Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 m e n n i n c Þór Jakobsson, veðurfræðingur og formaður Oddafélagsins, flytur Odda- erindi: Um hafís við Suðurland. A-mynd: E.ÓI. ■Árleg ráðstefna Oddafélagsins: Oddastefna Suðurstrandar- innar abc" n Árleg ráðstefna Oddafélagsins, Oddastefna, verður haldin laugardag- inn 20. maí næstkomandi, í Félags- heimili Djúpárhrepps, Þykkvabæ í Rangárþingi, klukkan 13:00 til 16:00. Ráðstefnustjóri verður Friðjón Guð- röðarson sýslumaður, en ráðstefnan hefst með Oddaerindi Þórs Jakobs- sonar veðurfræðings, Um hafís við Suðurland. Fjallað verður síðan um meginstef Oddastefnu, suðurströnd- ina, í eftirtöldum þremur erindum: Páll Imsland jarðfræðingur, Eðli og þróun sandstrandarinnar; Sigurður Greipsson líffræðingur hjá Land- græðslu ríkisins, Melgresið; Þórður Tómasson safnvörður í Skógum, Sjósókn við suðurströndina; Pálmi Eyjólfsson fulltrúi á Hvolsvelli: Strönd og skipsskaðar. Að loknum erindum verður farið útá ströndina - það er að segja ef færð leyfir. Ráðstefnugjald er 1.000 krónur og þarmeð taldar eru kaffi- veitingar í umsjón hins góðkunna Kvenfélags Djúpárhrepps. Þetta er fjórða Oddastefnan sem haldin er og er öllum áhugasömum heimill að- gangur. Þess má geta að stefnan er haldin tveimur dögum fyrir Sœmund- ardag, 22. maí, ártíð Oddaverjans Sæmundar fróða Sigfússonar (dá- inn 22. maí árið 1133). Allar frekari upplýsingar veitir formaður Oddafé- lagsins, Þór Jakobsson, í símum 553- 1487 og 560-0600. BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Námskeið um úðakerfi Brunamálastofnun ríkisins gengst fyrir námskeiði á Akur- eyri um eftirlit með sjálfvirkum úðakerfum í samræmi við ákvæði í reglugerð nr. 245/1994. Á námskeiðinu verður farið í gerð og virkni helstu íhluta úðakerfa og fyrirkomu- lag eftirlits. Námskeiðið er einkum ætlað fyrir starfandi pípulagninga- meistara og hafa þeir forgang sem áður hafa annast upp- setningu úðakerfa. í lok námskeiðsins er skriflegt próf, og er gerð krafa um 7,0 í lágmarkseinkunn til að fá réttindi til að gera eftirlitssamn- inga um úðakerfi. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Gunnarsson yfir- verkfræðingur, Brunamálastofnun ríkisins, sími 522 5350. Grænt númer 99 63 50. Skráning er í ofangreindum númerum og á Slökkvistöð- inni á Akureyri í síma 96-23637, fram til kl. 16.00, 16. maí. Staður: Slökkvistöðin á Akureyri, Árstíg 2. Tími: 18. maí, kl. 9.00-17.00 og 19. maí, kl. 9.00-15.00. Verð: 20.000,- sem greiðist við innritun. Námskeiðsgögn eru innifalin. ■ Fjórir ungirtónlistarmenn troða upp með áhugaverða dagskrá í Listaklúbbi Leikhússkjallarans á mánudagskvöldið „Eg hefglatað sál minni til barokksins JJ Guðrún Birgisdóttir flautuleikari með stóru ástina í lífi sínu, flautuna. - segir einn þeirra, Guðrún Birgisdóttir flautuleikari. „Þegar ég var að læra útí Frakklandi á sínum tfma var ég svo heppin að sleppa við alla þessa fúskara og kom- ast strax að hjá besta kennaranum í París. Þar spreytti ég mig meðal annars á barokkverkum á silfurflautuna og að skilnaði sagði hann að einn daginn þyrfti ég að fá mér rétta verkfærið til að leika þá tónlist. í gegnum þennan kennara minn komst ég seinna í sam- band við flautusmið sem sérsmíðaði fyrir mig barokkflautu og nú er svo komið að ég hef því sem næst glatað sál minni til barrokksins - ef þannig má að orði komast. Það eru nú samt ekki frönsk barokkverk sem við spil- um á tónleikunum á mánudagskvöldið því þar erum við að spássera um snöggklippta skrúðgarða Parísarborgar árið 1910; á tímum þarsem menn sneru uppá yfirvaraskeggið og konur státuðu sólhlífum. Ég sjálf spila mikið af annairi tónhst en barokki því mark- aðurinn hér heima býður því miður ekki uppá sérhæfingu. Það síðan aftur- móti eykur aðeins á fjölhæfni okkar tónlistarmannanna,“ sagði Guðrún Birgisdóttir flautuleikari í örspjalli við Alþýðublaðið í gær. Tilelhi spjallsins er að mánudaginn 15. maí munu fjórir ungir tónlistar- menn halda tónleika í Listaklúbbi [ÞjóðjLeikhússkjallarans næstkomandi mánudag: Hinrik Bjarnason gítar- leikari, Rúnar Þórisson gítarleikari, Sophie Schoonjans hörpuleikari og fyrmefnd Guðrún Birgisdóttir. Hin- rik og Rúnar leika saman spænsk og suður- amerísk lög og er efnisskrá þeirra á léttu nótunum. Sophie og Guðrún leika meðal annars franska tónlist og verk eftir Atla Heimi Sveinsson og Jón Hlöðver Askels- son. Hinrik Bjarnason stundaði fram- haldsnám í klassískum gítarleik í Sví- þjóð undir handleiðslu prófessoranna Per- Olof Johnson og Göran Sölls- her. Að því búnu lá leið hans til Þýskalands þarsem hann lagði stund á klassískan gítarleik við tónlistarháskól- ann í Aachen. Hinrik hefur notið leið- sagnar fjölda virtra kennara og haldið tónleika svo víða sem í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu. Rúnar Þórisson stundaði framhalds- nám í klassískum gítarleik í Svíþjóð undir handleiðslu sömu prófessora og Hinrik, en einnig hjá Gunnari Spjuth lektor. Rúnar lauk phil.cand.-prófi í tónvísindum frá Lundúnaháskóla árið 1993. Auk tónleika í Danmörku, Svíþjóð og á Islandi hefur hann meðal annars komið fram á norrænni menningarhátíð í Þýskalandi og með Kammersveit Reykjavíkur á Listahátíð. Guðrún Birgisdóttir stundaði fram- haldsnám í flautuleik hjá Per 0jen í Osló og í École Normale de Musique í París og lauk þaðan einleikaraprófi ár- ið 1979. Þá tók við nám í einkatúnum hjá herramönnunum Reymond Guiot og Pierre- Yves Arlaud þar sem hún var styrkþegi ffanska ríkisins til ársins 1982. Síðan hefúr Guðrún starfað mik- ið við leikhúsin í Reykjavík og verið flautuleikari við fslensku óperuna um margra ára skeið. Hún hefur spilað á fjöldamörgum tónleikum bæði hér heima og erlendis. Guðrún spilar mik- ið samtímatónlist og hefur frumflutt býsna mörg íslensk verk. Á síðustu ár- um hefur ennfremur lagt fyrir sig bar- okkflautuleik og notið þar leiðsagnar Pierre Séchet, eins helsta forvfgis- manns Frakka á sviði barokktónlistar. Sophie Schoonjans er fædd í Belgíu. A-mynd: E.ÓI. Upphaflega lærði hún á píanó, en sneri sér síðan að hörpuleik. Sophie hefur unnið til ijölda verðlauna fyrir hörpu- leik sinn víða um heim. Hún heíúr leik- ið með Sinfóníuhljómsveit Hong Kong og belgísku sinfóníuhljómsveitunum Nouvel Orchestre Symphonique de la Radio-Télévision Belgi, Orchestre du Festival de Bruxelles og Nieuw Viaams Orkest. Einnig hefur Sophie leikið með þónokkrum kammerhljóm- sveitum og minni hljómsveitum og haldið einleikstónleika í heimalandi sínu og víðar. Hún flutti til íslands árið 1992, réðst þá sem tónlistarkennari til Þórshafnar á Norðurlandi eystra og var þar til ársins 1994. Ennfremur hefur Sophie leikið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á Sumartónleikum Norð- urlands og fleirum. Hljóðfæri hennar er nær aldargömul harpa, kostagripur mikill og fallegur að sögn.B ■ Fimm spennandi myndlistarsýningar Nvlistamennska, sunnlenskt handverks- fóík og skálar úr ævafornum steinleir í Nýlistasafninu á morgun, laug- ardag, verða opnaðar þrjár mynd- listarsýningar: Þór Vigfússon sýnir málverk í neðri sölum safnsins; Anna Eyjólfsdóttir sýnir umhverf- isverk með yfirskriftinni hringrds í efri sölum og porti; Jóhann Valdi- ntarsson er gestur safnsins að þessu sinni og sýnir í setustofu. Ný- listasafnið við Vatnsstíg er opið daglega frá klukkan 14:00 til 18:00. Sýningunum þremur lýkur 28. maf. Handverkshúsið Græna smiðjan í Hveragerði (Breiðumörk 26) heldur uppá eins árs afmæli sitt á sunnu- daginn kemur. Þá gefst gestum kostur á að fylgjast með handverks- fólki að störfum og sjá meðal ann- ars pappírsgerð og körfugerð, boðið verður uppá íslenskt jurtate og gul- rótarköku með’í. I Grænu smiðj- unni eru til sýnis og sölu handunnir munir unnir úr hráefni sem fengið er úr jurtaríkinu, svosem skartgrip- Gallerí Úmbra á Bernhöftstorfu: El- ísabet Haraldsdóttir sýnir nú þar skálar úr postulíni og ævafornum steinleir. A- mynd: E.ÓI. ir, tréleikföng, leirmunir, þurr- skreytingar, kransar, vefnaður, kort og tágakörfur, auk ýmissa óvenju- legra afurða úr íslenskum jurtum á borð við jurtasápur, nuddolíur, leirmaskar, jurtate, kryddolíur og fleira. Allir eru velkomnir á afmæl- isdaginn. Elísabet Haraldsdóttir opnaði í gær sýningu á skálum í Gallerí Úm- bru á Bernhöftstorfu. Skálarnar eru unnar í vetur sem leið, en með vor- komuna í huga. Þær eru úr postulíni og steinleir sem myndaðist í jarð- lögum áður en Island reis úr hafi. Skálarnar eru óður til íslensks vor- gróðurs með ósk um að hið listræna og notagildið fái alltaf haldist í hendur, segir listakonan. Sýningin er opin þriðjudaga til laugardaga frá klukkan 13:00 til 18:00 og sunnudaga frá klukk- an 14:00 til 18:00. Henni lýkur 31. maí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.