Alþýðublaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 MWDVBIMB 21005. tölublað Hverfisgötu 8 - 10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Sírenusöngur þj óðrembunnar Uppgangur þjóðemishyggju er vaxandi vandamál í Evrópu nútímans. Þetta gerist á sama tfma og gamlar átakalínur í stjómmálum leysast upp og heimsmyndin hefur gjörbreyst á fáum árum. Ríki -Evrópu verða nú hvert öðm háðara i efnahagsmálum og stjómmál snúast að miklu leyti um sameiginleg viðfangsefni Evrópubúa. Öfgakenndasta dæmið um villigötur þjóðemishyggjunnar er að sjálfsögðu stríðið á Balkanskaga, en víða í Austur-Evrópu em þjóðemisdeilur mikið vandamál. I Vestur- Evrópu hefur andstaða við Evrópusambandið víða tekið á sig mynd gamaldags þjóðrembu og andúðar á útlendingum. ísland er auðvitað engin undantekning frá þessu, enda lifir þjóðremban hér góðu lífi. Á landsfundi Alþýðubandalagsins var mörgum nóg boðið og var meðal íinnars kvartað yfir tilhneigingu í þessa áttina úr ræðustól á fundinum. ,ÍsIand fyrir íslendinga“ er slagorð þjóðrembunnar hér á landi. Það er gömul saga og ný að erfiðleikar í efnahagsmálum ýta undir þjóðrembu hvers konar. Utlendingum er þá kennt um vandann og lof- söngur um eigið ágæti er látið koma í staðinn fyrir skynsamlega um- ræðu. Hinum sönnu fulltrúum þjóðarinnar er teflt ffam gegn svikurun- um; þeim sem ekki skilja mikilvægi einingar þjóðarinnar og hina sönnu hagsmuni hennar gagnvart útlendingum. I nútímanum gegnir þjóðemis- hyggja því hlutverki helst að þagga niður í óæskilegum röddum og upp- hefja sjálfan sig á kostnað skynsamlegrar orðræðu. Staðreyndum er hagrætt og þær lagðar að heimsmynd þjóðemishyggjunnar. Nú nýlega hélt breski íhaldsflokkurinn landsfund sinn og notaði tæki- færið til að reyna að telja þjóðinni trú um að hann sé breskari en allt sem breskt er og væri einum treystandi að standa gegn skrímslinu ffá Bmssel. í angist sinni yfir getuleysi sínu og almennum hugmyndaskorti hefur forysta flokksins nú tekið undir með mgludöllum flokksins í því að beina sjónum til Brassel, í stað þess að takast á við eigin vandamál. Portillo vamarmálaráðherra hélt fádæma heimskulega ræðu á þinginu og réðist heiftarlega að Evrópusambandinu. Þakið ætlaði bókstaflega að rifan af ráðstefnusalnum og fundarmenn stóðu á fætur og klöppuðu Portillo lof í lófa. Engu skipti þó að Portillo væri helst að ráðast að Evr- ópusambandinu fyrir hluti sem það hefur ekkert með að segja og engar tillögur flutt um að ráðskast með. Slík aukaatriði skipta ekki máli þegar sírenusöngur þjóðemishyggjunar er annars vegar. Þjóðemishyggjan er ekki lausn á nokkmm sköpuðum hlut og eins og annar sírenusöngur endar hann með skipbroti. Vandamál Breta í Evrópumálum er ekki kúg- un einnar þjóðar á annari, - þó sumir Skotar myndu eflaust halda slíku fram -, né heldur yfirgangur Evrópusambandsins eða skortur á lýðræði. Vandamál Breta er þjóðremban sem tengist Evrópuumræðunni; örfáir menn geta haldið umræðunni í gíslingu tilfinningasemi og upphrópana sem engan vanda leysa. Umræðan um sameiginlega Evrópumynt er skýrt dæmi um þetta. All- ir viðurkenna nauðsyn þess að stjómvöld haldi gjaldmiðlum stöðugum. Samstarf Evrópuríkja á þeim vettvangi er bráðnauðsynlegt. Hugmyndin um sameiginlegan gjaldmiðil er tilkomin af þessari þörf og til þess að auka og auðvelda viðskipti í álfunni. Menn geta haft misjafnar skoðanir á þessu og hagsmunum ríkjanna hvers um sig. Umræðan um þessi efni er þó hverfandi, heldur snýst hún fyrst og fremst um tákn sem litlu skipta. Pundið verður að vera breskt, markið þýskt og frankinn franskur. Annað skiptir ekki máli. Þjóðremban hefur sett svip sinn á alla umræðu um Evrópumál hér á landi. Landsölubrigsl hafa löngum verið vinsæl hér á landi, en brigsl um sölu á fiskistofnum er vinsælust nú um stundir. Tal um að selja réttindi íslendinga fyrir súpudisk á mjög upp á pallborðið. Davíð Oddsson hefur kúgað heilan stjómmálaflokk til að tala ekki um málið og enginn þorir að opna munninn um aðild að Evrópusambandinu. Þjóðremban hefur verið notuð til að þagga niður skynsamlega umræðu. Þessi sírenusöngur hefur eflaust skapað góða stemmningu á mörgum fundinum þegar rök og þekkingu hefur skort til að ræða málið á skynsamlegum forsendum. Svo mun eflaust einnig verða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í haust. ■ I óhreinum nærbuxum yfir Atíantshaf Klukkan er sex að morgni í París og ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara aftur í sömu nærbuxumar. Töskumar standa ferðbúnar á gólfinu. Það er annað hvort: Að rífa þær upp og leita, eða fara í nærbuxur gærdags- ins. Fer maður á milli heimsálfa í óhreinum nærbuxum? Kemur maður til Ameríku í óhreinum nærbuxum? Allt í einu verður mér hugsað til Leifs Eiríkssonar og þeirra félaga og sann- færist fremur fljótlega um það: Auð- vitað skiptir maður ekki um heimsálf- ur í hreinum nærbuxum. Það er eitt- hvað hlægilegt - eitthvað svo nútíma- legt, tannlæknalegt og pervers - við það. Engin tenging. Morgunsár París, nýbökuð brauð- borg, mannlaus og mild, og birtan að stíga uppúr malbikinu, eins og gufa. Sólin kemur ekki upp í París eins og víðast annarsstaðar; á þennan hefð- bundna hátt, að gægjast yfir austur- brúnir. Hún kemur upp jafnt og þétt og allsstaðar í einu. Hægt og rólega ljómar úr gráum steini upp eftir hæð- um húsanna ... Vikupiltar | Hallgrímur Helgason skrifar Úr leigubílsaftursæti með svartan krúnu-hnakka í augum Iæt ég af póe- tísku príli og segi biess við þessa borg. Au revoir. Ameríkanar segja „gay Pa- ris“ en núna er hún „grey París“. Músh'mar stilla sprengjur síhar. Lestarstöð. Nú er það svo að Amer- íkuferðir hefjast sjaldan á Gare de l’Est en af vikulöngum söknuði og tryggð við smáflokk í Norðurhöfum hafði mig - á ferðaskrifstofu nærri Óperutorgi - gripið skyndileg löngun til að nota tækifærið og sjá Alþýðu- blaðið, fyrst ég myndi á annað borð eiga leið svo nærri Hverfisgötu 8-10. Klukkustundarstopp í Keflavík til að lesa málgagnið. Að láta undan þeirri löngun myndi að vísu kosta sitt. Ég þyrfti að kaupa sæti hjá Flugleiðum. (Ekki ódýrasta fargjald til NYC.) Og ég þyrfti að fara til Lúxemborgar. (Engin draumaáning ferðalangsins.) En hvað gerir maður ekki fyrir eitt eintak af Alþýðublaðinu? Maður hefur jú heyrt um fólk sem keyrir jafnvel suður í Garðabæ fyrir slíkt. Semsagt. Lest til Lúx. Mér tekst af reynsluþrunginni lagni að mínímalisera hin frægu lúxemborg- ísku leiðindi niður í tvær setningar (tvær pulsur) við þjón í flugteríunni, í felum á bakvið eintak af Herald Tri- bune um sýknun O.J. Simpsons. í Norræna húsinu talaði Martin Amis um sögnina „að ódjeia'1, í merking- unni að komast hjá einhveiju; að ódj- eia sig útúr því. He was supposed to be there, but he managed to Ó.J. him- self out of it. Flug á milli Lúxemborgar og Kefla- víkur hefur þann kost að ekki er kom- ið við í Frankfurt. Á meðan les ég „hin blöðin", þessi sem borin em út yfir Atlantshafinu. En Mogginn er ekki stórblað. Hann dugir ekki nema rétt að landamærum Lúxemborgar og Hollands; og er þó smálýðveldið minna en Island. Það sem eftir er leið- arinnar berst ég við að horfa ekki á „Batman forever" (er þessi Freydís eða Flugdís eitt af Sambíóunum?) og les „The Private Life of Chairman Mao“. Nú, þar er komin bók sem nægði manni kringum hnöttinn og annan til. Hægra eistað á Maó gekk aldrei niður, segir bókarhöfundur og læknir hans til 20 ára. Þar höfum við það. Kína hneigðist til vinstri. Ætli Deng sé ekki ömgglega með bæði í sínum poka? Ég stend hálf ráðvilltur við blaða- grindina í Fríhöfn Leifs Eiríkssonar. (Liggur ekki eitthvað víkingaskip fyrir akkeri í þessum orðum?) Heyrðu. Þeir selja ekki Alþýðublaðið! Allt til einsk- is. Allt mitt Lúx-brölt til einskis. Neyðarúrræði. Ég hringi í Hrafn og læt hann lesa fyrir mig blað dagsins í gegnum síma en hann nær þó ekki að klára nema þrjár síður á þessum þó klukkutíma sem ég hef til transits. Ég er í einhverjum glænýjum kortasíma sem smjattar á vísa-kortinu á meðan. Þetta er þægileg nýjung en greinilega ein af þessum stórglæsilegu gullnám- um Pósts og síma. Mínútan kostar 80 krónur! Þetta fer að verða dýrasta dag- blað sögunnar hugsa ég með mér, en þess virði þó, það gerir Guðni - um leið og ég belta mig fyrir ffamhaldið. Og jú, jú. Það er „Batman forever and ever“. En flugfreyjumar era sætari á Ameríkuleiðinni. Ein af þessum skemmtilegu „áherslum" þeirra hjá Flugleiðum. Þetta er jú lengra flug og svona, minna við að vera ... Þegar hún kemur með matarbakkann gefur hún mér aukabita, brosandi: „Ofsalega góður hjá þér flugfreyju- kaflinn í bókinni þinni, alveg frábær lýsing ..." Þetta er vonlaust. Fara bara að skrifa alvarlega bók núna. Já, já. Mig langar eiginlega til að kyssa hana en spyr í staðinn útí manninn hennar sem við könnumst öll svo vel við. Takið eftir þessu. Þetta gerist oft. Þeg- ar manni dettur í hug að kyssa fallega konu en veit að slfkt er ekki við hæfi, þá spyr maður um manninn hennar. Hafið þetta í huga. Aftur verður mér hugsað til Lukku- Leibba. Þetta er sama leiðin. Og hún er ennþá jafn löng. Það verður uppi fótó og fts í vélinni um leið og Græn- land birtist á hægri hönd. Hægt og ró- lega. í fyrstu nokkrir jakar á stangli og Ameríkanamir pota olnbogum hver í annan: „Hey, Tony, look! Look at all those fishing boats!“ Já, og bátunum Ijölgar eftir því sem nær dregur landi. „I mean, those guys are fishing all the way to up to their swimmingpools ...“ Grænland er úr ekta og náttúrulegu postulíni sem Danir - þessir Bing & Gröndælir - brutu. Brotin fljóta um allan sjó. Og svo rísa fjöllin, þessi stórkost- legu grjóthörðu margbrotnu græn- lensku íjöll og.minna á Bemini-köggl- ana í Péturskirkjunni í Róm: Hrein- ræktað Barrokk. Og svo tekur Jökull- inn við. Og ef einhver er að vinna með rýmið ... þá er það hann. Það tekur okkur 27 mínútur að sigla yftr hann. 27 reyklausar mínútur, eins og hinar 323. Það er bannað að reykja á milli landa. Allt í einu er ég staddur á Saga- Class í víkingaskipi Leifs og félaga, bundinn í belti á hörðum trébekk ífemst á þilfarinu. Við erum staddir á miðri Grænlandsröstinni og það gefur yftr mig en ég er samt að gæla við að fá mér sígarettu, en sé að það er ennþá kveikt á „reykingar bannaðar" - og „ekki drepa um borð“-skiltunum. Ameríkanamir halda áfram að furða sig á grænlenska fiskiflotanum og ég fer að hugleiða það í alvöm að snúa við. Ég er á leið heimskingjalandsins, til Bandaríkjanna. United States of Assholes. En ég er að minnsta kosti með óhreint í mínu pokahomi. Eins og Leifur á sínum tíma. Ég meina, hann var ömgglega í óhreinum nærbuxum þegar hann nam land í Vínlandi. En það var kannski öðmvísi. Hann var að fara út í óvissuna. Og maður fer ekki útí óvissuna á hreinum nærbuxum. Það er á hreinu. Þegar ég geng útí amerískt kvöldið, heitt og rakt, sveitt og mengað, sann- færist ég endanlega um að hafa gert rétt í nærbuxnamálunum. Þegar komið er í „nýja heiminn“ er gott að vera girtur þeim gamla, og gula. -NYC, 19. okt. ’95 Atburðir dagsins 1720 Eldur grandaði stórum hluta handritasafns Árna Magnússonar í Kaupmanna- höfn. 1822 Breska blaðið The Sunday Times kemur út í fyrsta skipti. 1890 Sir Richard Burton deyr: landkönnuður, diplómat, fræðimaður og hermaður. 1943 Stríðsglæpadómstóll Samein- uðu þjóðanna settur á laggim- ar. 1989 Borgarleikhúsið vígt. Afmæiisbörn dagsins Sir Christopher Wren 1632, enskur arkitekt, frægur fyrir margar stórar byggingar, meðal annars Pálskirkju í Lundúnum. Bela Lugosi 1884, ungverskur leikari sem varð frægur fyrir leik í bandarískum hryllings- myndum. Annáisbrot dagsins Þá varð ein kona sínu bami að skaða í Dalasýslu. varð opin- bert henni drekkt. Þá var hengd kona úr Snæfellssýslu. Önnur hýdd og mörkuð. Þá hurfu tvö ungmenni fyrir vestan vestar- lega. Grímsstaöaannáll 1635. I/öid dagsins Völd spilla, en skortur á völd- um spillir algerlega. Adlai Stevenson, bandarískur stjórnmálamaður. Arfur dagsins Móðir okkar sat í óskiptu búi til dauðadags og heyrði ég hana oft segja, að ekki skyldi grænn eyrir eftir þegar hún félli frá. Siguröur Thoroddsen um móður sína, Theodóru skáldkonu Thoroddsen. Málsháttur dagsins Hafa skal gott ráð, þótt úr refs- belg komi. Orð dagsins Síðast glaðir sigla ( strand, sarna er hvar þeir börðu. Þeir, sem aðeins úttu land elskuðu það og vörðu. Þorsteinn Gíslason. Skák dagsins í tilefni dagsins birtum við snotur endalok í skák L.B. Hansens og Vescovis. Svartur hefur hlaðið mönnum sínum fjarri kónginum og það kemur honum nú í koll þegar hvítur blæs í herlúðra. Síðasti leikur svarts var Hfd8 og þarmeð er kóngurinn einn og yfirgefinn. Hvítur leikur og vinnur. 1. Bxg6! fxg6 2. Dxe6+ Kg7 3. Hxh7+! Hinn mistæki Vescovi gafst upp enda kóngurinn dauðans matur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.