Alþýðublaðið - 22.05.1996, Page 5

Alþýðublaðið - 22.05.1996, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ■ Ljóðadiskur er væntanlegur frá Bubba Morthens og í samtali við Jakob Bjarnar Grétarsson segir skáldið frá þessu ný- stárlega verkefni, lýsir skoðun sinni á frelsuðum rokkurum og kemur inn á mál málanna -forsetakosningarnar „Ég er búinn að gefast upp á að spila á pöbbum. Fólk hefur kvartað enda getur maður hæglega fengið heilu áhafnimar af rússneskum verk- smiðjutogurum á tónleika ef þeir eru í höfn,“ segir Bubbi Morthens og gefur í skyn að þeir séu ekki par friðsælir tónleikagestir. Hann er nú á sinni ár- legu rútu um landið, búinn með Vest- firðina og stóran hluta af Norðurlandi. „Ég er eins og lóan nema hún er alltaf á undan," segir Bubbi. „Ég hef ekki enn náð að bösta hana. Nú ætla ég að gera tilraun með kvikmyndahús sem em einu húsin sem boðleg em: bíó í Hafnarfirði, Keflavík, Akranesi nú og stærsta bíó í Reykjavík - Þjóðleikhús- ið 4. júm.“ Klassísk Bubbaplata í vændum Það vantar ekki verkefnin hjá Bubba venju fremur. Strax að lokinni þessari tónleikahrotu stekkur kappinn í stúdíó ásamt Eyþóri Gunnarssyni til að taka upp plötu sem á að vera klár fyrir jólin. Þá fer Bubbi að vinna ljóðadisk fyrir Mál og menningu. En fyrst að plötunni. Bubbi segir að ein- hverjir verði örugglega til að skil- greina hana sem klassíska Bubba- plötu. Lög og textar em tilbúin og ein- göngu eftir að huga að útsetningum og koma þessu á plast. „Mig langar að svinga svoldið, djassa svoldið og bítlapoppast svoldið. Þetta verður plata í stílbrigðum og ekki langt frá ísbjamarblús. Hún var hreinn og ómengaður trúbador og svo hrátt rokk. Svo mátti finna þar suður- ameríska sveiflu og sving og þannig mætti áfram telja. Það er slíkt dæmi sem ég er að fara að srníða." Fíklaveröldin heimur út af fyrir sig „Ég gæti orðið sá fyrsti til að koma með frumsaminn ljóðadisk," segir Bubbi en ljóðadiskurinn sem og platan þurfa að vera tilbúin í júlí. „Eg vildi gera margmiðlunardisk en það er hrikalega dýrt svo við Mál og menn- ing ákváðum að gleyma því. Þar ætl- aði ég að setja viðtöl við hin og þessi skáld, uppákomur, dulóherbergi menn gátu opnað með réttri tilvitnun í tiltek- in ljóð og svo framvegis. Svo fengju menn verðlaun. En það er milljóna- krónadæmi. Ég ákvað því í samein- ingu með Halldóri Guðmundssyni hjá Mál og menningu að lesa upp ljóðin á disk og fá Eyþór Gunnarsson, Tómas R. og fleiri músíkanta til að spila stemmningar meðan ég er að lesa. Svo ætla ég jafnvel að athuga með tón- skáld sem getur búið til slagverksverk við eitthvað af voodooljóðunum mín- um.“ Bók fylgir disknum og það er að skilja á Bubba að hér sé um viðleitni að ræða í þá átt að mæta nútímanum. „Ég tel að það sé hægt að víkka ljóða- akurinn með þessum hætti og ná í nýja hlustenda/lesendahóp - fólk sem aldrei hefur pælt í ljóðum. Fyrir svo utan hvað þetta er svo gaman. Það er svo gaman að lesa upp ljóð einkum í stúdíói." Bubbi segist hafa verið að vinna að ljóðunum jöfnum höndum undanfarin Djöfull mikið plastík poppinu átta ár. Hann lýsir þeim sem dökkum, segir að það sé rökkur í ljóðunum og tók ljúflega í þá bón Alþýðublaðsins að fá sýnishom. A diskinum verða 20 ljóð og þau fjalla að stórum hluta um eiturlyf. „Ég er að afgreiða dópveröldina og þessar lendur sem maður dvaldi á. Um leið er ég að reyna að sýna fram á að fíkla- veröldin er heimur út af fyrir sig sem hefur að geyma sama litróf og hinn. Það eru bara öðruvísi áherslur. Sem dæmi get ég nefnt ljóð sem heitir Arf- berar. Menn fá sjúkdóminn í arf. Þar tala ég um arfberana sem landnema. Þeir geta ekki dvalið þar sem normið er og neyðast til að fmna ný lönd að nema.“ Bubbi segist auðvitað yrkja út frá því sem hann hefur upplifað. Þarna má finna rómantík og ljóð um Dag Sigurðarson sem heitir Éftirmæli um ljón sem hafði tennur. „Skáld og róni, flottasti kokkteill allra tíma fyrir þá sem standa fyrir utan og horfa á.“ Ekkert leiðinlegra en frelsaðir rokkarar Bubbi ætlar að snúa sér í auknum mæli að þessu formi. „Það fullnægir engum hvötum að vera poppari nema í tvö til þijú ár. Það er svo takmarkað listform - þegar best lætur. Þess vegna hef ég valið það að gerast trúbador. Vera bara einn með gítarinn. Það er miklu sterkara og flóknara form og heiðarlegra. Það er svo djöfull mikið plastfk í poppinu. Svo er ekkert gaman að rokktónlist nema hún degadant: geggjuð, lyfjuð og óhugnanleg. Og „Það er ekkert gaman að rokktónlist nema hún degadant: geggjuð, lyfjuð og óhugnanleg. Og ekkert er leiðinlegra en að hlusta á rokkara í leðurfötum tala um það að þeir séu streit." ekkert er leiðinlegra en að hlusta á rokkara í leðurfötum tala um það að þeir séu streit. Ég mundi aldrei nenna að fara á rokkhljómsveit sem tilkynnti það að hún væri ffelsuð - þó ég sé það sjálfur. Aldrei nokkurn tíma. Það myndi ekki hvarfla að mér. Hver nennir að fara á rokktónleika og horfa á einhveija frelsaða rokkara? Rokkið byggir á háspennu lífshættu. Það er rokk and roll. Þegar mórallinn í rokk- Það vantar blóð Gatan vaknar öskur fíklanna eru ödruvísi hérna þegar sólin skín flögra um hverfið skilja eftir rákir í loftinu. Sótug teskeiðin hefur aldrei snert bolla hún gegnir mikilvægara hlutverki fossinn hættir við fallið snýr við finnur sér nýtt gljúfur spennir beltin lyftumst frá gólfinu burtu frá óráðsíu veruleikans. Báðar tvær bjóða drátt. Stinna tittlinga hefur enginn okkar séð nýverið. Eina greddan hér inni er að finna í sprautunni. - Djöfuls hommar aumingjar. tónlistinni er þannig að það er bara Keith Richards og örfáir aðrir halda uppi merkinu þá er betra að vera trúbador og þurfa ekki að feika eitt né neitt. - Heyrðu! Og Jón Baldvin ætlar ekki fram?“ Fiðrildið Bryndís Schram áhrifavaldur Bubbi fylgist grannt með þjóðmál- unum og hefur eðlilega skoðanir á komandi forsetakosningum. Eftir nokkrar bollaleggingar kemst hann að því ásamt blaðamanni Alþýðublaðsins að líkur á því að Jón Baldvin bjóði sig fram til forseta lýðveldisins séu hverf- andi. Bubbi er ánægður með það. „Það hefði orðið skellur fyrir vinstri- hreyfmguna. Það er allt í lagi með Ól- af Ragnar. Hann er kominn út úr bar- áttunni og pólitíkinni. Hann má missa sín sem forseti. En ef Jón Baldvin hefði farið ffam hefði það gersamlega rústað því litla sem eftir er af vinstri hreyfingunni. En að er nú svona að vera giftur konu sem maður er hrifinn af. Konur geta haft alveg lygilegt po- wer á menn. Og hvað þá svona fiðrildi eins og Bryndís. Ég er alveg viss um það að Jón Baldvin sér ekki sólina fyr- ir henni. Nei, það er nóg að Ólafur Ragnar bjóði sig fram og Ólafur Ragnar er búinn að vinna. Það er bara einfalt mál. Svona hefur maður ekki séð nema í amerískum bíómyndum. Já, já, ég ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Ekki spuming." Ólafur Mike Ragrtar Tyson Bubba þykir þetta um margt sér- kennileg kosningabarátta einkum það sem snýr að Ástþóri Magnússyni. „Mér finnst alveg ferlega dúbíus hvemig látið er með hann Astþór. Það er eitthvað skrýtið í gangi. Hvað er í gangi þegar opinber embættismaður stekkur allt í einu út á götu og tilkynn- ir að maðurinn skuldi 5000 pund eða eitthvað. Ég tel engan pólitíkus hafa efni á því, ekki einn kjaft, að gera grín að því að menn vilji frið. Það skiptir engu máli hvaðan sá boðskapur kemur ef hann er settur fram af einhverri ló- gík. Ég hef lesið bókina hans Ástþórs og mér finnst þetta virðingarvert ffam- tak.“ Þrátt fyrir það styður Bubbi ekki Ástþór í forsetastól en hikstalaust styður hann hreyfinguna. „Hvernig fjölmiðlar, sumir hverjir, hafa fjallað um þetta er auðvitað bara brandari. Það er viðtal við einhverja konu hjá Rauða krossinum sem þótti þessi maður mjög dúbíus. Og veistu út af hveiju? Henni finnst það auglýsinga- skrum þegar maðurinn fer á eigin flugvél; flýgur með jólapakka í ein- hveija borg sem er umsetin og hættir lífi sínu. Og þessi kona kemst að því að þetta sé allt gert í auglýsingaskyni. Og hvemig fær hún það út? Jú, hvem- ig hann dreifði jólapökkunum! Það gefi út af fyrir sig tilefni til að álykta sem svo. Og þetta er í viðtali á Stöð 2. Maður skilur ekki svona. Það er ekk- ert athugavert við Ástþór Magnússon nema að þetta er klár náungi. Mér finnst það heldur ekkert galin hug- mynd þar sem hann gefúr í skyn að ís- lenska öryggisgæslan sé með puttana í þessu og sé að hræra í þessu máli. Þeir hafa hlerað símann hjá minni spá- mönnum." Að öðru leyti tekur Bubbi undir með blaðamanni að kosningabaráttan sé fremur litlaus. „Þegar einn fram- bjóðandi er trekk í trekk með einhver 70 prósent í skoðanakönnunum þá er ekki von á öðm. Þetta er bara eins og með Mike Tyson og Frank Bruno. Hinir eiga ekki séns. Mér finnst Ólaf- ur henta fullkomlega í þetta hlutverk." Forsetaframbjóðendumir em böm síns tíma segir Bubbi þegar hann er spurður hvort þetta minni ekki meira á fegurðarsamkeppni en box. Hann seg- ir að sá sem setjist í forsetasætið fari með gamla tímann inn í nýja öld. „2020 eða hvenær sem það er má bú- ast við einhveiju allt öðm. Þá gætum við allt eins horft uppá rappandi for- seta. Af hveiju ekki?“ ■ Í

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.