Alþýðublaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 s k o ð a n ALíYDUBMDU 21218. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Veðjað á rangan hest Fyrir síðustu kosningar sáldraði Framsóknarflokkurinn kosn- ingaloforðum á báða bóga einsog hann ætti líf að leysa. Á vængj- um þeirra flaug hann síðan á vit dijúgs kosningasigurs og loks alla leið inn í ríkisstjóm. Mjög margir bundu því miklar vonir við Framsóknarflokkinn. En hvar örlar á efndum gylliboðanna sem slógu ryki í augu kjósenda? Þegar stjómarandstaðan, fjölmiðlar eða vonsviknir kjósendur hafa gengið eftir efndum flokksins hefur það verið þrautalending þingmanna Framsóknarflokksins að bera fyrir sig, að áður en hægt sé að efna orðin dýru þurfl fyrst að skila hallalausum fjár- lögum. Eini gallinn við þessa vöm Framsóknarflokksins er sá, að í gervallri kosningabaráttunni var vamagli af þessu tagi aldrei sleginn. Þess í stað flæddu loforðin einsog höfugt vín af kosn- ingabelgjunum, án nokkurra fyrirvara. Forystumenn flokksins sögðu jafnframt af nokkm yfirlæti, að tækist að auka hagvöxt um 3 prósent væri auðvelt hægt að efna kosningaloforð flokksins. Það er því fróðlegt að skoða, hvemig hagvöxtur hefur þróast síðustu misserin. Fyrst ber að rifja upp, að Framsóknarflokkurinn tók við blómlegu búi. Skuldir ríkisins vom á niðurleið, tekjur hans að aukast í kjölfar mikillar veltu- aukningar í þjóðfélaginu, allir helstu nytjastofnar þjóðarinnar vom á bullandi uppleið, og formaður Alþýðuflokksins skildi svo að segja eftir sig álver tilbúið á hafnarbakkanum. Það var því ekki að undra, að í ræðu sinni á flokksþinginu um helgina lagði formaður Framsóknarflokksins sérstaka áherslu á þá staðreynd, að hagvöxtur er nú ekki aðeins 3 prósent. Hann er meiri en 5 prósent! Það ríkja með öðmm orðum miklu betri efha- hagslegar forsendur en Framsókn hafði sjálf sagt að þyrftu til að uppfýlla loforðin frá kosningunum. En hvar em efndimar? Þjóðin bíður! Ungt fólk, sem kaus Framsóknarflokkinn, er hins vegar orðið leitt á biðinni. Sú ræða sem stal senunni á flokksþingi Framsókn- ar um helgina vom einmitt vamaðarorð ungrar Framsóknarkonu af Akranesi, Guðnýjar Rúnar Sigurðardóttur, sem var ekkert að skafa utan af hlutunum. Með afar rökföstum hætti sýndi hún ffam á, að ungt fólk er nú verr statt en þegar Framsóknarflokkurinn komst til valda. Hún benti á, að jaðarskattamir væm síst minni en þá, og þó hefði það verið eitt af loforðum flokksins að lækka þá til að auðvelda ungu fólki að bæta kjör sín með aukinni vinnu. Þessu til viðbótar er rétt að minna á, að þrátt fyrir hávaða og læti gengur Framsóknarflokknum hvorki né rekur í sambandi við marglofaðar breytingar á lánasjóðnum. Lokaorðin í ræðu Guðnýjar Rúnar hljóta að halda vöku fyrir þingmönnum Framsóknarflokksins: Þið skuluð ekki gleyma því að ungt fólk veðjar ekki tvisvar á rangan hest. ■ Ríkir lýðræði og jafnræði á vinnumarkaði? Kjarasamningar eru lausir um næstu áramót. í fyrsta sinn mun reyna á ný lög um stéttarfélög og vinnudeilur, sem sett voru í vor. Þau voru sett þvert gegn vilja verkalýðs- hreyfingarinnar og fela í sér gróft inn- grip í innri mál hennar. Lögfræðingur Alþýðusambandsins upplýsir það svo í viðtali við Iðju, félagsblað verk- smiðjufólks í október, að lögin feli í sér afnám verkfallsvopnsins í þeirri mynd sem við höfum þekkt það. Þessi lagasetning er ekki eina dæmið um einhliða afskipti ríkisvaldsins af sam- skiptum vinnuveitenda og verkalýðs- hreyfingar á kostnað þess síðamefnda. Pallborð I Magnús M. Norðdahl skrifar í umræðunni um lögin var því hald- ið fram að skipulag verkalýðshreyf- ingarinnar væri ólýðræðislegt. Hún væri þung í vöfum og aðferðin við gerð kjarasamninga úrelt. Hreyfmgin væri í vanda sem krefðist úrlausnar með lagasetningu. Eg hef haldið því fram að vanda verkalýðshreyfingar- innar sé ekki að leita í skipulagi henn- ar eða aðferðum við gerð kjarasamn- inga heldur í sameinuðum kröftum ríkisvaldsins og VSÍ, sem árum saman hafi skipulega dregið úr samningsrétti hreyfingarinnar og gildi gerðra kjara- samninga. (Verkalýðshreyfing í vanda? Alþýðublaðið í mars 1996.) Og enn er þessi umræða að fara af stað. Lýðræðið í verkalýðshreyfingunni og við gerð kjarasamninga hefur feng- ið mikla og oft ósanngjama og nei- kvæða umræðu. Jafnræði á vinnu- markaði, lýðræði innan atvinnuveg- anna og í ranni vinnuveitanda, hefur ekki hlotið sömu umræðu en er þó full þörf á. Nefna má sem dæmi að vinnu- veitendur safna öllu valdi til samn- ingsgerðar inn á Vinnuveitendasam- band þaðan sem því er beitt af fá- mennum og harðsnúnum hópi. Þar sem til er að dreifa fleiri en einum samtökum vinnuveitenda eru kraftar þeirra einnig sameinaðir þegar kemur að gerð kjarasamninga. I verulegum atriðum neita síðan þessi samtök að taka tillit til afkomu og þróunar ein- stakra atvinnugreina eða landshluta. Með fullum rétti má því segja, að samtök vinnuveitenda séu ólýðræðis- leg, þung í vöfum og beiti úreltum að- ferðum við gerð kjarasamninga. Síðan er til þess að h'ta, að hlutfall stórra almenningshlutafélaga á ís- lenskum vinnumarkaði hefur vaxið hröðum skrefum á síðustu árum. í þessum stóru félögum og í starfsemi þeirra á sér stað áður óþekkt sam- þjöppun pólitísks og fjárhagslegs valds, miðstýring, markaðseinokun og þverrandi lýðræði. Dæmin eru fjöl- mörg. í dag eru það stór almennings- Með fullum rétti má því segja, að samtök vinnuveit- enda séu ólýðræðisleg, þung í vöfum og beiti úreltum aðferðum við gerð kjarasamninga. hlutafélög, sem einoka alla flutninga til og ifá landinu, hvort heldur er á sjó eða í lofti. Þau sitja svo gott sem ein að aliri tryggingastarfsemi og verslun með bensín og olíur. Síðast en ekki síst þá stefnir í að allur veiðiréttur í ís- lenskri landhelgi safnist í hendur þeirra. Þessi fyrirtæki eiga hlut hvort í öðru ífam og til baka og sömu menn sitja í stjórnum margra þeirra. Þeir stýra þessum félögum ekki í krafti sinna eigin hlutabréfa. Þeir stjórna fyrst og fremst í umboði annarra al- menningshlutafélaga og ýmissa sjóða. Ástæður þess að svo mikil völd geta safnast í hendur svo fárra og lítilla hluthafa eru nokkrar. Ein er að hlutafé í almenningshlutafélögum er skipt upp í marga og smáa hluti sem dreift er á stóran hóp kaupenda sem hlutina kaupa til skammtímaávöxtunar og til þess að nýta skattafslátt. Þessi hópur á enga samstöðu, mætir ekki á hluthafa- fundi og kærir sig kollóttan um mál- efni félagsins svo lengi sem arður er greiddur út og afslættir nýtast. I öðru lagi hefur það stóraukist á síðustu ár- um að þessi sömu stóru almennings- hlutafélög, ýmist sjálf eða félög undir beinni eða óbeinni stjóm þeirra, stofna og stýra hinum nýju hlutabréfasjóðum sem bjóða almenningi að kaupa hluta- bréf og dreifa áhættu af kaupunum í stómm sameiginlegum sjóðum. Þessir sömu sjóðir fjárfesta vítt og breytt en mikið í þessum sömu stóm almenn- ingshlutafélögum sem eiga og reka þessa sjóði með einum eða öðrum hætti. Állir hinir fjölmörgu og dreifðu eigendur hlutabréfa í þessum sjóðum hafa ekkert að segja um það hvemig þessir hlutabréfasjóðir fara með at- kvæði sín á fundum í stóm almenn- ingshlutafélögunum, sem leynt og ljóst er stýrt af sama hóp manna. Hér ber allt að einu. Vald safnast á færri og færri hendur. Vald, sem í rauninni er byggt á dreifðu hlutafé í eigu þús- unda Islendinga, sem ekkert hafa, að segja um stjómun þessara sömu hluta- félaga. En afhverju skiptir þetta máli í umræðunni um lýðræði á vinnumark- aði? Það er næsta augljóst því hér eiga í hlut stærstu vinnuveitendur landsins sem jafnframt mynda kjamann í sam- tökum vinnuveitenda og ekki síður í pólitísku valdi Sjálfstæðisflokksins. Þessi sami hópur er síðan að gagnrýna vinnubrögð og skipulag verkaiýðs- hreyfingarinnar sem þrátt fyrir allt er lýðræðislega byggð upp. Þessi sami hópur beitir síðan Páli blessuðum á Höllustöðum fyrir sig til þess að minnka áhrif og sjálfstæði verkalýðs- hreyfingarinnar með breytingum á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þá skiptir einnig máli að velta því fyrir sér hvort almennt ríki jafnræði milli atvinnurekenda og verkalýðs- hreyfingar þegar kemur að gerð kjara- samninga. Það er ekki hægt að segja að svo sé. Ríkið er orðið stærsti ein- staki vinnuveitandinn á íslandi. Það skipar sínum málefnum þegar í hart fer með löggjöf og hlutast raunar til um deilur annarra vinnuveitenda og launþega með lögum sem taka upp gerða kjarasamninga, banna verkföll og skipa kauplagi með einum eða öðr- um hætti. Ríkið á orðið svo mikilla hagsmuna að gæta á vinnumarkaði að útilokað er að það geti verið hlutlægt í afskiptum sínum. Við jafnaðarmenn höfum þau grundvallar markmið að beijast fyrir lýðræði frelsi og jafnrétti. Eins og mál hafa þróast á vinnumarkaði hefur frelsi launafólks ög verkalýðshreýf- ingar skerst svo mikið vegna afskipta ríkisvaldsins og vegna samþjöþpunar íjárhagslegs og pólitísks valds að ékki er lengur hægt að ræða um neitt jafn- ræði eða jafnrétti á vinnumarkaði. Við erum talsmenn frelsis og þar með talið markaðsfrelsis. En hið lýðræðislega markaðsfrelsi felur í skilyrðislausa virðingu fyrir jafnrétti. Ef á hallar er nauðsynlegt að bregðast við því ann- ars er þess skammt að bíða að frelsið snúist í andhverfu sína. Það felur í sér stöðnun og grímulaust þjóðfélagslegt óréttlæti. Það em ekki bara launþegar sem verða undir heldur takmarkast um leið möguleikar allra þeirra sem af bjartsýni og trú vilja hasla sér völl í ís- lensku atvinnulífi. Umræðan um lýðræði á vinnumark- aði er því umræða um grundvallar uppbyggingu lýðræðis og valds í ís- lensku samfélagi. Það er hlutverk okk- ar jafnaðarmanna að virða og styðja verkalýðshreyfinguna, sem hefur ver- ið og er enn útvörður launafólks. Um leið berjumst við fyrir opnun samfé- lagsins, þátttöku íslands í samfélagi ftjálsra þjóða, auknu lýðræði og gegn fákeppni og einokun. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Alþýöuflokksins. atal 26. nóvember Atburðir dagsins 1594 Tilskipun tók gildi um að Grallarinn skyldi notaður sem messusöngsbók í báðum bisk- upsdæmum. Guðbrandur Þor- láksson biskup gaf bókina út. 1688 Lúðvík XIV lýsir stríði á hendur Hollendingum. 1906 Theodore Roosevelt Banda- rikjaforseti kemur aftur til Washington eftir ferð til Suður- Ameríku. Hann er fyrsti forset- inn í embætti sem ferðast til út- landa. 1922 Fomleifafræðingur Howard Carter gerir gat á inn- gang að grafhvelfingu Tutank- hamuns. 1942 Rauði herinn umkringir 250 þúsund þýska hermenn við Stalíngrad, rjúfa umsátur Þjóðvetja og þurrka út sjötta her von Paulus hershöfð- ingja. 1968 Hippahljómsveitin Cream heldur síðustu tónleika sína. Eric Clapton var aðal- stjarna sveitarinnar. 1981 Út- gáfa DV hófst með sameiningu Vísis og Dagblaðsins. Afmælisbörn dagsins William Cowper 1731, enskt skáld. Eugéne Ionesco 1912, franskt leikskáld af rúmenskum ættum. Charles Schultz 1922, bandarískur teiknari, höfundur Peanuts eða Smáfólksins. Tina Turner 1939, bandarísk rokk- stjama. Annálsbrot dagsins Á Vélaugsstöðum í Hörgárdal fæddi kona manns, er þar bjó, 3 meyböm í einu, öll lífs og vel sköpt, er skírð voru og nefnd öll einu nafni Guðrúnar; þau dóu öll skömmu síðar, hvert að öðm. Vallaannáll 1727. Ánægja dagsins Allt er nákvæmlcga jafn mikils virði og ropi. Munurinn er bara sá að ropinn veitir mciri ánægju. Ingmar Bergman. Málsháttur dagsins Jafnan grætur glaður Ungveiji. Munur dagsins Sá munur er á snillingum og heimskingjum, að snilldin á sér takmörk. Th. Gahlin. Orð dagsins Þó égfótinn missi minn mín ei rénar kœti; hoppað get ég í himininn haltur á öðrumfœti. Siguröur Pétursson sýslumaður. Skák dagsins Leanse, stjórnandi svörtu mannanna, hefur fómað hróki fyrir þrjú peð og sóknarfæri. Houghton hefur hvítt og má sín lítils gegn lokahnykk svörtu vígvélanna. Svartur leikur og vittnur. 1. Dg2+! Dxg2 2. fxg2+ Kxg2 3. Re3+ Svartur hefur unnið hrókinn aftur og á sigur vísan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.