Alþýðublaðið - 10.12.1996, Side 5

Alþýðublaðið - 10.12.1996, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 s k o ð a n i r ■ Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti íslenska lýðveldisins í fjóra mánuði. Þegar hann var kosinn í embætti heyrðust efasemdaraddir þess efnis að ekki myndi ná þjóðarsátt um svo umdeildan stjórnmálamann í æðsta embætti þjóðarinnar. En þjóðin virðist sátt og það voru einnig allflestir viðmælendur Alþýðubladsins þegar blaðið spurði þá um frammistöðu Ólafs Ragnars í embætti Hvemig forseti hefur Ólafur Ragnar verið? varð lýðveldi og hann er fulltrúi breyttra viðhorfa, var einfaldlega eleg- ant í þessari opinberu heimsókn og gaf Vigdísi ekkert eftir frá því hún var uppá sitt besta fyrir 16 árum.“ Guðlaugur Tryggvi hefur þekkt Ól- af frá unglingsárunum og segir hann vera afburðamann í þessu embætti og rifjar upp þeirra fyrstu kynni: „Ég fékk bréf þegar ég var fimmtán ára frá jafnaldra mínum Ólafi Ragnari Gríms- syni. Þar var æskulýðurinn hvattur til að láta handritamálin til sín taka, bréf- ið undirritaði einnig Sigurður Nordal, menningarfrömuður númer 1, 2, og 3. Við vomm svo saman í Menntaskóla sextán ára gamlir og sátum saman í stjóm málfundafélagsins Framtíðar- innar, þar sem hann var aðalstjaman. Síðan vorum við á skóla saman úti í Englandi, þar sem Ólafur hlaut styrk Hildur Helga Sigurðardóttir Glæsilegur og áferöarfallegur pakki „Ég er mjög ánægð með frammi- stöðu forsetahjónanna og þau hafa staðið sig einsog ég bjóst við. Þegar Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín fóm í framboð fannst mér þau glæsilegur og áferðarfallegur pakki og mér finnst það enn. Þegar fólk er að byija í embætti og allra augu á því, held ég að það gæti þess vel að misstíga sig ekki. Ég held að Ólafur eigi eftir að móta embættið meira eftir sínum karakter þegar á h'ð- ur. Ég sé ekkert sem gefur tilefhi til að hafa minnstu áhyggjur af því að for- setahjónin muni ekki gegna embætt- inu með miklum sóma.“ Ólafur Ragnar heilsar Halldóri Ásgrímssyni í höll Margrétar Þórhildar og Forsetinn heilsar félögum úr dönsku andspyrnuhreyfingunni. Indriði G. Þorsteinsson Hinriks prins fyrir kvöldverðarboð. Við kynningu á íslenskum vörum í Kaupmannahöfn. Heimsókn til danskrar skólaæsku. Skil ekki að hann skuli hafa gaman af þessu „Er hann bara búinn að vera ijóra mánuði, mannskrattinn? Ég er svo al- deilis hissa. Það er einsog hann sé bú- inn að nema alla jörðina. Ég hef ekk- ert af honum að segja, en ég hef eigin- lega ekki komist yfir það að honum skyldi detta til hugar að fara í ffam- boðið. En ég hef ekkert á móti mann- inum, síður en svo. En mér finnst að forsetaembættið sé handa eldra fólki sem er virðulegt og rólegt. Ég skil ekkert í því að hann skuli hafa gaman af þessu. Mér finnst allt þetta tilstand ekkert passa við hann. En hann hefur ekkert skandaliserað og mun ekki gera það. Forsetaembættið virðist mest byggja á ferðalögum, orðuveitingum og því að henda blómsveigum hingað og þangað og sinna skógrækt. Ég bíð bara eftir forseta sem sinnir svínarækt. Það er þó hægt að éta þá afurð." Herdís Þorgeirsdóttir Flinkur maður og raunsær „Hann hefur staðið sig frábærlega. Einsog við var að búast af svo vel gefnum, vel menntuðum og víðsýnum manni. Mér finnst hann og þau hjón bæði gera þetta glimmrandi vel. Ég tel líklegt að dr. Ólafur Ragnar Grímsson keppi að því að halda kröftugu sam- bandi við fólkið í landinu og vera jafnffamt góð fyrirmynd. Til dæmis hyggst hann ekki veita sterka drykki í veislum á Bessastöðum. Ég held að hann muni í lengstu lög forðast hof- móð og skrumskælingu á embættinu. Hann mun reyna að færa þetta emb- ætti í nútímalegra horf. Hann gerir sér grein fyrir því að hann er forseti lýð- veldisins, kjörinn af fólkinu og fyrir fólkið og ég vona að hann beiti sér sem mest í þess þágu og nýti jafnframt hæfileika sína í þágu íslands á al- þjóðavettvangi einsog kostur er. Hann er flinkur maður og raunsær." Andrés Magnússon Ömurleg frammistaða „Hann hefur staðið sig jafn ömur- lega og ég bjóst við. Meðan heimsókn hans í Danmörku stóð yfir þá áttaði ég mig á því hvers vegna hann er óhæfur þjóðhöfðingi. Það var þegar hann af ótrúlegum undirlægjuhætti ávarpaði Margréti Danadrottningu sem heiðurs- drottoingu fslendinga. Sem lýðveldis- sinni vildi ég ekki trúa því að hann hefði sagt þetta, og ég veit að fleiri eru sama sinnis. Þjóðhöfðingi krýpur ekki á kné fyrir öðrum þjóðhöfðingja. Þó ekki væri nema af þessari ástæðu einni þá finnst mér hann óhæfur til að gegna starfi sínu. Það er sagt að þjóðin sé sátt við hann en það er ekki sú þjóð sem ég hitti. En ég bý við það hlut- skipti að hitta einungis þá þjóð sem býr í póstnúmeri 101.“ Steinunn V. Óskarsdóttir Hann er engin Vigdís „Hann hefur staðið sig alveg þokka- lega, til dæmis í þessari opinberu heimsókn til Danmerkur. Dönsku- kunnátta hans kom mér þægilega og skemmtilega á óvart. Ég veit ekki af- hverju, kannski hafði ég einhveija for- dóma því ég bjóst ekki við því að hann væri jafn vel mælandi á skand- inavísku og raun ber vitni. Svo er hann einstaklega glæsilegur eins og við mátti búast og þau bæði hjónin. En ég held að margir þurfi tíma til að venjast þeirri tilhugsun að það séu hjón á Bessastöðum. Maður er alinn upp með Vigdísi og þekkir ekki ann- að. Það sem ég sá kom mér skemmti- lega á óvart. En hann er auðvitað eng- in Vigdís.“ Guðmundur J Guðmundsson. Ótrúlega skipu- lagður og fróður „Mér finnst Ólafur Ragnar hafa staðið sig vel í embætti. Ræðumar sem hann hélt fyrir vestan em áber- andi góðar og hver annarri betri. Mér fannst líka ágætt hjá honum að koma með innlegg um vegina á Vestfjörðum því forsetinn á ekki bara að tala al- mennt um tunguna og bókmenntimar. Þama skrölti hann í margra milljón króna bfl á tíu til tuttugu kílómetra hraða og sagði að vegamálin þama væm hneyksli og vitanlega féll það vel í kramið hjá íbúunum. Þingsetningarræðan var hefðbundin og hitti í það mark sem henni var ætl- að, þótt það hríslaðist ekki straumur niður eftir baki mínu og ekki grét ég af hrifningu. En var þessi heimsókn til Danmerkur ekki í lagi? Það var sér- staklega gott hjá frúnni að vilja skoða atvinnulífið og fyrirtækin. Hún er ekki bara stássmey sem skoðar söfn og hallir. Ólafur Ragnar leggur sig mikið fram, hann er ótrúlega skipulagður og ffóður og hann er sérstaklega vel að sér í sögu þjóðarinnar. Þau vom bæði góð í Danmörku en Guðrún Katrín þó betri. Ég hélt þó alltaf að hann yrði forseti Sameinuðu þjóðanna fremur en Islands.“ Guðlaugur Tryggvi Karlsson Stökk alskapaður fram á sjónarsviðið „Ólafur hefur staðið sig ffábærlega vel í embætti. Hann stökk alskapaður eins og Aþena úr höfði Seifs og sló dönsku þjóðina kalda af hrifningu með ff ábærri dönsku. Ég var þama að taka myndir, símsendi þær allan daginn og var því inni á fféttastofum og heyrði viðbrögð ffá heimspressunni. Þar var hrifningin á Ólafi mikil þrátt fyrir hvað ljóminn af Vigdísi er enn skær. En það skyggði þó ekki á Ólaf. Olafur er bresk menntaður og því var ótrúlegt hvemig hann gat talað á dönsku og haldið flottar ræður. Ég þekki nritt heimafólk og þeir sem em bresk menntaðir em ekki hallir undir Norðurlönd. Ég veit ekki til þess að Ólafur hafi verið í neinni norrænni menntastofnun þrátt fyrir að hairn hafi haft mikil samskipti sem formaður Al- þjóðlegu þingmannasamtakanna og Alþýðubandalagsins. Mér fannst nafn- giftin heiðursdrottning skenrmtileg, það var mjög fallegt og vel til fundið af Ólafi að segja þetta. Hún heitir Þór- hildur og þar sem við höfum verið lýðveldi í hálfa öld þarf ekki að ala á sundurlyndi við Dani. Þeir hafa alltaf verið fyrstir að rétta okkur hjálpar- hönd þegar mikið hefur legið við. Ólafur er fæddur ári áður en ísland að námi loknu fyrir frábæran námsár- angur. Við unnum svo saman í há- skólanum í tuttugu ár. Svo tengdumst við á vettvangi stjómmálanna. Nú þegar hann er orðinn forseti þá sé ég varla hvemig er hægt að leysa þetta embætti betur af hendi en hann gerir.“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.