarlamb í skák dagsins; Halifman hefur hvítt og á leik, í skák sem tefld var á þeim sögufræga stað Wijk aan Zee árið 1991. Áætl- un hvíts miðar að því að gera varnarmenn svarts óvirka. Hvað gerir hvítur? 1. Hxe8! Hxe8 2. Rh6+! gxh6 3. Dg4+ Heimsmeistarinn til- vonandi gafst upp, þarsem mát er óumflýjanlegt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.