Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 m e n n ■ Á morgun opnar Jóhann Torfason sína fyrstu einkasýningu í hafnfirska galleríinu Við Hamarinn. Stefán Hrafn Hagalín heyrði á skotspónum að þarna færi mikið efni og jafnframt að maðurinn hefði verið pönkari og nýtti sér þann bakgrunn í listsköpun sinni. Jóhann viðurkenndi það og sagðist gæla við pönkglóðina í sér og vinna helst með sprengiefni... er kominn Hann var götustrákur og pönkari í vesturbæ Reykjavíkur í gamla daga; nú er hann hinsvegar borgaralegri í útliti, óðum að fóta sig á myndlistar- sviðinu og þykir með þeim efnilegri - kannski vegna þess að hann segist reyna að virkja í sér pönkglóðina. Jó- hann Torfason opnar sína fyrstu op- inberu einkasýningu í hafnfirska gall- eríinu Við hamarinn á morgun, laug- ardag. Alþýðublaðið sló á þráðinn til Jóhanns og í samræmi við loftpressu- hávaðann sem blaðamenn þess þurfa að vinna við þessa dagana (vegna stórtækra breytinga í Ingólfscafé) er samtalið harðsoðið og vélbyssukennt Svona var stemmningin í gær... með rottuandlit finnst þetta áhugaverður leikur og ég kalla hann fasískan real- Hvernig verk ertu að fara sýna þarna í Við Hamarinn? „Þetta eru bara verk sem eru ákaf- lega ólík innbyrðis. Ég get ekki haft neitt eitt orð yfir þau.“ Er eitthvað samhengi í þessu eða veðurðu bara úr einu í annað? „Það eru ýmis þemu sem felast þama og verkin eru náttúrlega meðvit- að mjög ólík; hvort sem það er í teikn- ingunni, litaskölunum eða öðru. Hver mynd hefur eiginlega sína hugmynd og afar ólík hugmyndafræði liggur að baki þeirra." Afliverju ertu að sýna í Hafnar- firði, ertu ekki vesturbæingur? , Jú, svona að upplagi allavega." Býrðu kannski í Hafnarfirði núna? „Nei, nei, nei. Ég bý í bænum, en mér bauðst þessi salur og tók því feg- ins hendi. Þetta er reyndar með betri sýningarsölum héma á svæðinu." Hversvegna? „Hann er stór og fallegur. Þetta er fyrrverandi vélsmiðja og pínu- lítið krúd eftir í salnum - þótt allt sé reyndar hvítmálað í hólf og gólf. Spennandi rými að at- hafiia sig í.“ Hvar Iærðir þú? „í Myndlista- og handíða- skólanum." Og hvenær úLskrifaðistu? „’89.“ Sýnt mikið? „Nei, ekkert sérstaklega. Og þó. Ég hef tekið þátt í helling af sýningum." Er þetta þá fyrsta cinka- sýningin? „Já, fyrsta opinbera einka- sýningin að minnsta kosti? Nú..., hefurðu haldið óop- inberar einkasýningar? ,Já, eina.“ Hvernig háttaði til með það? „Ég hengdi upp nokkrar myndir inní Kringlu í fyrra. Það var mitt einkaframtak.” Hvar hengdurðu þær upp? , Jnní Ríkmu. Góður staður, ha...“ Léstu þá vita? , Já, og fékk leyfi - ótrúlegt en satt.“ Segðu mér meira frá málverkun- um í Hafnarfirði... „Ég hefði helst viljað sjá þig héma hjá mér því það svolítið erfitt að lýsa þeim svona í gegnum sfma.“ Er þetta fólk eða hlutir eða... ,J>að má auðvitað flokka þetta eitt- hvað niður. Ég tek til dæmis fyrir það sem kallað er prótótýpa eða frumgerð. Þá skoða ég eitthvað þekkt fyrirbæri úr umhverfi okkar allra; fyrirbæri einsog Mikka mús eða Bónusgrísinn og sný þeim að hluta til uppmna síns; raunveruleikans." Er Mikki karlinn þá kominn inní rottuholu? ,Já, sjáðu til: hann er kominn með rottuandlit. Þannig myndast annað viðhorf imira með okkur til hans; ef til vill neikvæðara en fígúran er. Mér Hversvegna fasískan? „Vegna þess að harrn þvingar íram raunvemleikann." Er Bónusgrísinn kominn í stíuna? „Nei, hann fékk einfaldlega sitt rétta andht sem er vitaskuld svínsandlit og þarmeð snýst bleiki sparigrísinn uppí græðg- isgrís. Þetta er hugsanlega af sama meiði: sparnaðurinn og græðgin. Svona hlutum velti ég upp.“ Fleiri verk? • ,jSg er þama til að mynda með stóra grafíkmynd; reyndar samsetta því þetta em 96 grafíkmyndir." Nítíuogsex? „Já. Ég þrykki handahófskennda hluti inní eitt og sama rýmið er hefur áður verið prentað. Þannig fæ ég dálít- ið skemmtilega heild sem ég kalla Hotel Installation. Verkið myndar á þann hátt handahófskenndar sýningar; hver myndin kemur á fætur annarri sem ég vinn útfrá. Sýningin er ffekar óhátíðleg myndi ég segja. Ég er eigin- lega orðinn hundleiður á þessu háleita næmi sem á að vera í gangi. Ég vil hafa hlutina óþvingaða og segja það sem segja þarf. Það er engin mystík í þessu og verkin líta út fyrir að vera það sem þau em: bara myndir “ Hvað með áhrifavalda þína - hverjir eru þeir? ,,A.hrifavald;ir? Mmmm... „Ssshhhh! Þeir em ákaflega margir. Ég er óhræddur við að taka áhrif frá Jóhann Torfason. „Eitthvað það leiðinlegasta sem ég veit er þessi flata list sem gefur ekkert útfrá sér; er ekkert agressív. Ég vil hafa smá árásir í listinni, er að reyna vinna með sprengiefni og ætla halda því áfram í framtíð- Ínní." A-mynd: E.ÓI. „...maður verður fyrir áhrifum frá öllum andskot- anum í umhverfinu. Af listamönnum sem eru áhrifavaldar mínir vildi ég nefna Erró helstan. Mér finnst hann frábær og er alls óhræddur að viðurkenna það..." öðmm.“ Frá hverjum ertu að nappa þess- um áhrifum? ,J3g myndi ekki segja að ég væri að nappa áhrifum því maður verður fyrir áhrifum ffá öllum andskotanum í um- hverfinu. Af listamönnum sem eru áhrifavaldar mínir vildi ég nefna Erró helstan. Mér finnst hann frábær og er alls óhræddur að viðurkenna það. Ég er sérílagi hrifinn af því hvemig hann er í rauninni ekkert sérstaklega viður- kenndur af elítunni héma.“ Nei, hann þykir ekki nógu fínn pappír. ,JEinmitt. Ég nota ekki ósvipaða liti og hann og er ófeiminn við að nota hvaða litaskala sem er.“ Ég var að heyra að þú værir á leiðinni til Spánar - er það rétt? „Nei. Ég held það verði að bíða í bili.“ Æ. Hvað ætlaðir þú að gera þang- að? ,JVIála.“ En afhverju þarf Spánarferðin að bíða? „Það var svona fjárhagslegur grund- völlur manns sem brást.“ Þetta gamla góða. „Jamm. Þetta gamla góða; mjög ófrumleg ástæða." Hvenær ertu annars fæddur? „’65. NýorðinnJjrjátíu ára gamali.” Eitt, Jóhann. Eg hef það fyrir satt að þú hafir verið þokkalegur litrík- ur þarna í vesturbænum á sínum tíma. Getur verið að götustrákabak- grunnurinn sé að skila sér í þessum óhátíðlegu verkum þínum núna? „Alveg tvímælalaust. Ég hef ekki ennþá sagt skilið við pönkið.” Varstu pönkari? „Ég var pönkari, já, já. Að vísu er ég í dag orðinn öllu borgaralegri í útliti en þá.“ Smáborgaralegur pönkari? „Ætli það ekki. Allavega í útliti. Ég vil nú samt meina, að þama inni einhversstaðar megi finna pönkglóð- ina. Og ég reyni að virkja þessa glóð dálítið í listinni. Eitthvað það leiðinlegasta sem ég veit er þessi flata list sem gefur ekkert útfrá sér; er ekkert agressív. Ég vil hafa smá árásir í listinni, er að reyna vinna með sprengiefni og ætla halda því áfram í framtíðinni.” Þú opnar á laugardaginn - verð- ur kannski landi í boði í stað hinna hefðbundnu kokteil-drykkja í sam- ræmi við pönkaðan uppruna þinn? „Tekíla.” ■ ■ Leikhópurinn Teatteri Jurkka sýnir Maailman katolla í Norræna húsinu Dalai Lama kemur við sögu í au i finnska leikritinu A þaki neimsins Finnskur leikhópur frá leikhúsinu Teatteri Jurkka í Helsinki er kominn til landsins til þess að setja upp sýn- inguna Maailman katolla eða Á þaki heimsins í Norræna húsinu mánudags- og þriðjudagskvöld, klukkan 20:00. Höfundur þess er Kari Hukkila og Atro Kahilouto sér um leikstjóm. Leikritið fjallar um ástandið í Tí- bet. Verkið hefst árið 1950 þegar Kínveijar ráðast inní landið. Atburða- rásin færist síðan smátt og smátt inm nútímann. Til sögunnar koma persón- ur einsog Dalai Lama, Mao Zedong og Zhou Enlai. í leikritinu er reynt að finna ný sjónarhom á atburðina í Tíbet, en einnig er reynt að líta á atburðina frá mismunandi sjónarhól- um: Kínveija, Tíbeta og Evrópubúa. Ekki er meiningin að benda á ein- hvem sökudólg, heldur er áhorfand- inn látinn um það sjálfur að átta sig á hvað eiginlega gerðist og hvað fór úrkskeiðis. Sýningin er flutt á finnsku og að hluta til á sænsku. Stutt ágrip mun liggja ffammi og mun það auðvelda áhorfendum að fylgjast með sýning- unni. Hún fékk góða dóma í Finn- landi, meðal annars fyrir góða leik- stjóm og yfirhöfuð ágætt leikrit. Teatteri Jurkka er finnskur leikhóp- ur sem stofnaður var árið 1953 af Emmi og Vappu Jurkka. Frá árinu 1954 hefur leikhópurinn haft sitt eig- ið leikhús með sæti fyrir fimmtíu manns, svokallað rumsteater. Þar em ffumsýnd á bilinu 2 til 5 leikverk á ári og em sýningamar 100 til 200. Frá upphafi hefur Teatteri Jurkka staðið að farandsýningum, fyrst og ffemst í Finnlandi en einnig í Svíþjóð og Eist- landi. Þann 12. janúar fnimsýndi leik- húsið Gabriela Mistral og mun fara með það leikrit til Spánar, Mexíkó, Perú og Chile næsta haust. Sú ftum- sýning sem nú er á döfinni er Peer Gynt eftir Henrik Ibsen í leikstjóm Atro Kahilouto. Leikhópurinn fékk styrk frá Teater og dans í Norden til þess að koma til Islands og er þetta í fyrsta skiptið sem hann kemur hingað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.