Alþýðublaðið - 22.03.1996, Side 6

Alþýðublaðið - 22.03.1996, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 22. MARS 1996 I a b o ð Ungir jafnaðarmenn Sambands- stjórnarfundur SUJ Að þessu sinni hyggjast ungir jafnaðarmenn leggja land undir fót og halda sambandsstjórnarfund norðan heiða, á Akureyri. Jafnframt verða fundahöld í skólum og fyrir- tækjum með þingmönnum flokksins. Drög að dagskrá Fimmtudagur: 21. mars 16:00: Kappræður í Menntaskólanum milli Guðmundar Árna Stefánssonar og Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar. Fundir í fyrirtækjum með þingmönnunum Guðmundi Árna Stefánssyni og Lúðvíki Bergvinssyni og formanni SUJ, Gesti G. Gestssyni. Föstudagur: 22. mars 14:00: Langferðabifreið leggur af stað frá Alþýðuhúsinu. Fundir í fyrirtækjum. 20:30: Koma á Akureyri. 21:00: Móttaka og kvöldverður. 22:30 - Hið gróskumikla næturlíf höfuðstaðar Norður- lands kannað. Laugardagur: 23. mars 11:00: Sambandsstjórnarfundur. 13:00-14:00: Hádegisverður. 16:00: Opinn stjórnmálafundur með þingmönnunum Sighvati Björgvinssyni, Rannveigu Guðmundsdóttur og bæjarfulltrúanum Gísla Braga Hjartarsyni, á veitinga- . húsinú Við Pollirm 19:00: Kvöldverður á veitingahúsinu Greifanum. Afgangurinn af næturlífinu rannsakaður. Sunnudagur: 24. mars 13:00 Menningarferð í Listagilið undir leiðsögn Alfreðs Gíslasonar, formanns menningarmálanefndar Akureyr- arbæjar. 16:00: Brottför. Verð pr. mann er einungis 3000 kr. með rútuferð og gist- ingu. Gist verður í orlofsíbúðum. Þeir sem ætla með, óháð því hvort þeir eru í sambandsstjórn eða ekki, skrái sig hjá Þóru í síma 552 9244 eða 552 1979. Alþýðuflokkurinn í Vestmannaeyjum Alþýðuflokkurinn í Vest- mannaeyjum boðar til fundar laugardaginn 23. mars klukkan 17.00, sem haldinn verður á HB pöbb, Heiðarvegí 1. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður mætir á fundinn. Fundarefni Þjóðmálin - Bæjarmálin - Starfið framundan - Önn- ur mál. Stjórnin ■ Kynnningarfundur Richard Wagner Verband Island á þriðjudaginn í Norræna húsinu Wagner reyndi að stauta sig fram úr íslenskunni - segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur sem heldur erindi um norrænarfornsagnir í Þýskalandi fýrirtíma Wagners Þriðjudaginn 26. mars verður haldinn kynningarfundur í Nor- ræna húsinu á vegum Richard Wagner félagsins á Islandi eða Ri- chard Wagner Verband Island eins og það kallast á þýsku. Er ætlunin meðal annars að leitast við að skýra á hvaða hátt skáldið nýtir sér íslenskar fornbókmenntir við sköp- un eigin listaverka. Alþýðublaðið tók forskot á sæl- una og hafði tal af Árna Björns- syni þjóðháttafræðingi. Árni svar- aði því fyrst hvort Wagner hefði þekkt fornritin vel: „Já, hann þekkti dálítið af þeim^Það var bú- ið að gefa út slitur af aðallega Eddukvæðum og Snorra-Eddu töluvert áður en hann fæddist. Um það leyti sem hann fer að semja fjórleikinn, Niflungahringinn, kemur út mjög góð útgáfa á ís- lensku með Eddukvæðum og Snorra-Eddu þar sem fylgdi þýsk þýðing. Wagner hefur greinilega reynt að stauta sig fram úr íslensk- unni en hann hafði líka þessa þýsku þýðingu Karl Zimmer. Hann hefur breytt dálítið um bragarhátt í textanum eftir að hann sá ritin á frummálinu. Þannig að það er greinilegt að hann lá töluvert í þessu.“ segir Árni og bætir við að fyrst hafi Wagner bara þekkt þýsku fornkvæðin, sem eru yngri en þau íslensku, en fært sig nær ís- lensku kvæðunum eftir að hann komst í kynni við þau. Hin árlega Góugleði Alþýðuflokksfélags Kópavogs Verður haldin 29. mars klukkan 19:30. Þeir sem vilja taka þátt og ekki hafa tilkynnt sig eru beðnir að gera það hið fyrsta: í síma 554 3603, 551 3790 eða 846 3753 Hreinn. Eða í síma 564 3227, 897 3227 Baldvin Nefndin Bæjarmálaráð Al þýð u flokks Hafnarfjarðar Fundir bæjarmálaráðs flokksins eru í Alþýðuhúsinu annan hvern mánudag og hefjast kl. 20.30. Húsið er opnað kl. 20.00. Áfundunum eru bæjarfulltrúar, fulltrúar stjórna og félaga flokksins, fólk í nefndum á hans vegum, flokksfólk og annað stuðningsfólk. Á þeim eru kynnt og rædd nál- efni líðandi stundar sem og ann- að er ástæða ertil á hverjum tíma. Næsti fundur ráðsins verður mánudaginn 1. apríl. Wagner hefur breytt dálítið um bragarhátt í textanum eftir að hann sá ritin á frummálinu, segir Árni Björnsson. Wagner hefur haft ágætan skiln- ing á inntaki fornritanna að sögn Árna, enda hafði hann ágæta þýska þýðingu sér til hliðsjónar. Hins vegar smíðaði hann sinn eigin heim upp úr ritunum; goðsögunum og hetjusögunum. „Hann notaði mest fjögur rit, Völsungasögu, Eddukvæðin, Snorra-Eddu og Þið- rikssögu af Bern,“ segir Árni og telur of langt mál að fara út í hvernig hann notaði sér ritin, en bendir á að það megi sjá ýmis mót- ív úr ritunum sem Wagner hefur sett í eigin verk, eigin vef. Auk Árna Björnssonar eru fyrir- lesarar á fundinum Þorsteinn Gylfason sem fjallar um braglist skáldsins og Jóhannes Jónasson sem talar um Wagner og Þiðreks- sögu. Alþýðublaðið - minna en Mogginn

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.