Alþýðublaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Deilan endalausa og morðhneigðir valdhafar IGIæpamenn í einkennisbúningi hafa verið og eru enn ein algengasta tegund forráðamanna lands og lýða víð- ast hvar um heim. Deilan endalausa í leiðara Helgarpóstsins fjallar ritstjóri blaðsins Sæmundur Guð- vinsson um ástandið í læknadeil- unni: Ef ekki verður höggvið á hnútinn í læknadeilunni án tafar á ríkisstjómin ekki annan kost en lýsa yfir neyðar- ástandi og grípa til viðeigandi ráðstaf- ana. Tryggja verður landsmönnum lágmarksöryggi með einum eða öðr- um hætti og það er hlutverk stjóm- valda að gera það. Kannski að það sé til of mikils mælst að núverandi ríkis- stjórn sýni af sér röggsemi í þessu máli frekar en öðmm. En deilan enda- Önnur sjónarmið lausa verður að taka enda nú þegar. Ráðleysi og fálmkennd vinnubrögð fjármálaráðuneytisins í þessu máli em með eindæmum. Eftir að prókúristar ráðuneytisins neyddust til að draga höfuðin upp úr sandinum hafa þeir ekki gert eitt né neitt af viti til að reyna að ná samningum við lækna. Enda eru menn þar á bæ fyrst og ffemst uppteknir af því að beija saman hallalaus fjárlög með því að knýja á um niðurskurð á framlögum til með- höndlunar sjúklinga og til reksturs sjúkrahúsa. Meðan menn em með all- an hugann við niðurskurð og aftur niðurskurð er lítil von til að þeir upp- skeri einhvem árangur af málamynda- viðræðum við fulltrúa lækna. Staðreyndirnar liggja á borðinu Það er móðgun við heilbrigða skyn- semi almennnings að halda því fram að læknadeilan sé svo erfið að hún sé óleysanleg. Þeir forstokkuðu kerfis- kallar sem halda því ffam ættu að taka pokann sinn og snúa sér að öðmm vei- gárhinni verkefnum. Vissulega er mál- ið snúið á ýmsa kanta en staðreyndim- ar liggja á borðinu. Hvort sem mönn- um líkar það betur eða verr verður að hækka grunnlaun lækna verulega. Öðm vísi verður málið ekki leyst. Það er hægt að gera það án þess að allt fari í bál og brand á öðmm vígstöðvum á vinnumarkaði. Geri menn sér ekki grein fyrir þessu er ekki um annað að ræða en skipta um fjármálaráðherra. Dómar sem marka tímamót I leiðara Dagblaðsins fjallar Jón- as Kristjánsson um dóma yfir tveimur fyrrum forsetum Suður- Kóreu og hugsanleg viðskipti Is- lendinga við landið: Tveir fyrmm forsetar Suður-Kóreu hlutu í vikunni dóma fyrir alvarleg af- brot í starfi, annar tveggja áratuga fangelsisdóm fyrir milljarðastuldi og hinn h'flátsdóm fyrir milljarðastuldi og fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Dómarnir marka tímamót í stjórn- málasögu nútímans. Báðir komust þeir til valda sem hershöfðingjar og notuðu þau til að gera það, sem slíkir em vanir, til að drepa fólk og raka að sér peningum. Glæpamenn í einkennisbúningi hafa verið og em enn ein algengasta tegund forráðamanna lands og lýða víðast hvar um heim. Er þeir hafa sums staðar hrökklast frá völdum, hafa þeir ekki verið látnir standa reikningsskil gerða sinna. Það var aðeins gert í Þýskalandi og Japan eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Síðan hafa menn komist upp með ótrúlegasta athæfi án þess að bera á því ábyrgð. Að gera upp fortíðina Suður-Kórea er eins líklegur við- skiptavinur Islands í náinni framtíð og einræðis-, spillingar-, og ofbeldisríkið Kína er ólíklegur viðskiptavinur. Stjórnvöld íslands hafa nuddað sér mikið utan í Kína, en þeir, sem hafa reynt að reka þar viðskipti, hafa lent í ótríl hremmingum. Kaupsýslumenn hneigjast til að rangtúlka harðhent stjórnvöld sem áreiðanleg. Sagan sýnir hins vegar að menn tapa lfemur fé á viðskiptum við ríki harðstjóra en á viðskiptum við losaraleg lýðræðisríki, þar sem sumt rekur á reiðanum og annað gengur á afturfótunum. Mikilvægt er, að land sé byggt á lögum en ekki á geðþótta. Ekki er síð- ur mikilvægt, að gerð sé upp fortíðin. Það gerðu Þjóðverjar rækilega eftir síðari heimsstyrjöldina, enda hefur þeim famast vel. Þannig mun Suður- Kóreumönnum einnig farnast vel í ffamtíðinni. Rafmagnað andrúmsloft var í Seo- ul, er dómamir höfðu verið kveðnir upp. Fólk áttaði sig skyndilega á, að lýðræði var komið til að vera þar í landi. Stelsjúkir og morðhneigðir valdhafar um allan heim fundu til rétt- mæts ótta um að hljóta einnig makleg málagjöld. Vonandi minna dómamir vestræna ráðamenn á, að verstu glæpamennimir í Bosníu og Serbíu ganga enn lausir, þótt unnt sé að hafa hendur í hári þeirra. Talsverö spenna ríkti manna á meðal vegna útkomu Dags Tímans í gær. Menn veltu því fyrir sér hvort blaðið stæði undir glaðbeittum yfir- lýsingum ritstjórans þegartil kastanna kæmi. Og ákveðnum skilningi má segja að menn hafi ekki orðið fyrir vonbrigð- um þegar gorgeirinn er annars vegar. Fyrirsögnin „... þá væri það StefáríJón" er botninn úr setningu Haraldar Þórarins- sonar fréttaritara RÚV í Kelduhverfi en hann segir: „Ef einhver ís- lendingur gæti komið á laggirnar blaði sem keppt gæti við Morgun- blaðið þá væri það Stefán Jón". Hógværir, kollegar okkar... r Isérútgáfunni um starfsmenn Dags Tímans eru ættir þeirra og uppruni tíundaðar. Til undirstrikunar landsbyggðastefnunni rekja flestir ættir sínar til sveita landsins nema Oddur Ólafsson ritstjórnar- fulltrúi sem segist vera gróinn Reykvíkingur og Guðsteinn Bjarnason sem er Reykvíking- ur í sambúð. Flestir eru Akur- eyringar „í húð og hár" en frumlegri staðir finnast í ætt- fræðinni. Guðrún Ósk Sigur- jónsdóttir er fædd í Kóngsins Köben en var tvo vetur á Húsabakka í Svarfaðardal, Hrönn Sigurðardóttir er sunnlenskrar ættar, Elsa Jó- hannsdóttir á ættir að rekja til Færeyja, Guðmundur Þor- steinsson á ættir í Hörgárdal, Björn Þorláksson er „uppal- inn í fegurstu sveit landsins" - Mývatnssveit, Lóa Aldísar- dóttir er að vísu „malbikaður Reykvíkingur" en hefur þó haft viðkomu í Húnaþingi og þann- ig má lengi telja... Bessastaðabækur Alþýdu- bladsins hafa vakið mikla athygli og umtal, og ýmsir verið bendlaðir við skrifin. í Dl/í fyrra- dag vartalað við rit- stjóra blaðsins og Jón Baldvín Hannibalsson um málið og voru birtar litmyndir af þeim með fréttinni. Uppsetning DV var hinsvegar svolítið tvíræð: Myndirnar voru fyrir ofan aðra frétt sem barfyrirsögnina: „Kart- - öflugrösin falla" - og hafa ýmsir djúpsálar- fræðingar reynt að ráða í samhengið... Tekið að bera á næturfrostum: Kartöflugrösin falla - frost hefur íarið i 8,4 UindMmafiBHAS aö Korpu, sem cr \ Cfm við inrðu túníaðri Krímilf^taða, segír að á mafam MóóvarUusar hafi rwptur- "FarSide” eftir Gary Larson „Ó, já. Þetta er frá síðasta sumri þegar ég og Ástríður fór- um til Heljar og til baka." Maríanna Bernharðsdóttir nemi: Nei, en ég ætla að ná rnér í eintak. Þetta er örugg- lega gott blað hjá þeim. Anna Pálsdóttir þjónn: Já. Þetta verður gott blað, ef þeir setja það saman í eitt í stað þess að hafa það í þrennu lagi. Helgi Guðmundsson sjó- maður: Já. Ég rétt kíkti á það í morgun og líst ágætlega á fyrsta blaðið. Helgi S.K.J. Friðjónsson listamaður: Nei. En ég mun líta á blaðið seinna í dag. Sigrún Björnsdóttir frétta- maður: Já, ég er búin að fletta því. Útlisthönnunin er ekki byltingarkennd, en Stefán Jón á örugglega eftir að gera þetta að góðu blaði. v i t i m e n n Staðreyndin er hinsvegar sú, að stúlkurnar sækja fremur í her- mennina en þeir í þær... Það er því ekki að ósekju að hermennirn- ir segja að þeim líði einsog í sæl- gætisverslun þegar íslenskar stúlkur eru annarsvegar. Arndís Einarsdóttir, unnusta bandarísks her- manns. HP í gær. Dátarnir urðu því að skemmta sér einir um borð, án íslenskrar kven- þjóðar, sem kaus heldur að halda sig við íslenskan karlpening. Frétt í DV aö mislukkaöri veislu um borö í NATÓ-skipi. Lögfræðingur mannsins hefur neitað að verja hann af siðferði- legum ástæðum. Frétt í Morgunblaðinu. Maöurinn sem um ræðir er moröinginn og barnaníðingurinn Marcs Dutroux. Vonandi minna dómarnir vest- ræna ráðamenn á, að verstu glæpamennirnir í Bosníu og Serb- íu ganga enn lausir, þótt unnt sé að hafa hendur í hári þeirra. Jónas Kristjánsson aö fjalla um þunga dóma yfir stjórnmálamönnum í Suður-Kór- eu. Leiðari DV í gær. Það gefur augaleið að sá sem tapar gefur ekki út bók um sigur- göngu sína í fjáröflunarskyni. Hallgrímur Jónasson framkvæmdastjóri lön- tæknistofnunar og umsjónarmaöur með fjármálum forsetaframboös Péturs Kr. Haf- steins. Dagur-Tíminn. Ég hefði ekki viljað vakna upp daginn eftir, hafandi tapað kosn- ingunum. Sigurður G. Guðjónsson umsjónarmaður með fjármálum forsetaframboðs Ólafs Ragnars. Dagur-Tíminn. Dóttir seld fyrir sjónvarp. Frétt í Morgunblaðinu. fréttaskot úr fortíð Silfur- brúðkaup konungshjónanna er á morgun. Býður forsætisráðherra til s£n þing- inönnum og fleiruni í tilefni af degin- urn. Lúðrasveit Reykjavíkur ntun eiga að skemta gestum ráðherra með hljóðfæraleik. Alþýðublaðið, miðvikudaginn 25. apríl 1923.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.