Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 s k o ð a n i r MMIBIMl 21057. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Isafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ✓ Anægjulegt framtak Undanfamar vilcur hefur umræða um ffkniefhavandann tröllrið- ið fjölmiðlum landsins. Einhvemveginn hefur sú málvenja kom- ist á, að tala um þessi mál sem vanda unglinga einvörðungu. En auðvitað er það víðs fjarri öllum raunvemleika að hér sé á ferð- inni sérstakt unglingavandamál. Aukin fíkniefnanotkun í landinu er vandamál samfélagsins alls og af því læra bömin sem fyrir þeim er haft. Ánægjulegustu tíðindin úr þessari umræðu er hinsvegar það framtak framhaldsskólanema sem þeir nefna jafningjafræðslu. Það vekur nefnilega vonir um meiri árangur að unglingarnir fræði hver annan um skaðsemi vímuefna en að stjómvöld reyni að leysa vandann með boðum og bönnum sem hingað til hefur tíðast verið þeirra úrræði í þessum efnum. Talsmenn jafningja- fræðslunnar virðast nálgast þetta verkefni af skynsemi og raun- sæi. Þannig segir Sigurður Orri Jónsson formaður félags fram- haldsskólanema í samtali við Morgunblaðið í gær: „Við viljum ekki að jafningjafræðslan verði einhver bóla, sem springur eftir stuttan tíma. Við ætlum okkur að byggja verkefni upp á þann hátt að útbúið verði námsefni, framhaldskólanemar sjái um að fræða félaga sína og fræðslan haldi á fram um ókomin ár.“ Jafningjaffæðslan er samvinnuverkefni Félags framhaldsskóla- nema og menntamálaráðuneytis og er það vel. En unglingamir hugsa stærra og hafa nú gengið á fund borgarstjórans í Reykjavík og óskað eftir stuðningi og samvinnu við borgina um þetta verk- efni. Alþýðublaðið vill hvetja stjómendur ríkis og sveitarfélaga til að leggjast þungt á árar með framhaldsskólanemum við þetta verkefni, en gæta þess þó að fmmkvæðið og ábyrgðin verði jafn- an unga fólksins. Þannig er kannski von til að takast megi að skapa þá viðhorfsbreytingu gagnvart fíkniefnum sem nauðsynleg er til að halda vandanum í skeíjum. „Tuskudúkkan44 Teiknarinn snjalli, Sigmund Jóhannsson, hefur einstakt lag á því að sýna í fáum dráttum kjarna hvers máls. Sjaldan hefur kímni hans verið jafn nöturleg og sönn og í gær. Þá lagði hann út af fréttaviðtali í Alþýðublaðinu við Rannveigu Höskuldsdóttur forstöðumann á Bjargi þar sem hún sagði bull að Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra gæti ekkert aðhafst í Bjargsmál- inu. Á mynd Sigmunds má sjá Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra fela sig bakvið skrifborð og halda á loft tuskudúkku sem segir við forstöðukonu og heimilismenn á Bjargi: Það er ekkert bull, Rannveig mín, ég er nú bara tuskudúkka. Öllum er ljóst að niðurskurði og „hagræðingu" í heilbrigðis- málum er ekki stjórnað úr ráðuneyti Ingibjargar Pálmadóttur. Friðrik Sophusson er hinn eiginlegi yfirráðherra heilbrigðismála, þótt hann hafi einstakt lag á því að halda sig utan við deilur á op- inberum vettvangi. Ingibjörg Pálmadóttir gegnir þessvegna fyrst og fremst óþakklátu hlutverki sendiboðans. Hún ber sjálf ábyrgð á því hvemig komið er. Hana skortir alla festu - og ber því viður- nefni Sigmunds með rentu. ■ Foreldravandirm Undanfarið hefur verið uppi mikil umræða um meinta eiturlyfjaneyslu ungs fólks og vafalaust ekki að ástæðulausu. Kannabisneysla virðist allnokkur og nýtt eiturlyf hefur stung- ið sér niður þar sem E-taflan illræmda er á ferð. Það vitlegasta í umræðunni hingað til hefur komið frá Félagi framhaldsskólanema. Það hefur verið með tillögur um viðvarandi forvamar- Pallborðið | Magnús Arni Magnússon skrifar starf, unnið af ungu fólki með ungt fólk sem markhóp. Þetta hefur verið kallað jafningjafræðsla, þótt ég sem jafnaðarmaður verði að mótmæla þeirri nafngift, þar sem ég lít á alla menn sem jafningja og enga jafnari en aðra. Jafnaldrafræðsla hefði verið betri nafhgift. Aðrir hópar hafa verið meira í venjulegri kröfugerð á hendur öðrum en sjálfum sér. Talað hefur verið fjá- lega um ábyrgð ríkisvaldsins, ábyrgð skólakerfisins, ábyrgð lögreglunnar, ábyrgð dómsvaldsins. Menn hafa heimtað meiri peninga frá ríkinu f óskilgreindar forvarnir, krafist að- gerða kennara og skólayfírvalda í að innræta börnum skaðsemi eiturlyfja, menn hafa talað um linkind lögregl- unnar og svo vitaskuld hafa menn heimtað þyngri refsingar yfir eitur- lyfjasölum og smyglurum. Gamli góði hefndarhugurinn lætur sjaldan á sér standa á viðkvæmum stundum. En liggur lausnin við vandamálinu í ofangreindum þáttum? Það skyldi þó aldrei'vera að rót vandans lægi talsvert dýpra. Síðastliðin þrjátíu ár hefur ver- ið fjöldaflótti foreldra af heimilum landsins og út á vinnumarkaðinn. Hreiðrin hafa verið yfirgefm en ólíkt því sem gerist hjá fuglunum eru það foreldrarnir sem láta sig hverfa og skilja afkvæmin eftir ein og varpa ábyrgðinni af uppeldi þeirra á dag- mæður, fóstrur og kennara. Hún er ekki lítil ábyrgðin sem þeim starfs- stéttum er falin íyrir smánarlaun. Skólamir eru ekki í stakk búnir til að taka á sig siðferðlegt uppeldi bama, vegna þess að hlutverk þeirra er fyrst og fremst menntunarlegs eðlis og þannig á það að vera. Siðferðilegar fyrimiyndir bamanna verða því rapp- og rokkstjömur sem margar hverjar em djúpt sokknar í eiturlyfjaneyslu og djöfladýrkun og skjóta af sér hausana á sundurtættum hótelherbergjum. Svo þegar börnin fylgja fordæmi fyrir- myndanna er kallað á hefnd og ábyrgð dauðra ríkisstofnana. Ekkert þjóðfélag hefur þrifist, hvað þá blómstrað við þær kringumstæður að uppeldi bama sé ekki sinnt af til þess bærum aðilum, les: foreldrum. Það þjóðfélag sem telur sig ekki hafa efni á því í hégóma sínum og eftirsókn eftir vindi að ala upp bömin sín, vinn- ur hratt að því að grafa sér eigin gröf. Þess em engin dæmi í menningarsög- unni að heilar kynslóðir manna hafi falið vandalausum að annast uppeldi barnanna, hversu vel menntaðir í „uppeldisfræðum" viðkomandi vanda- lausir kunna annars að vera. Nefna má að vel stæðir Grikkir til forna fólu þrælum sínum uppeldi barnanna og hið sama gerðu auðugir plantekraeig- endur í suðurríkjum Bandaríkjanna fyrir þrælastríðið, en segja má að þessir uppalendur hafi nánast verið hluti af kjamafjölskyldunni og sömu einstaklingar látnir annast starfið öll uppvaxtarárin. En hvað er til ráða í dag? Er kannski komið að því að foreldrar þurfi að gera það upp við sig hvort þeir vilji fremur byggja einbýlishúsið eða sjá um að börnin þeirra komist ósködduð út í samfélag manna? Er komið að því að við neyðumst til að hætta kröfugerðunum á hendur öðmm og fara að horfa í spegilinn? Er eitur- lyfjaneyslan kannski ómeðvitað ör- væntingaróp vanræktrar kynslóðar lyklabama? Svari hver fyrir sig. Höfundur er varaþingmaður Aljjýðu- flokksins í Reykjavíkurkjördgemi „Það þjóðfélag sem telur sig ekki hafa efni á því í hégóma sínum og eftirsókn eftir vindi að ala upp börn- in sín, vinnur hratt að því að grafa sér eigin gröf." s a £EE a 1 1 f e b r ú a r Atburðir dagsins 1650 René Descartes, „faðir franskrar heimspeki“, deyr. 1896 Óperan La Boheme eftir Puccini frumsýnd í Turin. 1904 íslendingar öðluðust heima- stjórn; Hannes Hafstein varð iyrsti íslenski ráðherrann. 1935 Afengisbann afnumið á Islandi, en það hafði staðið síðan 1915. 1979 Ayatollah Khomeini snýr aftur til írans eftir 16 ár í út- legð. Afmælisbörn dagsins Valdimar Briem 1848, sálma- skáld. John Ford 1895, banda- rískur kvikmyndaleikstjóri, kunnastur fyrir vestra. Ciark Gablc 1901, bandarískur leik- ari og kvennaguli. Annálsbrot dagsins Geigleg, köld landfarsótt gjörir allvíða vart við sig norðan- lands, í hverri 3-4 á bæ og fleiri kunnu að leggjast í einu með höfuðverk og máttleysi. Þeir, sem í henni önduðust, lágu skamma hríð, en hinir áttu lengi í þessum kvellingum, áð- ur en þeim til fulls batnaði. Ketilsstaðaannáll 1781. Skattur dagsins Allir þeir, sem eigi eru svo rik- ir. að þeir eigi konungi vomm skatt að gjalda, þá kyssi þeir á rassinn á Óskubusku. Sögulok Vilmundar sögu viðutan. Málsháttur dagsins Þiggja skal þræls ráð, ef þörf reynist. Skyttur dagsins Guð er ekki hliðhollur fjöl- mennustu hersveitunum, heldur bestu skyttunum. Voltaire, 1694-1778, franskur heimspekingur. Orð dagsins Þeim, sem lífsins þunga ber þynuim stráða vegi, verður Ijúft að leika sér litla stund úr degi. Páll Árdal. Hann fæddist þennan dag fyrir 139 árum. Skák dagsins Rússinn Salov hefur hvítt og á leik í skák dagsins gegn Aust- urríkismanninum Klinger. Svartur hefur vanrækt að koma kónginum í skjól og er nú refs- að grimmilega. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hxe6+! fxe6 2. Dxe6+ Be7 3. Dg6+ Klinger gafst upp. Hvíti riddarinn skerst næst í' leikinn og taflið er tapað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.