Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r A að lögbinda lágmarkslaun Flestar kosningar eru buddukosn- ingar, segja sérfræðingar. Kjósendur velja með hliðsjón af veskinu; spum- ingin er: hvaða flokkur er líklegastur til að gera það þykkara? Ef hlustað er á þjóðarsálina má oft heyra spumingar á borð við: „Hvemig er ætlast til að maður lift á 55 þúsund króna taxtalaunum á mánuði?“ Von er að spurt sé. En raunveruleikinn er þrátt fyrir allt ekki alveg svo svartur. Skattakerfið hefur talsverð tekjujöfn- unaráhrif. H^bc^ðið | Um daginn skrifaði ég um hjónin Jón og Gunnu og skattana þeirra. Þau eiga tvö böm, 6 og 8 ára, og em að borga af húsbréfum 250 þúsund krón- ur á ári. Ef Jón og Gunna hafa hvort fyrir sig 55.000 krónur á mánuði í laun, Verða ráðstöfunartekjur heimilis- 'ihs ekki 110.000 krónur, heldur 132.276 krónur þegar tekið hefur ver- i§ tillit til barnabóta, bamabótaauka óg"váxtabóta. Skattkerfið skilar þeim því 20% kaupauka. Ef þau fengju nú ríflega kauphækk- un í prósentum talið, upp í 80.000 krónur hvort eða um rúm 45%, yrðu launin samtals 160.000 krónur, en ráð- stöfunartekjumar aðeins 150.281. Þær hækka því aðeins um tæp 14%. Þessu veldur hin nána tekjutenging sem er innbyggð í bótareglumar og sú stað- reynd, að skattprósentan hækkar með laununum. Einmitt á bilinu 55-80 þús- und krónur em jaðarskattar háir, sem þýðir að þar er enn erfiðara en á öðr- um bilum að afla aukakróna í budd- una. Þessi áhrif skattakerfisins fyrir venjulegt fjölskyldufólk gleymast yfirleitt í umræðunni; fólk einblínir á launatöluna sjálfa, en eins og sjá má, IÉg tel einfaldlega til góðs fyrir þróun atvinnu- lífs hér á landi til lengri tíma að ekki sé unnt að gera ráð fyrir hræódýru vinnuafli. Tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins — Laun '—“Ráðstöfunartekjur segir hún ekki alla söguna. Eins og sést á meðfylgjandi línuriti yfir laun fjölskyldunnar og ráðstöfunartekjur eftir skatt, fletur skattakerfið tekjustig- ann talsvert út. Þrefaldur launamunur, frá 100 til 300 þúsunda, skilar aðeins 68% aukningu ráðstöfunartekna, eða úr 128.694 í 215.829 krónur. Ég tel að það væri óráð að gera tekjustigann flatari en nú er. Jaðarskattar eru komnir að hættumörkum og jafnvel yfir þau. Hvað er þá til ráða fyrir þá sem lægst hafa launin? Fijálshyggjumenn myndu eflaust segja, að einmitt tekju- jöfnunaráhrif skattakerfisins korni „arðræningjunum" til góða; ríkið sé í raun að niðurgreiða launin íyrir vinnu- veitendur. Hví ekki að taka þá á orð- inu, nánast, og velta fyrir sér hug- myndinni um lögbundin lágmarks- laun, t.d. 75.000 krónur á mánuði fyrir dagvinnu? Það er satt og rétt, að lög- bundin lágmarkslaun hafa tilhneigingu til að ýta þeim út af vinnumarkaði sem af einhveijum ástæðum verða vinnu- veitendum of dýrir með því móti. En slík lögbinding hefur einnig ýmsa kosti. I fyrsta lagi er ekki ótrúlegt að ríkið hefði nokkrar tekjur af slíkri breytingu, vegna þess að niðurgreiðsla vinnulauna í gegn um skattakerfið minnkaði. Þessar tekjur væri unnt að nýta til að bregðast við vanda þeirra sem hugsanlega dyttu út af vinnu- markaði. (Þann varnagla hef ég við þessu að engar tölur eru fyrirliggjandi og úr því þarf að bæta.) í öðru lagi tel ég ein- faldlega til góðs fyrir þróun atvinnulífs hér á landi til lengri tíma að ekki sé unnt að gera ráð fyrir hræódýru vinnuafli. Við þurfum að beina kröftum okk- ar að því að þróa at- vinnugréinar þar sem vinnuaflið er ekki not- að í stað véla heldur er kjaminn í þeim virðis- auka sem verið er að selja. í þriðja lagi er ekki verið að tala um svo stórar upphæðir sem hlutfall af veltu, til dæmis í fiskvinnslu, að þær ættu að valda telj- andi erfiðleikum. í raun eru ekki margir starfsmenn á berstríp- uðum lægstu töxtum og upphæðin sem um er að ræða á hvem þeirra heldur ekki há. í fjórða og mikilvægasta lagi er þetta mál sem höfðar til réttlætis- kenndar fólks og sjálfsvirðingar, langt umfram þann peningalega kostnað sem af því hlýst. Lögbinding lágmarkslauna er að mínu mati umbótamál af því tagi sem Alþýðuflokknum væri full sæmd af að taka upp og beijast fyrir, nú á afmæl- isári flokksins og Alþýðusambands- ins. Og næstu kosningar verða líka buddukosningar. Eins og Ami Berg- mann segir: gáum að því. Höfundur er kerfisfræðingur og ritari FFJ. Heimasíða: http://www.if.is/~villi Margir sjálfstæðismenn munu vera orðnir afar óþreyjufullir eftir því að komast á landsfund flokks- ins, enda upplifa sannir flokksmenn þar miklar gleði- og sigurstundir í ákafri samheldni. Lands- fundinn átti sem kunnugt er að halda í haust, en var þá frestað og því borið við að ekki væri rétt að hann færi fram í skugga atburð- anna á Flateyri. Þá var rætt um að fundurinn yrði í staðinn settur á með hækkandi sólu snemma vors. Nú eru hins vegar komnar vomur á flokksfor- ystuna og eru menn farnir að ræða um að halda landsfundinn ekki fyrr en í haust - því er hvíslað að þetta yrði haft svona til að auðvelda Davíð Odds- syni forsetaframboð. Ýms- ir sjálfstæðismenn mega hins vegar ekki til þess hugsa að Davíð komist upp með að fresta lands- fundi, sem er æðsta valda- stofnun flokksins, í heilt ár. Eru menn farnir að rifja upp sögur af gamla Jósef Stalín sem hélt þing Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna 1934, en sá svo ekki ástæðu til að kalla það aftur saman fyrr en 1952, að átján árum liðnum. Þarf að taka fram að á þeim tíma hafði samsetning þingfulltrúa breyst allnokk- uð... Fyrir svona tveimur árum var mikil umræða um stöðu karla í vestrænu samfélagi. Mörgum fannst eins og karlar vissu ekki lengur sitt rjúkandi ráð og því þurfti ekki að koma á óvart þegar jafnréttisráð kom á laggirnar sérstakri karlanefnd til að skilgreina stöðu þeirra í nútímasam- félagi. Þetta hefur þótt gefa svo góða raun að að nú hefur verið ákveðið að framlengja líftíma nefndar- innar og skipa í hana upp á nýtt. Nefndarmennirnir sem fá það hlutverk að fylgja eftir ágætu starfi fyrri nefndar eru Sigurður Snævarr, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, Karl Steinar Valsson frá emb- ætti lögreglustjóra, Einar Sveinn Árnason frá menntamálaráðuneyti, Sigurður Svavarsson, framkvæmdastjóri Máls og menningar og Hjörleifur Sveinbjörnsson, fræðslu- fulltrúi BSRB, en hann er eins og flestir vita maður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson -TT5Z 994 l*iWo<W Im /Oot by ikMiuf Pmi SyndÍMie Blæjubíll! Blæjubíll! fimm á förnum vegi Eiga afreksmenn í íþróttum að hafa forgang um að fá ríkisborgararétt? Marólína Magnúsdóttir skrifstofumaður; Nei, af hveiju ættu þeir að fá það? Ólafur Steinarsson skrif- stofumaður: Nei, það finnst mér ekki. Auðbjörg Erlingsdóttir vegfarandi: Nei, þeir eiga ekki að hafa forgang. Gissur Ingólfsson vegfar andi: Nei, alls ekki. Filippía Guðbrandsdóttir röntgentæknir: Já, það er hið besta mál ef hægt er að flýta fyrir umsóknum þeirra. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Davíð Oddsson má að sönnu kalla Hábein heppna íslenskra stjórnmála. Lesendabréf í DV í gær. Tryggingarfélögin mynda fá- okunarhring, sem lætur sníða lög og reglur að þörfum sín- um, og raka saman fé í skjóli pólitískrar aðstöðu. Jónas Kristjánsson í leiöara DV í gær. Það er líka umhugsunarefni hvort við viljum að það sé fjárhagsgeta frambjóðenda sem ræður því hverjir bjóða sig fram þannig að það verði í framtíðinni sport fyrir þá ríku að fara í forsetaframboð. Unnur Stefánsdóttir í DV í gær. Öllum unnendum óperutón- listar líður eins og munaðar- leysingjum við þennan missi. Luciano Pavarotti óperusöngvari um bruna óperuhússins í Feneyjum. Mogginn í gær. Það er ávalt álitamái hversu nauðsynlegar kjarnorkutil- raunir eru. Forystugrein Morgunblaösins í gær. Og hvernig stendur á því að ótrúlega stór hluti þjóarinnar trúir á álfa, tröll og endur- holdgun? Þórhallur Magnússon í bréf til Morgun- blaösins í gær. fréttaskot úr fortíð Þegar slöngur svelta Slöngur geta soltið lengur en önnur dýr. Til eru frásagnir um það, að slöngum sé jafnaðarlega gefin fæða á 8 daga fresti, en stórar slöngur fá að- eins mat þriðju hverja viku. Ein slanga borðaði ekkert í 16 mánuði, en þá fékk hún sér líka væna máltíð. Hún gleypti nefnilega tvo grísi. Að því búnu lagðist hún fyrir og svalt í 6 mánuði. Alþýöublaðið sunnudaginn 21. júní 1936

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.