Alþýðublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 22. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐHD 7 m i i n n i i n sJ + Minning Ragnhildur Óskarsdóttir (Róska) ■ Halldór Björn Runólfsson skrifar Ekki virðist vanþörf á endurmenntun í listheiminum „Það er einmitt tilefnislaus rætnin og móður- sýkin í garð okkar listfræðinga sem gerir útbrot Kristbergs svo gamaldags og heimskulegt sem raun ber vitni. Hann virðist uppfullur af því glórulausa ofsóknarjastri sem forðum daga ein- kenndi heilaspunann í listalífinu..." Um daginn var ég hvattur til að skýra út fyrir lesendum Alþýðu- blaðsins hver Gustav Mahler væri, sá sem ég nefndi í pistli um mynd- list á ári endurmenntunar, þriðju- daginn 5. mars. Vinkona mín-sem er myndlistarmaður taldi nefnilega eins víst að margir kollegar hennar tækju tónskáldið fyrir einhvern „Gústa málara“ úti í gæ og mundu þar með væna mig um að gera lítið úr Georgi Guðna. í grandaleysi mínu taldi ég af og frá að nokicur gæti verið svo vitlaus en brosti um leið með sjálfum mér að orðheppni hennar og þeirri fásinnu að ein- hverjum yrði það á að taka Gustav Mahler fyrir „einhvern Gústa mál- ara“. En nú er ég hættur að brosa með sjálfum mér. í staðinn leyfi ég mér að hlæja dátt. Vinkona mín hitti nefnilega naglann á höfuðið. Krist- bergur Pétursson datt í þann fúla- pytt í Alþýðublaðinu í gær að vita ekki hver „einhver" Gustav Mahler var og taldi mig því vera að sneiða að Georgi Guðna með því aðlíkja honum við tónskáldið austurríska. Á eftir fór endemisþvæla í formi misskilinnar hetjuvarnarræðu þar sem Kristbergur hoppaði um rit- völlinn eins og Riddarinn sjónum- hryggi þegar hann hélt sig vera að bjarga Dulcineu hinni fögru. Lista- maðurinn hefði ekki getað gert sig hallærislegri þótt hann hafði látið birta af sér mynd í blaðinu með klofna raksápuskál á hausnum. Georg Guðni veit hins vegar ósköp vel hvað það þýðir að vera nefndur í sömu andrá og tónskáld- ið og hljómsveitarstjórinn sem upphóf hina rómantísku symfóníu svo ekki varð lengra haldið á braut Haydns og Beethovens. Ástæðan fyrir samlíkingunni eru endalaus blæbrigðin í verkum beggja, end- urtekningin og rómantísk uppguf- un formsins. En ég hefði eflaust einnig getað líkt Georgi Guðna við Anton Tsjekov eða Edvard Munch - tvo samtíðarmenn Mahlers - sem sömuleiðis afgreiddu hefðina með því að leiða hana til lykta. En það má einu gilda. Kristbergur hefði bara skrifað „einhver Tsjekov" eða „einhver Munch“ og eftir sem áður talið mig vera að vega að ágæti Guðna. Aðalatriðið var hvort sem er að tuskast við mig hvað sem það kostaði. En það er einmitt tilefnislaus rætnin og móðursýkin í garð okkar listfræðinga sem gerir útbrot Krist- bergs svo gamaldags og heimsku- legt sem raun ber vitni. Hann virð- ist uppfullur af því glórulausa of- sóknarjastri sem forðum daga ein- kenndi heilaspunann í listalífinu. Samkvæmt þeirri speki voru list- fræðingar uppspretta alls sem mið- ur fór í íslenskri list. Væri það ekki fyrir afskiptasemi þeirra töldu ófáir listamenn sig geta blómstrað óhindrað allir sem einn. Niðurstað- an er alhæfing, barnaleg og svart- hvít: Á meðan sérhver listamaður er hafinn yfir grun og gagnrýni eru listfræðingar allir af hinu vonda. Og Kristbergur er nær því að takast á loft af mærðarlegum belg- ingi þegar hann alhæfir um innsæi sitt og sinna. Samkvæmt heima- smíðaðri kenningu hans „...eru listamenn enn sem fyrr í skýrum og rökföstum tengslum við veru- leikann í túlkun og endurspeglun á honum". Það er hins vegar vandi okkar listfræðinganna að sjá ekki hvað þetta samband er fínt og pott- Gustav Mahler þétt. I öllu ímyndunarfylliríinu hvarflar það aldrei að Kristbergi að sitt gæti hverjum sýnst. I gífur- yrðum sínum um listamenn og list- fræðinga spyr hann sig aldrei hvort hann tali fyrir munn annarra en sjálfs sín. Eg vil benda honum á það í fyllstu einlægni að það sem vakti reiði hans eru eingöngu mín- ar eigin skoðanir. Ég er ekki svo bólginn að telja mig geta talað fyr- ir munn allra kollega minna. Ég þykist jafnvel vita að sumir þeirra taki ekki undir með einni einustu af skoðunum mínum. Ég þykist jafnvel vita að sumir þeirra taki ekki undir með einni einustu af skoðunum mínum. Árásir hans á listfræðinga í fleirtölu eru því með öllu tilefnislausar. En Kristbergur er heldur enginn málsvari sinna kollega. Honum er óhætt að sleppa hetjubelgingnum en reyna í staðinn að ná skýrum og rökföstum tengslum við veruleik- ann, svo notuð séu hans eigin orð. Tilbúningur hans er hvort sem er ekki annað en léttvægt fullyrðin- gatuð í götóttum alhæfingargalla. Kristbergur getur sparað sér allan rembinginn fyrir hönd starfsbræðra sinna en leyft þeim að svara fyrir sig ef fleiri úr þeirra röðum eru svo seinheppnir að vita ekki hver Gustav Mahler var. Sjálfum væri honum hollast að fara sér hægt til að lenda ekki í vindmylluspaðan- um. Það getur nefnilega ekki kallast annað en vindmyllustríð þegar um- ræðan um myndlist er orðin svo innantóm og galin að maður rýkur til varnar starfsfélaga sínum á op- inberum vettvangi bara af því hon- um var óvart líkt við sögufrægan tónsnilling. Hvað liggur til grund- vallar svona fíflagangi - mér er spurn? í þessu tilfelli liggur svarið í augum uppi. Kristbergur kann ekki deili á helstu listamönnum sögunnar. Honum er því vitaskuld uppsigað við listfræðinga vegna þess að hann veit að þeir eru vísir til að eygja þessi takmörk hans. Getur verið að svona fáfræði sé jafnframt ástæðan fyrir allri þeirri heimóttarlegu tortryggni sem eitt sinn ríkti í okkar garð? ■ Allt eins og blómstrið eina upp vex af sléttri grund. Fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund. Þessar þekktu ljóðlínur komu mér í huga þegar ég heyrði um andlát Rósku. „Fagurt með frjóvg- un hreina fyrst um dags morgun- stund.“ Einmitt þannig er minning mín um Rósku frá menntaskólaár- unum. Fögur sem álfamær, með jarpt hár, bjart hörund I og leiftrandi augnaráð. Það I var eitthvað ævintýralegt í I fari hennar, eitthvað I óstýrilátt, dularfullt. Hún I skar sig úr hópi náms- I meyja. Mér varð starsýnt á I þessa stúlku. Samt átti ég I þess aldrei kost að kynnast I henni. Horfði á hana úr I fjarska. Svo var hún allt í I einu horfin úr hópnum. Ég H vissi ekki hvert. Mörgum árum seinna I stóð hún skyndilega fram- I an við skrifborð mitt á I skrifstofu Kvikmyndasjóðs I íslands, málari, kvik- I myndagerðarkona með alpahúfu uppreisnarmanns- W ins, nýkomin frá Ítalíu. Ég f þekkti hana auðvitað aftur, en ég skynjaði að lífið hafði ekki farið um hana mjúkum höndum. Andlitið var ennþá fallegt, en sjúk- dómar og þreyta höfðu sett svip sinn á það. Hún hafði lifað hratt, máske of hratt fyrir þessa ffngerðu umgjörð. Og nú er hún horfin af sjónarsviðinu. Á snöggu augabragði afskorið verður fljótt. Lit og blöð niður lagði. Líf mannlegt endar skjótt. En Róska lifir áfram. Hún held- ur áfram að vera til í verkum sín- um. Með henni er fallinn í valinn einn af brautryðjendum íslenskrar kvikmyndagerðar. Hún var í hópi þess unga fólks, sem kom heim frá námi um miðjan sjötta áratuginn, með stúdentabyltingu í farteskinu og bjartar hugmyndir um betri heim. 1979 er stofnár Kvikmynda- sjóðs íslands. Þá vorar aftur í ís- lenskri kvikmyndagerð. Strax á næsta ári fær Róska úthlutað úr sjóðnum til að framleiða kvik- myndina „Sóley“. Hún hafði lengi unnið að gerð heimildarkvikmynda um Island fyrir íslenska sjónvarp- ið. Einnig hafði hún skrifað hand- rit að myndinni „Ólafur Liljurós". Eftir þessa reynslu brann hún í skinninu eftir að gera sjálf leikna mynd um fósturjörðina. „Sóley“ skyldi verða tákn' frels- is - þjóðfrelsis. Huldufólkið skyldi verða tákn þess draums sem býr í hverri manneskju, draums um frelsi, sem engum verður þó fært á silfurbakka. Að eigin sögn langaði Rósku til að glíma við þessa teng- ingu á milli undirmeðvitundar og veruleika. karlmaðurinn í mynd- inni skyldi tákna veruleikann en konan drauminn. „Konan er sér-, stök,“ sagði Róska - „öðruvísi.“ „Ég vil að það sé hlustað á mig vegna þess sem ég er - sem konu. Ef ég verð eftirlíking karlmanns verð ég alltaf verri en karlmaður- inn.“ Myndin var frumsýnd hér heima á jólunum 1982. Skpmmu seinna var hún svo sýnd í ítalska sjón- varpinu. Því miður héfúr íslénska sjónvarpið enn ekki séð ástæðu til að taka hana til sýningar. Eftir frumsýningu „Sóleyjar“ tóku fréttamenn höfundinn tali. Hún notaði ekki mörg orð. Hún sagði: „Allt sem ég hef að segja er í þessari mynd.“ Það eru eftirmæli listamannsins. Hann lifir í verkum sínum. Far vel, Róska. Þökk sé þér fyrir framlag þitt til íslenskrar kvikmyndagerðar. Bryndís Schram framkvœmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands. Hugheilar kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð sína og hluttekningu við andlát og jarðarför Ágústar H. Péturssonar fyrrverandi oddvita og sveitarstjóra á Patreksfirði en hann var jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. mars síðast liðinn. Við þökkum hlýhug og virðingu við minningu hins látna. Ingveldur Magnúsdóttir Helgi Ágústsson og Heba Jónasdóttir Hafsteinn Sigurðsson og Guðbjörg Gunnarsdóttir Emil Ágústsson og Gróa Jónsdóttir Ásgerður Ágústsdóttir og Guðmundur Bergsveinsson Ásthildur Ágústsdóttir og Guðmundur Ragnarsson Magnús Friðriksson og barnabörn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.