Alþýðublaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐID W ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 UlflllUNI 21226. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavik Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Kornhlöður jafnaðarmanna Niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem gerð var fyrir þingflokk jafnaðarmanna, eru athyglisverðar um margt. Urtakið var fimmtán hundruð manns og fengust svör frá 1078 eða 71,9 prósenti, og má ætla að það endurspegli þjóðina á aldrinum 18 til 75 ára allvel. Spurt var hvað svarendur kysu ef einungis þrír listar væru í framboði: Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur og listi sameinaðra jafnaðarmanna. Sjálfstæðis- flokkur fékk í könnuninni 37,5 prósent, Framsókn 23 og listi jafnaðarmanna 39,5. Munurinn á Sjálfstæðisflokki og jafnaðar- mönnum er ekki marktækur, þarsem vikmörk eru í báðum tilvik- um 3,3 prósentustig. Ýmsir talsmenn sameiningar hafa fagnað niðurstöðum könnun- arinnar, og talið til marks um frjóan jarðveg meðal kjósenda. Staðreyndin er nú samt sú, að fylgi „lista sameinaðra jafnaðar- manna" í könnun Félagsvísindastofnunar er álfka og samanlagt kjörfylgi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra í síðustu kosning- um. Hugmyndin um sameiningu jafnaðarmanna hefur þannig ý- engan hljómgrunn öðlast meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, en þar er hinsvegar drjúgs fylgis að vænta, að mati ýmissa foringja jafnaðarmanna. Könnunin sýnir því að mikið verk er fyrir höndum að selja hugmyndina annarsstaðar en hjá litlu og áhrifalausu stjórnarandstöðuflokkunum. Þegar rýnt er nánar í könnunina kemur sitthvað í ljós sem ætti að vera jafnaðarmönnum umhugsunarefni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig talsverða yfirburði meðalkjósenda á aldrinum 18 til 24 ára, fær 44,3 prósent, jafnaðarmenn 34,3 og Framsókn 21,4. Útkoma stjórnarandstöðunnar hjá ungu fólki er yfirleitt mjög óglæsileg. Hjá þeim sem ekki höfðu kosningarétt síðast fær Al- þýðuflokkurinn 10,8 prósent, Alþýðubandalagið 8,1, Kvennalist- inn 2,7 og Þjóðvaki núll prósent. 8,1 prósent þessa unga fólks kveðst ætla að kjósa „einhvern vinstri flokk". Sjálfstæðisflokkur- inn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka hjá nýjum kjósendum, fær 43,2 prósent og Framsókn fær 16,2. Þannig njóta stjórnar- flokkarnir stuðnings um 60 prósenta nýrra kjósenda. En þótt æsk- an virðist ekki albúin að rétta sameinuðum flokki jafnaðarmanna örvandi hönd, þá geta þeir huggað sig við að meðal fólks á aldr- inum 60 til 75 ára hafa jafnaðarmenn mikið forskot á bæði Sjálf- stæðisflokk og Framsókn. Tölur um fylgi flokkanna í Reykjavfk eru þó uppörvandi fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Þar fær listi sameinaðra jafn- aðarmanna 47 prósenta fylgi, Framsókn 17 en Sjálfstæðisflokkur- inn aðeins 36. Þetta gefur vissulega góð fyrirheit fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en þá munu Reykjavfkurlistinn og Sjálf- stæðisflokkurinn væntanlega leiða hesta sína saman á nýjan leik. Dágott fylgi Framsóknar í höfuðborginni kann að koma nokkuð á óvart, en gefur vísbendingu um að Framsókn ætli ekki að tjalda til einnar nætur í landnámi sínu meðal kjósenda á suðvesturhorn- inu. Hinsvegar virðast kjósendur flokksins á Reykjanesi unnvörp- um snúa við honum bakinu, enda hafa frambjóðendur flokksins þar ekki reynst eiga neina innistæðu fyrir fjölmörgum loforðum sem gefin voru fyrir tæpum tveimur árum. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu á Reykjanesi, en sameinaðir jafnaðarmenn fá þar rétt um 40 prósent. Á landsbyggðinni skiptist fylgi fylkinganna þrig- gja hnífjafnt, og þar er minnstur stuðningur við lista jafnaðar- manna. Jafnaðarmenn geta dregið ýmsa lærdóma af könnun Félagsvís- indastofnunar, og ekki bara þann hvert máttur sameiningar getur skilað þeim. Menn ættu hinsvegar að varast fagnaðarlæti úr hófí fram: Ennþá er mikið starf eftir við að plægja jarðveginn, og því helstil snemmt að ráðstafa uppskerunni. ¦ Vel strokkað tillasmjör Hallgrímur Helgason 101 Reykjavík Mál og menning 1996 Woody Allen fór á hraðlestrar- námskeið og las svo Strfð og frið eftir Tolstoy á tveim klukkustundum. Hann minnti að bókin hefði verið um einhverja Rússa. Með þess konar lestrartækni er hægt að bruna í gegn- Bækur Þórhallur Eyþórsson skrifar um samanlagðar heimsbókmenntirnar á mettíma. Ilíonskviða: fjallar hún ekki um reiða Grikki sem fóru í stríð vegna einhverrar konu? Odysseifur eftir James Joyce: maður á til- gangslausu hringsóli í Dyflinni. Islendingasögur: bændur flugust á. 101 Reykjavík: einhver náungi að fróa sér á milli uppáferða. Sjálfsfróun og uppáferðir eru vis- sulega fyrirferðarmikil atriði í skáld- sögu Hallgríms Helgasonar. Sæðið drýpur á hverri blaðsíðu í bland við aðra likamsvessa. Engu að síður er bókin einlæg (já, einmitt, einlæg) tilraun til að greina samtíð okkar með augum manns sem er „óvirkur" þátt- takandi í „þessu óljósa samhengi sem kallað er þjóðfélag". Hlynur Björn Hafsteinsson, tæplega hálffertugur „munkur í klámklaustri", er það sem eftir af einstaklingnum þegar hann hefur afklæðst persónuleikanum: „Það eina sem ég veit er ég." Þetta er tilbrigði eftir William Burroughs um stef eftir Georg Brandes, eins undar- lega og það hljómar. Tilraunin um Hlyn Björn heppnast vegna þess hversu höfundur er óvið- jafnanlega fyndinn. Hann segir sannleikann með bros - og sitthvað fleira - á vör. Hallgrímur er hins vegar ekki löggiltur þjóðfélagsrýnir. Hann er meira svona nettengt Erró-dæmi. Söguna má afhýða á eftirfarandi hátt. Ungur amlóði, sem býr ennþá heima hjá móður sinni, er þunglyndur, innhverfur og fullur efasemda um það hvort hann eigi að vera eða ekki. Allt í einu birtist draugur úr fortíðinni, sem reynist vera faðir hans, og ýjar að ótíðindum í fjölskyldunni. Ungi maðurinn er tvístígandi og hefur litla hugmynd um það hvernig hann eigi að greiða úr eigin tilvistarvanda, hvað þá vandamálum sinna nánustu. I augum annarra er vafasamt að hann sé heill á geðsmunum, en í raun og veru er það uppgerð hjá honum til að kaupa sér frið. Talið er að undarleg hegðun hans stafi af ást á stúlku nokkurri sem hann var áður í þingum við en sýndi skeytingarleysi og ruddaskap. Eftir sýningu á leikriti fær hann staðfest- ingu á grunsemdum sínum um óheillavænlegt samband móðurinnar og annarrar persónu sem býr á heimil- inu. Það kemur til orðasennu á milli hans og móðurinnar. Hann sýnir föður fyrrverandi unnustu sinnar lítils- virðingu. Móðir hans og hinn nýi lífs- förunautur hennar vilja losna við hann og bjóða honum því í utanlandsferð. Hann lendir í slagtogi með tveim delum sem eru ekki allir þar sem þeir eru séðir. Söguhetja vor kemur aftur heim úr svaðilförinni heil á húfi. Kærastan er úr leik eftir mikil harmkvæli en bróðir hennar, algjör andstæða unga mannsins, hyggst hefna þeirrar svívirðingar sem hann telur að fjölskylda sín hafi mátt sæta af hálfu hans. Endalokin eru eins og í sönnum harmleik. Hefur nokkur heyrt þetta áður? Ef svo er þá kann það að vera vegna þess að amlóðinn ungi í 101 Reykjavík er enginn annar en Hamlet Danaprins, frægasta hetjan í heimsbókmennt- unum (þið munið, þessum sem fjalla um einhverja Rússa, reiða Grikki, hringsól í Dyflinni, áflog bænda og svo framvegis). Að auki er hann með drætti frá „Odda pussu" (þessum sem drap pabba sinn, giftist mömmu sinni og missti sjónina). Og svo framvegis eins og í leikritinu, að því smáatriði frátöldu að Hallgrímur er auðvitað ekki Shakespeare (og ekki heldur Sófókles) - og öfugt. Hallgrímur er Hlynur Björn alveg eins og hann var Ragga Birna í Þetta er allt að koma. Eini gallinn á þeirri bók var að þrátt fyrir 434 blaðsíður var hún of stutt. Við þekktum þessa konu og vildum meira. Þrátt fyrir allan orðaflauminn í 101 Reykjavík er ekki orði ofaukið; við áfellumst ekki Mozart fyrir ansi margar nótur í Don Giovanni. Þetta er sígild saga um ungling sem fullorðnast ekki af því að hann er alltaf að spyrja sjálfan sig: „To be or not to be? To me or not to me?" Það er kallað „apóría" á grísku fagmáli og þýðir ógöngur á íslensku en f Orðskýringum aftast í bókinni stendur: „hlynur björn veiklyndur maður í vanda". Ef Veraldarvefarinn Hlynur Björn væri ekki til hefði þurft að fmna hann upp. Hallgrímur er meira en góður stílisti. Hann hefur óvenjulegt vald á blæbrigðum íslensks nútímamáls. I bland við alnæmt skopskyn hefur það gert hann að dálítið ofnotuðum gull- dreng í hverjum hlaðvarpa. Hann er gullinmunni, krýsostomos. Dæmi um nákvæma og óskeikula frásagnartækni er verðlagning á kvenpersónum í sögunni. Hófí (40.000), Hillary Clinton (45.000), Búbba (150.000), Linda Pé (250.000), Pamela Anderson (4.700.000). Samanber Verðskrá aftast. Þetta eru kvenlýsingar okkar tíma, ekki neitt „kona væn" hér. í kjölfar Jane -Austen-endurvakn- ingarinnar er þó ef til vill ekki óþarft að minna á svipaða flokkun þar á bæ, t.d. Miss Grey í Sense and Sensibility (£50.000). „Vélstrokkað tilberasmjör" kallaði Guðmundur Finnbogason á sínum tíma snilldarlega tilraun ungs höfund- ar til að hleypa nútímanum inn í íslen- skar bókmenntir (nafnið á þeirri bók þýðir núna: „sá gestur samkvæmis sem vefur hassvindlinga"). Hallgrímur Helgason leitar ekki skjóls í kóngsins Kaupmannahöfn eða á slóðum Vestur-fslendinga. Vel strokkað tilla- smjör hans drýpur hér og nú í 101 Reykjavík. Það er ekki bara póst- númer heldur tilvist. Svona er Island í dag. ¦ a t a I 10. Atburðir dagsins 1886 Oscar Nickolin lyfja- sveinn auglýsti í Þjóðólfi að hann tæki að sér „tannlækning- ar án þess að draga tennurnar út", og mun þetta fyrsta auglýs- ingin hérlendis um tannlækn- ingar. 1901 Nóbelsverðlaunin veitt í fyrsta skipti. 19(17 Bif- reið ekið í fyrsta sinn Norðan- lands, frá Akureyri að Grund í Eyjafirði. 1924 Rauði kross ís- lands stofnaður. Fyrsti fonnað- ur var Sveinn Björnsson, síðar forseti Islands. 1955 Halldór Laxncss tók við Nóbelsverð- launum í bókmenntum í Stokk- hólmi. 1979 Móðir Teresa hlýt- ur friðarverðlaun Nóbels. 1989 Gustav Husak forseti Tékkó- slóvakíu sver embættiseið fyrir hönd fyrstu rikisstjórnar lands- ins síðan 1948 sem ekki er skipuð kommúnistum. Að því búnu sagði Husak af sér. 1990 Kommúnistaflokkur Milosevic í Serbíu vinnur sigur í frjálsum kosningum. Afmælisbörn dagsins César Franck 1822, belgískur tónsmiður. Emilv Dickinson 1830, bandarísk skáldkona. Orti yfir sautján hundruð Ijóð, en aðeins sjö voru prentuð meðan hún var á lífi. Olivier Messiaen 1908, franskur lón- smiður. Annálsbrot dagsins í Meðallandi á Síðu austur hvarf maður, Svcrrir að nafni; fór með öðrum á rótafjall og fannst ekki aftur, en tveimur árum fyrir hvarf annar maður giftur af rótafjalli úr sama plássi og fannst eigi aftur, en þessi Sverrir, er nú hvarf, eign- aðist konu hins, og meina menn, að eitthvert tröll hafi grandað þeim báðum eður aðrir vættir. Setbergsannéll 1626. Hlátur dagsins Já ég hcf aldrei getað ímyndað mér neitt eins hlægilegt og ást- fánginn dómkirkjuprest. Snæfríöur íslandssól (Islands- klukku Halldórs Laxness. Málsháttur dagsins Gott er að telja peninga úr pyngju annars. Ofstækismaður dagsins Ofstækismaður er maður sem gerir það sem hann álítur að guð myndi gera cf hann þckkti allar staðreyndir málsins. Finley Peter Dunne. Orð dagsins Ég skil ekki upphafið ég skil ekki ástina e'g skil ekki dauðann. Overðskuldað er þetta þrennt. Sigfús Daðason; Þrennt. Skák dagsins Króatinn snjalli Milo Gavran hefur hvítt og á leik í skák dagsins gegn Serbanum Arkan. Hvítur fær óvænt færi til að töfra fram eitt kunnasta og rómantískasta stef skáksögunn- ar: eins þótt svartur hóti bæði máti og því að kála hvítu drottningunni. P»—J**« 1 mmmrm B h a b c d e f Hvíturleikur og vinnur. 1. Rf7+ Kg8 2. Rh6++ Kh8 3. Dg8+!< Hxg8 4. Rf7 Skák og mát. Sígilt og sjaldséð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.