Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 12. MAI 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ s k o ð a n i r Alþýðuflokkurinn og bræðralagið í nýliðinni kosningabaráttu náði Al- þýðuflokkurinn loksins að setja fram landbúnaðarstefnu sína í réttu ljósi. Við lögðum áherslu á að flokkurinn væri ekki óvinur bænda, heldur vildi atvinnuffelsi þeim til handa, enda gæti það vart verið verra en það kerfi sem hneppt hefur þá í fjötra skipulagðrar fátæktar. Það tókst að koma í gegn hinum skynsamlega kjama stefnunnar, Pallborðið Vilhjálmur Þorsteirisson skrifar sem sanngjamt fólk sér að er ekki sett til höfuðs bændum, heldur löngu tíma- bær hreingerning sem gagnast mun bæði þeim og neytendum. Alþýðuflokkurinn þarf að ná sömu lendingu hvað varðar stefnu flokksins í velferðarmálum. Okkur vantar enn að setja þá stefnu fram skýrt og greini- lega svo kjósendum sé ljóst að við er- um ekki óvinir velferðarinnar fremur en bænda, þótt við gemm ef til vill at- hugasemdir við' suma þætti velferð- ar KERFISINS. Alþýðuflokkurinn er auðvitað alls ekki óvinur hins íslenska velferðar- þjóðfélags; miklu fremur eiga íslenskir jafnaðarmenn mestan heiðurinn af uppbyggingu þess. Því er ljóst að okk- ur rennur blóðið til skyldunnar að halda þessu þjóðfélagi og undirstöðum þess við í síbreytilegu umhverfi. Hafi menn ákveðið að byggja upp velferðarþjóðfélag, er það ekki svo erfitt fyrst urn sinn, meðan uppbygg- ingin á sér stað og skerfur velferðar- mála af þjóðarkökunni er enn lítill. Þá hjálpar blómlegur hagvöxtur (aukning þjóðartekna) auðvitað til. Til að mæta auknum kostnaði við velferðarkerfið má hækka skatta eða reiða sig á tekjur af veltuaukningu þjóðfélagsins. Þetta skeið má kalla „vaxtarstig velferðar- kerfisins" og stóð hér á landi yfir í nokkra áratugi um og eftir miðbik ald- arinnar. En eins og önnur böm verður kerfið að unghngi með vaxtarverki og á end- anum verður vextinum að ljúka. Aug- ljóst er að takmörk em fyrir því hversu mikil samneyslan getur orðið, sem hluti af þjóðartekjum, að minnsta kosti meðan menn ætla sér að halda í mark- aðshagkerfi en ekki sósíalískan þjóð- nýtingarbúskap, þar sem samneyslan verður nálægt 100%. Tekjuskattar ein-. staklinga og margumræddir jaðarskatt- ar mega ekki verða of háir, og neyslu- skattar ekki heldur. Að öðmm kosti er hætt við að tekjur ríkisins minnki fremur en hitt. Einstaklingar hætta þá að sjá sér hag í að afla aukinna tekna og verðlag verður með þeim hætti að heilbrigt, vinnandi fólk (sem ekki nýt- ur góðs af hinni dýru og miklu heil- brigðisþjónustu og almannatrygging- um) vill ekki búa í landinu. Það sama gildir um fyrirtæki; of háir skattar á þau valda því að þau flytjast til útlanda eða draga úr fjárfestingum í fólki, fast- eignum og þjónustu. A undanfömum árum hefur hrikt í stoðum hins íslenska velferðarkerfis. Tekjur okkar minnkuðu um margra ára skeið meðan þjóðin eltist. Ný og dýr lyf og hátækni á sjúkrahúsum hafa gert þjónustuna betri en jafnframt dýr- ari. Þetta, ásamt nokkurs konar kerfi- slægum vanda, veldur því að útgjöld til heilbrigðismála hafa lengi vaxið talsvert umfram vöxt þjóðartekna. Þá hefur almannatryggingakerfið orðið æ öflugra, meðal annars hvað varðar málefni fatlaðra, öryrkja og aldraðra. Þeir sem eru vinir velferðarþjóðfé- lagsins á íslandi vilja bregðast við þessu breytta umhverfi af ábyrgð, á þann hátt að við getum í sameiningu haldið áffam að sinna þeim sem mest þurfa á aðstoð og þjónustu að halda, fyrir það fé sem til ráðstöfúnar er, en ávísum ekki vandanum á næstu kyn- slóð. Velferðarþjóðfélaginu Isfandi er enginn greiði gerður með því að láta útgjöldin aukast sjálfvirkt og gagrtrýn- „I nýliðinni kosningabaráttu náði Alþýðu- flokkurinn loksins að setja fram landbúnaðar- stefnu sína í réttu Ijósi. Við lögðum áherslu á að flokkurinn væri ekki óvinur bænda, heldur vildi atvinnufrelsi þeim til handa, enda gæti það vart verið verra en það kerfi sem hneppt hefur þá í fjötra skipulagðrar fátæktar." islaust áfram, án þess að breytt sé um aðferðir frá því sem var þegar svig- rúmið fýrir útþenslu var nægilegt. Verkefnið er erfitt og líklegt til óvinsælda eins og dæmin sanna. Askorunin er sú fyrir ábyrgan stjóm- málaflokk eins og Alþýðuflokkinn, að setja málið þannig fram að kjósendur skilji hvað við séum að fara og standi með okkur en ekki á móti. Það tókst á endanum í landbúnaðarmálunum og ég er ekki úrkula vonar um að það géli tekist í velferðarmálunum einnig. Þar er við ýmsa rótgróna og jafnvel fjár- sterka sérhagsmunahópa að etja, og þá staðreynd, að hinn almenni meðaljón eða sigga á enga sérstaka talsmenn sem geta vaðið uppi í fjölmiðfum, til mótvægis við þá sem hafa mikilla hagsmuna að gæta í einstökum mál- um. Ég hefi á síðustu vikum heyrt raddir úr Alþýðuflokknum um að flokkurinn komi illa út úr undan- gengnu stjómarsamstarfi og kosning- um vegna „tæknihyggju" hans og að flokknum væri hollast að hverfa aftur til hinnar „gömlu og sígildu" jafnaðar- stefnu. Þetta er sjónarmið út af fyrir sig sem gaman væri að ræða. Ég leyfi mér að skora á þá lesendur sem treysta sér til að færa þessa skoðun nánar f orð að gera það, til dæmis hér í Al- þýðublaðinu. Meðal annars gæti verið upplýsandi og hjálplegt fyrir flokkinn að ræða vanda velferðarkerfisins, hvort hann sé yfirleitt fyrir hendi og hvað beri að gera. Er hin „gamla og sí- gilda“ jafnaðarstefna sú að bæta eigi stöðugt við velferðarkerfið og aldrei að skera af því? Er hin „sígilda" jafn- aðarstefna sú að hver króna sem tekin er af einkaneyslu og varið til sam- neyslu sé af hinu góða? Er hin „sí- gilda“ jafnaðarstefna sú að tekjujöfnun sé markmið í sjálfu sér? Er einhver munur á „sígildri" jafnaðarstefnu (hver sem hún telst vera) og til dæmis stefnu Alþýðubandalagsins, og þá hver? Við höfum fjögur ár til að vinna heimavinnuna og sjálfsagt að byrja strax. Höfundur er kerfisfræðingur og stjórnarmaður í Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna. h i n u m e 2 i n "FarSide" eftir Gary Larson. Þótt enn sé langt í bókaver- tíð eru teknar að berast fregniraf áhugaverðum út- gáfubókum: Forlagið gefur út Ijóðabækur eftir Sigurð Pálsson og Diddu. Sigurður hefur um langt skeið verið meðal bestu skálda en Didda hefur ekki áður gefið út bók. Hún hefur hinsvegar vakið athygli fyrir bersöglismál, enda Ijóð hennarfull af sukki, svalli og sexi. Þá munu vænt- anleg hjá Máli og menningu skáldverk eftir Björn Th. Björnsson og Gyrði Elías- son. Verk Björns er söguleg skáldsaga en Gyrðir er á ferð með smásagnasafn... r IMorgunpóstinum í gær var fréttaskýring um svipting- arnar í Alþýðubandalaginu þar sem mátti finna ummæli, er höfð voru eftir ónafn- greindum þ'ingmanni Al- þýðubandalagsins, um Margréti Frímannsdóttur. Nafnlausi þingmaðurinn sagði að Margrét sinnti illa verkefnum sínum og kynni einfaldlega ekki nóg, hún hefði hvorki getu né kunnáttu til að verða flokksformaður. Þessi harkalega árás á Margréti getur varla talist makleg, í Ijósi þess að fáir þingmenn þykja vinnusamari og atorkumeiri. En hver er hinn nafnlausi óvinur? Vart kemur nema einn til greina: hinn þungbrýndi þingmaður Vestfjarða, Kristinn H. Gunnarsson. Hann er einn harðasti andstæðingur Ólafs Ragnars Grímssonar, en fundið sálufélaga í Svavari Gestssyni og Steingrími J.. Enn er grunnt á því góða á kærleiksheimili allaballa... Meira um allaballana. Svavar Gestsson sagði í viðtali í Tímanum í gær að í formannsslagnum ætlaði hann að „bera klæði á vopnin" en ekki beita sér fyrir annanhvorn frambjóðand- ann. Yfirlýsingar Svavars koma einsog köld vatnsgusa framan í stuðningsmenn Steingríms J. og strax fóru á kreik samsæriskenningar um leynibandalag Svavars og Margrétar Frímanns- dóttir. Verði Margrét for- maður er pólitísk framtíð Steingríms í besta falli óráð- in, getur alltjent ekki framar gerttilkall til formennsku. Svavar hefur hinsvegar aldrei útilokað að hann kunni í framtíðinni að gefa aftur kost á sér sem formaður, út á það ganga kenningarnar... Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason hafa að undanförnu verið að semja leikrit saman. Það ber titilinn Islenska mafían og verður frumsýnt um næstu jól í Borgarleikhúsinu. Leikrit- ið byggir á persónum sem birtast í bókum Einars, Heimskra manna ráðum og Kvikasilfri, en er sjálfstætt verk. Kjartani og Einari virðist láta vel að vinna saman en nú er einmitt verið að sýna á Akureyri leikgerð Kjartans á Djöfiaeyju Einars - við miklar vinsældir... „Því miður, Jón Skari minn... Þú veist hvernig reglurnar virka: Það er stranglega bannað að synda í heila viku eftir máltíð!" f i m m f ö r n u m Hvort viltu sjá sem formann Alþýðubandalagsins, Margréti Frímanns eða Steingrím J.? Jóhann Grétar Einarsson, stöðvarstjóri: Ég myndi velja Margréti. Það væri gott að fá konu á toppinn. Eggert Guðmundsson, námsmaður: Margrét á að verða næsti formaður flokks- ins. Ég þoli ekki Steingrím J. Bryndís Þorsteinsdóttir, Björgvin Gíslason, Lottó- starfsstúlka: Ég vil fá starfsmaður: Margrét er Margréti vegna þess að ég hef meira „modeme“ og því myndi ekkert álit á Steingrími J. ég kjósa hana í embættið. Hailmundur Hallgrímsson, sjómaður: I don’t give a shit. v i t i m e n n Afhverju ætti maður ekki að standa uppi á sviði og fá greitt fyrir sömu hlutina og maður gerði áður fyrr í partýum þegar maður var kominn í glas? Ég fer úr öllum fötum við sýningar. Skynsamleg hagfræði stripparans Hörpu Snjó- laugar Lúthersdóttur. Helgarpósturinn í gær. ...ef Garri þekkir varaformanninn [Steingrím J. Sigfússon] rétt,mun hann ekki sitja auðum höndum og taka því þegjandi og hljóðalaust ef einhver stelpa af Stokkseyrarbakka fer að ásælast formannsstólinn, sem hann er búinn að bíða eftir í allan þennan tíma. Og Svavar Gestsson segir víst kosningabaráttu Skallagríms vera þá lengstu í heimi. Tíminn í gær. Pósturinn hefur staðfestar heimild- ir fyrir því að ellefu nemendur á aldrinum fimmtán til átján ára hafi verið reknir úr Framhaldsskólan- um á Laugum í Reykjadal fyrr í þessari viku fyrir kaup á áfengi úr rússneskum togara...Pósturinn hefur fyrir því öruggar hcimildir að í þeim hópi hafi verið 16 ára dóttir skólastjórans. Eitthvað hefur þá barnauppeldi Hjalta Jóns Sveinssonar skólastjóra brugðist. HP í gær. Mér finnst verið að gera tvær fjaðrir að fimm hænum. Það er...út í bláinn að ég sé að halda því fram að ég sé að kenna Ingi- björgu Sólrúnu um hvemig fór. Kristín Ástgeirsdóttir hefur nú skyndilega snúist borgarstjóranum til varnar. Mogginn í gær. Ógeðslegasti drykkur sem ég hef blandað er sennilega þrefaldur Glenfiddich-maltviský í þrefóldum Kahlúa. Skuggabarsbarþjónninn barngóði, Ingvi Steinn Ólafsson, opnar sig. HP í gær. Villtira Vefnum Þessi dálkur Villtra á Vefnum verð- ur sá síðasti í bili sem við helgum heilagri krossferð okkar gegn klámi. Ástæðan er sú að við erum á barmi taugaáfalls vegna viðbjóðs og ekki síður af þeirri ástæðu að við fáum ekki lengur stundarfrið til þess að drekka Jamesoninn á börunum fyr- ir óðu og uppvægu fólki sem endi- lega vill koma til okkar klám-link- um. Við hreinlega orkum ekki meira, nú verða aðrir að taka upp kyndilinn og berja á sódómskunni: ■Tvívirkandi tölvukynlífsleikir: ftp://ftp. netcom. com/pub/ss/s softwar BSafnsíða kláms af ótrú- legasta tagi: http-J/sfbox. vt.edu:1002 1/E/esimmerm/coll ege. htmttísex ■Klámmyndir af agalegum uppruna: http://net mart.com/macjam/ *Perralegar samfarir: http://www.pic.net: 80/uniloc/nanette/MFótaklám (!): http://www.imaging.nl/fet ish/index.html BSjúkravörur til kynlífs: http://www.zynet.co.uk/ mediquip/... veröld ísaks Unglingnum Thomas Edison voru veitt myndarleg verðlaun eitt sinn fyrir að bjarga strákpjakki undan þeim dapurlegu örlögum að láta lífið undir hjólum aðvífandi eimreiðar. Verðlaunin fólust í að afar þakklátur faðir drengsins bauðst til að kenna Edison símritun. Og það skipti náttúrlega engum togum að ungi snillingurinn hlaut á örskotstíma viðurkenningu fyrir að vera besti og hraðvirkasti símritari í gjörvöllum Bandaríkjunum. Byggt á Isaac Asimov's Book Of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.