Alþýðublaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 10. desember 1996 Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk flHlllllílflllll 186. tölublað - 77. árgangur ■ Bókin Endurkoma Maríu var í gær tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna ■ Tíu bækurtilnefndar til „íslensku bók- menntaverðlaunanna" Skáldskap- ur, skot- veiði, merk- isdagar og heimspeki Mál og menning gefur út sex af tíu bókum sem tilnefndar eru. Síðdegis í gær var tilkynnt í Listasafni íslands hvaða tíu bæk- ur hlutu tilnefningar til „íslensku bókmenntaverðlaunanna“. í flokki fagurbókmennta voru þessar bækur tilnefndar: íslands- förin eftir Guðmund Andra Thorsson (Mál og menning), Lifsins tré eftir Böðvar Guð- mundsson (Mál og menning), Z - ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdótt- ur (Iðunn), Endurkoma Maríu eftir Bjarna Bjarnason (Orm- stunga) og lndíánasumar eftir Gyrði Elíasson (Mál og menn- ing). Fjórar fyrsttöldu bækurnar eru skáldsögur en bók Gyrðis hefur að geyma ljóð. Dómnefnd- in var skipuð Baldvini Tryggva- syni, Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristínu Steinsdóttur. í flokki annarra rita voru þess- ar bækur tilnefndar: Að hugsa á íslensku eftir Þorstein Gylfason (Mál og menning), Undraveröld hafdjúpanna við ísland eftir Jör- und Svavarsson og Pálma Dun- gal (Mál og menning), Merkis- dagar á mannsœvinni eftir Árna Björnsson (Mál og menning), Kona verður til eftir Dagnýju Kristjánsdóttur (Bókmennta- fræðistofnun HÍ og Háskólaút- gáfan) og Skotveiðar í náttúru ís- lands eftir Ólaf E. Friðriksson (höfundur gaf út). Dómnefnd var skipuð Hjalta Hugasyni, Sigríði Th. Erlendsdóttur og Þorsteini Vilhjálmssyni. Tilkynnt verður í febrúar hvaða tvær bækur hreppa hnoss- ið. „Það er verið að loka umdæm- isskrifstofum og pósthúsum víða um land og þessar lokanir snerta störf tugi starfsmanna. Ennþá liggur ekki fyrir hvort og með hvaða hætti þeim starfsmönnum verður boðin endurráðning og þá hvar. Ég beindi spurningum til Halldórs Blöndals varðandi þennan hóp en þar var fátt um svör,“ sagði Guðmundur Árni - segir Bjarni Bjarnason um tilnefningu bókar sinnar til íslensku bók- menntaverðlaunanna en hann skrifar á daginn og skúrar á kvöldin. „Héðan í frá mun ég lesa gömlu ævintýrabókmenntirnar sem raun- sæisbókmenntir," segir Bjarni Bjarnason sem er 31 árs gamall rithöfundur en í gær var verk hans Endurkoma Maríu tilnefnt til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna og var hann að vonum ánægður með það. Bjarni hefur áður gefið út rit- safnið Vísland, sem innihélt ljóð, leikþætti, ritgerðir og skáldsögu en hann hefur fengið ritlaun úr launa- sjóði rithöfunda síðastliðin tvö ár. „Ég hugsa að dómnefndin vilji leggja áherslu á að nýir höfundar séu að koma fram á sjónarsviðið og það er að sjálfsögðu jákvætt. Kynslóðin á undan er þó ekki úr sögunni þrátt fyrir að fleiri fái að bætast við.“ Bjarni hætti í menntaskóla 19 ára gamall til að einbeita sér að skriftum og sat þá langdvölum á Landsbókasafninu og las og skrif- aði. „Þeir höfðu orð á því starfs- mennirnir að ég væri á réttri hillu í lífinu þarna innan um bækurnar," segir Bjarni og glottir. „Frá því að ég fór að vinna við skriftir hef ég ekki unnið að neinu öðru, nema örlítið við skúringar á kvöldin. Ég er ekki svona sérvitur en mér hefur einfaldlega reynst ómögulegt að frá blautu barnsbeini að gera ann- að en mig hefur langað til að gera og ég hef áhuga á. Þetta er eitt- hvað úr bernsku því þá var ég van- ur að fara mínu fram. Um tvítugt hafði ég búið á sextán stöðum í alls þremur löndum og því verið í fjölmörgum skólum. Eg var því löngu hættur að taka nám alvar- lega en þó að minn karakter hafi ekki passað inn í skólakerfið hef ég ekkert sérstaklega á móti því sem slíku.“ Ævintýralegt flakk Var þetta ekki skemmtilegt líf? „Þetta flökkulíf var ævintýralegt meðan ég var barn en ég þreyttist á því og fluttist til afa og ömmu þegar ég varð fjórtán ára og bjó eftir það á eigin vegum. Én bernskan gerði það að verkum að ég tengist stöðum ekki auðveld- lega en tengi mig frekar fólki og stöðum sem ég fer til í huganum. Stefánsson um utandagskrárum- ræðu um málefni Pósts og síma sem fór fram á Alþingi í lok síð- ustu viku. „Það er verið að gera miklar breytingar á æðstu stjórn Pósts og síma. Þar er verið að gera starfslokasamninga við fjölda starfsmanna og ráða aðra á nýjum og betri kjörum. Ég spurði hvort von væri á enn frek- ari breytingum á þjónustu Pósts En ég vissi ekki nákvæmlega hvað ég var að fara að gera þar sem ég sat þarna á Landsbókasafninu. Það er mikil leit á bak við þetta sem er ágætt því að skriftirnar krefjast þess að maður sé í stöðugu tilfinn- ingalegu uppnámi." Ertu einsetumaður á nútíma- vísu ? „Nei, alls ekki og ég get ekki sagt um það hvernig ég vinn. Ég þarf stöðugt að endurmeta sjálfan og síma, sérstaklega úti á landi í þessa veru, með þeirri óvissu og óöryggi sem það skapar starfs- fólki sem getur ekki snúið sér að neinu öðru. Guðmundur Árni sagði Hall- dór Blöndal ekki hafa gefið nein svör. „Staðreyndin er sú að örfá- um vikum fyrir hlutafélagsvæð- inguna eru þessi mál meira eða mig. Ég hef prófað að búa með öðru fólki bæði vinum og ástkon- um. Mér finnst það verst við að búa einn að ég þarf að hlæja að sjálfum mér. En þetta er ekki formúla því sumir þurfa þvert á móti á Öðrum að halda til að geta skrifað." Pæg eða góð En hvernig datt þér í hug að fara að skrifa um Maríu Mey og minna í uppnámi og starfsfólk í óvissu og án atvinnu um áramót- in. Það var ekki þetta sem menn lögðu upp með þegar gera átti Póst og síma að hlutafélagi,“ sagði Guðmundur Árni. „Það verður að vinna að þessum breyt- ingum í fullri sátt og samvinnu við starfsfólk. En það er augljóst að þessi ríkisstjórn kann það ekki.“ endurkomu hennar? „Ég hafði verið að skrifa ritgerð um hugann og vitundina og útfrá því fór ég að hugsa mikið um feg- urðina og hvernig hún birtist. Ég fór síðan að tengja þessa ímynd við Maríu Mey en hún er sú and- lega ímynd sem helst getur tengt sál og líkama átakalaust. Hún er mannleg þrátt fyrir guðlega eigin- leika, hún er tilgerðar og látlaus en heilög. Þegar Gabríel boðaði henni fæðingu frelsarans svaraði hún ósköp eðlilega: „Hvernig má það vera þar sem ég hef ekki verið við karlmann kennd.“ Svarið gefur til kynna að hún sé ekki óupplýst um náttúru mannsins þrátt fyrir að hún sé heilög. Ég fór líka að velta fyrir mér tímahugtakinu. Hvenær hefst nútíminn, er það þegar við fæð- umst eða foreldrar okkar eða hófst hann fyrir tvöþúsund árum? En hvernig myndi okkar tími bregðast við svo mikilu trúatrausti og sak- leysi. Síðast en ekki síst er hægt að spyrja sig hvort María hafi verið saklaus af því að hún var undirgef- in Guði eða af því að hún var góð manneskja. Hefði hún til dæmis átt þess kost að segja við Guð: „- Heyrðu þetta er ákaflega mikil upphefð en ég var eiginlega búin að gera önnur plön varðandi fram- tíðina." Er maðurinn frjáls gagn- vart Guði? Stöðugt limbó Ertu trúaður? „Það var ekki trúarleit sem rak mig út í að skrifa bókina þótt að leitin eftir einhverju til að trúa og treysta í viðsjárverðum heimi sé alltaf áleitin því til þess að ástin gangi upp þarf að vera trú. Fólk þarf að geta gefist einhverju á vald. Ég er sjálfur ófermdur og er ekki félagi í neinum trúarsamtök- um eða neinum samtökum yfirhöf- uð. Algert trúleysi er trúarbrögð í sjálfu sér og gefa sér að alheimur- inn sé ekki lifandi afl og ég get ekki skrifað undir það afþví ég veit ekkert um það. Ég er því í algeru limbói þarna á milli.“ Þekkirðu eitthvað heilagt fólk? „Ég þekki ekkert óheilagt fólk.“ Nú gafstu sjálfur út síðustu bók þína. Var erfitt að fá forleggjara núna ? „Ég var búinn að sætta mig við að gefa verkið út sjáfur enda var ég búinn að ganga á milli forleggj- ara með handritið ansi lengi þegar ég rambaði á þetta forlag, Orm- stungu, en það hefur verið vaxandi undanfarið og er vönduð bókaút- gáfa.“ Hvernig líst þér á það sem er að gerast í bókmenntaheiminum? „Mér líst ágætlega á það. Það er mikið að gerast og það er kannski helsta einkenni þeirrar kynslóðar sem er að koma fram núna, hvað hún er í raun sundurlaus. Hver syngur með sínu nefi og hefur sín- ar hugsjónir og hugmyndir." Er þannig einstaklingshyggja frjórri en formbyltingarskólar að þínu mati? „Höfundar verða að gera það upp við sig sjálfa. Ef þá vantar hugmyndalegt streymi leita þeir eftir því við aðra. Þeir sem vilja vera einir eiga auðveldara með það í dag en fyrr á tímum því í nútfma- þjóðfélagi er mönnum vel kleift að vera út af fyrir sig en fylgjast samt vel með því sem er að gerast.“ ■ Utandagskrárumræða um lokun póststöðva Málefni Pósts og síma f uppnámi - segir Guðmundur Árni Stefánsson. Tugir starfsmanna missa atvinnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.