Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 8
WBMU ff i hvnilD! f\ Tllll 588 55 22 j{ mllllnl filflll 588 55 22 Þriðjudagur 1. ágúst 1995 114. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Snorri Öskarsson í Betel er ekki hrifinn af erótískri list sem umgjörð um þjóðhátíð Vestmannaeyja; segir myndirnar af illu sprottnar og merki um yfirvofandi hrun vestrænnar siðmenningar „Djöfullinn sjálfur er upphaf pomósins" - segir Snorri. Og við listamanninn sem sá um skreytingarnar: „Leggðu þitt af mörkum til að forða börnunum frá þessu þjóð- hátíðarlagisem boðar lausung, bölvun og óhamingju." Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir hvítasunnusafnaðarins í Betel í Vest- mannaeyjum, skrifaði harðort grein.ir- kom fyrir skemmstu í Fréttir, frétta- blað Eyjamanna, og sagðist hafa tekið „einn rúnt í Dalnum og sá þar vel mál- aðar myndir með vafasaman boð- skap.“ Hann undraðist að þessi skila- boð væru send gestum og gangandi og skrifar: „Fyrir nokkmm ámm reiddust mér margir er töldu mig hafa ómak- lega vegið að þjóðhátíðinni þar sem ég taldi hana hátíð ósóma og siðleysis. Fólk hefur keppst um að láta mig vita af því hversu góð fjölskylduhátíð fer fram í Dalnum. Því langar mig að skora á listamanninn [Sigurfinn Sig- urfinsson teiknikennara] að afmá klárr myndimar sem blasa við á hús- unum.“ Og Snorri sparar ekki bænir sínar til listamannins: „Gerðu það vegna þín og fjölskyldu þinnar. Gerðu það sem meðhjálpari í Landakirkju. Kristnir menn hafa í gegnum allar aldir þráð að halda sjálfum sér og líkama sínum í heiðri en ekki losta. Afmáðu myndim- ar sem uppalandi og kennari barn- anna. Leggðu þitt af mörkum til að forða bömunum frá þessu þjóðhátíð- arlagi sem boðar lausung, bölvun og óbamingju. Gerðu það einnig vegna Vestmannaeyja, þær em þekktar íyrir fagra ásýnd og heillandi mannlíf. Ég skora á þig að frelsa Eyjamar undan stimpli kláms og siðleysis ... Guð dæmir syndina." Það var Stefán Hrafn Hagalín sem sló á þráðinn útí Eyjar í gær og spurði Snorra nokkurra spuminga. Snorri. Þú erl alveg rasandi yfir þessum myndum. „Nei. Ég er ekkert rasandi. Þetta em klámmyndir og ég er á móti því að mannslíkaminn sé hafður svona til sýnis.“ Er þetta ekki bara fögur og erótísk austrœn list? ,Jú, Ámi Johnsen kallaði þetta það og sömuleiðis Finnur. En erótík og klám em auðvitað eitt og hið sama.“ Nú, finnst þér það? ,Jájá.“ Hvað segirðu... „En þér?“ Nei, alls ekki? „N ú?“ Alls ekki. ,Þá þarftu nú endilega að fara kíkja í kringum þig.“ Eru þá engin fi'n mork milli erótíkur og kláms? „Nei. Engin fín mörk. Mér finnst þetta afturámóti orðið þannig í dag, að menn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Þegar Playboy var fyrst gefið út árið 1958 sem klámrit þá var það með mjög svipuðum myndum og við sjáum í dag sem auglýsingar og...“ ...Ijósmyndir framan á dagblöðum á sólardögum? , Já, svoleiðis. í dag telst þetta ekki vera neitt mál; bara sjálfsagt og eðli- legt. En þá var þetta kallað klám. Á þessu sérðu hvað siðferðinu hefur hrakað. Þegar línurnar verða svona óljósar þá er það vegna þess að sið- ferði mannsins hefur hrakað en ekki að við séum eitthvað að leiðrétta okk- ur.“ Heldurðu að þetta sé einsdœmi; að heilt bœjarfélag taki sig svona til og skreyti bceinn erótískum myndum? „Neinei. Þetta er ekki einsdæmi. Þeir gerðu þetta í Pompei. Og Pompei var víst alveg þekkt fyrir, að þar vom klámmyndir útum allt og hér og þar. Meira að segja þegar borgin var grafm upp kom þetta í ljós. Það sem gerðist þarna í Rómarveldi er nákvæmlega það sama og er að gerast í dag á Vest- urlöndum: mikil siðferðisleg hnignun er undanfari hruns ríkisins. Við erum að horfa á þetta gerast núna tvöþúsund árum síðar: hrun vestrænnar menning- ar-vofir yfir okkur." Þetta er semsagt mikil úrkynjun sem við glímum við? „Ekkert annað." Einsog á síðustu dögum Rómar. , J>ú kannast við þetta?“ Jájá. „Og þér finnst þetta samt allt í lagi.“ Tjah, ég var nú bara að tjá lítið brot af söguþekkingu minni. - En er annars Sigurfinnur, höfundur mynd- skreytinganna, ekki meðhjálpari í Landakirkju? „Jú. Það er hann blessaður, hann Finnur." Og hvemig líst ykkur Betel-mönn- um á að kirkjunnar maður sé viðrið- inn svonalagað? „Okkur líst náttúrlega ekkert vel á þessa hegðun, hvort sem það eru kirkjunnar menn eða aðrir sem eiga í hlut.“ En þú tínir meðhjálparastarfið sér- staklega til íþessu greinarkomi þínu. ,Já, og ég talaði einnig til hans sem föðurs og kennara. Þeir menn sem gegna slíkum stöðum eiga að vera fyr- irmyndir og hafa það fyrir bömum, gestum og gangandi sem má til upp- byggingar. Eg vísa bara til þessa.“ Heldurðu að það geti verið, að myndskreytingamar hafi verið brand- ari sem gekk útí öfgar hjá aðstand- endum þeirra? „Ekki var það nú að heyra á þessum mönnum síðastliðinn mánudag eða fimmtudag í Morgunpóstinum þarsem var verið að segja frá klámmyndunum í Eyjum. Þá sagði Ámi Johnsen að Snorri Óskarsson í Betel: Skorar á höfund erótísku myndskreyting- anna að afmá myndirnar og frelsa þannig Eyjarnar undan stimpli kláms og siðleysis. - „Árni John- sen kallaði þetta [fagra og erótíska austræna list] og sömuleiðis Finn- ur. En erótík og klám eru auðvitað eitt og hið sama." þeir hafi legið yfir þessum myndum í nokkum t£ma og valið úr. Svo að þetta virðist hafa verið skipulagt.“ Eitthvað afþessu allra dónalegasta var nú lagað til, skilst mér. „Já. Ég veit það ekki. Ég hef ekki séð frummyndimar. Ég veit að Finnur fór í það, að klæða yfir svæsnustu staðina sem er auðvitað hið besta mál. En það sem þarf náttúrlega að gerast, er að íslendingar átti sig á því hvað þeir vilja með svona hátíðir. Em þetta hátíðir sem eiga að ýta undir lauslæti og siðspillingu? Ef svo er, þá vitum við hver stjómar því. Djöfullinn sjálf- ur er upphaf pomósins." „En Guð dœmir syndina," einsog þú skrifaðir í greinarkomið... ,4ájá. Hann gerir það.“ ■ ■ Orvæntingarfullur : konungur Skelfingu lostinn konungur hvíta liðsins reynir að verjast árásum svarts launmorðingja... Á föstudags- kvöldið sýndi Götuleikhúsið Skákina ódauðlegu í Hafnarhúsinu að við- stöddum miklum fjölda áhorfenda. Búningar skákmannanna voru mikil- fenglegir og lukkaðist sýningin hið besta. Hljóðfæraleikarar, bogmenn og fimleikamenn léku listir sínar meðan herir hvíts og svarts áttust við. Vert er að taka fram að hvítur hafði að lokum sigur - þrátt fyrir allt. A-myndir: E.ÓI. ■ Hagyrðingamót í Landnámi Ingólfs Margiraf bestu hagyrðingum landsins takast á - aðallega þó í góðsemi. Hið árlega hagyrðingamót verður haldið í Landnámi Ingólfs að þessu sinni; í Súlnasal Hótel Sögu laugar- daginn 26. ágúst. Þetta verður sjö- unda í röð árlegra hagyrðingamóta, það fyrsta var á Skagaströnd árið 1989. Allir sem njóta þess að heyra farið með vísur og kveðskap eiga er- indi á þessa samkomu, og em hjart- anlega velkomnir - hvort sem þeir yrkja sjálfir eða ekki. Alþýðublaðið talaði við Jóa í Stapa, sem er í und- irbúningsnefnd hagyrðingamótsins, og spurði hann um fyrri mót, dag- skrána og dúllið. „Menn úr Kvæðamannafélaginu Iðunni sjá um mótið í ár, vegna þess að það er haldið í Reykjavík, á Hótel Sögu. í upphafi sáum við Heiðmar Jónsson á Flúðum alfarið um þessi mót, en svo var ákveðið að fara með þau hringinn í kringum landið og það er kosinn einn maður í hverjum fjórðungi til að sjá um mótin," sagði Jói í Stapa í samtali við Alþýðu- blaðið. „Næsta ár sjá Vestfirðingar um mótið, og svo koll af kolli. Fyrsta mótið var þegar við komum saman nokkrir menn á Skagaströnd, ætli við höfum ekki verið 10 eða 20, og þá var ákveðið að hittast á Hvera- völlum að ári. Þá var okkur Heið- mari falið að sjá um þetta áfram, og það var eiginlega hugmynd frá mér að fara með þetta á milli landsfjórð- unga. Síðasta ár á Flúðum var svo ákveðið að bæta Landnámi Ingólfs við, eins og fimmta hjóli undir vagni.“ Hvernig verður dagskráin á Hót- el Sögu? „Heiðursgestur verður Helgi Hálf- danarson, sem heldur tölu, og svo mun einhver segja frá stökunni. Menn munu yrkjast á, það verða vís- ur til að botna og efni sem menn eiga að svara í bundnu máli. Þarna verður gert svona hitt og annað sem hagyrð- ingar gera sér til gamans. Þetta er hugsað til að stilla saman þennan lýð úr öllum landshomum, hugsjónin er að láta hagyrðinga hittast og stilla saman strengi sína. Mótið hefur farið stækkandi; í fyrra komu hátt í tvö- hundruð manns, og við búumst við enn fleirum í ár. Svo verður dúllað. Ég held það hafi ekki nema einn maður verið þekktur fyrir þetta í Tvær stökur eftir Jóa í Stapa I fyrri daga mætir menn meitluðu bragi slynga, og víst er bagan yndi enn okkar hagyrðinga. Vekja yndi ætíð, - nett orð að binda saman. Staka fyndin stuðlum sett, stöðugt myndar gaman. gamla daga: Gvendur dúllari, eða Guðmundur Ámason frá Klasbarða í Landeyjum, sem lést árið 1913. Það hefur ekki verið dúllað í tugi ára, en það var nokkuð sérstakt. Dúllinu var náð inn á segulband, sennilega eftir einhvern sem lærði það af Guð- mundi. Ákveðinn maður hefur verið að æfa sig að dúlla og ætlar að leyfa okkur að heyra hvemig þetta hljóm- aði. Ég veit ekki hver dúllarinn verð- ur, þó ég hafi gmn um það er sá ekki Hagyrðingurinn Jói i Stapa er einn af forsvarsmönnum Hagyrðinga- mótsins sem haldið verður í Land- námi Ingólfs (Súlnasal Hótel Sögu) laugardaginn 26. ágúst. „Þetta er hugsað til að stilla saman þennan lýð úr öllum iandshornum, hug- sjónin er að láta hagyrðinga hittast og stilla saman strengi sina," sagði Jói í gær. A-mynd: E.ÓI. nógu sterkur til að ég vilji nefna nokkur nöfn. Sjálfur hef ég aldrei heyrt dúllað, en þetta er víst nokkurs konar laglína með ákveðnum hljóð- um.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.