Alþýðublaðið - 07.01.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1997, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLADD ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 s k o ð a n nimuBUDig 21234. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Sæmundur Guðvinsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 mArsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Smánarblettur fátæktar Forseti íslands sagði í nýársávarpi sínu að fátæktin væri í vax- andi mæli smánarblettur á íslensku samfélagi. Forsætisráðherra gat þess hins vegar í áramótaræðu sinni að það hefði komið á óvart, að nokkru fyrir jól hefðu tveir fjölmiðlar lagt ofurkapp á að koma því inn hjá þjóðinni að fátækt og eymd færi vaxandi í land- inu. Engar haldbærar tölur staðfestu slíkt. í framhaldi af þessu birti Morgunblaðið niðurstöður úr könnun Félagsvísindastofnun- ar Háskólans þar sem fram kemur, að svo virðist sem fólki undir þeim fátæktarmörkum sem stofnunin miðar við hafi fækkað á síðasta ári írá árinu 1995. Engu að síður séu 10 prósent þjóðar- innar, eða um 27 þúsund manns undir fátæktarmörkum. Rétt er að taka fram að Félagsvísindastofnun gerir ýmsa fyrirvara við niðurstöður sínar og bendir á að hér sé um vísbendingar sé að ræða. Enda vantar mikið á að könnun stofnunarinnar sé fullnægj- andi, en hún hyggur á gerð mun víðtækari og marktækari könnun á þessu sviði ef fjármagn fæst til verksins. Það kemur ekki á óvart að hæst hlutfall fátækra er meðal at- vinnulausra. Atvinnuleysisbætur hér á landi eru skammarlega lágar. Stjómvöld líta svo á að atvinnulausir séu vandamál frekar en skortur á vinnu og því beri að refsa þeim sem ekki hafa vinnu með því að úthluta þeim smánarbótum. Það kemur heldur ekki á óvart að nær 40 prósent bænda skuli vera undir fátæktarmörkum. Sú helstefna sem hér hefur verið rekin í landbúnaðarmálum hefur stórskaðað bændur jafnt sem neytendur eins og Alþýðuflokkur- inn hefur bent á áratugum saman. Þá er áberandi fátækt meðal einstæðra foreldra sem er skiljanlegt í ljósi þess að láglaunastefn- an gerir ekki ráð fyrir að ein íyrirvinna geti framfleytt venjulegri fjölskyldu. Bætur almannatrygginga taka mið af lægstu launa- töxtum á vinnumarkaði og kjör öryrkja og aldraða em í samræmi við það. Sem betur fer býr meirihluti landsmanna við þokkaleg eða góð kjör. Enda væri annað í hæsta máta óeðlilegt þegar litið er á þjóð- artekjur. Það breytir hins vegar í engu þeirri staðreynd að tugþús- undir landsmanna draga fram lífið við fátækt og alltof margir við sámstu fátækt. Menn geta reiknað íjölda fátæklinga fram og til baka og deilt um hvort hinum snauðu hafi fækkað eða fjölgað um eitt eða tvö prósent á milli ára. Slíkir útreikningar em í sjálfú sér einskis virði meðan ekki er skorin upp herör gegn fátækt hér á landi. „Ástandið er mjög slæmt því fjöldinn sem þarf á aðstoð að halda er gífurlegur. Ég man aldrei eftir öðm eins,“ segir formaður Mæðrastyrksnefndarinnar í Reykjavík í viðtali við DV þann 3. janúar. Forráðamenn annarra líknarsamtaka hafa sömu sögu að segja. Blákaldur veruleikinn blasir við í þessum efnum og ástæðulaust fyrir forsætisráðherra að saka tjölmiðla um að flytja lygifréttir af fátækt í landinu. Því miður bendir ekkert til þess að hagur þeirra sem minnst mega sín fari batnandi á þessu ári. Þegar efnahagskreppunni lauk og komið var að því að skipta ábatanum tók ríkisstjóm kvótakónga við völdum í landinu. Hún hefur séð til þess að þeir sem minnst lögðu á sig til að sigrast á efnahags- kreppunni bera mest úr býtum með vaxandi góðæri. Það er til- gangslaust fyrir atvinnulausa, láglaunafólk, aldraða og öryrkja að horfa til ríkisstjómarinnar í von um bættan hag. Við gerð nýrra kjarasamninga verður verkalýðshreyfingin að beita afli sínu og samtakamætti í þágu þeirra sem búa við bágust kjör. Því miður hefur það viljað brenna við að hinir betur settu hafi borið mest úr býtum þegar samið hefur verið um kaup og kjör. Vonandi gleym- ir verkalýðshreyfingin ekki sínum minnstu bræðmm í þeirri kjar- abaráttu sem nú er hafin. ■ „Móðir. Eg sigldi minn sjó fram á haust." Um daginn var ég að ræða við kunningja minn um veg ís- lenskunnar erlendis. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að hér á landi væri talað heimsmál sem menn hefðu skilið (og misskilið) um víða veröld meðal þeirra flökkukinda sem við köllum vík- inga. Þetta er sjálfsagt ein af þess- um hugmyndum sem maður grípur svona á lofti og er síðan að velta Pallborð Trausti Einarsson skrifar fyrir sér. Sá metnaður sem gægist fram í okkar íslendinga sögum er slíkur að lesendahópurinn hefur vart verið eyjaskeggjar á hjara ver- aldar. Eða hvernig stóð á því að fs- lendingurinn Snorri Sturluson tók upp á því að skrifa sögu Noregs- konunga nema af því að hann var með stóran hóp lesenda í huga? Eða þá öllu heldur að hann upplifði sjálfan sig sem hluta af stóru menn- ingarsamfélagi? A þessum tíma settust norrænir menn að ansi hreint víða. En svo virðist sem ísland hafi þá sérstöðu að aðeins hér hafi náð að skjóta rót- um norrænt ritmál sem hefur svo sannarlega staðist tímans tönn. Að því kom að kunningi minn fór að segja mér frá Bayeuxreflinum svo- kallaða refillinn en það veggtjald er frá s. hl 11 aldar. Þrátt fyrir það að hafa komið til Frakklands og lært að meta ilminn af víninu sem kennt er við þetta Calvados hérað verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei séð þetta veggtjald sem lýsir innrás Norðanmanna - eða Normand- ímanna - undir stjórn Vilhjálms I sigursæla til Englands árið 1066. Það er athyglisvert fyrir okkur ís- lendinga að það er alls ekki norrænt mál heldur latínan sem ryður sér braut í þessari lýsingu. íslenskan varð að ritmáli hjá okkur eftir kristnitökuna en sú þróun varð ekki alls staðar þar sem Norðanmenn tóku sér bólfestu. Reyndar staðfesta franskar orðabækur leifar séu þar af orðum af norrænum - eða því skyldum við ekki leyfa okkur að segja - íslenskum uppruna? Dæmi um það er joli sem Frakkar nota um það sem þeim þykir fallegt en sam- kvæmt uppruna er það dregið af orðinu jól sem er býsna vel kunnugt hér um slóðir. Orðið jól er reyndar upprunalega notað um hátíð sem haldin var þegar sól var hvað lægst á lofti. Þær stundir sem minna á slíkar samverustundir eru að sjálf- sögðu fegurðin uppmáluð joli. Orð- ið djúpur minnir á sig í borgarnafn- inu Dieppe og svo er alveg hreint ótrúlegt hvernig Frakkar hafa af- bakað orðið skip og það að skipa í orðunum équiper, équipage og équipement - sem við höfum lært af englendingum að sé equipment. Móðurmálið syngur Hér stóð alls ekki til að rekja slóðir forfeðra okkar út frá orðlepp- um í fjarlægum tungumálum enda fóru víkingarnir svokölluðu ansi hreint víða. Rétt er þó að hafa í huga að landnemarnir á íslandi komu að ónumdu landi. Þeir þekktu til þjóðþinga. Og þeir komu ansi víða að. Því var nauðsyn að sam- hæfa fyrir þá reglugerðir sem allir gátu sameinast um. Þeir bjuggu svo fjarri páfanum í Róm að þeir gátu útfært sitt talmál í rituðu máli. Þetta er að sjálfsögðu skýringin á því hvers vegna latínan ryður sér braut á Bayeuxrefilinn en alls ekki í Is- lendinga sögunum. Þrátt fyrir það að danskan yrði að hluta móðurmál menntaðra fslendinga náði aldrei að festast í sessi dönskumælandi ný- lenda í svipaðri aðstöðu og þeir sem tala sænsku meðal Finna. Við erum því í ótrúlegri aðstöðu að vega og meta hin erlendu áhrif við uppbyggingu á okkar skólakerfi. Fátt er eðlilegra í þeim efnum en taka mið af okkar eigin sögu. Það er alkunna að rithöfundar velja sér oft ákveðinn lesanda þegar þeir skrifa til ákveðinnar heildar og dæmi um slíkt er ljóðið sem vitnað er til hér í upphafi sem höfundur skrifar til móður sinnar. f ljóðinu hljómar ómurinn af fortfð okkar og sjálfstæðisbaráttunni ansi hreint sterkt. Þó má ljóst vera að hann ávarpar sitt eigið málsamfélag sem hann bæði fjarlægist og nálgast í sí- fellu. „Og venur það ekki viljann heim/ að vera hjá sjálfum sér gest- ur?“ Móðurmálið sem líkt og syng- ur í huganum þrátt fyrir endalaus ferðalög um heiminn. „Frá ár- bjarma fyrstu æsku ég man/ óm þinna glötuðu stefja." „Þú elskaðir stökunnar máttuga mál,/ myndsmíð vors þjóðaranda." Og hugsjónir eru ekki langt undan: „Mér brann ekk- ert sárar í sjón og hug/ en sjá þínar vonir deyja.“ Þessi kynslóð fékk í hendur full- veldi árið 1918 og tók í arf þjóðfé- lag sem var mótað af samskiptum við Danmörku. Þeir sem börðust hvað harðast gegn því að hæstirétt- ur eignaðist eigin salarkynni í Reykjavík mættu huga að því að fullveldið breytti því ekki að hæsti- réttur var áfram um hríð í Kaup- mannahöfn. Danir sáu áfram um strandgæslu við íslandsstrendur og það sem vert er að huga að utanrík- isþjónusta íslendinga var áfram í höndum Dana. Hvað er til fyrir- stöðu nú þegar líður senn lokum þessara aldar að sjálfstæðisbarátta íslendinga nái til okkar eigin utan- ríkisþjónustu og henni beitt í þágu móðurmáls okkar? Eða væri ekki tilvalið að leggja út af þessum orð- um skáldsins fyrir þá sem skrifa og hugsa á íslensku? „Þú last - þetta mál með unað og yl yngdan af stofnunum hörðu. Eg skyldi, að orð er á íslandi til um allt, sem er hugs- að á jörðu.“ Varla telst það glæsi- legur árangur hjá núverandi vald- höfum að móðurmál þeirra sem kröfðust sjálfstæðis fyrir fslendinga sé orðið að viðfangsefni Mjólkur- samsölunnar? Eða hvernig ber okk- ur að skilja það að þetta mál nái ekki eyrum þeirra sem ganga erinda íslendinga erlendis? „Hvort logn var á sæ eða bára brast,/þú bjóst mér í hug og sinn.“ Eða er tilfinn- ing íslendingra sjálfra sem fara er- lendis og nema erlendar tungur sú að móðurmál okkar hljómi rétt eins og baulið í beljum? Ekki verður það ráðið af því sem skáldið kvað til móður sinnar og svo okkar hinna sem lifum og hrærumst í íslensku málsamfélagi: Móðir Nú ber ég þitt mál á vör og merki þér ljóðastafi Til þess tók ég fari, til þess flaut minn knörr Til þess er ég kominn af hafi. Að hugsa Samkvæmt skoðanakönnun um fylgi flokkanna, sem gerð var að tilstuðlan þingflokks jafnaðarmanna, kom í ljós að sameinaðir jafnaðar- menn fengju mest fylgi eða tæp 40%, Sjálfstæðisflokkurinn litlu minna og Pallborð_________| Æj % Gunnar Framsóknarflokkurinn ræki lestina með 23% fylgi. Margt athyglisvert kemur í ljós við nánari skoðun á þessu mikla fylgi sem sameinaðir jafnaðar- menn fá. I fyrsta lagi sýnir könnunin að sameiginlegt framboð stjómarand- stöðuflokkanna á góðan hljómgrunn, framboð sem ekki einu sinni er komið fram og enginn veit hvemig mun líta út, fær strax tæplega 40% fylgi. I ann- an stað er það sálræni þátturinn. Það stórt „Þessi veruleiki ásamt öðru gerir að verkum að menn í stjórnarandstöðunni hugsa smátt, þeir hugsa um lítil völd og um að koma litlu af sínum stefnumálum fram.“ hlýtur að skipta máli í stjómmálastarfi að sú stefna sem boðuð er nái fram að ganga. Fyrir smáflokka með 10- 15% fýlgi sem allir hafa ágætar stefnuskrár verður lítið urn efndir eftir að samið hefur verið um ríkistjómaraðild, hvort sem það er við 3 til 4 smáflokka eða einn stóran flokk. Þessi veruleiki ásamt öðm gerir að verkum að menn í stjómarandstöðunni hugsa smátt, þeir hugsa um lítil völd og um að koma litlu af sínum stefnumálum fram. Því er það lykilatriði að menn læri að hugsa stórt. Það hlýtur að liggja f hlut- arins eðli að 40 prósenta flokkur kem- ur meira af sinni stefnuskrá í fram- kvæmd en 10-15% flokkur. Reykjav- íkurlistinn hefur sýnt og sannað að flokkar sem liggja nálægt hver öðmm geta starfað saman og það vel. Borgar- fulltrúar Reykjavíkurlistans, með borgarstjórann í farabroddi, hafa sýnt öðmm að hægt er að hugsa stórt og hægt er að koma í verk stefnuskrá sem miðar að því nýtast þeim sem eiga það skilið, Reykvíkingum. I allri umræðunni um nánara sam- starf stjómaandstöðuflokkanna hefur borið á því að fólk innan þessara flokka hefur allt á homum sér um nán- ara samstarf og nýtir hvert tækifæri til að benda á hvað sundrar flokkana. Fólk með þennan hugsunarhátt hugsar smátt og það sem verra er, það vill halda áfram að hugsa smátt. Við þvt' er lítið að gera, annað en að halda áfram að reyna að koma því í skilning um að það er krafa fólks, yngra og eldra, sem aðhyllist jafnaðarstefnuna að stjórnarandstöðuflokkarnir hætti smákóngapólitík sinni og starfi saman í því að gera íslenskt þjóðfélag skap- legra þegnum þess en það ástand sem þeir búa við í dag. Því skiptir máli að hugsa stórt. Höfundur er háskólanemi og 1. varaformaöur SUJ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.