Alþýðublaðið - 30.08.1996, Síða 6

Alþýðublaðið - 30.08.1996, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 m a n n ú ð ■ MóðirTeresa Máttugasta kona heims „Ef þið hjálpið mér, hjálpið þið hinum snauðu." Móðir Teresa, nunnan og Nóbels- verðlaunahafinn, liggur þungt haldin um þessar mundir, og er óvíst hvort hún nær heilsu aftur. Hún hefur helg- að líf sitt indverskum fátæklingum, en síðustu misseri hefur komið fram ým- isleg gagnrýni á störf hennar og sjón- armið. Fyrir nokkru átti blaðamaður hins virta þýska tímarits Der Spiegel viðtal við móður Teresu, og varpar ljósi á viðhorf þessarar einstöku konu. Blaðamaður: Móðir Teresa, þér haftð uppá síðkastið verið sögð neyta fátæktar og vesældar fólks til að afla yður frægðar. Á fólk á heimaslóðum yðar ekki kost á tilhlýðilegri læknis- hjálp? Kemur slík gagnrýni illa við yður? Móðir Teresa: Slíkt aðkast er ekki fátítt. Meira að segja Jesú varð fyrir því. Það heyrir til vegi þjáninga. Blaðamaður: Merkir það, að á líknarstofnunum yðar sé meira lagt uppúr ástúð en læknismeðferð? Móðir Teresa: Upptökuheimili okkar eru ekki venjuleg sjúkrahús. Þau eru athvarf þeirra sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Það útigangsfólk látum við finna að það heyri til mann- félags og njóti kærleika. Blaðamaður: Einhvemtíma sögð- ust þér kjósa kirkjuna, þegar velja þyrfti á milli hennar og Galilei. Trú samtíðarinnar mun þó vera á vísindun- um. Leitið þér ekki til vísindanna um lausn flestra vandamála? Móðir Teresa: Hversvegna er það þá látið viðgangast í heimi samtíðar- innar að fólk deyi á strætum úti? í New York þarf matgjafarstaði fyrir hungraða. Við gefum fólki mat og klæði, en umfram allt ástúð. Verra er að eiga engan að en þola hungur og krankleika. Sú er helsta neyðin í heim- inum nú um stundir. Blaðamaður: Þér hafið verið köll- uð máttugasta kona heims, þarsem þér hafið áhrif á forseta og stjómarherra. Þér getið sent hjálparkall til hvers sem er og fengið milljónir sendar um hæl. Móðir Teresa: Ég gef fólki kost á að sýna ást sína á guði. Ef þið hjálpið mér, hjálpið þið hinum snauðu. En ég tek enga peninga til mín. Því heiti em hjálparbeiðnir mínar bundnar. Blaðamaður: Hve miklar em ár- legar tekjur stolhunar yðar? Móðir Teresa: Öllu sem berst er deilt út. Fé sendum við útum allan heim. Þeir sem hjálpa mér, hjálpa fá- tækum. Um 3600 systur líta eftir 600 upptökuheimilum í 122 löndum. Hvert þeirra lítur eftir hundruðum, jafnvel þúsundum manna. Blaðamaður: Sem kaþólikki hafn- ið þér getnaðarvörnum. En hvers- vegna segið þér heimsfriðnum stafa mest hætta af fóstureyðingum? Móðir Teresa: Vegna þess að fóst- ureyðing er djöfulleg. Ur því að móðir má bana bami sínu, hvað bannar okk- ur að deyða hvert annað? Blaðamaður: Hvemig ætlið þér að spoma við offjölgun, einni helstu or- sök þeirra þjáninga sem þér reynið að linna? Móðir Teresa: Það heyrir ekki okkur til. Lífið er heilagt, að því verð- ur að hlúa. Að leggja á ráð um fjölgun í fjölskyldum er í lagi. Að eyða fóstri er hinsvegar að deyða bam sem ann- ars fæddist. Ég vinn gegn fóstureyð- ingum með ættleiðingum. Ég hef fúndið meira en fjögurþúsund bömum fósturforeldra. Að öðmm kosti hefði þeim ekki orðið lífs auðið. Blaðamaður: Þér hafið oft kvartað undan „mikilli andlegri fátækt“ okkar daga. Trúið þér því að máttur andans verði efnishyggjunni yfirsterkari? Móðir Teresa: Til bjartsýni hallast ég ekki. Ég trúi að guð hafi skapað manninn með stærri hluti í huga. En mörg hugsum við aðeins um sjálf okk- ur og gætum ekki heilinda. Samt sem áður veit sérhver mannvera innst inni: Hún var sköpuð til að elska og vera elskuð. Því miður gleymum við því, og upp af því sprettur hið illa. Ég trúi því að við getum breytt heiminum þegar bænir verða aftur upp teknar í fjölskyldum. Blaðamaður: Þér emð fyrirmynd margs ungs fólks, einkum á Vestur- löndum. Þér komuð til Kalkútta og starfið nú á upptökuheimilum yðar. Hvað er yður á höndum? Móðir Teresa: Sú dásamlega vinna sem hér er unnin. Sá sem hjálpar öðr- um, kennir ástúðar. Eitt sinn tók ég til mín mann, hryllilega illa haldinn af ormum. Hann sagði Á götunni lifði ég einsog dýr, en nú dey ég einsog engill. Þegar hann gaf upp öndina brosti hann til mín dýrlegu brosi. Það bros var mér laun. Slíka virka ástúð bera margir sjálfboðahðar með sér hingað. Blaðamaður: Mikið er um vesæld og þjáningar í Kalkútta. Mörgum virð- ist hafi skapað borgina til að sýna að honum standi á sama... Móðir Teresa: .. .nei, nei. Kalkútta er borg unaðssælu. Kalkútta er stór- fengleg. Blaðamaður: Að nokkru leyti boð- ið þér trú á meðal fólks sem er annarr- ar trúar. Það þykir hindúum og mús- limum miður. Hér á Indlandi er yður legið á hálsi fyrir að halda kristni að ■ Nýtt leikhús. Nýtt íslenskt leikritfrumsýnt. Og Ijósmynda- sýning í tengslum við það. Allt þetta um miðjan næsta mán- uð. Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við driffjöðrina Megas er nútíma Shakespeare - segir Sigrún Sól leikkona sem er sex-klofin nú um stundir. , Jú, ég viðurkenni það að ég er orð- in dálítið rugluð núna síðustu vikum- ar. En ég er búin að vera að undirbúa mig lengi og tileinka mér þessa ka- raktera. Og hann er svo merkilega magnaður þessi texti Megasar að per- sónumar bókstaflega rúlla uppí hend- umar á manni,“ segir Sigrún Sól leik- kona sem þessa dagana er að æfa leik- rit sem krefst þess að hún setji sig í spor sex persóna hvorki meira né minna. 19. september verður fmmsýnt nýtt íslenskt leikrit eftir Megas en það hef- ur verið í undirbúningi í tvö ár. Verkið verður sýnt í nýju leikhúsi sem verður 'staðsett í Hafnarhúsinu. Leikritið heitir Gefin fyrir drcima þessi dama - og öll- um stendur svo innilega d sama. Sig- rún Sól segir þetta mjög óhefðbundna sýningu og þó að hún ein fari með öll hlutverkin er hér um að ræða sýningu í fullri lengd með öllu tilheyrandi. „Verkið er þmsufínt og þrátt fyrir titilinn er þetta ekki bara drama heldur skiptast á gaman og alvara. Þama er mjög sérstakur húmor á ferðinni að hætti Megasar. Þetta er heilmikið Reykjavíkurverk en leikurinn berst útá land líka. Það er um sex konur og stúlkur á ólíkum aldri og ólíkum stig- um í þjóðfélaginu. Kolbrún Halldórs- dóttir leikstýrir og við þrjú höfum að vera að vinna sameiginlega að þessu handriti um tveggja ára skeið,“ segir Sigrún Sól og svo ber að skilja að leik- húsáhugamenn megi binda miklar vonir við Megas á sviði leikritunar. „Já, með hjálp góðra kvenna og manna. Hann hefur aldrei skrifað frumsaminn texta fyrir leikhús áður en við Kolbrún höfum með honum lagað textann að leikhúsi. I byrjun skrifaði Megas litlar sögur og sameiginlega unnum við karaktera í kringum þær. Þá kom hann að því aftur og svo fram- vegis. Mér finnst þetta náttúrlega vera merkilegasta verk sem hefur verið skrifað hér í langan tíma án þess að ég sé að kasta einhverri rýrð á það sem hefur verið gert. Undanfarið hefur ver- ið mikil virkni til dæmis í kringum Höfundasmiðjuna. En Megas er mjög sérstakur og mér finnst hann vera nú- tíma Shakespeare. Ég veigra mér ekk- ert við að segja það. Það er gullmál á textanum. Megas notar slettur og slangur en hann gyllir sletturnar og slangrið svo fallega að tungumálið verður tónlist." Á hvaða aldri eru þessar ágcetu dömur? „Þær eru frá sextán og uppí sextugt. Núna er ég til dæmis í gervi frú Guð- ríðar sem er miðaldra kona í strætó. Hún er afskaplega skemmtileg týpa. Hennar líf heftir snúist um það að vera kona mannsins síns, embættismanns- ins Ammundar, og eins og Megas orð- ar það: Hún hefur af algjörri grimmd- aralvöru gengið í gegnum minna en ekki neitt í líftnu.“ En er ruglastu ekkert í riminu við það að vera að tala við mig sem Sig- rún Sól í gervi frú Guðríðar? „Naaaaaei, sko frú Guðríður talar aldrei við neinn. Hún talar bara við sjálfa sig. Það nennir enginn að tala við hana og ef ég væri frú Guðríður núna væri ég í algjörri kleinu. Þannig að ég hneppti frá mér kápunni og tók ofan hattinn til að stíga útúr hlutverk- inu.“ Eins og áður sagði verður frumsýn- ingin 19. september og nú er unnið hörðum höndum við að byggja upp heilt leikhús um sýninguna. „Við fengum stóra salinn í Hafnarhúsinu og erum að byggja upp leikhús þar. Fé- lagið sem stendur að þessu leikhúsi heitir Höfðaborgin. Nafnið er fengið úr þessu leikverki Megasar. Höfða- borgin var hverfi hér í borg, arftaki RAÐAUGLYSIIMGAR Starfsnám fyrir stuðnings- og meðferðarfulltrúa og fólk í líkum störfum Þann 28. október 1996 hefst starfsnám (grunnnám) fyrir stuðnings- og meðferðarfulltrúa og fólk í líkum störfum. Námið hefur það að markmiði að auka þekkingu og færni starfsmanna og gæði þjónustunnar. Umsóknarfrestur um námið er til 16. september 1996 og fást umsóknareyðublöð í félagsmálaráðuneytinu Hafnar- húsinu við Tryggvagötu Reykjavík, sími 560-9100, og hjá Starísmannafélagi ríkisstofnana, Grettisgötu 89 Reykjavík, sími 562-9644. Fræðslunefnd félagsmálaráðuneytisins. 30.09.1996. Með Jóhannesi II páfa: „Fóstureyðing er djöfulleg. Úr því að móðir má bana barni sínu, hvað bannar okkur að deyða hvert annað?" fólki. Móðir Teresa: Engan hef ég knúið til að taka kristni. Hindúum og mús- limum á dánarbeði hjálpa ég einungis til að biðja til guðs síns. Ég fer með mínar bænir, þeir með sínar. Þegar einhver þeirra segist vilja vera skírður, getum við ekki kveðið nei við. Þá opnum við honum dyr til trúar okkar. Undir honum sjálfum er komið hvort hann gengur til hennar. Blaðamaður: Efist þér stundum um trú yðar og starf? Móðir Teresa: Eftir að maður hef- ur tileinkað guði líf sitt sækja engar efasemdir lengur að. Þá er allt í hans forsjá. Lífið er ástúð og ávöxtur henn- ar er friður. Sú er einasta lausnin á vandamálum heimsins. Hefur yður mistekist að koma einhverju í verk sem hugur yðar stóð til? Móðir Teresa: Ég hefði gjarnan viljað opna upptökuheimili í Kína. Blaðamaður: Þér fóruð til Kína og hittuð þar þroskaheftan son Den Xia- oping... Móðir Teresa: ...ég kom til Shanghai, því ég var beðin að líta fatl- aðra bama þar. Hingað til hafa Kín- verjar ekki veitt samþykki til starfs okkar. Ég held að sá dagur komi að við hefjumst handa þar. Blaðamaður: Hver verður framtíð reglu yðar þegar yðar nýtur ekki leng- ur við? Móðir Teresa: Framtíðin er ekki í mínum höndum, guð ræður. Hann út- valdi mig og hann mun útvelja aðra til að halda starfinu áfram - starfi sínu. Blaðamaður: Óttist þér dauðann? Móðir Teresa: Hversvegna? Alla ævi hef ég haft dauðann íyrir augum. Enginn í kringum mig dó illa. Sigrún Sól: Megas notar slettur og slangur en hann gyllir sletturnar og slangrið svo fallega að tungumálið verður tónlist. braggahverfisins í Borgartúni, og þar er sögusvið verksins að hluta. Gefin fyrir drama þessi dama... verður opn- unarverkefni leikhússins. I tengslum við það sýnir Spessi Ijósmyndir sem hann vinnur útfrá þema verksins en hann hefur verið viðloðandi æfingar og velur sér viðfangsefni út frá því. Þetta verður heilmikill listviðburður." Sigrún Sól segir að það sé ekki stefnan að Höfðaborgin verði fámenn- ingsleikhús enda margir sem standa að nýja leikhúsinu ásamt með henni. Það verður síður en svo einskorðað við einleikinn. Einsog að líkum lætur er verkefni á borð við þetta dýrt og Sig- rún Sól hefur fengið stuðning frá Menningarmálanefnd og styrk frá Menntamálaráðuneytinu. „Én það dugar nú ekki þannig að við stöndum nú í dílíngum og vílíngum út um allan bæ.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.