Alþýðublaðið - 26.11.1996, Page 1

Alþýðublaðið - 26.11.1996, Page 1
■ Þingmenn stjórnarandstöðunnar undrast ummæli Halldórs Ásgrímssonar þess efnis að sameingin vinstrimanna sé tálsýn Mikil hreyfing í átt sam- einingar vinstrimanna - segir Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans. Sig- hvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins: Samstarf vinstrimanna ekki tálsýn held- urframtíðarsýn. „Það er ekki rétt sem Halldór sagði að sameining vinstrimanna sé tálsýn. Við skynjum öll mikla hreyfmgu og auðvitað sér Framsókn ákveðna ógn í því ef hinir flokkamir sameinast. Eg tel ekki rétt að afskrifa að það takist. Hann slær þessu fram á þeim grund- velli, að þar séu svo ólíkar skoðanir en framundan er mikil pólitísk umræða," segir Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista í samtali við Alþýðublað- ið. í blaðinu í dag er rætt við nokkra af þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem allir lýsa undrun á ummælum Halldórs Ásgrímssonar á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina þess efnis að sameining vinstrimanna sé tálsýn. Sighvatur Björgvinsson for- maður Alþýðuflokks segir að ljóst sé að Framsókn ætli að standa utan við samstarf félagshyggjuflokkanna. „Framsóknartlokkurinn lýsir sjálfum sér sem eindregnum miðjuflokki, sem er reiðubúinn að vinna til hægri í dag og vinstri á morgun og lítur á samstarf jafnaðarmanna sem tálsýn. Það þýðir að Framsóknarflokkurinn ætlar að standa utanvið það samstarf sem ekki er tálsýn heldur framtíðarsýn," sagði Sighvatur. Sjá blaðsíðu 4 ■ Friður 2000 gefur að- gang að Internetinu Póstur og sími notaður til að skatt- pína þjóðina - segir Ástþór Magnússon. ,Já, við erum að byrja með ódýrari Intemetþjónustu en nokkur annar á fs- landi. Þetta er liður í því að fá fólk inní samtökin, taka þátt í samskiptum við útlönd, auglýsa ísland sem fyrir- mynd friðar og laða hingað starf- semi,“ segir Ástþór Magnússon stofn- andi Friðar 2000. Einsog fram hefur komið býður Friður 2000 allt að 73 prósent ódýrari símtöl til útlanda en áður hefur þekkst hér á landi. Samtök- in hyggjast nú gefa félagsmönnum sínum Intemet tengingu sem þurfa að- eins að greiða vægt mínútugjald fyrir þann tíma sem þeir em tengdir netinu. Það gjald fer þó aldrei yfir 1000 krón- ur og segja Friðar 2000-menn að það sé 50 prósent ódýrara en almennt þekkist hérlendis. „Við viljum að það sé ódýrt fyrir fólk að eiga samskipti í gegnum Inter- netið og síma,“ segir Ástþór sem á von á að símaþjónusta samtakana lækki enn meira á næsta ári. Hann vill ekki tjá sig um hvemig þetta sé fram- kvæmanlegt segir aðeins að það sé verið að leggja mikið í að gera Frið 2000 að einhverju og á hveijum degi skrái sig nýir félagar. „Félagar í Ambassadorklúbbi eru að nálgast þúsund. Þá em 2000 aðrir sem em skráðir stuðningsmenn. Þeir sem eru í Ambassadorklúbbnum borga smávægileg félagsgjöld og em virkari," segir Ástþór. Ástþór lætur sig engu varða þó ein- hverjir kunni að missa spón úr aski sínum við þetta framtak. „Þeir verða þá bara að lækka verðin sín. Mér finnst það alveg útí hött að skattleggja þjóðina svona mikið í gegnum símtöl til útlanda. Þetta er bara dulbúin skatt- lagning í gegnum Póst og síma sem er notað til að skattpína þjóðina. Og ég býð ekki í það ef á að selja á Póst og síma Kolkrabbanum. Ætlar Kolkrabb- inn að skattpína okkur á sama hátt? Það þarf að endurskoða verðskránna," segir Ástþór. Friður 2000 hyggst koma af stað námskeiðum fyrir foreldra og ýmsa aðra í sambandi við ofbeldi. „Við ætl- um að taka á því og allar tekjur sem myndast hjá okkur fara í það starf. Eins og skátamir em með flugelda er- um við með þessa þjónustu til að fjár- magna starfsemina," segir Ástþór Magnússon. ■ Menntamálaráðherra telur að ekki skerist í odda með stjórnarflokkunum vegna málefna LÍN Hljótum að leysa þetta mál - segir Björn Bjarnason. Ungir Framsóknarmenn segja tíma eftir- gjafar gagnvart Sjálfstæðisflokkn- um liðinn. ,Æg hef ekki séð samþykktir flokks- þings Framsóknarflokksins," segir Bjöm Bjamason í samtali við Alþýðu- blaðið í gær en hann er nýlega kominn til landsins frá Normandí í Frakklandi. í samtölum sem blaðið hefur átt við þingmenn stjómarandstöðunnar kemur fram að þeir bíði spenntir eftir því hver verður niðurstaða ríkisstjómarinnar í málefnum Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Ungir framsóknarmenn krefjast þess að hvergi verði hvikað frá loforð- um um verulega lækkun endurgreiðslu- hlutfalls og um samtímagreiðslur. í ályktuninni segir jafnframt: „SUF lítur svo á að liðinn sé tími eftirgjafar og þolinmæði gagnvart Sjálfstæðisflokkn- um í málefnum lánasjóðsins og einung- is þurfi pólitískan vilja til að rétta hlut íslenskra námsmanna." Gísli Tryggvason skrifar undir þessa ályktun fyrir hönd formanns SUF. Hann segir að ályktunin hafi ekki verið lögð fyrir þingið heldur sett í mennta- kaflann. í samtali við blaðið ítrekar Gísli að ekki verði hvikað frá loforðum um samtímagreiðslur. „Það voru viss vonbrigði að ekki skyldi hafa náðst niðurstaða ríkisstjórnar fyrir flokks- þingið. Valgerður Sverrisdóttir sagði hins vegar í ræðu á þinginu að niður- staða yrði fyrirliggjandi innan viku. Við treystum okkar fólki til að ná við- undandi niðurstöðu," segir Gísli. „Mín skoðun á þessum málum hgg- ur alveg ljós fyrir. Ég hef margsinnis sagt að undanförnu að ég telji að í fyrsta lagi beri að auka fjárveitingar til Lánasjóðasjóðs íslenskra námsmanna og ég legg höfuðáherslu á að lækka endurgreiðslubyrgðina. Ég á því ekki von á að nýlegar ályktanir Framsóknar- manna setji strik í reikninginn í sam- starfi flokkanna enda hef ég alltaf sagt að við hljótum að leysa þessi mál,“ segir Bjöm Bjamason. ■ Ný bókÁsgeirs Guðmundssonar um íslenska meðreiðar- sveina og fórnarlömb þýskra nasista á stríðsárunum „Nýtti sér fólk til síðasta blóðdropa" - sagði Norðmaður sem sat í þýskum fangabúðum vegna upp- Ijóstrana Ólafs Péturssonar, sem kostuðu níu Norðmenn lífið. Fyrr- um yfirmaður Ólafs í þýsku leyni- þjónustunni sagði um hann: „Einn af bestu njósnurum Þjóðverja á stríðsárunum. Hann var okkur sál- fræðilegt undrunarefni." „Ólafur Pétursson er slægasti og samviskulausasti þrjótur sem ég hef nokkum tíma komist í kynni við, og hann var gjörsneyddur öllum hugsjón- um. Ég komst að því í yfirheyrslunum hjá Gestapo, hvaða mann hann hafði að geyma.“ Þessi orð em úr skýrslu norska and- spymumannsins Rudolf Næss sem var einn þeirra sem Ólafur Pétursson, ís- lenskur liðsmaður í þýsku leyniþjón- ustunni í Noregi á strfðsárunum, ljóstraði upp um. í nýrri bók Ásgeirs Guðmundssonar sagnfræðings, ís- lenskir meðreiðarsveinar og fórnar- lömb þýskra nasista, er fjallað ítarlega um mál Ólafs Péturssonar. Ólafur kom sér í kynni við andspymumenn undir því yfirskyni að hann styddi málstað þeirra. f skjölum sem Ásgeir hefur dregið fram í dagsljósið kemur fram að Ölafur var einn mikilvirkasti njósnari Þjóðverja í Noregi. Að minnsta kosti 45 voru handteknir vegna uppljóstrana hans, og þar af lét- ust rnu í þýskum fangelsum og fanga- búðum. Rudold Næss segir ennfremur í greinargerð sinni um Ólaf: „Hann sveik fólk án nokkurs samviskubits, svo að hann gæti skemmt sér og lifað hátt. Hann nýtti sér fólk til síðasta blóðdropa til að þéna peninga, sífellt meiri blóðpeninga. Hann hefur líf margra Norðmanna á samviskunni, og „Spennan í njósnastarfinu var ein- sog fíkniefni fyrir hann... Hélt áfram af ofstæki hver svo sem tengdist málinu... eina skýringin á því að hann sagði til persónulegra vina," sagði fyrrum yfirmaður Ól- afs Péturssonar í þýsku leyniþjón- ustunni. blóð hinna látnu kallar á réttlæti." Einn af yfirboðurum Ólafs úr röð- um þýsku leyniþjónustunnar, sem hnepptur var í varðhald í stríðslok, var látinn skrifa álitsgerð um hann. Þar sagði meðal annars: „Ég get sagt það um Pétursson að hann var óvenjulega vel gefinn maður með fjölþætt áhuga- mál, sem á auðvelt með að skilja hlut- ina og undravert minni. ... Hann var ffamúrskarandi njósnari. Það má næst- um því fullyrða að hann hafi haft meðfædda leyniþjónustuhæfileika. Pétursson var án efa einn af þeim bestu njósnurum sem Þjóðverjar höfðu í Noregi öll stríðsárin. Það eru að minnsta kosti ekki margir sem þola samanburð við hann. Það er mjög erfitt að segja nokkuð um hvatirnar fyrir njósnastarfsemi hans, þar sem Pétursson er dæmigerð, flókin manngerð. ... Annars vegar er hann raunsær og kuldalega útsmog- inn, jafnvel tillitslaus, en hins vegar er hann fljótfær, bráðlyndur og fer eftir hugdettum augnabliksins. Samtímis er allt annað en auðvelt að hafa nokkur áhrif á hann. Hann framkvæmir og hugsar algjörlega sjálfstætt og verður að teljast persónulega ábyrgur fyrir öllu því sem hann tekur sér fyrir hend- ur. ... Samkvæmt minni skoðun vann Pétursson ekki vegna peninga því það sem hann fékk greitt í minni tíð var til þess að gera lítið ef miðað er við það sem hann gerði. ... Auk þess fannst mér að hann hrifist af spennunni í njósnastarfinu. Hún var eins konar fíkniefni fyrir hann þannig að þegar hann var kominn í mikilvægt mál varð hann heltekinn af því. Hann hélt áffam með það með dæmigerðu ofstæki hver svo sem tengdist málinu og hvemig sem persónuleg tengsl hans voru gagnvart hlutaðeigandi. Þetta er að mínum dómi eina skýringin á því að hann sagði til persónulegra vina sinna bæði í Bonnevie- og Odda-málunum. Þetta voru mál sem á þeim tíma vöktu undrun okkar. Hann var okkur sál- fræðilegt undmnarefni þar sem hann var algjörlega frábrugðinn því sem við áttum að venjast með tilliti til njósn- ara.“ Ólafur var árið 1947 dæmdur í 20 ára þrælkunarvinnu í Noregi, en náð- aður vegna mikils þrýstings íslenskra stjómvalda. Hann staifaði sem endur- skoðandi í Reykjavík og lést árið 1972. ■ Flokksþing Framsóknarflokksins Erum mál- svarar ríkjandi stjórnkerfis í fiskveiðum - segir Guðmundur Bjarnason vara- formaður Framsóknarflokksins. „Það er rétt. Halldór Ásgrímsson ræddi mjög hispurslaust um þann mikilvæga mál- flokk sem sjávarútvegsmálin em. Út af íyrir sig held ég að það sé fyrst og fremst sönnun þess að Framsóknarflokkurinn er úlbúinn að taka ítarlega umræðu um sjávarútvegs- málin á hverjum tíma. Við höfum verið málsvarar þess stjómunarkerfis sem hefur verið byggt upp og emm það áfram. Við teljum mikilvægt að það sé ekki broúð nið- ur en emm úlbúnir að ræða þá agnúa sem kunna að vera á eða um breytta stöðu ef hún skapast," segir Guðmundur Bjamason varaformaður Framsóknarflokksins í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Hann telur ekki að sú umræða sem átti sér stað um sjávarút- vegs- og menntamál á flokksþingi Fram- sóknarflokksins um helgina muni setja strik í reikninginn í stjómarsamstarfmu. ■ Víðtæk þátttaka í morg- unstund jafnaðarmanna í Kópavogi Hugmyndir ungliðanna eru uppörvandi - segir Þóranna Pálsdóttir Kvennalis- takona. Ftannveig Guðmundsdóttir: Vilji til að skoða sameiginlegt fram- boð í bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi. „Hugmyndir ungliðanna eru uppörv- andi,“ segir Þóranna Pálsdóttir Kvennalis- takona. „Við Kvennalistakonur höfúm allt- af verið jákvæðar í sameiningarmálum, það er að segja sameiginlegum framboðum til sveitastjóma. Þama var verið að tæða málin vítt og breytt, smáflokkakerfið, litrófið á vinstri vængnum svokallaða." Þóranna var einn af fjölmörgum þáttak- endum í morgunstund jafnaðarmanna á laugardag. „Þetta vom hreinskiptar umræð- ur og breiður hópur fólks skiptist á skoðun- um,“ segir Sigrún Jónsdótúr varabæjarfúll- trúi Kvennalistans í Kópavogi. „Við vomm þama á einstaklingsgmndvelli og sögðumst sem slíkar vera úlbúnar að ræða möguleika á samstarfi í sveitarstjómarmálunum. Það hefur þó ekki verið rætt formlega innan Kvennalistans í Kópavogi þannig að engin ákvörðun liggur lyrir." Þetta var í fyrsta sinn sem Kvennalistak- onur taka þátt í morgunstund jafnaðar- manna en þær vom alls fjótar á fundinum, þeirra á meðal Krisú'n Halldórsdótúr þing- maður. Einar Karl Haraldsson frant- kvæmdastjóri þingflokks jafnaðarmanna hratt morgunstundunum af stað með það fyrir augum að þeir væm samstarfsgmnd- völlur jafnaðarmanna úr öllum flokkum og þeirra sem standa utan flokka. Fundimir hafa þótt skila nokkmm árangri úl þessa en fundurinn nú unt helgina hafði þó vfðtæk- ustu mætingu til þessa. Á fundinum kom fram ánægja með samstarf ungs fólks og sanieiningarfundinn á Bifröst og var hvatt til frekari dáða á þeim vettvangi. „Mér fannst þessi morgunstund sérstök að því leyú að þátttendur vom úr öllum stjómar- andstöðuflokkum," sagði Rannveig Guð- mundsdóttir alþingismaður og formaður Þingflokks jafnaðarmanna. „Það mættu úl fundar, þingmenn, varaþingmenn og sveit- arstjómamenn bæði úr Kópavogi og af Sel- tjamamesi. en það er víðtækasta þátttaka sem verið hefúr til þessa. Það gerði umræð- una skemmúlegri en ella og marktæka. Það vom jákvæðar undirtekúr við öllu sem var rætt og það kom fram greinilegur vilji úl að skoða sameiginlegt framboð fyrir sveitar- stjómarkosningar meðal annars í Kópavogi. Morgunstundimar em hugsaðar úl að ná úl fólks og að sem flesúr tjái sig um það sem sameinar og kynnist á nýjum forsendum, þeim að verða hugsanlega santhetjar í nýju samstarfi. Ég var mjög ánægð með jtennan fund.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.