Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 þingmaður, sem reis upp til að mót- mæla afskiptum Evu af störfum þings- ins: „Við komum ekki hingað til að dansa eftir laglínum frú Pompadour,“ hrópaði hann. „Þetta er ekki nýtísku- legur næturklúbbur eða biðsalur í kon- ungshöll. Þetta er þing frjálsra manna og það ætti að vera ljóst að það á ekki að taka við skilaboðum úr dyngju ráðamanna." Daginn eftir var Sammartino á leið í útlegð til Montevideo. Annar stjómarandstöðuþingmaður Lisando de la Torre hlaut fangelsis- dóm vegna gagnrýni sinnar á Perón stjórnina. „Eg iðrast einskis," sagði hann, „ég myndi segja það sem ég sagði aftur. Ég er ekki eins mikill fangi í fangelsi eins og þeir sem em fyrir utan fangelsið í Argentínu.“ Þegar andstæðingar Perónstjómar- innar lýstu ástandinu í Argentínu sögðu þeir oft söguna af hundinum frá Chilé og hundinum frá Argentínu. Hundurinn frá Chile, sem var stöðugt soltinn og veikur, ákvað að fara til Argentínu þar sem alltaf var nóg að borða. Á landamærunum hitt hann argentínskan hund, hraustlegan og pattaralegan, sem var á leið til Chile. „Af hvetju em að fara til Chile þegar maturinn er svo góður í Argentínu?" spurði hundurinn frá Chile. „Það er einföld ástæða fyrir því,“ var svarið, „mig langar til að gelta.“ ingu á almannafæri. Lík Evu var smurt og þannig átti hún að varðveitast að eilífu. Við útför hennar tróðust sextán manns til bana og fjögur þúsund manns vom fluttir á sjúkrahús. Innan þriggja ára frá láti hinnar heittelskuðu eiginkonu hafði Perón verið steypt af stóli. Hin nýja herfor- ingjasstjórn reyndi að afmá öll um- merki um Evu Perón. Minnismerki um hana voru eyðilögð, myndir af henni og persónuleg skjöl hennar vom opinberlega brennd á báli en það tókst ekki að eyða minningu hennar úr hjörtum alþýðumanna sem höfðu myndir af henni á heimilum jafnvel þótt það varðaði handtöku. Lík hennar hvarf og fannst ekki í sextán ár og al- mennt var talið að herforingjastjómin hefði fahð það. Veggjakrot á opinber- um stöðum í Argentínu var flest á eina leið: „Skilið okkur Evítu.“ „Hvar er lík Evu Perón?“ Fyrrverandi forseta landsins sem hafði komist til valda - skörnmu eftir fall Peróns var rænt og hann síðan myitur í árangurslausri til- raun til að fá hann til að skýra frá því hvar lík Evu Perón væri falið. Lík Evu fannst árið 1971 í kirkju- garði á Ítalíu. Lík hennar var síðar flutt til Buenois Aires. Árlega streyma að leiði Evu Perón þúsundir manna sem h'ta svo á að hún hafi verið ein af hinum dýrmætu gjöfum Guðs til manna. Ofvitalegt bíó The Usual Suspects ________Bíóborgin____ ★★★★ Það er betra að rugla áhorfendur en láta þeim leiðast, er haft eftir Paul Schrader, handritshöfundi og kvik- myndaframleiðanda sem gagnaðist heilræðið raunar ekki betur en svo að hann er löngu útbmnninn. Vísast hef- ur hann verið að hugsa eitthvað á þessum nótum Bryan Singer, höf- undur The Usual Suspects, að minnsta kosti býr hann til bíómynd þar sem öllu er einhvem veginn snúið á hvolf __________I Egill Flelgason skrifar og upp á andskotann; maðurinn er klárlega ofviti og hann skemmtir sér við að setja fram alls kyns þrautir til þess eins að gefa misvísandi svör, vit- laus svör eða alls engin svör, þangað til enginn veit lengur hvaðan á sig stendur veðrið, ekki áhorfendur og allra síst sögupersónumar sem eigra um í holtaþoku. Myndin fer ógurlegar krókaleiðir frá því fimm hundvanir bófar em sett- ir í sakbendingu á lögreglustöð í New York - það er dæmigert að maður veit aldrei af hvaða sökum þeir lenda þama saman - og þangað til maður er látinn halda að allir séu dauðir, ógur- leg peningafúlga bmnnin upp til agna og hlass af kókaíni hafí liðast reykur upp í loftið. Þetta allt gengur yfír gátt- aða bófana eins og náttúmhamfarir, án þess þeir fái rönd við reist; þeir eru eltandi villuljós út um dýjamýri sem engan endi tekur, en yfir öllu sveimar ógurlegur brellumeistari, ósýnilegur undirheimakóngur ungverskrar ættar (eða var það tyrkneskrar?), svona ný- móðins útgáfa af Moriarty prófessor eða Gula skugganum. Það hefur eng- inn séð hann, það hefur enginn vitn- Eva, við dauðans dyr, kýs í forseta- kosningunum 1951. Dýrlingur deyr Árið 1951 þegar Perón bauð sig fram til endurkjörs stóð til að Eva yrði varaforsetaefni hans. En þá hljóp óvænt snuðra í þráðinn. Hemum þótti nóg um áhrif frúarinnar og Perón var gert fyllilega ljóst að ef til þessa kæmi myndi herinn fremja valdarán. Eva varð að víkja. En nú var öllum ljóst að Eva, sem aldrei hafði verið heilsu- hraust, væri orðin fársjúk. Hún lét það þó ekki aftra sér að beijast fyrir endur- kjöri manns síns og hélt fjálglegar ræður af sjúkrabeði sínu. Þegar kom að kosningum kjörkassi borinn að sjúkrabeði hennar. Þegar hún hafði greitt atkvæði og menn bám kjörkassann gegnum ganga og dyr sjúkrahússins mættu þeim konur sem teygðu út hendur sínar til að koma við kassann sem Eva hafði snert. Fyrir þeim var hann orðinn helgidómur. Eva var með krabbamein og hún var að deyja. Alþýðukonur krupu grátandi á götunni fyrir utan sjúkra- húsið þar sem hún lá og báðu fyrir dýrlingi sínum. Hvað sem segja má um Evu var hún hugrökk kona og hún bjó sig nú undir dauðann. Hún gaf fátækum skartgripi sína og gerði erfðaskrá sína, þar sem sagði: „Að lokum vil ég að allir viti að ef ég hef gert rangt þá gerði ég það vegna ástar og ég vona að Guð dæmi mig ekki vegna hins ranga sem ég gerði, eða vegna galla minna, eða synda minna sem voru margar, heldur vegna ástarinnar sem hefur gagntekið líf mitt. Hinstu orð mín verða þau sömu og hin fyrstu: „Ég vil lifa að eilífu með Perón og þjóð minni.“ Eva Perón lést 26. júlí 1952, ein- ungis þrjátíu og þriggja ára gömul. Argentínska þjóðin lagðist í hysteríu- kennda sorg. Þeir sem ekki gleymdu sér í sorginni fengu bágt fyrir. Þannig var ungur ntaður handtekinn fyrir að hlæja í strætisvagni og dæmdur í þrig- gja ára fangelsi fyrir að sýna óvirð- Alþýðuflokkur Kópavogs Opinn fundur með Jóni Baldvini Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks íslands og foringi stjórnarand- stöðunnar verður frummælandi og gestur á opnum fundi um horfur og umbrot í stjórnmálum líðandi stundar, í boði Alþýðu- flokks Kópavogs, mánudaginn 5. febrúar 1996 klukkan 20.30. Tæki- færi gefsttil beinna spurninga. Fundurinn er haldinn í félags- heimili Alþýðuflokks Kópavogs, Hamraborg 14a (2 hæð, t.h.) og er opinn öllum áhugamönnum um stjórnmál. Félagsmenn eru sérstaklega boðnir velkomnir og hvattir til þess að mæta. Ókeypis kaffi og pönnukökur. Stjórnin. Austurland Össur og Hrafn á Egilsstöðum Félag jafnaðarmanna á Fljótsdalshéraði heldur op- inn fund fimmtudaginn 1. febrúar klukkan 20.00 í Menntaskólanum á Egils- stöðum. Össur Skarphéðinsson al- þingismaður og Hrafn Jök- ulsson ritstjóri ræða stjórnmálaviðhorfið. Allir velkomnir I„Yfir öllu sveimar ógurlegur brellumeistari, ósýnileg- ur undirheimakóngur ungverskrar ættar (eða var það tyrkneskrar?), svona nýmóðins útgáfa af Moriarty prófessor eða Gula skugganum." eskju um hveijir eru leiguþý hans, en stærsta brellan er að það veit enginn hvort Keyser þessi Söse er yfirleitt til - því líkt og segir í myndinni: „Glæsi- legasta bragð djöfulsins er að hafa sannfært heiminn um að hann sé ekki til.“ Allt er þetta sniðuglega öfugsnúið og undir það síðasta er maður í raun engu nær: hver dó og hver lét vera að deyja? Það er ekki hirt um rökrétta framvindu eða sögulok, hveiju laginu af öðru er flett ofan af til þess að láta niann uppgötva að það er enginn kjami; það er hola í miðjunni en það gerir ekkert til - það sem er utan á hefur svo ansi fínan stæl. í framhjáhlaupi: Titillinn á mynd- inni, sem á íslensku er hægast að nefna Góðkunningjar lögreglunnar, er í reynd lærð tilvísun í kvikmyndasög- una: þessi orð sagði Claude Rains við Humphrey Bogart þegar þeir hrapparnir tveir gengu arm í arm af vettvangi í dásamlegu lokaatriði Casablanca. Hafnarfjörður Fundir bæjarmálaráðs Alþýðuflokksins Bæjarmálafundir Alþýðuflokks Hafnarfjarðar verða ann- að hvert mánudagskvöld og hefjast kl. 20.30. Kynnt og rædd verða málefni líðandi stundar. Húsið verður opn- að þátttakendum kl. 20.00. Skyldumæting er hjá stjórn- ar- og félagsfulltrúum og nefndarfólki. Þá er annað Al- þýðuflokksfólk og stuðningsfólk flokksins jafnframt hvatt til að mæta. Næsti fundur verður mánudaginn 5. febrúar. Bæjarmálaráð Alþýðuflokks Hafnarfjarðar \ Wesk W % M jÖ fðHr m. il Jón Baldvin Hrafn Lúðvík Bergsteinn §Jafnaðarmenn á Suðurlandi Fundur í Kaffi Lefolii, Eyrarbakka, laugardaginn 3. febrúar klukkan 15. Ávörp: Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins Hrafn Jökulsson ritstjóri Lúðvík Bergvinsson alþingismaður Fundarstjóri: Bergsteinn Einarsson framkvæmdastjóri Dagskrá nánar auglýst síðar. Alþýðuflokkurinn á Suðurlandi. Alþingismenn Alþýðuflokksins Viðtalstímar Næstkomandi fimmtudag, 1. febrúar, verður Rannveig Guðmundsdóttir for- maður þingflokks Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands með við- talstíma á skrifstofum flokksins, Hverfis- götu 8-10, frá klukkan 10 til 13. Þeir sem vilja panta tíma, hafi samband við Kolbrúnu Högnadóttur í síma 552 9244 Þingflokkur Alþýðuflokksins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.