Alþýðublaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ um sem spilað er eftir, það er valdanets- kerfmu. Slíkt hefur oft misheppnast hjá konum, hugsanlega í ijósi reynsluleysis kvenna i valdabaráttu karlaheimsins. Þetta hef ég ekki síst séð og reynt í því pólitíska starfi sem ég hef gegnt að undanfömu. Konur styðja ekki konur á - sömu forsendum og karlar. Þær byggja ekki valdanet kvenna en hafa meiri áhuga á eintaklingsbundnum völdum sínum og stöðu. Konur skilja ekki alltaf hvemig valdabaráttan fer ffam í þeim heimi sem við búum. Valdabaráttan gengur ekki út á vald einstaklingsins og það að verjast í sínum fflabeinstumi, heldur fyrst og ffemst að dreifa valdinu til dyggra stuðningsmanna sem þá bæði styrkja og veija völd og hagsmuni vel- gjörðarmanns síns - og græða á því. Það er því niðurstaða mín að konur þurfi að breyta áherslum sínum í þeirri valdabaráttu sem fram fer á vettvangi efnahags- atvinnu- og stjómmála í næstu ffamtíð. Þær þurfa að taka tillit tii þeirra leikreglna sem nú rflcja og spila út ffá þeim forsendum til vinnings, óragar en gleyma ekki fyrir hvað þær standa sem einstaklingar. Karlmenn þurfa hins vegar einnig að hlusta grannt á þeirra málflutning, til þess að glata ekki dýrmætum hugsjón- um og sérstökum hæfileikum kvenna sem leiða til aukinna tækifæra og ffam- fara. En þar sem karlar hafa enn ekki opnað dyr vaidakerfisins upp á gátt þurfa konur að gera það sjálfar og finna sér leið inn í netkerfið, þannig að konur jafnt sem karfar fái notið hæfileika sinna. Þannig hlýst ávinningur sem allir aðilar munu njóta góðs af. Jón Baldvín Hannibalsson: Valdið er ekki bara í pólitík Hvað getur pólitíkín gert til að jafha aðstöðumuninn? Jöfhun aðstöðumunar er hið yfirlýsta markmið. Það sem við viljum. Þá þarf einfaldlega að tryggja, eftir því sem unnt er, að konan gjaldi ekki síns móðurhlutverks. Að samfélag- ið, sveitafélagið og umhverfið skapi að- stöðu til að tryggja umönnun barna, Jón Baldvin skömmu áður en hann lýsti reynslu sinni af Margréti Thatcher í ham. þannig að konan geti haldið áffam at- vinnuþátttöku á fullkomnum jafnréttis- grundvelli við karlinn. Við vitum hvaða álag er á hinni ungu konu, sem á böm, og er á vinnumarkaði að keppa við kari- inn, jafhvel til þess að taka á sig sömu ábyrgð við forystu í íyrirtæki, með öllu sem þvf fylgir: óreglulegum vinnutíma, eftirvinnu, næturvinnu, helgidagavinnu og svo ffamvegis. Og ef þjóðfélagið tek- ur á kerfisbundið á þessu máli, viður- kennir vandamálið, skilgreinir það og reynir að leysa, þá er um leið stigið eitt stærsta skrefið sem hægt er að stíga í þá átt að auka jafhrétti. Mér finnst sú áhersla hafa verið of áberandi hér í umræðunum að valdið í þjóðfélaginu sé einungis pólitískt. Það er alltof mikil einfóldun. Staðreyndin er sú að mjög hefur dregið úr völdum stjóm- málamanna. Stjómmálamenn em valda- minni í flestum samfélögum nú en þeir áður vom. Þetta er ein af afleiðingum þekkingarþjóðfélagsins. Aðilar utan hins pólitíska ferils fara með æ meiri völd. Þeir em í atvinnulífmu, í forystu fyrir- tækja, á alþjóðlegum vettvangi, í fjár- málaheiminum. Ef við erum að tala um jafnan aðgang kynjanna að völdum þá spyr ég: Hvað með hlut konunnar í at- vinnulífinu? Ég held að breytingin í samskiptum kynjanna verði samhliða þeirri breytingu sem er að verða á þjóð- félögum Vesturlanda. Ég held að sam- hliða þeirri breytingu muni verða bylting hvað varðar völd og ábyrgð kvenna. Ekki bara í stjómmálum, heldur líka í at- vinnumálum. Er femín- ismi úreld hugmynda- fræði? Mitt svar er nei. Femnínismi er auðvitað ekki úreld hugmyndafræði meðan það eru einhverjir sem telja að femínismi sé hugmynda- fræði sem ástæða er til að fjalla um. Ég er hins vegar ekki sammála henni, en það er allt annað mál. Svavar Nei, svosem ekki. En ég segi: Reynsla hefur sýnt að aðskilnaðarstefna kynjanna er röng aðferð í jafnréttisbaráttu vegna þess að hún skilar ekki árangri. Það segir sig sjálft. Ef taka ætti hana alvarlega fælist markmiðið í því að tvískipta þjóðfélaginu sam- kvæmt apartheid reglu og konur sameinuðust þá í kvennaflokki gegn einhverri óskilgreindri karlafylkingu. Það mun ekki gerast. Jón Baldvin Það eru til margar kenningar femínista og ein þeirra er sú sem ég drap á, frjálslyndur hægri femínismi, sem fjallar um það að jafn- rétti er frelsi einstaklingsins í reynd. Margrét Lára Má ég nefna dæmi af þremur konum sem eru í raunverulegum valdastöðum? Ég hef séð Margréti Thatcher í ham taka fulltrúa ráðherraráðs Atlantshafsbanda- lagsins eins og bekk óþægra mennta- skólastráka og nánast tukta með hand- töskunni. Ég tek fram að mér þótti til- komumikil sjón. Hún hafði alla yfir- burði. Hann var eins og þrútinn, rauður skólastrákur sem vissi varla hvað sneri upp eða niður. Ég hef átt orðastað við yfirburðakonu í stjómmálum sem heitir Gro Harlem Brundtland. Hún er með meiri þungavigtarköppum sem ég hef lent í. Eg hef séð Benazir Bhutto takast á við bandaríska vamarmálaráðherrann, sem hún gerði af ítrasta kvenlegum þokka, glæsilegri röksemdafærslu og gríðarlegum sjarma. Og hafði á vissan máta yfirburði. Staðreyndin er einfaldlega þessi: Stjómmálamenn em eins óhkir og þeir em margir, burtséð ífá kynferði. Megin- hlutinn af karlmönnum í pólitík em ótta- leg viðrini og hafa hvorki til að bera myndugleik, staðfestu eða stefnufestu. Þeir em bara á atkvæðaveiðum. Það em líka svona konur í pólitík. Valdið er ekki bara í pólitík. Meira að segja er það svo að allur þorri þátttak- enda i pólitrk er ekki sækjast eftír völd- um og kemur reyndar ekki nálægt neinu valdi. Svavar sagði að valdið væri nei- kvætt í hans huga sem stjómmálamanns, og hann skýrði þá skoðun ágædega, en ég er ósammála honum. í stjómmálum er ég að sækjast eftir völdum. Ég vil fá völd til þess að beita þeim, til þess að hafa áhrif og lít ekki á það sem neikvætt Ég lít á það sem markmið stjómmálabar- áttunnar. Mér finnst skorta á að konur hafi sóst eftír völdum. Ég viðurkenni að þær em ekki í sömu aðstöðu til að einbeita sér að því á sama hátt og karlmenn, vegna móðurhlutverks og jreirrar ábyrgðar sem þær em látnar bera á heimilisrekstri. Þjóðfélagið hefur ekki gengið nægi- lega langt til að jafna þennan mun. Vandinn hefur ekki verið leystur með einni saman löggjöf, viljayfirlýsingum og stefnumótun. Þessu þarf að fýlgja eft- ir með breytíngum á aðstæðum og hug- arfarsbreytingu kvenna sjálfra. Konur munu á komandi tímum reka endahnút- inn á þessa baráttu. Það munu engir færa þeim völdin á silfurfati. Þær munu gera það sjálfar. ■ ÉIÉS AÐALRÉTTIR hreindýrasteikur steiktar í salnum • rjúpur pönnusteiktar gœsabringur • villiktyddað jjallalamb villiandarsteik • svartfugl • hreindýrapottréttur súla • hreindýrabollur í títuberjasósu • skarfur gœsapottréttur • ogfleira Borðhald hefst kl. 20:00 Landsfrægir tónlistarmenn munu skemmta matargestum Dagskrá: Föstudag 3 nóv. Helga Möller & Magnús Kjartansson Laugardag 4. nóv. HelgaMöller &Magnús Kjartansson Sunnudag 5. nóv. Kristín EmaBlöndal & BrynhildurÁsgeirsdóttir Föstudag 10. nóv. Grétar Örvarsson & BjarniAra Laugardag 11. nóv. Anna Pálína &Aðalsteinn Ásbeig Sunnudag 12. nóv. Kristín Erna Blöndal & Brynhildur Ásgeirsdóttir Föstudag 17. nóv. Grétar Örvarsson & Bjami Ara Laugardag 18. nóv. Óákveðið Sunnudag 19■ nóv. Óákveðið SCANDIC LOFTLEIÐIR Borðapantanir í síma 5050925 eða 562 7575 Gestir verða sjáljkrafa þátttakendur íferðaleik Flugleiða ogG&G veitinga.. Dregið í lok nóvember. Einnig verða dregnir út tveir vinitingar á bvetju kvöldi 'Mjjswm m EFTIRRÉTTIR blábetjaostaterta • ostabakki heit eplabaka með rjóma • ogfleira Verðkr. 3.990 Föstudag20. okt. HélgaMöUer&Magnús Kjartansson Laugardag21. okt. HelgaMöller &Magnús Kjartansson Föstudag27. okt. Grétar Örvarsson & BjarniAra Laugardag 28. okt. Anna Pálína & Aðalsteinn Ásbeig

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.