Alþýðublaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sauður í sauðargæru. Winston Churchill um Ciement Attlee forsætisráöherra Breta. Þar hitti trúgjarnasti maður landsins þann lygnasta. Vilmundur Jónsson tandlæknir um Árna Þórarinsson og Þórberg Þórðarson. Getur ekkert gert vel, gengur þó með sperrt stél, - Bertel. Einar Kvaran um Bertel E. Ó. Þorleifsson. Kveifarlega kveinar, kvenmannlega veinar, -Einar. Hannes Hafstein um Einar Kvaran. Öllum sem þekktu hann var Ijóst, að hann var spjátrungur, leiðindaseggur, veiklyndur, fáfengilegur, ýtinn, forvit- inn og málgefinn. Af skrifum hans var augljóst að hann gat ekki tekið rökum, að hann hafði ekki andagift, skopskyn eða málsnilld... Hugur hans minnti á þessi kvikindi sem jurtafræðingar kalla skriðjurtir og geta því aðeins lif- að að þær hangi á stofnum og dragi í sig safa úr sterkari plöntum. Thomas Babington Macaulay um James Boswell. Það var mjög gott af guði að láta Carl- yle og frú Carlyle eigast og gera með því aðeins tvær manneskjur óham- ingjusamar í stað fjögurra. Samuel Butler um Thomas Carlyle og eiginkonu hans. Ef þú heldur að ég sé klikkaður þá ættirðu að sjá Winston. W. Somerset Maugham um Winston Churchill. Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstvirtum forsætisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson um Davíð Oddsson. Hann hnaut stöku sinnum um sann- leikann en var fljótur á fætur og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Winston Churchill um Anthony Eden. Þessi náungi veit ekki meira um stjórnmál en svín um sunnudag. Harry S. Truman um Dwight. D. Eisenhower. ¦ „Svín, asni, mykjuhaugur, afsprengi höggorms, skriðdýr, lygaloddari, geð- veikur froðufellandi asni," sagði Mar- teinn Lúter um Hinrik VIII. Þessi orð eru meðal þeirra mörgu hörðu og meinlegu athugasemda sem finna má í bókinni Skemmtileg skot á náungann og við lát- um nokkur sýnishorn flakka n var álíka heillandi g dauð mús \ Hvað hann raunverulega er eða hvort hann er virkilega til, veit enginn og hann sjálfur manna síst. Hann er safn tilbúinna persóna. H.G. Wells um Ford Madox Ford. Stfll Gibbons er viðurstyggilegur en það er ekki það versta við hann. Samuel Taylor Coleridge um Edward Gibbon. Þegar hún talaði hljómaði það eins og Opinberunarbókin væri lesin í gegn- um kallkerfi járnbrautarstöðvar af miðaldra skólastýru í marglitum hálf- síðum nærbuxum. Clive James um Margréti Thatcher. Ekki bætir það úr skák að á þýðíngu þessa hefur Guðmundur Finnbogason lagt hina dauðu hönd sína. Um hann hefur verið sagt að mál hans virðist bera þess merki að hann hafi aldrei hlustað á neinn tala annan en sjálfan sig. Þó að þessi þýðandi sé maður ekki óhagur á einstök orð hefur hann aldrei borið gæfu til að skrifa tvö orð í samheingi svo að mönnum hugfestist, auk þess sem hann er þekktur að því að hafa ástríðu til að þýða bækur af skiljanlegum málum á óskiljanlegt, ekki síst bækur sem hann botnar lítið í sjálfur, þám rit um stærðfræði og tónlist. Halldór Laxness. Hann skrifar íslenzku eins og útlendingur, sem hefur lært málið á bók. Þórbergur Þórðarson um Halldór Laxness. Annars tel jeg Þórberg manna síst hæfan til að kenna mjer nokkuð um það, hvað sje hindurvitni og hvað eigi. Maður, sem hefir ímyndað sjer að hann væri óljettur og átt í höggi við hökkála og aðrar forynjur, ætti að hafa þá velsæmistilfinningu gagnvart öðr- um, að veigra sjer við að tala digur- barkalega um hindurvitni. Haildór Laxness. Hann skrifar verstu ensku sem ég hef nokkurn tímann rekist á. Hún minnir mig á röð af rökum svamphnoðrum, hún minnir mig á tættan þvott á snúru, hún minnir mig á staðnaða baunasúpu, hróp mennta- skælinga, hunda sem gelta eins og fífl um endalausar nætur. Hún er svo slæm að jaðrar við mikilfengleik. Hún dregur sjálfa sig út úr dimmu hyldýpi ömurleikans og klifrar geðveikislega upp í efstu hæðir þess glæsilega. Hún er drunur og klúður. Hún er sláttur og krot. Hún er vit og leysa. Bókmenntagagnrýnandinn H.L. Mencken um Warren G. Harding forseta. Svín, asni, mykjuhaugur, afsprengi höggorms, skriðdýr, lygaloddari, geðveikur froðufellandi asni. Marteinn Lúter um Hinrik VIII. Lýðskrumarinn í sókninni. Percy Bysshe Shelley um Jesús Krist. Þegar Johnson vildi sannfæra mann um eitthvað var það eins og að vera sleiktur í framan í klukkutíma af St. Bernharðshundi. Benjamin C. Bradlee um Lyndon B. Johnson. Þetta er ekki skáldskapur heldur vélritun. Truman Capote um verk Jack Kerouac. Gæti ég fengið þettatúlkað? Harold MacMtllan begar Krústjof fór úr skónum og barði honum í borðið undir ræðu MacMillan í öryggisráði Sþ. Sestu maður, þú ert hármleikur. James Maxton þegar Ramsey MacDonaid flutti siðustu ræðu sína í breska þinginu. Ég sagði honum Páli Isólfssyni þetta. Þá þarf ekki að borga undir það. Árni Pálsson. Ef þú getur ekki talað vel um nokkurn mann skaltu setjast hérna hjá mér. Alice Roosevelt. Honum svipar til bónda frá Vermont sem var búinn að vera kvæntur konu sinni í sextíu ár. Daginn sem hún dó sagði einhver: „Þú átt sennilega eftir, Zeke minn, að sakna hennar," og hann svaraði: „Nei, ég náði þvf aldrei að fara að þykja vænt um hana." Norman Mailer um William Burroughs. Hann er eins og kvenkyns lamadýr sem hefur verið komið að óvörum í baði. Winston Churchill um Charles de Gaulle. McEnroe var jafn aðlaðandi og venjulega sem þýðir að hann var álflca heillandi og dauð mús í samloku. Blaðamaðurinn Clive James um John McEnroe. Persónutöfrar mannsins eru lífshættulegir. Hann syndir um með bros á vör og svo: Kjams! Vatnið er blóðugt. Þú ert hauslaus! Ritstiórinn John Barry um fjölmiðlakonunginn Rupert Murdoch. Sama hvert viðfangsefnið var, Shaw lét ekki minniháttar slys eins og fullkomna vanþekkingu aftra sér frá því að hafa eindregna skoðun. Roger Scruton um George Bernhard Shaw. Því meira sem ég les hann, þeim mun skiljanlega fmnst mér að þeir eitruðu fyrir hann. Thomas Macaulay um Sókrates. Wagner á sín góðu augnablik en vonda stundarfjórðunga. Gioachino Rossini um Richard Wagner. Besti diskur ársins Diskaspjöll | Undarlegt með unga menn Rúnar Gunnarsson (Ferillinn) Spor Á þessum diski eru lög sem vekja upp minningar, lög sem hafa verið með manni von úr viti; óskalóg unga fólksins, óskalög sjómanna, óskalög sjúklinga - óskalög. Þetta er íslenskt bítl, íslensk klassík einsog hún gerist best. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að fátt eitt hafi gerst í dægurlagatónlist sem heitið getur frá því bíflið var og hét. Þeir eru kannski ekki margir sem eru tilbúnir að skrifa uppá svo afdrátt- arlausa yfirlýsingu, en það breytir ekki því að það má hiklaust mæla með Undarlegt með unga menn. Þetta er besti diskur sem ég hef heyrt lengi - besti diskur ársins. Og þá er það auð- vitað endurútgáfa. Einsog allir sem fylgst hafa með tónlist hef ég vitaskuld vitað af Rúnari Gunnarssyni. En ég hafði ekki áttað mig á því hve mörg góð lög hann samdi á stuttum ferli; „Gvend á Eyr- inni" að vísu og „Undarlegt með unga Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar menn", en annað frá þessum tíma hef- ur maður einhvern veginn skrifað um- hugsunarlaust á Gunnar Þórðarson. En þegar vel flest laga Rúnars eru komin í einn pakka má ljóst vera að hann er einhver besti tónlistarmaður sem við höfum átt. Jónatan Garðarsson fær prís fyrir að hafa tekið þetta saman og fer hér líklega hans besta verk, en Jón- atan hefur verið iðinn við að annast endurútgáfur á undangengnum árum. Lögunum er raðað í tímaróð, með ör- fáum undantekningum, og er það vel. Tilfinning fæst fyrir þróuninni. Þannig er langur vegur frá glaðbeittri röddinni í fyrsta laginu, „Alveg ær" sem tekið var upp í Ríkisútvarpinu 1966, að síð- asta lagi Rúnars, „Við söng og gleði" sem tekið var upp í Klúbbnum árið 1972, - napur titill í ljósi þess að sama ár svipti Rúnar sig lífi. 011 lögin eru sungin af Rúnari utan þrjú þau síð- ustu. Tvö þeirra eru eftir Rúnar og frá þessu sama tímabili: „Glugginn" í flutningi Flowers og „Peningar" í flutningi Hljóma. Ómissandi í safnið. Hins vegar má setja spurningarmerki við þá ákvörðun að láta síðasta lagið, „Rúnar Gunnarsson (In Memorian)" með GCD frá árinu 1991, fljóta með. Það stingur óneitanlega í stúf. Ekki að neitt sé uppá lagið að klaga, fínt lag við texta Berglindar Gunnarsdóttur, systur Rúnars, en það er einsog verið sé að stela glæpnum frá hlustandan- um: fá að spóla eigin fortíðarlúppu auk þess sem lagið tilheyrir öðru skeiði í poppsögunni. I fróðlegum inngangi, sem Jónatan Garðarsson skrifar, kemur fram að Rúnar var aðeins 17 ára gamall þegar Dátar urðu til en þar var Rúnar söngv- ari og rytmagítarleikari. Þeir gáfu út fjögurra laga plötu með 3 lögum eftir Þóri Baldursson: „Alveg ær", .J-Æynd- armál", „Kling klang" og Dátaæðið „Þegar vel f lest laga Rún- ars eru komin í einn pakka má Ijóst vera að hann er einhver besti tónlistarmað- ur sem við höfum átt." varð að veruleika. Útvíðar Dáta-buxur seldust einsog heitar lummur. Rúnar uppgötvaði að hann gat samið lög og á næstu Dáta-plötu má finna lög eftir hann: „Gvendur á eyrinni", „Fyrir þig", „Hvers vegna" og „Konur". Textar eftir Þorstein Eggertsson, að sjálfsögðu. Árið 1967 var róstusamt og Dátar duttu uppfyrir eftir aðeins tveggja ára tilveru. Mörgum kom á óvart að Rúnar skyldi þá ganga til liðs við sextett Ólafs Gauks. Eftir á að hyggja reyndist það heillaspor í tón- listarlegum skilningi. Sextettinn var þrælvandað band sem flutti meðal annars lög eftir Rúnar. Einnig gaf hljómsveitin út plötu með lógum Odd- geirs Kristjánssonar og má finna nokkur þeirra á Undarlegt með unga menn. Rúnar söng með hljómsveitinni og færði sig af gítarnum á bassann. Það virðist ekki hafa vafist fyrir hon- um. Rödd Rúnars Gunnarssonar er al- veg einstaklega flott. Hann er á toppn- um ásamt Vilhjálmi Vilhjálmssyni, og kannski Agli. Svo koma Bjöggi og Bubbi. ¦

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.