Alþýðublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 1
Föstudagur 22. mars 1996 Stofnað 1919 46. tölublað - 77. árgangur r ■ Rannveig Guðmundsdóttir og Arni Mathiesen deila á þingi Hvorki frjálslynt né framfarasinnað / - segir Rannveig um frumvarp félagsmálaráð- herra. Stefna Alþýðu- flokksins í málinu er skýr. Til harðra orðaskipta kom á milli Rannveigar Guðmundsdóttur og Arna Mathiesen, Sjálfstæðis- flokki, á Alþingi í gær. Þegar Rannveig steig úr pontu eftir að hafa rætt um frumvarp félagsmála- ráðherra um stéttarfélög og vinnu- deilur kvaddi Árni sér hljóðs og auglýsti eftir stefnu Alþýðuflokks- ins í málinu. „í hverju málinu á fætur öðru hefur Alþýðuflokkurinn enga skoðun,“ sagði Árni. „Nú í umræð- um um stéttarfélög og vinnudeilur þá hefur hann enn einu sinni enga skoðun. Eða þorir hann ekki að segja sína skoðun? Þorir hann ekki að segja að hann sé meðmæltur frumvarpinu eða þorir hann ekki að segja að hann sé á móti því?“ Rannyeig svaraði því til að þessi athugasemd kæmi sér á óvart. „Ef einhver flokkurinn hefur þorað að hafa skoðun á hlutunum þá er það Alþýðuflokkurinn", sagði hún. Rannveig benti á að þar sem frumvarpinu hefði verið varp- „Hafi þingmaöurinn úthald til að sitja undir þeirri umræðu sem á eftir að fara fram, þá mun honum ekki blandast hugur um afstöðu Al- þýðuflokksins," sagði Rannveig við Árna Mathiesen sem auglýst hafði eftir stefnu Alþýðuflokksins. að inn á þingið með litlum fyrir- vara hefði hún engan veginn, í þessari fyrstu ræðu sinni um mál- ið, getað komið á framfæri til þingheims afstöðu Alþýðuflokks- ■ Heitar umræður á þingi um frumvarp félagsmálaráðherra Stjórnarandstaðan samstíga í andstöðu við frumvarpið Össur Skarphéðinsson: Framsóknarflokkurinn orð- inn að erfðabreyttri lífveru „Félagsmálaráðherra hefur á einum sólarhring unnið það afrek að sam- eina, ekki einungis stjórnararidstöð- una, heldur einnig verkalýðshreyfing- una,“ sagði Össur Skarphéðinsson í viðtali við Alþýðublaðið um þá hörðu andstöðu sem frumvarp félagsmála- ráðherra um stéttarfélög og vinnudeil- ur hefur mætt. Össur sagði á þingi í gær að Fram- sóknarflokkurinn hefði gengið til kosninga undir kjörorðinu Fólk í fyrir- rúmi, en á einni nóttu hefði flokkurinn orðið fýrir eins konar stökkbreytingu. Héðan í frá ætti helst að ræða um hann undir liðnum erfðabreyttar líf- verur. Heitar umræður eru á þingi um frumvarp félagsmálaráðherra og í gær hittist stjómarandstaðan á fundi þar sem frumvarpið var rætt. Stjómarand- stæðingar sem blaðið náði tali af voru á einu máli um að stjómarandstaðan væri í meginatriðum samstíga í and- stöðu sinni við ffumvarpið. „Menn eru kannski ekki á sama máii um einstök efnisatriði ffumvarps- ins eða útfærslur en í meginatriðum eru menn sammála," sagði Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður Alþýðu- bandalags. „Á fundinum ríkti skiln- ingur á grundvelli þessa máls. Sá grundvöllur snýst um það að hér er verið að setja lög þvert ofan í vilja samtaka launafólks.“ „Það sem veldur því að Alþýðu- flokkurinn getur fyrir sitt leyti ekki samþykkt frumvarpið er ekki efni þess, heldur hvemig það varð til,“ seg- ir Össur Skarphéðinsson. ,,Frumv;irpið er sett fram skyndilega á miðju samn- ingaferli verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda um samskiptareglur. Alþýðuflokkurinn er á þeirri skoðun að bæta þurfi samskiptareglur á vinnu- markaði. Við teljum að það þurfi að búa svo um hnútana að hagsmunir ör- fámennra starfshópa hafi ekki forgang umfram almannahagsmuni. Ég tel að örfáir hópar sem hafi miklu hvassari verkfallsbrand en heildarsamtökin eigi ekki að fá að njóta þess með þeim hætti að þeir geti, eftir að samningum er lokið, kliffað upp eftir bakinu á fé- lögum sínum og fengið hærri laun. Þessu þarf að breyta.“ „Ymislegt í frumvarpinu er út af fyrir sig til bóta,“ segir Össur, „en staðreyndin er þessi; málaflokkurinn er þess eðlis að ekki er hægt að setja lög um hann nema fullkomin sátt sé um það milli þeirra tveggja aðila sem eiga að leika eftir reglunum." Össur um andstöðuna við frum- varp Páls Péturssonar: Félagsmála- ráðherra hefur á einum sólarhring unnið það afrek að sameina, ekki einungis stjórnarandstöðuna, held- ur einnig verkalýðshreyfinguna. ins til hinna ýmsu greina frum- varpsins. „Hins vegar get ég sagt það hér og nú að eins og þetta frumvarp liggur fyrir þá er ég gjör- samlega andvíg því,“ sagði hún. Rannveig sagði jafnframt að ekki hvarflaði að sér annað en að í frumvarpinu fyndust ýmis atriði sem sjálfsagt væri að styðja þótt ekki væri hægt að styðja frum- varpið í heild. „Þetta frumvarp eins og það liggur fyrir er ekki stutt af Alþýðu- flokknum. Það er mín yfirlýsing hér og ég er sannfærð um það, að þegar við þingmenn Alþýðuflokks- ins höfum lokið ræðum okkar um þetta mál, og hafi þingmaðurinn úthald til að sitja undir þeirri um- ræðu sem á eftir að fara fram, þá mun honum ekki blandast hugur um afstöðu Alþýðuflokksins," sagði Rannveig. Árni sagðist fagna því að Rann- veig hefði kveðið upp úr með af- stöðu Alþýðuflokksins til þessa máls. Hann sagði að nú lægi ljóst fyrir að Alþýðuflokkurinn sigldi ekki lengur undir því flaggi sem hann hefði viljað sigla; að vera frjálslyndur og framfarasinnaður flokkur heldur sigldi hann undir flaggi afturhalds og vinstri stefnu eins og Alþýðubandalagið. Rannveig sagðist fyrirgefa þess- um unga þingmanni viðbrögð hans. Hún sagðist telja víst að hann væri ekkert um of hrifinn af frumvarpinu þar sem það væri hvorki frjálslynt né framfarasinn- að. „Alþýðuflokkurinn er, hefur verið og mun halda áfram að vera framfarasinnaður umbótaflokkur," sagði Rannveig og bætti við að það ætti þingmaðurinn sannarlega eftir að verða var við á kjörtíma- bilinu. Prjár konur stórar: Edda Þórarinsdóttir, Helga Bachmann og Halla Margrét Jóhannesdóttir Yndislegur texti og bullandi húmor - segir Helgi Skúlason leikstjóri um Þrjár konur stórar Kjallaraleikhúsið frumsýnir á sunnudag, Þrjár konur stórar, nýlegt leikrit eftir Edward Albee sem fengið hefur Pulitzerverðlaun. Verkið Qallar vissulega um þijár merkar og stórar konur; eina 92 ára mikla kanónu og skemmtilega, aðra 52 ára og þá þriðju 26 ára. Edward Albee hefur sagt að með verkinu sé hann að gera upp æsku sína og uppvöxt. Hann skrifar um móður sína og heimilislífið, sem ekki var alltaf í himnalagi. Konan sú átti mjög litríka ævi, fulla af sögum. Þannig segir Helgi grunn- tóninn. „Svo fer hann að velta fýrir sér hvaða Kfsskeið sé ánægjulegast; að vera unglingur, að vera á miðjum aldri eða hvort hamingjuárin séu þegar maður er kominn að leið- arlokum." Helgi, sem síðast leikstýrði Amadeusi í Þjóðleikhúsinu fyrir 14 ámm, segist ekkert sérstaklega vera á leiðinni inn í leikstjórastéttina aftur heldur hafí hann hrifist af þessu verki, að það sé af því tagi leikrita sem heilli hann. „Þetta er ekki dans- og söngvaleikrit heldur yndislegur texti, vits- munaleg umræða ásamt átökum, bullandi húmor og sprelli." ■ Skoðanakönnun um forsetaefni Guðrún Pétursdóttir hefur mest fylgi - næstir henni koma Ólafur Ragnar Grímsson og Pálmi Matthíasson Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem gerð hefur Guðrún Pétursdóttir mest fylgi þeirra sem eru orðaðir við framboð til embættis forseta Islands. Könnunin var gerð í byijun mars og spurði Gallup slembiúrtak kosninga- bærra íslendinga hvem þeir vilji að verði næsti forseti Islands. Tæplega 60 af hundraði úrtaksins voru óákveðin og verður að telja það eðlilegt í ljósi þess að aðeins tveir einstaklingar hafa lýst yfir framboði í kosningunum í vor. Um 100 einstaklingar sögðu að þeir vildu að Guðrún Pétursdóttir yrði næsti forseti, eða 13 prósent. Guðrún hefur nokkurt forskot á næsta forseta- efni sem er Ólafur Ragnar Grímsson. Hann fékk 6,1 prósent. I þriðja sæti er séra Pálmi Matthíasson með 5,4 pró- sent, en Davíð Oddsson var f fjórða sæti með 4 prósent tilnefninga. Guð- rún Agnarsdóttir fékk 2,7 prósent í fimmta sæti. Aðeins einn úr úrtakinu nefndi Rafn Geirdal, eina manninn sem auk Guðrúnar hefur lýst yfir framboði. Skoðanakönnunin leiðir í sljós að Guðrún Pétursdóttir hefur svipað íýlgi meðal karla og kvenna. Sama má segja um Ólaf Ragnar Grímsson og Pálma Mattníasson. Á hinn bóginn styðja karlar fremur en konur Davíð Oddsson og konur styðja Guðrúnu Agnarsdóttur fremur en karlar. Þá fær Guðrún Pétursdóttir nokkuð jafnt fylgi úr öllum aldurshópum að þeim elsta undanskildum, en annar hver sem tekur afstöðu og er á aldrin- um 55 til 75 ára nefnir hana. Fylgi Ól- afs Ragnars Grímssonar eykst nokkuð með aldri, en fylgi Pálma Matthías- sonar kemur aðallega frá þeirn sem em á aldursbilinu 18 til 34 ára. Fylgi Davíðs Oddssonar og Guðrúnar Agn- arsdóttir kemur nokkuð jafnt úr mismunandi ald- urshópum. Þá er athyglis- vert að Guðrún Pétursdóttir fær hlutfallslega meira fylgi af lands- byggðinni en höf- uðborgarsvæðinu. Á hinn bóginn fá Ólafur Ragnar Grímsson og Guð- rún Agnarsdóttir fylgi sitt hlutfalls- lega fremur af höfuðborgarsvæðinu. Fylgi Pálma Matthíassonar og Davíðs Oddssonar skiptist hlutfallslega jafnt á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Guðrún Péturs- dóttir nýtur meira fylgis meðal þeirra sem eru komnir á efri ár en hinna yngri og meira fyigis á lands- byggðinni en í höfuðborginni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.