Alþýðublaðið - 10.12.1996, Side 3

Alþýðublaðið - 10.12.1996, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o d a n Leiðin til himnaríkis Böðvar Guðmundsson: Lífsins tré Mál og menning 1996 Það er víst engu logið þegar sagt er að ungt fólk hafi ekki ýkja mikinn áhuga á ættfræði eða þjóðlegum fróð- leik. Til eru dæmi þess að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir því hvað er að vera þremenningar, hvað þá Bækur Ingibjörg Þórisdóttir skrifar „Sagnfræðilegt gildi bókarinnar er ótvfrætt, en meiru varðar að Böðvar hefur með bókunum tveimur skapað skáldverk sem tæpast á sinn líka í fslenskum bókmenntum skylt í þriðja og fjórða ættlið. Við lest- ur bókarinnar Lífsins Iré eftir Böðvar Guðmundsson verður manni ljóst hversu mikilvægt það er fyrir smáþjóð að þekkja uppruna sinn. Lífsins tré er framhald bókarinnar Hýbýli vindanna, sem hlaut næsta ein- róma lof og gerði Böðvar í einni svip- an að einum athyglisverðasta höfundi okkar. Bækurnar tvær mynda órofa heild, og er full ástæða til að hvetja fólk að lesa þær báðar. Sögumaður bókarinnar, söngvari sem erft hefur tónlistarhæfileika sína langt aftur í ættir, segir enskumælandi bami sínu frá uppmna þess. Sagan hefst á síðustu öld þegar íjöl- margir fslendingar gáfust upp á harð- ræðinu, og sigldu vestur um haf og freistuðu gæfunnar vestur á sléttum Kanada. Það er löng leið og erfið frá íslandi til himnaríkis, segir Davíð Stefánsson í Gullna hliðinu, og má með sanni segja að ferð Vestur- ís- lendinganna hafi ekki gengið þrauta- laust fyrir sig. En sagan segir frá furðu þrautseigu fólki sem þurfti að þola ýmislegt til að ná settu marki að hefja nýtt og mannsæmandi líf. Skilnaður við ástvini sína og ættmenn heima á íslandi var aðeins byijunin. Böðvar lýsir frumherjabasli land- nemanna á sannfærandi hátt, og liggur greinilega að baki viðamikil heimilda- vinna og rannsóknir. Að því leyti er bók hans mikilsvert framlag til að auka skilning okkar á kjömm og lífs- baráttu Vestur-íslendinga. Það er al- kunna að nánast til þessa dags hefur verið grunnt á því viðhorfi að þeir sem héldu til fyrirheitna landsins hafi verið föðurlandssvikarar, þó fátt sé í reynd skiljanlegra en að dugandi fólk hafi freistað þess að slíta af sér vistarband vonleysisins. Böðvar dregur upp ótal myndir úr fslendinganýlendunni og aðskiljanleg- um störfum sem landar okkar tóku að sér. Fyrsta íslendingadaginn í Gimli var höfð uppi ýmis skemmtan. Þar spilaði Ólafur fíólín fyrir dansi. Fiðl- una, sem hann dregur viðumefni sitt af, fékk hann heima á íslandi. Fiðla þessi kom honum og konu hans, Elsa- betu, til bjargar árið 1897 þegar þau stóðu á Manhattan nýkomin frá Ellis- eyju og áttu ekki fyrir farinu til Kan- ada til asttingja sinna. Fiðluna fékk í hendur Ólafur yngri Johnson sem féll síðar í fyrri heimsstyijöldinni en fiðlan týndist ekki. Sumir fslendingamir hurfu ofan í kolanámur eða gerðust gullgrafarar, með misjöfnum árangri eins og hjá Joe Ole, einum sona Ólafs fíólíns. Sagnfræðilegt gildi bókarinnar er ótvírætt, en meiru varðar að Böðvar hefur með bókunum tveimur skapað skáldverk sem tæpast á sinn líka í ís- lenskum bókmenntum. Söguþráðurinn er fimlega ofinn, aragrúi eftirminni- legra persóna stígur fram á sviðið, stillinn er þróttmikill og orðfærið auð- ugt. I bókarlok hefur lesandi kynnst fólki sem lifir áfram, og er hægt að nefna af handahófi Elsabetu konu Ól- afs fíólín; Jens Duffrín son þeirra sem var á skjön við samfélagið, ólst upp hjá Mammómtum og starfaði í sirkus og kynntist þar systrunum íslensku Wombu og Tombu, indjánum og eski- móum; Jón Eyjólfsson góðtemplara sem háði árangurslitla baráttu við að gera Jens Duffrín að bindindismanni og svo mætti lengi telja, því margar aðrar sögupersónur gera ífásögn þess- arar bókar í senn lifandi og fræðandi um líf Vestur-íslendinganna. Hver veit nema einhver vestanmegin Atl- antshafsins sem ber eftimafnið Christ hafi verið ættaður frá íslandi og heitið Kristinsson, eða að Mr. Scagefirth sé ættaður úr Skagafirði. ■ Haft er eftir háttsettum mönnum í Sjálfstæðis- flokknum að vænta megi laun. Talið er útilokað að Markús Örn Antonsson setjist aftur í útvarpsstjóra- stól, enda mun það ekki í samræmi við vilja Björns Bjarna- sonar menntamála- ráðherra. Davíð Oddsson hefur hins- vegar hug á að launa Markúsi Erni dygga þjónustu með því að útvega honum sendiherraembætti, annaðhvort á Norð- urlöndum eða hjá Evrópuráðinu. Um það þarf auðvitað að semja við Halldór Ásgrímsson og því ekki að vita nema Framsókn fái út- varpsstjórastólinn í staðinn... talsverðra breytinga innan Ríkisútvarpsins á næstunni. Heimir Steinsson er vitan- lega á leið í þjóðgarðinn sinn og Pétur Guðfinnsson mun senn komast á eftir- Ekki verður annað sagt en Máls og menningarveldið geti vel unað við tilnefningar til „íslensku bókmenntaverð- launanna". MM gefur út sex af þeim tíu bókum sem til- nefndar eru, þrjár í flokki bókmennta og þrjár í flokki annarra rita. Fjögurforlög skipta með sér jafnmörgum bókum sem eftir eru: Iðunn, Ormstunga, Fláskólaútgáfan og loks Ólafur E. Friðriks- son sem gefur sjálfur út bók sína um skotveiðar í náttúru íslands... Ovenju mikið af skáldskap kom til álita við tilnefn- ingar til „íslensku bók- menntaverðlaunanna" og því sitja ýmsir höfundar eftir með missárt enni. Þar má nefna Ólaf Gunnarsson, Þórarin Eldjárn, Ólaf Jó- hann Ólafsson, Hallgrím Helgason, Elisabetu Krist- ínu Jökulsdóttur, Braga Ólafsson, Jón Kalman Stefánsson, IMínu Björk Árnadóttur, Lindu Vil- hjálmsdóttur og Geirlaug Magnússon... 'FarSide" eftir Gary Larson „Gerið bara það sem þið viljið við mig, ég tala ekkil... Aldrei! Og á eftir mér koma aðrir - og aðrir - og aðrirl... Ha ha ha!" fimm á förnum vegi Hvaða höfundur hlaut síðast „Islensku bókmenntaverðlaunin" fyrir skáldverk? steinunnsigurðardóttirfyrir.Hjartsstaö". Signý Þorsteinsdóttir kynningarfulltrui: Ég get ómögulega munað það, enda fylgist ég ekkert með þessum bransa. Ásgeir Jónsson nemi: Ég bara man það ekki. Bryndís Loftsdóttir leik- kona: Steinunn Sigurðardóttir fyrir skáldsöguna „Hjtulastað- ur“. Steindór Steindórsson innheimtumaður: Það var einhver kona, held ég. Berglind Steingrímsdóttir atvinnurekandi: Guð, ég hef ekki hugmynd um það! Málrómurinn verður því gjarnan skrækur og nístandi hjá konunum. Helga Ólafsdóttir er ekki par ánægö meö kynsystur sínar á þingi. DV í gær. 0g ég er og verð einn þeirra leiðinlegu lesenda sem vilja skorinorð skáid sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála. Þórarinn Hjartarson járnsmiöur svarar Guö- mundi A. Thorssyni fullum hálsi og telur hæpið að hægt sé að skræla þjóðfélagshug- myndir Halldórs Laxness frá verkum hans einsog hvern annan glassúr. DV í gær. Þeir sem halda að þetta sé bók um kynlega kvisti, sem svo eru kallaðir, eða lítskúnstn- era, sem eru leiðinlegasta fólk sem um getur, þeir ættu ekki að ná sér í hana. Einar Kárason um smásagnasafn sitt, Þætti af einkennilegum mönnum. DV í gær. Gagnrýnandi kemur tvisvar og borgar alltaf fyrir sig. Auöunn Sæberg Einarsson veitingamaöur leggur þeim reglurnar sem fást viö veitinga- húsagagnrýni í ítarlegri grein. Mogginn á sunnudag. Ekki þarf annað en hlusta á upphaflega hugmynd hans að While My Guitar Gently Weeps til að heyra að hann var og er ann- ars flokks lagasmiður. Árni Matthíasson um George Harrison í fúllyndislegum pistli um Bítlana. Mogginn á sunnudag. Ég vona að atvinnuleit þín berí skjótan árangur. Ég ber virðingu fyrir þér og þínum líkum. Páll Pétursson skrifaði vingjarnlegt bréfkorn til Völu Dóru Magnúsdóttur atvinnuleysingja sem birtist í Mogganum á laugardaginn. Ég hef þá kenningu að því oftar sem spilað er við sterkara lið styttist í sigur á móti því og við lærum með hverjum ieik. Þorbjörn Jensson handboltaþjálfari gerist spekingslegri meö hverjum deginum. Mogginn á laugardag. smáa letrið Gleðileg jól... Gleðilig jól og gott nýggjár God jul og gott nytt ár Glædelig jul og godt nytár Hyvaá jouloa ja onncllista uutta vuotta Jullimi ukiotaasamilu pilluaritsti Merry Christmas and a happy New Year Fröliche Weihnachten und Ein Glúckliches Neues Jahr Joyeux Noél et Bonne Année Feliz Navidad y Prospero Ano Nuevo

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.