Alþýðublaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 8
XWREWÍ// 4 - 8 farþega og hjólastðlabílar 5 88 55 22 MWBIMI XWREVF//// 4 - 8 farþega og hjólastólabflar 55 22 Miðvikudagur 23. ágúst 1995 126. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Þing Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra verður haldið á Sauðárkróki um næstu helgi ■ Tékkinn Jan Knap sýnir á Mokka Færsla grunnskólans og atvinnumál - verða aðalmál þingsins, segir Björn Sigurbjörns- son, formaður Sambandsins, í samtali við Sæmund Guðvinsson. „Aðalmál þingsins verða menntamál eða yfirfærsla grunn- skólans frá ríki til sveitarfélaga og síðan atvinnumál,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins á Sauðárkróki, í samtali við Alþýðublaðið. Björn er formaður Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem heldur ársþing sitt á Sauðárkróki á föstudag og laugar- dag. Fyrir þremur árum slitu sveit- arfélögin á Norðurlandi vestra samstarfi við Fjórðungssamband Norðlendinga og stofnuðu eigið samband sveitarfélaga í sínu kjör- dæmi. Eyfirðingar og Þingeyingar stofnuðu þá nýtt samband sem ber heitið Eyþing. „Tveir ráðherrar munu koma á þingið. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra og þingmaður kjördæmis- ins ávarpar þingið í upphafi og tek- ur þátt í umræðum á föstudaginn. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra verður síðan með í umræðum um skólamálin. Ætlunin var að fá einnig Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra til að koma á þingið en því miður gat hann ekki komið því við. Hins vegar reikna ég með að einhver fulltrúi ráðuneytisins komi í hans stað,“ sagði Bjöm. Hvað eru það margir fulltrúar sem sitja þingið? „Kjörnir fulltrúar eru um 35 tals- ins. Síðan bætast við gestir og einnig hafa allir sveitarstjórnar- menn kjördæmisins áheyrnarrétt. Það má þvf búast við allmiklum fjölda til viðbótar hinum kjörnu fulltrúum." Er ekki eftir að ganga frá mörgu varðandi flutning grunn- skólans til sveitarfélaga? „Jú, vissulega er það svo. Lögin um flutninginn voru samþykkt á Alþingi síðast liðið vor og eiga að taka gildi 1. ágúst á næsta ári. Nú eru í gangi ýmsar viðræðunefndir milli ríkis og sveitarfélaga þar sem fjallað er um atriði eins og rétt- indamál kennara, launamál þeirra og hvernig staðið verður að yfir- færslu fræðsluskrifstofa. Þau verk- efni sem skrifstofurnar hafa verið með eiga að færast yfir til sveitar- félaganna og menn eru svona að velta því fyrir sér hvernig á að vinna úr því. Svo er það spurningin hvernig sveitarfélögin fá fjármagn til að reka grunnskólana. Það hefur verið talað um breytingar á Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga og einnig hef- ur verið rætt um að taka fjármagn út úr staðgreiðslu skatta og láta sveitarfélögin hafa. Um er að ræða milljarða króna útgjöld sem leggj- ast á sveitarfélögin. Lögin um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga voru endurskoðuð árið 1990 og flutningur grunnskólans er stærsta málið hvað þá verkaskipt- ingu varðar sem verið hefur á dag- skrá síðustu árin. En ég held að ekki sé vafi á því að fólk er al- mennt ánægt með að fá stjórn grunnskólanna heim í hérað.“ Annað aðalmál þingsins eru at- vinnumál. Hvað ber hœst þar? „Vandi landbúnaðarins verður óhjákvæmileg mjög til umræðu. Þetta er stórt og mikið landbúnað- arhérað og niðurskurður á þeim vettvangi kemur því illa niður á kjördæminu. Fólk verður þá að fá einhverja aðra vinnu og spurning hvort það leitar inn á þéttbýlisstað- ina í kjördæminu eða hvort það tekur sig upp og flytur suður eins og svo margir aðrir virðast gera. Hingað til hefur til dæmis Skaga- fjörður haldið sjó varðandi íbúa- fjöida. Það virðist eins og þeir sem fara af sveitabæjunum flytji til Sauðárkróks þótt vissulega beri að taka tillits til þess að þangað kemur líka fólk annars staðar frá. En fbúa- talan í Skagafirði virðist vera mjög stöðug eða í kringum fimm þúsund manns. Það hefur verið fjölgun á Sauðárkróki undanfarin ár og ára- tugi á sama tíma og það hefur fækkað í sveitunum. Margir bænd- ur hafa farið út í ferðaþjónustu sem hliðarbúgrein og það hefur verið gert mikið átak í ferðamálum." Útgerð og fiskvinnsla hefur ver- ið að eflast í kjördceminu eins og á Sauðárkróki og í Siglufirði? „Það er rétt en sjávarútvegsfyrir- tækin hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurði aflaheimilda. Afla- markið hefur minnkað um tugi pró- senta til dæmis hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi á Sauðárkróki. Hins vegar hefur það fyrirtæki, eins og Þormóður rammi á Siglufirði, leit- ast við að nýta alla mögulega þætti í þessari sjávarútvegsstefnu og tek- ist það mjög vel. Menn hafa ekki búið sér til einhverja ímyndaða veröld um hvernig hlutirnir ættu að vera heldur spilað úr þeim spilum sem þeir hafa á hendi,“ sagði Björn Sigurbjörnsson. Björn: Ánægja með að færa rekstur grunnskóla heim í hérað. A-mynd: E.ÓI. „Nútíma- listin er innihalds- laus og þrúgandi" - segir myndlistarmaðurinn ómyrkur í máli, en hann sækir innblástur sinn til verka meist- ara Endurreisnarinnar. Á sunnudaginn opnaði á Mokka sýning á nýlegum steinprentum, æt- ingum, dúkristum, vatnsiitum og tússteikningum eftir tékkneska myndlistarmanninn Jan Knap. Sýn- ingin er unnin í samvinnu við Lista- safnið á Akureyri og listmálarann Helga Þorgils Friðjónsson. Jan Knap fæddist í Chrudimi í Tékkósióvakíu árið 1948 og stund- aði nám við Listaakademíuna í Diisseldorf. Eftir það bjó hann í tíu ár í New York, flmm ár í Köln og flmm ár í Modena á Ítalíu. Hann er nú búsettur í Pustemer í Tékklandi ásamt konu sinni og bömum. Knap fer fátroðnar slóðir í list- sköpun sinni - altént miðað við myndlistarmenn nútímans. Englar, dýrlingar og meðlimir fjölskyldunn- ar helgu (Jesú, Jósep og María) em hans ær og kýr, enda sækir hann fyrirmyndir sínar aftur til endur- reisnarinnar, til manna eins og Leorenzo Lottos og Antonelia da Messinas fremur en til samtímans. Að sögn er þó langt í frá að Knap stæli eða api hrátt eftir gömlu meisturunum. Með einföldum og nostursamlegum vinnubrögðum hefur honum heppnast að skapa sjálfstæðan myndheim og þannig vakið upp viðhorf sem nútímalistin hefur nánast því bannfært. Frá hennar bæjardyrum séð er listinni ekki ætlað að þjóna æðri (guðleg- um) tilgangi, að veita von og hugg- un líkt og áður fyrr. Þegar nútíma- listina ber á góma liggur Knap heldur ekki á skoðunum sínum: „Nútímalistin elur á kvíða og hræðslu. Hún er ógnvekjandi vegna þess að hún er innihaldslaus og þrúgandi. Myndverk á að vera eins og góður vinur. Þegar í harðbakka slær ætti það alltaf að geta hvíslað einhverju uppörvandi að manni. Nútímalistin er aðeins vinur þinn þegar vel stendur á. Undireins og þér líður illa yfirgefur hún þig.“ Sýningin stendur til 15. septem- ber. Stofnun Sigurðar Nordals og heimamenn í Borgarbyggð gangast fyrir afar fróðlegri ráð- stefnu um Egils sögu Skalla- Grímssonar, Bjarnar sögu Hít- dælakappa og Gunnlaugs sögu Ormstungu dagana 26. og 27. ágúst næstkomandi. Umfjöllunarefnið hefur vakið verðskuldaða athygli og hvorki fleiri né færri en tvöhundruð manns hafa skráð sig til þátttöku í ráðstefnunni. Valinkunnur hópur fræðinga flytur erindi á sagnaþinginu: Bjarni Einars- son, Bjarni Guðnason, Baldur Hafstað, Bergljót S. Kristjáns- dóttir, Else Mundal, Helgi Þor- láksson, Preben Meulengr- acht Sorensen, Rory McTurk, Snorri Þorsteinsson, Sveinn Haraldsson, Sverrir Tómasson og Vésteinn Ólafsson. Ráðstefnustjóri er Úlfur Braga- son, forstöðumaður hinnar stórhuga Stofnunar Sigurðar Nordals. í tengslum við ráðstefn- una verður farið á söguslóðir á Mýrum undir leiðsögn heima- manna. Bókasýning verður í Safnahúsi Borgarfjarðar í tilefni af sagnaþinginu. Þá hefur Stofn- un Sigurðar Nordals gefið út bækling með bókfræði sagnanna sem þingið fjallar um... Hermann Pálsson prófessor flytur opinn fyrirlestur mánu- daginn 28. ágúst í boði heim- spekideildar Háskóla íslands. Fyr- irlesturinn nefnist Melkorka og önnur nöfn frá Keltum. Töluvert slangur af mannanöfnum var not- að hér á landi í fornöld sem ekki er af norrænum rótum runnið. í fyrirlestrinum ætlar Hermann að skýra uppruna og merkingu nokk- urra nafna úr írsku. Hann ætlar einnig að ræða um söguleg vandamál í sambandi við þessi keitnesku nöfn. Hermann Pálsson er prófessor emeritus við Edin- borgarháskóla. Hann er víðkunn- ur fræðimaður, rithöfundur og fyrirlesari. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 í Odda og hefst klukkan 17:15... ■ Fjórir Fransmenn sýna minnislímmiða á Mokka „Menningarflasa" á tím- um rýrnandi Á sunnudaginn opnuðu fjórir ungir Fransmenn: Vidya Gastaldon, Jean- Michel Wicker, Christopher Ter- pent og Serge Comte sýningu sem ætti að opna augu gestkomandi íyrir ýmsu sem oft vill gleymast - en getur þó verið þarft að rifja upp. Ekki síst núna, á tímum rýmandi minnisgetu og sívaxandi megabæta, einsog það er orðað í lféttatilkynningu. Sýningin samanstendur af litlum minnislímmiðum sem komið hefur minnisgetu verið fyrir í kjallara Mokka og er það nýmæíi í 37 ára órofa sýningarsögu staðarins. Á neðra stigapalli er einnig hægt að sjá áleitinn heimildartrylli um fjórmenningana við dagleg störf, ffá því þeir vakna einn góðan veðurdag uns spólan rennur á enda tveimur tímum síðar. Sýningin - sem ber yfirskriftina Menningarflasa - stendur til 15. október.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.