Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 4
ALÞYDUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1996 ¦ Eva Perón var ein áhrifamesta kona tuttugustu aldar og einnig sú umdeildasta. Aðdáendur hennar telja hana dýrling. Andstæðingar hennar líta á hana sem valdasjúka og einræðis- sinnaða konu sem aldrei hefði átt að komast til valda. Kolbrún BergþórsdóttirfjaWar um Evu Perón. Leikkonan se m va rð þ j ó ð a r - dýrI i ng u r Eva Duarte fæddist árið 1919 í litlu sveitaþorpi í Argentínu, ein fimm systkina sem öll voru óskilgetin og al- in upp í fátækt. Eva var einungis fjór- tán ára þegar hún hélt til stórborgar- innar Buenois Aires þar sem hún hugði á frama í kvikmyndaleik. Hún var reyndar vita hæfileikalaus en bjó yfír gífurlegum viljastyrk og ákveðni. Hennar aðferð við að koma sér á framfæri var að leggja lag sitt við valdamikla karlmenn sem í staðinn fyrir næturgreiða komu henni á fram- færi í skemmtanaiðnaðinum. Þessi sambönd stóðu aldrei lengur en nokkra mánuði og Eva stofnaði ein- ungis til þeirraí því skyni að vinna að frama sínum. Ást kom því ekkert við. Þegar Eva var orðin forsetafrú Arg- entínu var eitt fyrsta verk riennar að falsa fæðingarvottorð sín og önnur skjöl svo ekki yrði mögulegt að rekja vafasama slóð hennar um götur stór- borgarinnar. Þeim sem varð á að minnast á lauslátt líferni hennar hlutu að launum fangelsisvist, barsmíðar eða útlegðardóm. Sögufölsunin náði svo hámarki í ævisögum sem Perón- stjórnin lét skríbenta sína sjóða saman og byggðu á mærð og bulli. í einni þeirra er að fmna þessa setningu, sem er dæmigerð fyrir samsuðuna alla: „- Þetta er satt af því að Perón hershöfð- ingi sagði það, og einnig vegna þess að þetta er raunverulega sannleikur- inn". Leikkonan og hershöfðinginn Árið 1943 hitti Eva Duarte Juan ' Perón hershöfðingja. Hann var fjörtíu og átta ára gamall og hún var tuttugu og fjögurra ára. Þau hittust sama ár og herforingjaklíka sem Perón var hluti Eva ásamt eiginmanni sínum Juan. herrar, sagði hann. af tók völdin í Argentfnu. Perón varð verkamálaráðherra og verkalýðsfor- ingjar komust brátt að raun um að það borgaði sig að hlýða honum í einu og öllu vildu menn ekki eiga fangelsisvist á hættu. Perón tók að treysta völd sín með stofnun nýrrar verkalýðshreyf- ingar þar sem félagsmenn voru ófag- lærðir verkamenn, ,Jiinir skyrtulausu" eins og þeir voru kallaðir. Hann naut gífurlegra vinsælda þeirra á meðal og í baráttu sinni fyrir völdum treysti Per- ón á þennan hóp sem brást honum ekki. Árið 1945 var Perón orðínn hernað- BORGARSKIFULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK ¦ SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Til íbúa í Bústaða- og Smáíbúðahverfi Boðað er til fundar um byggingu leik- skóla fyrir Bústaða- og Smáíbúðahverfi, briðjudaginn 6. febrúar kl. 17.30 í Breiðagerðisskóla. Fjallað verður um endanlega staðsetningu á leikskóla í hverfinu. Borgarstjóri, formaður skipu- lagsnefndar og formaður stjórnar Dagvistar barna mæta á fundinum, auk forstöðumanns Borgarskipulags og borgarverkfræðings. Borgarskipulag og borgarverkfræðingur. Hún er mér meira virði en fimm ráö- armálaráðherra og varaforseti lands- ins. Hann var einnig valdamesti mað- ur landsins, fasisti af gamla skólanum og lýðskrumari eins og þeir gerast verstir. Þegar sendiherra Bandaríkj- anna í Argentínu sagði, eins og lá í augum uppi, að herforingjastjórn Arg- entínu væri ekkert annað en fasista- stjórn, var svar Peróns: „Einhverjir segja að ég sé að gera það sama og nasistar gerðu. Það eina sem ég vil segja er þetta: Ef nasistar gerðu það sama og ég er að gera þá fengu þeir réttu hugmyndina." Og þegar Perón frétti af aftöku Mussolinis sagði hann: „Mussolini var mesti maður þessarar aldar, en honum urðu á ákveðin ör- lagarík mistök. Ég, sem hef fordæmi hans fyrir augunum, mun fylgja í fót- spor hans en einnig forðast mistök hans." • Það voru þó nokkrir sem ekki vildu sjá Perón fylgja í fótspor Mussolinis og í október 1945 var hann sviptur embætti og handtekinn. Þá lét Eva Perón til sín taka. Hún hafði samband við áhrifamenn í hernum og verka- lýðsforingja sem Perón hafði komið til áhrifa, og sagði þeim að nú yrðu þeir að launa Perón stuðninginn og hugsa um hag alþyðunnar, sem hún sagði að hefði í Perón fundið mann sem væri tilbúinn að frelsa hana frá fátækt og eymd. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Mótmælagöngur og verkföll lömuðu landið og Perón var sleppt úr haldi. Fyrsta verk hans eftir að hafa endurheimt frelsið var að giftast Evu og síðan tilkynnti hann um forseta- framboð sitt. Ásamt Evu fór hann út á meðal fólksins með loforðalista þar sem al- þýðunni var heitið því að vinnutími yrði styttur, verkamenn skyldu fá hlut af ágóða fyrirtækjanna og einnig hét Eva Perón. Hún var grimm og kaldlynd kona en argentínsk alþýða leit á hana sem þjóðardýrling. hann að veita konum kosningarétt, en hið síðastnefhda var mikið baráttumál konu hans. Perón vann forsetakosningarnar, ekki eingöngu vegna þess að hann var lýðskrumari heldur vegna þess að hann gerði það sem lýðræðisöfl lands- ins gerðu ekki, en hefðu átt að gera; hann mætti alþýðunni með stefhuskrá þar sem hann lofaði úrbótum. Alþýð- an trúði honum. „Mig langar til að gelta" Eva Perón var nú forsetafrú Argent- ínu. Hún var hörkudugleg, metnaðar- gjörn, algjörlega húmorslaus, skap- mikil og ofstækisfull. „Án ofstækis verður engu náð fram," sagði hún eitt sinn og hún átti gnægð af ofstæki. Pól- itísk sannfæring hennar byggði á ein- faldri skiptingu; ást á þeim fátæku og hatri á þeim ríku. Andstæðingar hennar hötuðu hana, en fengu fáu áorkað í baráttu við valdamestu konu landsins. Eva var sú manngerð sem gat ekki fyrirgefið og þeir sem hún taldi sig eiga eitthvað sökótt við lentu á svarta listanum hennar, sem merkti einfaldlega að þeir misstu atvinnu sína, voru fangelsaðir eða sendir í útlegð. Það voru til ein- staklingar í Argentínu sem eyddu nokkrum árum í fangelsi vegna þess eins að þeir gleymdu að taka ofan þegar þeir stóðu fyrir framan mynd af Evu. Alþýðan flokkaðist ekki til and- stæðinga en til hennar dreifði Eva matvælum, lyfjum og peningum. Hún sendi ekki fulltrúa sína til þess heldur mætti sjálf. Margur verkamaðurinn átti henni líf sitt að launa. „Hún er mér meira virði en fimm ráðherrar," sagði Perón um konu sína, enda kom á daginn að þegar hún var ekki lengur við hlið hans þá brást gæf- an honum. Hún dýrkaði mann sinn, en það var reyndar borgaraleg skylda hvers manns í Argentínu þessara ára., ,AHt sem ég er, allt sem ég á, allt sem ég hugsa og allar tilfínningar rriínar tilheyra Perón," messaði hún í einu af þeim fjölda ávarpa sem hún steypti yf- ir þjóðina. „Hann er okkar guð, við getum ekki ímyndað okkur himnaríki án Peróns. Hann er sól okkar, loftið sem við öndum að okkur..." - Og þannig var haldið endalaust áfram í vitleysilegum ávörpum sem meirihluti þjóðarinnar virtist reiðubúinn til að meðtaka sem sannleika. Eva, sem alþýða manna nefndi hina blessuðu eða litlu guðsmóður, klædd- ist yfirleitt dýrasta fatnaði og bar gim- steina. Hún átti ekki í erfiðleikum með að útskýra það fyrir fátækri alþýðu. „Ég var einu sinni eins og þið eruð núna," sagði hún. „Ég hef tekið þessa skartgripi frá forréttindastéttunum ykkar vegna, ykkar allra vegna. Dag einn munuð þið erfa þessa fjársjóði. Þið munuð eiga föt eins og þau sem ég geng í. Öll barátta okkar byggist á því að eyða misréttinu sem er á milli ykkar og eiginkonum yfirmanna ykk- ar." Þetta hljómaði ofurvel. Laun alþýð- unnar höfðu verið hækkuð ogsjúkra- hús og heilsugæslustofnanir sem báru nafn Evu Perón risu víðs vegar;um landið, góðgerðarfélög í nafhi hennar útbýttu nauðsynjum meðal almenn- ings og hún lét byggja heimili fyrir einstæðar mæður, elliheimili og muh- aðarleysingjahæli. Æðstu yfirvöld landsins virtust aðeins eiga eitt mark- mið: að vernda og gæta alþýðunnar. Einn andstæðingur Perón stjórnarinnar sagði: „Ef við hefðum gert fyrir þá fá- tæku einungis brot af því sem Evita hefur gert þá hefði aldrei orðið neinn Perón og hún væri enn léleg leik- kona." „Við vorum vön einræðisherrum sem stjórnendum - miskunnarlausum, hrokafullum. En þessi Perón var önn- ur manngerð," sagði argentínskur námsmaður þessa tíma. „Hann var slóttugur, útsmoginn, tófrandi. Hann kom ekki fram í dagsljósið til að ganga frá mönnum. Hann vann vinnu sína, þögull og tortrygginn. Það var svo fátt sem við gátum bent á - allt sem hann gerði var gert í nafni lýð- ræðis og þjóðfélagslegra umbóta - en samt fundum við lyktina af illsk- unni..." f þessu landi ríkti hvorki málfrelsi né ritfrelsi. Þar var ekkert rúm fyrir þá sem leyfðu sér að.hafa aðrar skoðanir en þær viðteknu. Eftir sex ára valda- feril hafði Evu tekist að banna útgáfu eitthundrað dagblaða og tímarita. Það var mjög í takt við stefnu hennar sem endurspeglaðist í orðunum: „Ef ein- hver talar illa um stjórnina, látum hann fá það sem hann á skilið. Við skulum ekki reyna að telja um fyrir honum." Einstaka maður neitaði að vera gunga og lét í sér heyra, eins og Erne- sto Sammartino, stjórnarandstöðu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.