Alþýðublaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 a ALÞÝÐUBLAÐIÐ PBPBH 7 n a 9 Lára miðill Ágústsdóttir var sporgöngumaður Indriða og frumherja anda- trúarinnar. Hún var dæmd í Hæstarétti fyrir svik á miðilsfundum. Myndin er úr bókinni Ekki dáin - bara flutt og var tekin með leifturljósi á miðils- fundi Láru í Bjarnaborginni, einhverntíma á árunum 1934-36. Lára stendur við hlið verunnar með sjaldið, sem á að vera af öðrum heimi. Maðurinn sem situr vinstra megin við „andann" heldur í band sem sennilega er fest í Ijósið. Ekki dáin - bara flutt Bjarni Guðmarsson sagnfræðing- ur og Páll Ásgeir Ásgeirsson blaða- maður hafa nú sent frá sér ritið Ekki dóin - bara flult, og spannar fjörutíu fyrstu ár spiritismans á Islandi. Sagan hefst þegar aðallinn í Reykjavík stofn- ar í byijun aldar vísindafélag utanum ódauðleik sálarinnar, og lýkur þegar Lára miðill, bláfátæk og auðnulaus, er í seinna stríði dæmd í Hæstarétti ásamt ástmönnum sínum fyrir svik og pretti á miðilsfundum. Nafn Einars H. Kvarans (1859- 1938) er nú mósku hulið í flestra vit- und, en þegar fslandssaga tuttugustu aldar verður gerð upp hlýtur hann að komast á blað yfir þá sem mest áhrif höfðu. Hann gat sér fýrst orð sem einn af boðberum raunsæisstefnunnar í bókmenntum og átti hlut að tímaritinu Verðandi árið 1882, ásamt Gesti Pálssyni, Hannesi Hafstein og Bert- el Þorleifssyni. Á löngum ferli gaf hann út fjölda smásagna, skáldsagna og leikrita, og ritstýrði aukþess blöð- um, bæði í Vesturheimi og á íslandi. Einar var um tíma einhver vinsælasti rithöfundur landsins, og eftir andlát Matthíasar Jochumssonar árið 1921 og til dauðadags 1938 skipaði hann öndvegi í flestra hugum sem höfuð- skáld þjóðarinnar. Nú er öldin önnur. Leitun er að þeim af yngri kynslóð sem þekkja skáldskap Einars, verk hans eru ekki gefin út og bókmennta- fræðingar láta sér þau í léttu rúmi liggja. Og samt er Einar H. Kvaran einn af áhrifamestu Islendingum aldarinnar. „Sálarrannsóknir voru honum heilagt málefni," sagði Hafsteinn Björnsson miðill í samtali við Matthías Johann- essen árið 1969. í þágu þessa heilaga málefnis barðist Einar áratugum sam- an, og hætti bæði mannorðinu og áliti sínu sem skáld. Hann virðist hafa átt mestan þátt í að vinna Bjöm Jónsson ritstjóra (1846-1912) og Harald Níels- son fríkirkjuprest (1868-1928) til fylg- is við málstað sálarrannsókna. Þeir vom það þríeyki sem stóð í fylkingar- brjósti andatrúarmanna í einhverjum mestu og hatrömmustu deilum aldar- innar. Aðallinn í Reykjavík stofnar andatrúarfélag Segja má að borgarastyrjöld hafi blossað upp í Reykjavík vorið 1905 þegar blöð sem Einar H. Kvaran og Bjöm Jónsson ritstýrðu, Fjallkonan og ísafold, hófu að fjalla á opinskáan hátt um samband við framliðna menn. Bjöm hafði í áratugi staðið í pólitísk- um höggorustum og útbreiðslu ísa- foldar er aðeins hægt að bera saman við Morgunblaðið, þegar veldi þess stóð sem hæst áratugum síðar. Mörg- um þótti sem Björn gæfi óvæntan höggstað á sér með því að gerast er- indreki andatrúar, enda spömðu and- stæðingarnir ekki stóryrðin. Afstaða manna til spiritismans réðist þess- vegna í öndverðu að nokkm af pólit- ískum skoðunum. Haustið 1905 var Tilraunafélagið stofnað, og skipaði þríeykið stjórn K r o s Haraldur Níelsson áhrifamesti kennimaður landsins á fyrri hluta aldarinnar: „Hef meiri áhuga á sál- arrannsóknum en nokkru öðru..." þess: Einar H. Kvaran var formaður, Bjöm Jónsson varaformaður og Har- aldur Níelsson ritari. Alþýðumenn vom útilokaðir frá félaginu, með því að árgjöld námu mánaðarlaunum verkamanns. Fyrstu miðlar Tilraunafélagsins sem orð fór af vom Guðmundur Jónsson, sem seinna tók sér ættamafnið Kamb- an, og Indriði Indriðason. „En miðilsgáfan er horfin..." Sagan af miðilsstörfum Guðmundar Kambans er mörgum kunn, enda er hún grátbroslegur vitnisburður um hvemig þeir annáluðu gáfumenn sem skipuðu forystusveit Tilraunafélagsins létu teyma sig á asnaeymnum. Guð- mundur var skólapiltur um þetta leyti, og skráði með „ósjálfráðri" skrift æv- intýri og Ijóð eftir ekki minni menn en Jónas Hallgrímsson, Snorra Sturlu- son og H.C. Andersen. Þessi skáld- verk vom gefin út í dálitlu kveri árið 1906 undir heitinu Úr dularheimum, og sætir furðu að aðrir eins smekk- menn og þeir Einar, Haraldur og Bjöm skyldu leggja nöfn meginsnill- inga norræns skáldskapar við slíka hérabeinsuppsuðu. En heilbrigð dóm- greind er einatt eitt af fyrstu fómar- lömbum byltinga. Ferill Guðmundar sem ritara dauðra stórskálda varð endasleppur. Til stóð að framkvæma nákvæma rannsókn á miðilshæfileikum hans, en úr því varð ekki. Bjöm Jónsson ritaði í blað sitt: „Guðmundur Jónsson var veikur rúm- an hálfan múnuð. Honum batnaði vel. En miðilsgáfan var horfm. Engin ögn var eftir af henni, svo vér höfúm getað orðið varir við, frá því hann frískaðist fyrir 1 1/4 viku. Hve lengi það stendur vitum vér ekki. Meira getum vér ekki sagt.“ „Mesti miðill í heimi" En Guðmundur Jónsson var einsog byijandi í samskiptum við annan heim í samanburði við Indriða Indriðason. Lýsingar á Indriða benda eindregið til að íslendingar hafi aldrei eignast fjöl- hæfari sjónhverfingamann, nema menn vilji trúa þeirri staðhæfingu Ein- ars H. Kvarans að hann hafi verið mesti miðill heims. Indriði var ungur að árum þegar hann komst í kynni við forsprakka Tilraunafélagsins, og lést langt um aldur fram árið 1912. Óhætt er að full- yrða að síðustu sjö ár ævinnar hafi hann verið einn umtalaðasti og um- deildasti maður landsins. Miðlar nútímans, sem flestir láta sér nægja að halda uppboð á gömlum góðlegum konum á fjöldafundum, gætu margt lært af Indriða: Á sam- komum hans flugust húsgögn á við góðborgara bæjarins, útfrymi vall úr vitum hans, draugar og framliðnir spásséruðu um einsog heima hjá sér, dauðir fuglar sungu hástöfum og einu sinni gufaði Indriði bókstaflega upp. Indriði var sannkallaður atvinnu- maður. „Stjómandi" hans var enginn annar en Konráð Gíslason, Fjölnis- maður og afabróðir Indriða, og vekur athygli hve Fjölnismenn voru at- kvæðamiklir um þetta leyti. Hinn framliðni Fjölnismaður var ekki einasta stjómandi Indriða í sam- skiptum við annan heim, heldur um- boðsmaður hans gagnvart Tilraunafé- lagsmönnum. Að kröfu Konráðs vom Þórbergur Þórðarson, sem alla tíð var sannfærður um að sálir mannanna væm staddar á heldur auðvirðilegu til- vemstigi, skrifaði bók um Indriða og átti þannig mestan þátt í að viðhalda goðsögninni um hann sem mesta mið- il aldarinnar. Bjami og Páll Ásgeir vekja athygli á því í bók sinni að árið 1907 varð Indriði uppvís að svindli þegar taka átti „yfimáttúrlega" ljósmynd af hon- um. Þótt forvígismönnum Tilraunafé- lagsins væri ljóst að Indriði hefði óhreint mjöl í pokahominu var málið þaggað niður. Allajafna er heldur raunalegt að lesa um viðbrögð erind- reka ódauðleikans við því þegar miðl- ar voru staðnir að svikum. Oftar en ekki var það útskýrt þannig að vondir andar stæðu fyrir vélabrögðunum. Það var þannig ekki nóg með að Einar H. Kvaran, Bjöm Jónsson og Haraldur Níelsson mættu kljást við ófyrirleitna fjendur af holdi og blóði - einnig á öðrum tilverustigum voru voldugir andstæðingar. Krossfarar í leit að písl- arvætti gátu því tæpast fundið ákjós- anlegri málstað en andatrúboðið, sem átti óvini báðumegin grafar. Bið á vísindalegum sönnun- um Brautryðjendur spiritismans trúðu því að innan tíðar myndi allur heimur- inn taka trúanlegar vísindalegar sann- anir fyrir ódauðleika mannssálarinnar. Eilíft líf var þeim dauðans alvara. Séra Haraldur Níelsson sagði í ræðu við út- för Bjöms Jónssonar 1912: „Síðustu ár ævinnar var hann jafnsannfærður um tilvem æðri veraldar einsog um götumar hér í Reykjavfk." Hafsteinn Bjömsson sagði um Einar H. Kvaran: „Meðan ég þekkti hann efaðist hann aldrei um líf-eftir dauðann. ... Öll hans ræða hneig í þá átt að framhalds- líf væri staðreynd, en svo margar hlið- ar á því máli, að mönnum bæri að taka öllu með varúð: á lægri sviðum hinu- megin væm lágar verur sem gætu leitt illt af sér og jafnvel blekkt okkur herfilega því að við emm ófullkomin og freistingarnar em margar. En þá væri galdurinn að þekkja þessar vemr, sjá við þeim - og reyna að hjálpa þeim á æðri svið.“ Og Haraldur Níels- son sagði um eigin afstöðu, eftir að fundir vom hafnir með Indriða miðli: „Síðan hef ég haft meiri áhuga á sálar- rannsóknum en nokkru öðru og ég veit að sá áhugi á eftir að endast mér til dauðadags." Meiri bið hefur orðið á vísindaleg- um sönnunum á framhaldslífi sálar- innar en íslenskir brautryðjendur andatrúar hugðu. Allir vom þeir famir af sfldarplássi sfararnir Björn Jónsson ritstjóri og annar ráðherra íslands: „Jafnsannfærður tilveru æðri veraldar og um göt- urnar í Reykjavík..." Einar H. Kvaran vinsælasti rithöf- undur landsins um sína daga: „Sál- arrannsóknir voru honum heilagt málefni..." Indriða tryggðar þúsund króna árstekj- ur og ókeypis húsnæði, og má það heita góður samningur fyrir ungan mann sem ekki hafði nennt að ljúka prentnámi. Svikamál Indriða þaggað niður Af lýsingum á Indriða má glöggt ráða að honum hefur þótt gott að vera með höfðingjum, enda var liann geð- ríkur og gortaði til dæmis af því við Einar H. Kvaran að hafa átt ellefu málaferli að baki þegar hann var 22 ára. Indriði var líka drykkfelldur og kvensamur fjörkálfur, og þótti ffamúr- skarandi eftirherma. tilverunnar þegar Lára miðill var stað- in að því að nota slæður og tusku- dúkkur á fundum sínum, og dæmd í Hæstarétti ásamt nokkrum hjálpar- kokkum. Þeim var sömuleiðis hlíft við að sjá hvemig hin nýju „vísindi", sem þeir höfðu boðað af sVo mikilli elju, urðu smámsaman að stöðnuðum trúar- brögðum. En hvað sem því líður þætti þeim áreiðanlega, að miðilsfundir samtímans séu bæði andlausari og andalausari en þær samkomur sem þeir efndu til í aldarbyrjun og vöktu uppnám í þjóðlífinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.