Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 14
14 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 Atvinnurekendur frá Bolungarvík og nótar þeirra handteknir á ísafirði eftir að hafa flutt Hannibai með valdi frá Bolungarvík. fyrir fiskinn. Slíkur „konungur" hafði Pétur Oddsson einmitt verið. Og nú var hann fallinn frá, en bankinn var ekki búinn að kjósa sér nýjan kóng. Hins vegar voru þó nokkrir „prinsar" sem hver um sig vildi nú sýna það og sanna, að enginn keppinautanna væri betur til þess fallinn en einmitt hann að fara með umboð sólkonungsins og bæla niður byltingarhug hins ve- sæla vinnulýðs. Þess vegna stóð Bolungarvík á tímamótum.“ Andróður gegn verkalýðsfélagi Eftir heitar umræður manna á meðal var verkalýðsfélagið stofn- að þann 27. maí 1931 á fjölsóttum fundi. Var þá þegar rekinn mikill áróður gegn félaginu af atvinnu- rekendum og Jóhannesi Teitssyni oddvita, en hann reyndi meðal annars að fá sjómenn upp á móti félaginu með því að fullyrða að ef kaup landverkafólks hækkaði yrði að lækka kaupið til þeirra. Var þetta gamalkunnugt áróðursbragð atvinnurekenda og útsendara þeirra og tókst oft vonum framar að etja sjómönnum og landverka- fólki saman. Mun þessi áróður sömuleiðis hafa haft nokkur áhrif þarna í Bolungarvík, en félagið hafði altént verið stofnað og batt verkafólk miklar vonir við það. Meðlimir félagsins voru að vísu ekki sérlega margir í fyrstu, en þeim átti eftir að fjölga og stjórn félagsins reyndist atorkusöm og dugleg. Formaður var kjörinn Guðjón Bjarnason og segir Hanni- bal að reynslan hafi sannað að þar hafi réttur maður verið á réttum stað. Gekk hið nýstofnaða félag samstundis í Alþýðusamband fs- lands, en annars var um það sam- komulag að fara fremur hægt af stað, svo atvinnurekendur gætu með engu móti haldið því fram að félagið gerði ósanngjarnar kröfur. Var í fyrstu aðeins farið fram á að undirritaður yrði samningur sem kvæði á um sama kaup og at- vinnurekendur höfðu sjálfir ákveð- ið rétt fyrir stofnun félagsins, en því var harðneitað. Hugsuðu at- vinnurekendur sér enda að lækka kaupið aftur strax og atvinna færi að minnka, en tilvera félagsins varð þó til þess að þeirri kaup- lækkun var frestað fram í nóvem- ber. Þá ákváðu atvinnurekendur (sem nú höfðu fengið nýjan kóng, Einar Guðfinnsson) að tímakaup karla í almennri verkamannavinnu skyldi vera 70 aurar, tímakaup kvenna 45 aurar, en nætur- og skipavinnukaup 1 króna. Voru þessir taxtar mun lægri en svo að nægði til almennilegs lífsviðurvær- is, en kreppan var þá í algleym- ingi, dýrtíð mikil og atvinnuleysi. Verkalýðsfélagið sýndi þó biðlund enn um sinn en í ársbyrjun 1932 var látið til skarar skríða. Verkfall. Verkalýðsfélagið fær viðurkenningu „Og nú sást,“ skrifar Hannibal, „hvers hið unga félag var megnugt með Alþýðusamband Vestfjarða og Alþýðusamband Islands að bak- hjarli. Verkfallið stóð aðeins fáa daga. Þá skrifaði Einar Guðfinns- son undir samninga og hlaut félag- ið þannig fulla viðurkenningu sem samningsaðili fyrir hönd verka- fólks í Bolungarvík, og var það auðvitað aðalatriði þess, sem um var barist." Samkvæmt hinum nýja samningi hækkaði kaupið líka nokkuð, en þó var það ennþá með því allra lægsta á Vestfjörðum. Kaup karla hækk- aði í 80 aura á tímann, krónu í eft- irvinnu og 1 krónu og 30 aura í næturvinnu. Kaup kvenna hækkaði í svipuðu hlutfalli, en var sem fyrr mun lægra en kaup karla. Þrátt fyrir þessa samninga var grunnt á því góða milli atvinnurek- enda og „taglhnýtinga þeirra“ - eins og Hannibal orðar það - ann- ars vegar og verkafólksins og stuðningsmanna þess hins vegar. m a Varð séra Páll Sigurðsson meðal annars fyrir ítrekuðum árásum fyr- ir hlut sinn í verkalýðsbaráttunni og var meira að segja safnað und- irskriftum með áskorun til hans um að segja af sér prestskap þar sem hann tæki þátt í starfi verkalýðsfé- lagsins. Sinnti séra Páll þessum árásum ekki og kom ekki til stór- tíðinda í bili. Bolungarvík logar í deilum Er voraði fór hiti aftur á móti að færast í atvinnurekendur. Fengu þeir einn meðlim verkalýðsfélags- ins í lið með sér og var reynt að kveða í kútinn forgangsrétt félag í verkalýðsfélaginu til vinnu. Mann- inum var vikið úr félaginu. Skömmu síðar var reynt að koma fjölskyldu Guðjóns Bjarnasonar, formanns verkalýðsfélagsins, á hreppinn, en Guðjón hafði legið sjúkur mestallan veturinn og heim- ilishald verið erfitt. Þótti verka- lýðssinnum augljóst að hér væri gerð atlaga að Guðjóni vegna starfa hans að verkalýðsmálum. Nokkrum dögum síðar - en þetta var í maí 1932 - tilkynntu tveir at- vinnurekendur, sem nýlega höfðu hafið starfsemi og neitað að undir- rita samninga við verkalýðsfélag- ið, kauplækkun og ákvað félagið samstundis að svara þeim með af- greiðslubanni. Atvinnurekendur þessir voru Bjarni Fannberg og Högni Gunnarsson og hófu þeir aukinheldur nýja herferð gegn séra Páli Sigurðssyni. Hannibal segir þó að sá sem hafi lagt á flest ráð í herbúðum atvinnurekenda - þótt hann kæmi sjaldan fram opinber- lega sem fulltrúi þeirra - hafi verið Halldór Kristinsson læknir. Logaði nú allt í deilum í Bol- ungarvík um sinn. Högni og Bjarni voru ungir menn og kappsfullir og ekki á því að láta undan verkalýðs- félaginu, enda þótt aðrir atvinnu- rekendur hefðu ekki fylgt í fótspor þeirra og lækkað kaupið. Dró nú til tíðinda þeirra sem sögulegust þóttu í þessari deilu, er Hannibal Valdi- marsson kom til Bolungarvíkur sunnudaginn 26. júní 1932. Hafði hann ákveðið að kynna sér aðstæð- ur og vera verkalýðsfélaginu til aðstoðar, en fékk óblíðar móttök- ur. Daginn eftir skrifaði hann kæru til sýslumannsins á Isafirði og seg- ir þar meðal annars: „Undirritaður fór í gær kl. 1.30 e.m. með e/s Gunnari áleiðis til Bolungarvíkur. Var ég, ásamt nokkrum farþegum héðan úr bæn- um, í för með Karlakór ísafjarðar, er ætlaði að halda samsöng fyrst í Bolungarvík og síðan í Súðavík samdægurs." Aðförin að Hannibal Og Hannibal heldur áfram: „Þegar ég kom til Bolungarvíkur, gekk ég á land ásamt söngmönnun- um, án þess að hafa tal af nokkrum manni. Fór ég heim til Ágústs El- íassonar og var þar boðið að bíða eftir kaffi. Þáði ég það og þá kom þangað meðan ég beið eftir kaff- inu, Ólafur Pálsson, framkvæmda- stjóri Djúpbátsins. Er kaffið var komið á borð, kom mannfylking mikil niður með húsinu og stað- næmdist fyrir dyrum úti. Síðan var barið að dyrum. Var það Högni Gunnarsson, og spurði hann Ágúst, sem fór til dyra, hvort Hannibal Valdimarsson væri þar staddur. Er því var játað, voru gerð boð fyrir mig. Fór ég þá út í gang, er var fyrir frarnan stofu þá, er ég var í. Spurði ég Högna um erindið og kvað hann bát bíða mín með vél í gangi við öldubrjótinn. Væri ákveðið að taka mig og flytja mig til ísafjarðar. Svaraði ég því að ferðaáætlun mín væri sú, að hlýða á samsöng hjá Karlakór ísafjarðar og fara síðan með sama skipi til Súðavíkur. Mundi ég ekki breyta þessari ferðaáætlun óneyddur. Bjóst ég þá til að snúa inn í stof- una á ný, en þá gaf Högni þessa skipun: „Bjartur, hrintu honum út!“ Fékk ég þá hrindingu að aftan frá, og komst þannig að raun um að þar hafði verið settur maður að baki mér til þessa starfa. LYFJA Opið alla daga vikunnar Frá kl. 9.00 til 22.00 \ LyF á lágmarksverði Cb LYFJA Lágmúla 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.