Alþýðublaðið - 07.01.1997, Síða 1

Alþýðublaðið - 07.01.1997, Síða 1
I Þriðjudagur 7. janúar 1997 Stofnað 1919 1. tölublað - 78. árgangur ■ Ekkert hefur þokast í viðræðum launþegafélaganna og vinnuveitenda um nýjan kjarasamning. Viðræður að hefjast á ný eftir þriggja vikna hlé Mikil óánægja er með samningamál til þessa -segir Grétar Porsteinsson forseti ASÍ „Menn tóku almennt hlé á samn- ingaviðræðum uppúr miðjum des- ember og síðan er ætlunin að taka aftur upp þráðinn í þessari viku. Þegar hlé var gert voru menn okkar megin mjög óánægðir með hvemig viðræðurnar höfðu gengið. Efnis- legar umræður um kröfugerð voru nánast ekki hafnar og því er ekki hægt að segja að mikið hafi miðað til þessa,“ sagði Grétar Þorsteins- son forseti Alþýðusambands Is- lands í samtali við Alþýðublaðið. Gildistími nánast allra almennra kjarasamninga rann út um áramót- in. Viðræður milli fulltrúa vinnu- veitenda og launþega um gerð nýrra kjarasamninga hófust fyrir liðlega tveimur mánuðum en hafa litlum sem engum árangri skilað til þessa. Grétar Þorsteinsson sagði að landssambönd launþegafélaga færu með samningsgerðina með þeirri undantekningu þó að nokkur félög færu sjálf með sín mál. Þar mætti nefna Dagsbrún, Framsókn og Verslunarmannafélag Reykjavíkur. „Yfirbragð kröfugerðar er eitt- hvað mismunandi hjá einstökum fé- lögum, en markmiðið sem menn hafa sett sér er að auka kaupmátt á nokkrum næstu árum og reyna að nálgast það sem er í nágrannalönd- unum fyrir skikkanlegan vinnu- tíma,“ sagði Grétar. Aðspurður um líkur á samningum án átaka kvaðst Grétar vera hóflega bjartsýnn. „Eft- ir að viðræðuhlé var gert fór fram afgreiðsla fjárlaga og sú afgreiðsla var ekki gott innlegg í framhaldið. Auðvitað væri æskilegast ef það tækist að semja á tiltölulega stutt- um tíma án átaka. Það verður varla fyrr en eftir nokkra daga sem mál fara að skýrast, en það er nokkuð ljóst að menn ætla ekki að liggja Grétar: Menn ætla ekki að liggja yfir þessu mánuðum saman. yfir þessu mánuðum saman,“ sagði Grétar Þorsteinsson. Dagsbrún og Framsókn sendu viðsemjendum sínum bréf í gær. Þar segir meðal annars að nánast engar efnislegar niðurstöður hafi náðst í sérkjaraviðræðum félaganna við atvinnurekendur. Þeir hafi stað- ið fast á 2-3% hækkun launa. Af hálfu félaganna sé slíkt ekki til um- ræðu. Þá segir í bréfinu að félögin muni að óbreyttu ekki fresta því lengur en til 15. janúar að vísa við- ræðum til sáttasemjara. Þegar hafi verið óskað eftir fundi með sátta- semjara þann dag og fundurinn ver- ið tímasettur klukkan 10. Loks seg- ir að félögin geti hvenær sem er lagt fram tillögur að breytingum á launatöxtum og öðrum atriðum sem snerta aðalkjarasamning. Óskað er eftir fundi um þau mál sem allra fyrst. ■ Fær Borgarleikhúsið 15 milljón króna aukafjárveitingu? r I skrúfstykki vegna fjárskorts -segir Þórhildur Þorleifs- dóttir leikhússtjóri en upp- safnaður vandi Borgarleikhúss- ins nemur 60 milljónum „Það er erfítt að vera í skrúfstykki vegna fjárskorts en fjárveitingar borg- arinnar til starfsemi Borgarleikhúss hafa ekki dugað til síðan Leikfélag Reykjavíkur fluttist þangað árið 1989, þrátt fyrir mjög góða aðsókn oft og tíðum. Á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1997 voru fjárveitingar skomar niður úr 140 milljónum niður í 135,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri í samtali við Alþýðublað- ið. Ríkið færði leikhúsinu 25 milljón króna afmælisgjöf sem kemur til greiðslu á tveggja ára tímabili. Beiðni Borgarleikhússins um 15 milljón króna aukafjárveitingu vegna útgjalda á afmælisári verður tekin fyrir í borg- arráði í dag. ,JÞessi beiðni okkar er liður í því að mæta kostnaði við afmælishald og ná starfseminni upp. Hún leysir hinsveg- ar ekki vanda Borgarleikhússins til langframa þó hún gæti stuðlað að því að við héldum haus á afmælisári. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir að markmiðið með Borgarleikhúsinu hafi eflaust verið það að efla atvinnuleik- hús í landinu þá hafa framlög frá borginni ekki nægt þrátt fyrir að fyrr- verandi og núverandi meirihluti hafi stigið myndarleg skref í þá áttina. Uppsafnaður vandi Borgarleikhúss- ins nemur sextíu milljónum og í haust drógum við saman seglin til að mæta þessum vanda. Menn verða að horfast í augu við að það er ekki raunhæfur rekstrargrund- völlur með þessum fjárveitingum og þegar þær nægja ekki er erfitt að fylla upp í stórt hús.“ Um gagnrýni á innri starfsemi Borgarleikhússins segir Þórhildur: „Við þurfum stærri leikhóp, fleiri sýn- ingar til að halda uppi aukinni starf- semi. Við núverandi fyrirkomulag er- um við dæmd til að sigla á hálfum dampi. En lausnin er ekki sú að hörfa til baka og bjóða upp á aukna hálfat- vinnumennsku. Til að hlutunum fleygi fram þarf að standa að þeim í sam- hengi en ekki tilfallandi frá mánuði til mánaðar. Hér eins og á öllum öðrum vinnu- stöðum er enginn einn vandi. Það kemur upp fjöldi mála sem þarf að laga en fjárhagsvandinn er höfuðvand- inn. Það er hægt að bera saman fjár- veitingar til Þjóðleikhúss en við höf- um einungis rúmlega einn þriðja af fjárveitingu Þjóðleikhússins. Það getur hver séð það dæmi í hendi sér. Það er því engin endanleg lausn að fjárveit- ing hækki um tíu til 15 milljónir. Vandinn er þá að hálfu óleystur. Ef ekki fer að gerast eitthvað fljótlega verður að grípa til annarra ráðstafanna eins og að stytta leikárið og fækka sýningum. Menn hafa reynt að sveifla þessum vanda til hhðar með þvi að minna á at- burði í fyrra en þessi rekstrarvandi er síðan löngu fyrir þann tíma. Borgar- leikhúsið hefur dregið til sín um hálfa milljón áhorfenda á sýningar Leikfé- lagsins síðan það opnaði og það hafa skipst á skin og skúrir. Það er ekki langt síðan að Þjóðleikhúsið var í svipuðum erfiðleikum og leikhús- stjóraskiptin þar vöktu upp mikla um- ræðu. Það fékk hinsvegar svigrúm til að sjá fram úr erfiðleikunum og er nú á miklu blómaskeiði. Ég óska þess að okkur verði gert kleift að gera slíkt hið sama,“ sagði Þórhildur Þorleifsdóttir. Þórhildur: Höfum aðeins einn þriðja af fjárveitingu Þjóðleikhússins. r ■ Okeypis símtöl á nýársdag Þorðum ekki að aug- lýsa þetta um of - segir Hrefna Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi „Þessu boði okkar var mjög vel tekið, fólk greip tækifærið og kunni greinilega vel að meta þetta boð,“ sagði Helga Ingólfsdóttir blaða- og upplýsingafulltrúi Pósts og síma hf. í samtali við blaðið. Fyrirtækið bauð landsmönnum að hringja ókeypis um allt land þann 1. janúar síðast liðinn, á fyrsta starfsdegi hins nýja hlutafélags Pósts og síma. Hrefna segir greinilega aukningu hafa orðið á símtölum þennan dag, en þó hefði hún verið innan hóf- legra marka. „Við þorðum ekki að auglýsa þetta tilboð um of, urðum fyrst og fremst að gæta allra örygg- issjónarmiða og valda ekki yfirálagi á símakerfinu,“ segir Hrefna. „- Þetta fór eins vel og það gat farið. Fólk nýtti sér þjónustuna án þess að öngþveiti skapaðist“ Ritstjóra- skipti Um áramótin lét Hrafn Jökulsson af starfi ritstjóra Alþýðublaðsins. Blaðið þakkar honum vel unnin störf og ósk- ar honum velfarnaðar á nýjum vett- vangi. Sæmundur Guðvinsson hefur verið ráðinn ritstjóri Alþýðublaðsins til 1. febrúar, en í þessum mánuði verður tekin ákvörðun um framtíð blaðsins. ■ Aðildað trúfélögum: Eitt prósent sagði sig úr þjóðkirkjunni Á síðasta ári voru skráðar breytingar á trúfélagsaðild tæplega 2.700 einstaklinga, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Það svarar til þess að eitt prósent lands- manna hafi skipt um trúfélag. Flestar þessara breytinga snertu brottskráningu úr þjóðkirkjunni og nýskráningu í þann hóp sem sten- dur utan trúfélaga. Alls voru 2.344 einstaklingar skráðir úr þjóð- kirkjunni á árinu samanborið við 755 árið áður og 528 árið 1994. Af þeim 2.344 sem skráðir voru úr þjóðkirkjunni í fyrra létu 1.391 skrá sig utan trúfélaga. Enginn munur er á tölu karla og kvenna sem létu breyta trúfélags- aðild á árinu. 18. janúar Tómir loftkastalar?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.