Alþýðublaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 ■ Alþýðublaðið leitaði álits nokkurra þingmanna á flokksþingi Framsóknarmanna. Almennt eru menn sammála um að þingið og ályktanir þess sæti ekki miklum tíðindum Endaði í algjörri flatneskju ■ Tyrkja-Gudda eða Guðríður Símonardóttir? Lýsir fordómum sögunnar í garð hennar -segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur „Mér finnst nafngiftin Tyrkja— Gudda lýsa fordómum sögunnar í garð Guðríðar Símonardóttur," segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur en hún flytur fyrirlestur hjá Sagnfræð- ingafélagi fslands á morgun en hann nefnist Hver var Guðrtður Símonar- dóttir? Steinunn hefur mikið skoðað sögu Guðríðar eða Tyrkja-Guddu, eins og hún var kölluð eftir að hún lenti í þeirri ógæfu að vera rænt og hneppt í ánauð í Alsír. Steinunn hefur meðal annars skrifað um hana leikrit- ið, Heimur Guðríðar, síðasta heim- sókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgn'ms. í fyrirlestri sínum varpar Steinunn fram spumingunni: Hvaða fordómar liggja að baki nafninu Tyrkja- Gudda og afhverju sagnfræðin hefur skeytt svo lítið um konu sem átti jafh einstaka ævi? „Hún er kennd við þá sem rændu henni og niðurlægðu og það eitt og sér vekur upp spumingar. Er verið að gera hana ábyrga fyrir ráni sjálfrar sín með einhverjum hætti. Gera því skóna að hún tilheyri Tyrkjum. Afhverju er hún kölluð Tyrkja-Gudda, það tíðkast að kalla söguffægar persónur fullu nafni. Ég vil gjarnan komast að því hvaða tilfinningar menn bera til hennar. Ég hugsa að henni hafi sámað þetta mikið á sínum tíma. Hún er ekki kölluð Gudda hans Hallgríms. Þegar þessu nafni er klínt á hana er verið að gefa í skyn að hún hafi tekið upp siði og trú Tyrkja og það getur verið að það hafi verið liður í að gera hana tortryggilega og leiða líkur að því að hún hafi ekki verið samboðin sínum kristna manni. En þær heimildir sem til em benda allar til þess að hún hafi verið mjög stað- föst í kristinni trú og það er ein höfuð- ástæðan fyrir að henni tókst að losna. úr ánauðinni. í tengslum við leiksýninguna varð ég vör við að það var fátt vitað um þessa konu og ævi hennar hefur ekki verið skoðuð eða leitað heimilda um hana líkt og fullt tilefni er til. Þar er komið verðugt verkefni fyrir sagn- fræðinga. Ýmsir hafa í gegnum tíðina dregið ályktanir sem em henni óhag- stæðar og hennar er getið sem auka- persónu í ævisögum Hallgríms og þá sagt að hann hafi gifst þessari konu sem var 16 ámm eldri, ungur maður. En mitt viðfangsefhi er hver er hún og hvað lagði hún að mörkum til sinnar eigin frelsunnar? Hún reiddi til dæmis ffam hluta lausnargjaldsins. Var hún rekald í lífsins í ólgusjó eða bjó hún sín eigin örlög? Hvað hef- ur hún lagt að mörkum til íslenskrar menningar og hvað lagði hún að mörkum til skáldsins, skáldskapar hans og trúar? A hún þátt í að Pass- ísálmarnir urðu til? Sjálf er hún er ekki skáld en það hefúr varðveist eftir eitt bréf en menn hafa gert því skóna að hún hafi ekki skrifað það sjálf held- ur einhverjir karlar. Ég hef reynt að skoða uppruna hennar og ævi með tilliti til þess hvaða þýðingu hún hafði í lífi Hall- gríms Péturssonar. Með hvaða hætti kom hún skáldskap hans að gagni? Það er ljóst að hún varð mikill örlaga- valdur í lífi hans og sameiginlegar þjáningar og þrautaganga þeirra hefur haft áhrif á efnisval hans.“ Þess má geta í lokin að Steinunn er með sýningu í Seltjamameskirkju 18. desember í tilefni ártíðar Guðríðar, hún dó þennan dag árið 1682. „Skoðaði uppruna hennar og ævi með tilliti til þess hvaða þýðingu hún hafði í lífi Hallgríms Pétursson- ar," segir Steinunn um Guðríði Símonardóttur. Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins Ekki tálsýn heldur framtíðarsýn , JTokksþingið bytjaði vel með ræðu Halldórs Ásgrímssonar þar sem hann opnaði umræðuna um veiði- leyfagjald, en það endaði í algjörri flatneskju. Það merkasta sem þingið gerði var að kjósa aftur sama fólkið og verið hefur í forystu flokksins á und- anfómum ámm. Engin önnur sérstök tíðindi urðu á flokksþinginu. Fram- sóknarflokknum tókst ekki að standa við loforð við námsmenn um sam- tfmagreiðslur námsmanna og endur- skoðun á endurgreiðslu. Flokksþingið skiliu- þau mál einfaldlega eftir í hönd- um þingmanna sem enn hafa ekki get- að leyst ágreininginn við Sjálfstæðis- flokkinn. Framsóknarflokkurinn lýsir sjálfum sér sem eindregnum miðju- flokki, sem er reiðubúinn að vinna til hægri í dag og vinstri á morgun og h't- ur á samstarf jafnaðarmanna sem tál- sýn. Það þýðir að Framsóknarflokkur- inn ætlar að standa utanvið það sam- starf sem ekki er tálsýn heldur ffam- tíðarsýn. Að öðru leyti hef ég ósköp fátt um flokksþing Framsóknarmanna að segja nema að ég óska Halldóri Ás- grímssyni til hamingju með rússneska kosningu." Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka Éta þeir ofan í sig samþykktina um LÍN? ,Afér fannst þetta þing staðfesta að Framsóknarflokkurinn er hagsmuna- gæsluflokkur einsog Sjálfstæðisflokk- urinn og þeir samsama sér vel saman í ríkisstjóm. Að vísu var þama opnuð glufa í átt til veiðileyfagjalds sem er jákvætt. En síðan er spuming hvemig þeir fylgja því eftir. Ég hef litla trú á þessujafnréttistali þeirra. Þeirhafa ekki sýnt að þeir séu flokkur jafhréttis. Það sem ég bíð mest spennt eftir, er hvort þeir éti ofan í sig samþykktina frá flokksþinginu um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna sem var mjög af- dráttarlaus og felur í sér að taka upp samtímagreiðslur og létta greiðslu- byrðina. Athugasemd Halldórs Ás- grímssonar um að sameining vinstri manna sé tálsýnin ein lýsir því að hann er ekki með á nótunum og fylgist ekki með þeirri miklu gerjun sem er á vinstri vængnum." Við skynjum öll mikla hreyfingu og auðvitað sér Framsókn ákveðna ógn í því ef hinir flokkamir sameinast. En ég tel ekki rétt að afskrifa að það tak- ist. Hann slær þessu ffam á þeim grundvelli, að þar séu svo ólíkar skoð- anir en ffamundan er mikil pólitísk umræða." Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubandalags Upplagtað kynda dálítið undir Þorsteini , J>að sem kemur lfam á flokksþing- inu em gamalkunn einkenni á Fram- sókn, einkenni sem ég þekki mætavel. Það er venjan hjá Framsókn að skammast útí þá málaflokka sem ekki em á hennar sviði þegar hún er í stjómaraðstöðu. Nú em það mennta- málin sem Bjöm Bjamason er með. En það er allt í lagi að gagnrýna þau - það var gert af þó nokkmm krafti og allt gott um það að segja enda ekki vanþörf á. Það er ágætt fýrir okkur í stjómarandstöðunni að fá hjálp í þess- um efnum og vel þegið. I sjávarút- vegsmálunum er Þorsteinn Pálsson í óðaönn að framkvæma sjávarútvegs- stefnu Halldórs Ásgrímssonar. En af því að Þorsteinn er í öðmm flokki er upplagt að kynda dálítið undir honum. Þetta em afar fomar aðferðir Fram- sóknarflokksins gagnvart samstarfs- flokkum sínum. Mér finnst athyglisvert áð Fram- : sóknarflokkurinn skuli vera að upp- götva jafnréttið, það er ekki seinna vænna því það tilheyrir 20. öldinni. Við í Alþýðublandalaginu samþykkt- um árið 1980 lög í flokknum um kynjakvóta en Framsóknarflokkurinn ætlar að stefna að því að koma honum í þetta horf. Það em sem sagt ekki flokkslög. Vegna þess að við Alþýðu- bandalagsmenn komum á kynjakvóta hefur þetta verið að þróast smámsam- an og við emm sá eini.af gömlu flokk- unum sem er með-kpnúí embætti for- manns. Að öðni leýti Var þingið Hall- dór ÁsgrímssónJifáhdi Jwminn - leit bara mjög vel út; traustur og i' fínum málum. Farinn að úimfna og svona. Það sem hann segir um sameininga- þreifingar á vinstri væng, að þær séu tálsýn, er náttúrlega það sem hann vonar og ég hef í sjálfu sér ekkert um það að segja. Það er bara eifis og hver annar áróður og Halldór eúgersamlega ómarktækur dómari í þeijn efnum. Hins vegar er hann velkojnjnn með. Það hefur gengið vel í Reýkjavík og ef hann vill koma með á vagriinn á landsvísu væri það gaman" Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista Framsókn sér ógn í sameiningu vinstri flokkanna Ég vil nú fyrst nefna að mér finnst gott að þeir hafi samþykkt jafnréttis- áætlun sem er enn eitt dæmi um að jafnréttisumræðan er á hreyfingu. Konumar eru greinilega að sækja í sig veðrið innan Framsóknar einsog víðar. Þá finnst mér þetta þing endurspegla hvað Framsóknarflokkurinn er að breytast. Umræðan hefur breyst mik- „Þingið var þingið Halldór Ásgrímsson lifandi kominn - leit bara mjög vel út, traustur og í fínum málum. Farinn að trimma og svona," segir Svavar Gestsson. ið. Menn tókust á um grundvallarmál eins og fiskveiðistjómunina og stóðu uppí hárinu á forystunni, þó niðurstað- an sé síðan einróma. Það sýnir okkur að það ríkir mikil eindrægni í flokkn- um. Mér finnst gott hvað unga fólkið stóð fast á breytinugum á Lánasjóðn- um. Menn virðast ekki vilja lúffa of mikið fyrir Sjálfstæðisflokknum og við bíðum eftir að sjá efndimar. Þeir fá auðvitað stuðning okkar í að breyta lögum um Lánasjóðinn í þágu náms- manna. Þá vil ég nefna að athygli vek- ur hvað forystan virðist óumdeild. Mér fannst Halldór Ásgrímsson skjóta á Sjálfstæðisflokkinn þegar hann nefndi hvað umræðan væri ftjáls og menn fengju að tala um allt í Fram- sóknarflokknum. Það er ólíkt hinum stjómarflokknum þar sem umræðan er barin niður. En í sjálfu sér em engrn stórtíðindi af þessu þingi. Það er ekki rétt sem Halldór sagði að sameining vinstrimanna sé tálsýn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.